Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 23 AÐ LATA EIHAPP UR HENDISLEPPA eftir Margrétí Þorvaldsdóttur Þegar gengið er fram hjá happa- húsi Kringlunnar þessa daga má glöggt sjá að nú á haustdögum er sem ríki einskonar kamivalstemmn- ing í bænum. Landsmenn eru þar að freista gæfunnar og keppast konur og karlar við að skafa af Happaþrennum eða fylla út Lottó- miða, enda eru álitlegar ijárfúlgur í verðlaun fyrir þá sem hafa heppn- ina með sér. Það dregur ekki úr áhuga að heyra sögur af þeim sem fengið hafa óvænt háar fjárhæðir á þessi litlu pappírskort. Ein saga er af dömu sem brá sér á útsölu í bæn- um, en kom að lokuðum dyrum vegna matarhlés, svo hún brá sér í næsta sölutum og keypti Happa- þrennu. Útsölunni gleymdi hún þegar hún sá að á þrennunni var hálf milljón króna. Önnur skemmti- leg saga er af pilti sem afgreiddi á bensínstöð og var neitað um frí til að fara á dansleik. Bálreiður sagði hann: „Ég kaupi mér þá bara þrennu." Honum rann fljótt reiðin þegar hann sá að þrennan færði honum 500 þúsund krónur í vinn- ing. Sögur sem þessar, um óvæntan auð, em sem kiydd í tilveruna. Þær glæða líka með von um að heppni verði einnig með okkur sjálfum næst þegar við sjálf kaupum happa- miða. Sálfræðingar telja sig hafa fund- ið skýringu á þessari áráttu manna að taka gjaman áhættu, sé ein- hvers vinnings von. Þeim ber saman um að hana megi rekja til tveggja þátta mannlegs eðlis, þ.e. sterkri löngun til að græða og löngun til að upplifa spennu vegna hins óvænta. Þessir mannlegu þættir hafa ver- ið fremur sterkir í eðli okkar íslendinga. Það má sjá glöggt á því, að við sem þjóð treystum mun meira á heppni í lífinu en aðrar þjóðir, sem láta stjómast meira af rökstuddum ákvörðunum en við gerum. Þetta létta lífsviðhorf okkar kemur einnig áberandi fram í tungutaki fólks. Við spyrjum gjam- an: „Varstu heppinn? — ... ja, sá var heppinn ... — Hann var hepp- inn pilturinn sem vann milljón á trompmiða í Háskólahappdrættinu síðast þegar dregið var. — Það kallar maður heppni.. . sumir hafa alltaf heppnina með sér. Að taka áhættu þegar einhver von er um vinning er reyndar ekk- ert „sér-íslenskt“ fyrirbæri, hefur verið til í einu formi eða öðm jafn- vel meðal hinna frumstæðustu þjóða, allt frá upphafi mannkyns. í fomum ritum Hindúa, Egypta, Kínveija og Persa er getið um leiki þar sem spilað var til vinnings, jafn- vel í Biblíunni er látið að því liggja, að dregið hafi verið til að auðvelda ákvarðanatöku. Meðal Indjána Ameríku og hinna frumstæðustu ættflokka Afríku hafa einnig fund- ist menjar slíkra leikja. I sögu Grikkja og Rómveija er víða getið um leiki og keppnir þeim tengdar, þar sem ávinningur var oft veruleg- ur. Frá þessum tímum fram til dags- ins í dag hafa happdrætti og áhættukeppnir til vinnings verið iðkaðar í flestum löndum heims. Má þar nefna veðbanka við veð- reiðabrautir, þar sem oft em lagðar undir talsverðar §árhæðir. Spila- kassar, ijárhættuspil og spilaborð spilavíta em einnig vel þekkt. Þau hafa verið ríkjum eins og Mónakó föst tekjulind. Víða hefur þó þótt nauðsynlegt að koma lögum yfir þessa vel skipulögðu starfsemi. Löggjöf hefur þótt nauðsynleg vegna þeirrar óhamingju sem oft hefur fylgt tapi hárra fjárhæða. Hér á landi þekkjum við aðrar hliðar á þessum spennandi leikjum og hana öllu friðsamlegri. Fjöl- skyldur skemmta sér gjaman við að leika Púkk og Rommý eða hvað þau nú öll heita þessi heimilislegu „fjárhættuspil". Þar leggja menn gjaman eitthvað smátt undir svona rétt til að auka spennuna. Önnur tegund áhættuleikja em svo happdrættin. Þau era rekin hér til ^ármögnunar ákveðinna verk- efna í þágu almennings. Má þar nefna Háskólahappdrættið sem á síðustu 50 ámm hefur byggt yfir æðstu menntastofnun landsins, Háskóla íslands, SÍBS sem vann að útrýmingu hinnar illvígu berkla- veiki og byggði upp vemdaðan vinnustað á Reykjalundi, og DAS sem byggt hefiir vistleg dvalar- heimili fyrir aldraða. Krabbameins- félagið, Lamaðir og fatlaðir og fjöldi annarra líknarfélaga landsins hafa einnig fengið nauðsynlegt fjármagn til starfsemi sinnar með því að starfrækja happdrætti. Það fjár- magn sem þessum félögum