Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Fj ölskyldumót
afkomenda Krisijönu Guðmunds-
dóttur og Kristjáns Einarssonar
frá Hjöllum í Skötufirði
eftirBaldur
Bjarnason
Dagana 24.-26. júlí 1987 var
haldið í Ögri fjölskyldumót afkom-
enda Kristjönu Guðmundsdóttur og
Kristjáns Einarssonar frá Hjöllum
í Skötufirði.
Kristjana var fædd í Amardal
12. september 1890. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Helgi
Kristjánsson, sjómaður, og Guð-
mundína Magnúsdóttir.
Kristján fæddist 25. ágúst 1887.
Foreldrar hans voru þau Jónína
Jónsdóttir, vinnukona á Strandselj-
um, ættuð frá Ósi í Steingrímsfírði,
pg Einar Bjamason, snikkari frá
ísafirði. Einar þessi var yfirsmiður
hins mikla húss, sem byggt var í
Ögri um 1880 og hefir verið talið
eitt veglegasta hús, sem byggt hef-
ur verið í sveit á íslandi.
Lítið er vitað um uppvaxtarár
Kristjönu og Kristjáns. Kristjana
mun hafa alist upp í foreldrahúsum
í Amardal. Kristján ólst upp hjá
móðursystur sinni, Hallberu, og
manni hennar, Páli Helga Jónssyni
á Kirkjubóli í Skutulsfírði.
Ekki var meiningin að rekja til
hlítar lífshlaup þessara merku
hjóna, en aðeins stiklað á því helsta.
Á Borðeyri, þann 5. október
1912, eru þau Kristján og Kristjana
gefín saman í borgaralegt hjóna-
band af sýslumanninum í Stranda-
sýslu. Þau Kristján og Kristjana
höfðu þá hafíð búskap í Stóruhlíð,
sem er fremsti bær í Víðidal í Húna-
vatnssýslu. í Stóruhlíð fæðist þeim
Vogar.
VÉLARLOK af gömlum bU hefur
fengið nýtt hlutverk, þar sem það
er stór þáttur í tómstundaiðju
unglinga. Hefur vélarlokið um
nokkurt skeið verið notað sem
nokkurs konar sjóskiði, þar sem
menn eru dregnir á lokinu út um
sjó.
Fréttaritari Morgunblaðsins
fylgdist nýlega með þeim Andrési
Skúla Péturssyni og Páli Antons-
syni þar sem þeir vom dregnir um
á vélarlokinu við höfnina í Vogum.
fyrsta bamið, Aðalheiður, þann 25.
júU 1913.
Árið 1915 bregða þau búi í
Stómhlíð og halda vestur að Djúpi.
Þau em eitt ár í Hnífsdal og á
Naustum, þar sem Kristján stundar
sjó. Á Naustum fæðist þeim dreng-
ur sem deyr samdægurs.
Árið 1916 hefja þau búskap í
Efstadal í Ögursveit, sem er fremsti
bær í Laugardal. Efstidalur mun
vera talinn sá bær, sem hæst liggur
allra bæja á Vestfjörðum, í 172
metra hæð yfír sjó og um 10 km
frá sjó. í Efstadal fæðast tvö börn
þeirra, Guðmundur og Sigríður.
Ekki lét Kristján það á sig fá
þótt búskaparskilyrði væm erfíð í
Efstadal, vetrarríki mikið og erfítt
um alla aðdrætti. Hann tekur þó
þann kostinn að breyta til.
Árið 1920 festir hann kaup á
jörðinni Hjallar í Skötufírði, í sama
hreppi. Á Hjöllum bætast 4 synir
við bamahópinn, Bjöm Eysteinn,
Ari Magnús, Halldór og Aðalsteinn.
Bærinn Hjallar stendur, eins og
nafnið bendir til, í miðri brattri
fjallshlíð. Er þar afar bratt og grýtt
niður að sækja að sjónum, og áreið-
anlega ein brattasta og erfiðasta
sjávargata sem þekkist á öllu
landinu. Upp þessa snarbröttu hlíð
varð að bera allt sem til heimilisins
þurfti frá sjónum á bakinu.
Nærri má geta að það hefur reynt
á þrek og þrautseigju þeirra sem
þama áttu heima, að búa við þessi
erfiðu skilyrði. Þó varð sú raunin
á, að þama var búið til ársins 1979,
Það var Bjarki Viðarsson sem dró
þá á bátnum „Vin“.
Þeir Andrés Skúli og Páll sögðu
í samtali við Morgunblaðið að þessi
leikur væri mjög skemmtilegur og
hann væri auðveldari en að vera á
venjulegum sjóskíðum. Þeir félagar
fóm alls konar sveigjur og beygjur
við höfnina og sýndu listir sínar.
Til þess að vélarlokið sökkvi ekki
þegar stöðvað er hefur belgur verið
festur við það.
en vegur var að vísu kominn nokkr-
um áram áður.
Aldrei hafa Hjallar verið taldir
mikil jörð, og búskaparskilyrði þar
mjög takmörkuð, en víðsýnt var frá
Hjöllum, og var haft eftir Kristjáni
að fyrir það mætti gefa þúsund
krónum meira fyrir jörðina.
