Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Fíkniefni:
Tveir menn í
gæsluvarðhaldi
Fíkniefnadeild lögreglunnar
handtók á föstudag tvo menn
vegna gruns um að þeir væru
viðriðnir innflutning á hassi.
Mennirnir hafa verið úrskurðað-
ir í 10 daga gæsluvarðhald.
Lögreglan handtók hóp fólks,
sem var að koma til landsins frá
Danmörku. Öllum var sleppt úr
haldi aftur, fyrir utan einn íslending
og einn Dana, sem nú sitja í gæslu-
varðhaldi. Þá leitaði lögreglan
fíkniefna á 3-4 stöðum í Reykjavík
og mun hafa haft eitthvað magn
af hassi og amfetamíni upp úr
krafsinu. Ekki vildi lögreglan gefa
upp hversu umfangsmikið mál þetta
væri, en taldi það þó í minna lagi.
Fiskverðsviðræð-
um frestað um viku
Morgunblaðið/BB
Frá fyrsta uppboðinu hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í gær. Boðinn var upp aflinn úr tveimur bátum, Unu
úr Garði og Vörðufellinu GK.
FYRSTI fundur um fiskverð
síðustu 3 mánuði ársins var hald-
inn í Verðlagsráði sjávarútvegs-
ins í gær. Engin ákvörðun um
fiskverð var tekin á fundinum,
en aðilar munu hafa fjallað um
málið almennt, samkvæmt upp-
Iýsingum sem fengust í Verð-
lagsráði í gær. Ákveðið var að
taka vikufrest til að fara yfir
stöðuna og var næsti fundur boð-
aður næstkomandi mánudag.
Eins og greint var frá í frétt
Morgunblaðsins á laugardag sl.
ríkir mikil óvissa um hvort ákveðið
verður að hafa frjálst fiskverð
áfram til áramóta. Af hálfu fisk-
vinnslunnar hafa verið uppi efa-
semdir um ágæti þessa fyrirkomu-
lags og reyndar einnig meðal
útgerðarmanna. Fulltrúar sjó-
manna munu hins vegar eindregið
vera þeirrar skoðunar að rétt sé að
reyna áfram frjálst fiskverð.
Játaði tvær íkveikjur
MAÐURINN, sem var handtek-
inn í síðustu viku grunaður um
tvær íkveikjur, hefur nú játað á
sig verknaðina.
Aðfaranótt mánudagsins 7. sept-
ember sl. kom upp eldur í íbúð að
Garðastræti 13a í Reykjavík. Mað-
ur, sem var í íbúðinni, brenndist
töluvert á höndum og í andliti. Á
mánudagsmorgninum var tilkynnt
um eld í mannlausu herbergi í Gisti-
húsinu að Brautarholti 22, en engan
sakaði þar. Maðurinn, sem er 26
ára Reykvíkingur, var handtekinn
síðar í vikunni og úrskurðaður í 60
daga gæsluvarðhald.
Hraðamælingar í Reykjavík:
Tugur ökumanna
sviptur réttindum
TÍU ökumenn í Reykjavík þurftu
að sjá á eftir ökuskirteini sínu
um helgina, þar sem þeir óku
alltof hratt um götur borgarinn-
ar.
að bæta umferðina í Reykjavík mun
halda áfram enn um sinn.
Fiskmarkaður Suðurnesja:
Lágt verð á þorski
á fyrsta uppboðinu
Keflavík.
KÍLÓIÐ af þorskinum var selt á 30,40 krónur á fyrsta
uppboðínu hjá Fismarkaði Suðurnesja í Njarðvík í gær.
Þar var afli línubátsins Vörðufells GK 205 frá Grindavík
boðinn upp á meðan báturinn var á landleið. Tveir bátar
seldu fisk á uppboðinu en hinn báturinn, Una úr Garði,
hafði þegar landað afTanum þá er kaupendur buðu í fisk-
inn á þessu fyrsta uppboði.
Ólafur Þór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri markaðarins, sagð-
ist hafa orðið fyrir vonbrigðum
með að ekki hefði fengist betra
verð fyrir þorskinn, en þetta ætti
sínar skýringar. Bræla hefði verið
á miðum Suðumesjabáta í gær og
ekki verið ljóst fyir en á síðustu
stundu hvort af uppboðinu yrði.
Því hefðu menn hreinlega ekki
verið viðbúnir að bjóða í fískinn.
Fyrst var afli Unu úr Garði, sem
var tæp sex tonn af kola, boðinn
upp og voru aðeins tveir kaupend-
ur sem buðu. Lágmarksverð var
35 krónur og þegar verðið var
komið í 36,60 krónur var Eiríkur
Hjartarson fiskútflytjandi hjá
Stefni einn eftir. Eiríkur sagðist
vera ánægður með viðskiptin og
verðið en kolann ætlaði hann að
senda till Hollands í gám.
Afli Vörðufellsins GK var ekki
mikiH, 800 kíló af þorski og 700
kíló af Iöngu. Magnús Björgvins-
son, fískverkandi í Garði, keypti
aflann. Hann fékk kílóið af þorsk-
inum á 30,40 kr. en af löngunni á
10 krónur sem var lágmarksverð,
Magnús sagðist vera ánægður meq
sinn hlut, þetta fyrirkomulag væri
einfalt og gott. Menn þyrftu ekki
að hringla með fiskinn í kössum
og það væri mikill munur að geta
sótt aflann strax um borð þegar
bátamir kæmu að landi. Magnús
sagði að fískurinn yrði verkaður í
salt.
