Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Morgunblaðið/Ámi Helgason
María Bœringsdóttir og Auður Júlíusdóttir.
Stykkishólmur:
Hólmgarður mikill sælureitur
Stykkishóimi.
Skrúðg'arðurinn Hólmgarður í
Stykkishólmsbæ verður fegurri
og trjáríkari með hverju ári sem
líður. Fyrir 6 árum var hann
stækkaður meira en um helming
og um leið gerð grasflöt um hann
miðjan þar sem sumarhátíðir
gætu verið haldnar og útivistir á
góðviðrisdögum fyrir bæjarbúa.
Það var á árunum milli 1930 og
1940 að Kvenfélagið Hringurinn
valdi blett í útjaðri bæjarins í þeim
tilgangi að koma þar upp almenn-
ingsgarði, með tijárunnum og
blómum. Tijárækt hafði verið reynd
lengi í Stykkishólmi, en lítinn
árangur borið og var það landlægt
álit um 1940 að skógrækt væri til
lítils f Hólminum því ef trén næðu Hús kvenfélagsins setur mikinn svip á skrúðgarðinn Hólmgarð.
GOEDAR RtEGijlR
AF RYÐFRIU STAU!
Eftir ánægjulegt samstarf undanfarin ár hefur
Sindra Stál nú gerst umboðsaðili Damstahl A/S,
stærsta lagerfyrirtækis fyrir ryðfrítt stál á Norður-
löndum. Þessi nána samvinna tryggir viðskiptavin-
um okkar enn betri og markvissari þjónustu.
DAMSTAHL
Ryðfrítt stál er okkar mál!
SINPRAÆkSTALHF
BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
mannhæð færu þau að fölna og
bæru ekki sitt barr eftir það.
Þeir garðar sem þá voru við hús
staðfestu þetta. Innan Kvenfélags-
ins voru deildar meiningar um þetta
framtak félagsins og því ekki um
mikið framtak frá ári til árs. Skóg-
ræktarfélag Stykkishólms var
stofnað 1947 og það kom einnig lífi
í starfsemi kvenfélagsins og þessi
garður þeirra var því stækkaður
smám saman og nú hin seinustu
ár hefir garðurinn notið þess að
mikil áhugakona um skóg- og
blómarækt, frú Auður Júlíusdóttir,
hefir valist til að hlynna og hlúa
að gróðri í Hólmgarði og verður
ekki annað sagt en þar sé rétt kona
á réttum stað og árangur af elju
hennar hefir ekki látið á sér standa
og þeir sem fylgst hafa með þróun
þessara mála hér, ljúka einu orði
um að hér hafí bölsýni verið snúið
í bjartsýni.
Fréttaritari brá sér í að skoða
garðinn og ræða við Auði litla stund
nú í haust og var mjög ánægjulegt
að litast þama um. Auður sagði að
Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík
hefði gefið 80 greniplöntur sem
hefðu komið vel til og ættu eftir
að gera mikið gagn. Síðan hefðu
konumar fengið um 70 plöntur og
þetta hefði allt verið gróðursett. Svo
hefði verið gengið á eldri gróður
að gresja og hreinsa til og hefði
hjálpað henni í þessu í sumar 12
ára drengur, Hafþór Kristjánsson,
og hefði hann með sérstökum áhuga
og dugnaði unnið þama mikið verk
og til fyrirmyndar. Einnig hefðu
fleiri komið þar að á meðan gróður
var í frllum uppgangi. Þá hefði
forseti íslands gróðursett þrjár tijá-
plöntur og ekki var annað séð en
þær hefðu fallið í góðan jarðveg
og hefðu vel tekið við sér. Nú hefði
garðurinn einnig verið hellulagður
og skjól sett og eins væm bekkir í
garðinum fyrir fólk að hvfla sig.
Auður sagði að margar tegundir
væru í garðinum og vonandi ætti
fjölbreytnin eftir að aukast. Hús
Kvenfélagsins setur líka sinn svip
á umhverfíð og hefir þegar komið
að góðum notum og sannað ágæti
sitt.
— Árni