Á Hjöllum verða Kristján og
Kristjana fyrir þeirri miklu sorg,
að elsta bam þeirra, Aðalheiður,
veikist af lungnabólgu og deyr, þá
14 ára gömul. Var það mikill miss-
ir því að segja mátti, að hún hafí
verið stoð og stytta heimilisins, sem
annaðist yngri systkini sín af ein-
stakri umhyggju og hlýju, meðan
foreldramir sinntu búskapnum.
Sumarið 1927 ræðst Kristján í
byggingu íbúðar- og peningshúsa á
jörðinni, þrátt fyrir erfiðar aðstæð-
ur, því bjartsýnin var óbilandi. En
þegar húsin höfðu risið af gmnni,
kom kallið mikla. Kristján veiktist
af hastarlegri lungnabólgu, sem dró
hann til dauða eftir skamma legu,
þann 26. júní 1927. Stóð þá ekkjan
ein uppi með stóra bamahópinn
sinn, öll á unga aldri, og vissulega
var þá ungu konunni mikill vandi
búinn. Kom þá glögglega í ljós
hveijum mannkostum og kjarki hún
bjó yfir.
Kristjana tók þann kostinn, sem
margri ekkjunni hefur reynst erfíð-
ur, að leysa upp heimilið, og koma
bömunum fyrir á heimilum við
Djúp, þar sem hún taldi að vel yrði
fyrir þeim séð. Sjálf útvegaði hún
sér vinnu, fyrst hér vestra, og síðan
í Reykjavík.
Alltaf fylgdist hún vel með böm-
um sínum á uppvaxtaráram þeirra,
þroska þeirra og framgangi.
Kristjana var mikil myndar- og
atorkukona, sem af öllum sem henni
kynntust, var virt og vel metin. Hún
andaðist 3. janúar 1983, 92 ára
gömul.
Kristján Einarsson á Hjöllum var
mikill dugnaðar- og myndarmaður,
þótt hann færi ekki alltaf troðnar
slóðir. Hann var félagshyggjumað-
ur, sem studdi öll góð málefni, þar
sem hann kom því við. Hann var
mjög virkur og áhugasamur félagi
í UMF Framsókn í sveitinni. Átti
hann dijúgan þátt í byggingu sam-
komuhúss þess, er ungmennafélag-
ið byggði og enn stendur fyrir sínu.
Húsið var byggt að mestu í sjálf-
boðavinnu, og fyrir fíjáls framlög.
Kristján lét þar ekki sinn hlut eftir
iiggja. Það var mikið áfall fyrir
samsveitunga Kristjáns að horfa á
bak honum á besta aldri.
Eins og fyrr er frá greint, komu
afkomendur Kristjáns og Kristjönu
sem fylla brátt 8. tuginn, saman í
Ögri, til að minnast þess að rétt
mánuði seinna væm liðin 100 ár
frá fæðingu Kristjáns. Einn sonur
þeirra hjóna, Ari Magnús, er raunar
alinn upp í Ögri.
í tilefni þessa atburðar færðu
afkomendumir samkomuhúsinu
veglega peningagjöf, kr. 30.000,
sem nota skal til endurbóta og fegr-
unar á húsinu. Ennfremur höfðu
þeir látið gera minningarskjöld til
minningar um Kristján og Krist-
jönu, sem ætlað er að varðveitast
í samkomuhúsinu.
Félagar í UMF Framsókn, sem
og allir íbúar Ögurhrepps, færa
ættingjum Kristjáns og Kristjönu
alúðarþakkir fyrir þessar rausnar-
legu gjafír og þann hlýhug sem
þeir sýna til þessarar sveitar og
íbúa hennar.
Við þökkum ykkur fyrir komuna
í sveitina í sumar og óskum þessu
myndarlega og drengilega fólki alls
góðs í framtíðinni.
Höfundur er bóndi i Vigw.
Vogum:
Nýstárleg sjóskíði
- EG
Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundason
Vélarlokið hefur fengið nýtt hlutverk sem sjóskiði. Það er Bjarki
Viðarsson sem dregur skiðamanninn á bátnum „Vin“. Á innfelldu
myndinni sést vélarlokið betur og við lokið er festur belgur svo það
sökkvi ekki þegar stöðvað er.
45
—*—
HREINLÆTISTÆKI
Á ÓTRÚLEGA
GÓÐU VERÐI
| Salerni frá kr. 12.600 - Baðker frá
I kr. 10.600 - Sturtubotnar frá kr. 4.200
cr
Fjölmargar tegundir sturtuklefa
og verð við allra hæfi
VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER
Y VATNSVIRKINN/ f
Ármúli 21 - Sími 685966
Lynghálsi 3 - Simi 673415
Einnig festingar fyrir sprinkler loftstokka
og fleira.
Hringió og fáiö MUPRO bæklinginn
LEITIÐ UPPLÝSINGA.
VATNSVIRKINNJ
ARMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVlK
SlMI: VERSLUN: 686455, SKRIFSTOFA: 685966
LYNGHÁLS 3, SÍMI 673415
TOT7XTr
Haustverðin
komin!
Tjaldvagnar og fylgihlutir á
haustverði.
Hagstæð verð og greiðslu-
kjör.
tigenaur
eldri vagna!
Bjóðum nýja fjaðraundir-
vagna undir eldri gerðir.
Vetrargeymsla
Höfum einnig geymslu á
vögnum í vetur.