Næsta uppboð verður í dag og
þá átti að samtengja útibúið í
Grindavík við höfuðstöðvamar i
Njarðvík. Ekki hefur enn tekist að
ganga frá tækjabúnaði og því
verða Grindvíkingar sem vilja
versla fisk frá Fiskmarkaði Suður-
nesja að keyra til Njarðvíkur enn
um sinn.
BB
Nú hafa 29 ökumenn i Alþýðusamband Austfjarða hvikar ekki frá kröfu um að fiskverkafólki
Reykjavík verið sviptir ökurétt-
indum frá síðustu mánaðamót-
verði raðað í efsta flokk VMSÍ:
um.
Lögreglan í Reykjavík var iðin
við hraðamælingar um helgina og
verða fjölmargjr að greiða sektir
fyrir hraðakstur. Þá voru 22 öku-
menn stöðvaðir grunaðir um ölvun
við akstur á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Á sunnudagskvöld
einbeitti lögreglan sér síðan að því
að stöðva þá ökumenn sem hafa
vanrækt umskráningu og eigenda-
skipti á bifreiðum sínum. Alls voru
númer klippt af 24 bifreiðum.
í gærkvöldi var lögreglan sérs-
taklega á verði við umferðarljós og
umferðarmerki. Átak lögreglu til
Hreindýraveið-
um að ljúka
Hreindýraveiðar hafa
gengið vel í ár samkvæmt
upplýsingum sem mennta-
málaráðuneytið hefur fengið
frá bændum.
Að sögn Runólfs Þórarinsson-
ar deildarstjóra hefur veiðin
almennt gengið vel. Engar tölur
liggja þó fyrir, en veiðitímabilinu
lýkur 15. september næstkom-
andi.
Samningafundi frestað og
stj órnarfundur VMSI í dag
Samning'afu idi Verkamannasambands íslands og Vinnu-
veitendasambaids íslands, sem vera átti í dag, hefur verið
frestað til næstkomandi mánudags og í dag hefur verið
boðað til framkvæmdastjómarfundar í VMSÍ vegna sam-
þykktar Alþýðusambands Austurlands á sunnudag. Þar er
ítrekuð afstaða þeirra félaga sem gengu út af formanna-
fundi VMSÍ fyrir rúmri viku síðan vegna ágreinings um
hvaða kröfur ætti að gera
komandi samningum.
í samþykktinni er lýst yfír and-
stöðu við það að ákvæði um
allsheijaratkvæðagreiðslu hafí
verið beitt á formannafundinum
og lögð er áhersla á að það sé
grundvallaratriði að lítil félög geti
óhindrað komið á framfæri sínum
sjónarmiðum og að stéttarleg sam-
staða sé látin ráða ferðinni við
mótun stefnu verkalýðshreyfingar-
innar. Alþýðusamband Austur-
lands telji það rétta og sjálfsagða
kröfu að almennu fiskverkafólki
sé gninnraðað í efsta flokk sem
VMSÍ semur um. Þessi krafa sé
fynr hönd fiskvinnslufólks í
ófrávíkjanleg og á hana verði að
fallast eigi að takast samstaða inn-
an VMSI. Með þessu sé á engan
hátt verið að útiloka aðra hópa frá
því að verða grunnraðað í efsta
flokk. Að öðru leyti er lýst yfir
fullri samstöðu með kröfugerðinni,
sem lögð hefur verið fram. Takist
ekki fullar sættir telur fundurinn
að Alþýðusamband Austurlands
eigi að fara sjálft með sína samn-
inga og leita samstarfs við önnur
félög á landinu sem hafa uppi hlið-
stæða kröfugerð.
„Ég hef lagt mig fram um að
ná samkomulagi. Á sama tíma og
maður er að halda fram málstað
fískvinnslufólks virðast aðrir hafa
mestan áhuga á því að setja úr-
slitakosti og vita einstakar persón-
ur. Samkomulag næst ekki með
þeim hætti heldur með því að báð-
ir aðilar gefi eftir," sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson formaður
VMSÍ í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að þó Eskifjörður og
Höfn væru ágætis útgerðarstaðir
þá væru þar ekki einu útgerðar-
staðimir á landinu. Þessir menn
töluðu eins og fólk annars staðir
á landinu hefði ekki komið nálægt
físki og þeir væru einu málsvarar
fískvinnslufólks.
Guðmundur sagði að þessi uppá-
koma hefði einkennst af yfirboð-
um. Þó skipti það mestu máli hvað
út úr kjarasamningum kæmi, en
ekki hversu há kröfugerðin væri.
Kröfugerð væri matsatriði og það
væru fleiri starfsgreinar í VMSÍ
en fískvinnsla. VMSÍ legði mikla
áherslu á að ná samningum sem
allra fyrst, því eftir áramót gengi
hækkun sem VMSÍ kynni að ná
fram einnig til annarra, sem hefðu
samið um meiri hækkanir eftir að
VMSÍ samdi í vetur. Þetta vildu
þeir rétta af sem allra fyrst.
„Ég held að þetta hafí þegar
skaðað fiskvinnslufólk. Mín sann-
færing er sú að Vinnuveitendasam-
bandið hafí unnið fyrstu lotu vegna
þess að félögin eru tvístruð," sagði
Guðmundur. Hann sagði ásakanir
á hendur Karli Steinar Guðnasyni,
varaformanni VMSÍ, mjög órétt-
mætar. „Ég hef starfað með Karli
Steinari frá því ég varð formaður
Verkamannasambandsins fyrir 12
árum og ég kannast ekki við þenn-
an Karl sem þeir eru að lýsa. Öll
okkar samskipti hafa verið mjög
heiðarleg," sagði Guðmundur enn-
fremur.