og stofnunum hefur tekist að afla á þennan hátt var þeim ekki falt með opinbemm Qárveitingum. Fjár- mögnunin hefur fyrst og fremst tekist fyrir elju hugsjónafólks sem óþreytandi vinnur hugsjón sinni brautargengi. Árangurinn við flármögnun á þennan hátt byggir að sjálfsögðu ekki síður á þeim sem spila í þessum happaleikjum, fólkinu í landinu. En landsmenn fara létt með það. Þeir réttlæta auðveldlega spilagleði sína og fjárútlát hafi þeir ekki hlotið vinning. Þeir segja aðeins: — Pen- ingamir fóm að minnsta kosti til styrktar góðu málefni. — Mönnum reynist það ekki erfítt á meðan þeir vita til hvaða verkefnis pening- amir fara. Slík skipulögð happdrætti, sem rekin em til fjármögnunar nauðsyn- legra verkefna, em ekki ný í sögunni. Sagan getur þess að rekst- ur happdrætta til opinberra fram- kvæmda hafi fyrst verið framkvæmd í Frakklandi árið 1520 og í Flórens á Ítalíu tíu ámm síðar. Frægt happdrætti var sett upp í London á Englandi um 1680 til flár- öflunar fyrir vatnsveitukerfí borg- arinnar. Happdrætti hafa verið rekin í flestum löndum Evrópu. Margir hafa heyrt minnst á „Irish Sweeps- takes" sem gert hefur margan manninn auðugan, að minnsta kosti um tíma. Ágóði þess hefur m.a. farið til bygginga sjúkrahúsa á ír- landi. Jafnvel Rússar ráku happ- drætti í seinni heimsstyijöldinni til fjármögnunar á stríðsrekstrinum. Hér á landi era happdrætti rekin í öllu friðsamlegri tilgangi. Það er álitið að landsmenn kaupi „happa- miða“ fyrir 2 milljarða króna á þessu ári. Af þeirri upphæð fer yfir helmingur fjármagnsins í vinninga. Við spilum í happdrættum að sjálf- sögðu í menningarlegum tilgangi, því að um leið stuðlum við að efl- ingu menntunar, íþrótta og al- mennrar heilbrigði þjóðarinnar, það er að segja okkar sjálfra. Að sjálf- sögðu lítum við ekki fram hjá þeirri staðreynd að heppnin gæti fært vinning — jafnvel þann stóra. Þess vegna hlustum við með eft- irvæntingu á sögur hinna heppnu, en finnum nánast til samúðar með þeim sem næstum hrepptu hnossið, — þeir gætu svo auðveldlega verið við sjálfir. Eins og t.d. maðurinn sem taldi sig hafa fundið upp pott- þétta formúlu fyrir vinningi. Hann kom inn í verslun og vildi kaupa tuttugu Happaþrennur úr óopnuðu 100 miða búnti. Hann vildi aðeins tíu fremstu þrennumar og tíu þær öftustu — en fékk engan vinning. Næsti viðskiptavinur keypti eina þrennu, og fékk hálfa milljón. — Stóri vinningurinn var þá í elleftu þrennunni í búntinu, að framan talið. Maður fann þrennu sem hent hafði verið í öskubakka. Gluggamir vom ekki fullhreinsaðir svo hann hreinsaði númerin betur og upp- götvaði 10 þúsund króna vinning. Þó að f þessum leik sé eins óhapp annars happ þá getum við auðveld- lega sett okkur í spor hjónanna sem komu inn í verslun þar sem aðeins vom til fjórar Happaþrennur. Frúin kvaðst ætla að kaupa þær allar. „Þú lætur þér nú duga tvær, kona góð,“ sagði hinn hagsýni bóndi hennar í áminningartón, svo frúin lét sér nægja aðeins tvær. Þá kemur lítill hnokki hlaupandi inn í verslunina og kaupir tvær síðustu þrennumar — á annarri þeirra var hálf milljón króna. Þó að við vildum helst sjálf hljóta Margrét Þorvaldsdóttir stóra vinninginn þá gleðjumst við með þeim sem hann hlýtur. En pen- ingar em aðeins stundargaman. Þeir gera að vísu lífíð auðveldara og skemmtilegra, en þeir hafa til- hneigingu til að staldra stutt við. Því má gjaman hafa hugfast gam- alt sannmæli sem segir: „Sálfræðingar telja sig hafa fundið skýringu á þessari áráttu manna að taka gjarnan áhættu, sé einhvers vinnings von. Þeim ber saman um að hana megi rekja til tveggja þátta mann- legs eðlis, þ.e. sterkri löngun til að græða og löngun til að upplifa spennu vegna hins óvænta.“ — Hann er heppnastur sá sem við hug sinn ræður, og nær að gera hvem dag öðram betri. — Höfuadur sér um þáttinn „Rétt dagsins “ í Morgunblaðinu. Listakonan Monica Backström hefur hannað þessa fögru gripi. Eru þeir unnir úr sýrubrenndum kristal. En fyrirmyndina sækir hún beint út í náttúruna. FYIRLIGGJANDI í TVEIM STÆRÐUM Póstsendum. Kosta)[Boda Bankastræti 10, sími 13122, Kringlan, sími 689122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.