Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 Bókmenntahátíðin 1987 A FIFLIÐ SORGMÆDDA Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Bókmenntahátíðin 1987: Bókmenntadagskrá í Norræna húsinu. Höfundar: Þórarinn Eldjárn, Johan Bargum, Regin Dahl, Jon Michelet, Dorrit Will- umsen, Einar Már Guðmunds- son. Dagskrá Bókmenntahátíðar 1987 hófst með þvi að nokkrir norrænir höfundar kynntu verk sín í Norræna húsinu. Fleiri norr- ænir höfundar munu koma fram síðar. Regin Dahl er meðal helstu ljóðskálda Færeyinga. Hann flutti mörg ljóð og hljómaði færeyskan vel, en ekki skilst hún jafn vel í flutningi og þegar hún er lesin. í ljóðum Regins Dahl er náttúra Færeyja og lífið þar óþijótandi yrkisefni, en hann er þó ekki bundinn við ættbyggðina eina saman heldur leitar fanga víða. Klassísk yrkisefni eru áberandi hjá Regin Dahl og skírskotanir ljóða hans oft sóttar í rætur vest- rænnar menningar. Aheyrendur í Norræna húsinu virtust best kunna að meta þau ljóð hans sem fjölluðu um færeyskt mannlíf. Dorrit Willumsen las kafla úr skáldsögu. Frásagnarmáti hennar er raunsæilegur og hlýr og hún leggur áherslu á að ná fram and- blæ þess tíma sem hún fjallar um. Skáldskapur og minningar renna saman í eitt. Frá Danmörku er ekki langt til Noregs. Norðmaðurinn Jon Mich- elet skrifar spennubækur, ein þeirra, Jámkrossinn, hefur komið út á íslensku. Hann virðist nú vera að fara inn á nýjar brautir eins og skáldsagan Terra roxa Regin Dahl vitnar um. Michelet skopaðist að rithöfundarferli sínum með því að minna á orð Garcia Marquez um að í skáldsögu skipti fyrsta setn- ingin mestu máli, í henni væri að finna allt sem síðar kæmi. Með því að lesa fyrstu setningar nok- kurra skáldsagna sinna komst Michelet að þeirri niðurstöðu að ekki væri mikið varið í þær sam- kvæmt skilgreiningu Garcia Marquez. En áheyrendur hans í Norræna húsinu neita að trúa. Hér er greinilega á ferð höfundur sem kann sitt handbragð og hefur frá mörgu að segja. Johan Bargum frá Finnlandi kvaðst hafa verið staðráðinn í því að flytja alvarlegt efni fyrir bók- menntaþjóðina, en eftir stutt kynni af henni var breytt um skoð- un. í staðinn bauð Bargum upp á revíuefni og stutta þætti, að hluta til í samræðuformi. Mæltist þetta vel fyrir. íslensku höfundamir, Þórarinn Eldjám og Einar Már Guðmunds- son, vom á sömu nótum og Johan Bargum. Þórarinn las úr óbirtu verki, Skuggaboxi, og Einar Már * . Jon Michelet nýja smásögu: Æðahnútar og eit- urlyf. í Skuggaboxi heldur Þórarinn áfram lýsingu Kjög- xættar með því að svipast um á niðjamóti. Einar Már aftur á móti er trúr endurminningastíl, fléttar saman æðahnútavanda og eitur- lyfjavandamálum og greinir um leið frá ýmsu kátlegu í samtíð- inni. Þórarinn og Einar Már em ekki langt frá hreinni skemmtí- sagnagerð, en alvarlegir undirtón- ar em vissulega í þvi sem þeir em að fást við. Ljóst má vera að inn í hina þjóðfélagslegu kmfningu sem er svo dæmigerð fyrir norrænar samtímabókmenntir er kominn gestur sem ástæðulaust er að taka illa. Þessi gestur er stundum í gervi trúðsins eða fíflsins sorg- mædda, en oftast nær ádeilumað- ur sem telur nauðsynlegt að alvörunni fylgi gaman. Rithöfundar sem hleypt hafa gestinum inn í smiðju sína em meðvitaðir um lesanda/kaup- anda/áheyranda og stundum háðari tíðarandanum én æskilegt geturTalist. Það sést alltof lítið af afburðaleikaranum Jason Robards, Jr. í Hver er ég?, en Winona Ryder, sem leikur í rauninni aðalhlutverkið, er eftirminnileg. Sjálfsleit og suð- urríkj aþij óska Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Hver er ég? Square Dance ☆ ☆ V2 Leikstjóri: Daniel Petrie. Handrit: Alan Haines, byggt á skáldsögu hans með sama nafni. Kvikmyndatökustjóri: Jacek Laskus. Tónlist: Bruce Brough- ton. Aðalleikendur: Jason Robards, Jane Alexander, Win- ona Ryder, Rob Lowe. Bandarísk, Island Pictures 1987. Unglingsstúlkan Winona Ryder býr hjá afa (Jason Robards, Jr.) útá landsbyggðinni í Texas, mamma hennar (Jane Alexander) stakk af frá henni nýfæddri, til að missa ekki af fjörinu í stórborginni og forðast þrjósku og einstrengings- hátt Robards, sem þegar hafði „Eðlisútmálun manneskj unnar4 ‘ Erlendar baakur Siglaugur Brynleifsson Barry Schwartz: The Battle for Huraan Nature. Science, Norality and Modem Life. W.W. Norton & Company — New York/London 1986. Hugmyndafræðingar frönsku stjómarbyltingarinnar töldu sig hafa fundið lausnarstein mann- kynsins, leiðina til þúsund ára ríkisins. í ritum þeirra, „Code de la Nature" Morellys 1755, „De lé- spirit" Helvetiusar 1758, „Le Systéme de la nature" Holbachs 1770, „De la Législation" Malbys 1777 og í ritum Diderots og Rousse- aus eru mein mannkynsins rakin til þekkingarleysis á hinu sanna eðli manna, sem samkvæmt þeirra skoðun er bundin náttúrulögmálum, sem gilda fyrir manninn eins og aðrar lífverur. Finni menn þessi lögmál og hlýði menn þeim, þá er vandinn leystur. Inntak kenninganna var að eigin- gimi og sérdrægni réðu fyrst og fremst hegðum manna en jafnframt að þessir eiginleikar væru grund- völlurinn að samfélaginu, þar sem menn gætu ekki þrifíst utan mennskra samfélaga og að eigin- gjöm leit hamingjunnar leiddi menn til þess að leita fullnægjunnar innan samfélagsins og þar með yrði þeirra hamingja að vera hamingja ann- arra. Samfélagið yrði að mótast samkvæmt innsta eðli mannanna og þar með yrði skapað samfélag frelsis, jaftiréttis og bræðralags. Jafnframt þessum staðhæfingum töldu margir þessara hugmynda- fræðinga að maðurinn væri algjör- lega bundinn nauðung nauðsynjar- innar, sem ein tegund annarra dýrategunda. Það voru þessar kenningar sem urðu kveikjan að rökfastri gagnrýni Burkes, þar sem hann útlistar sam- félagslega nauðhyggju og hrikaleg- ar afleiðingar þeirrar þröngu hugmyndafræði sem er forsenda hennar. Hugmyndir frönsku byltingar- feðranna voru síðan fastformaðar af Destutt de Tracy í fyrirlestrum sem hann hélt 1796 um þá fræði- grein er „skyldi kanna uppruna og þróun andlegrar hæfni mannsins, án tillits til frumspekilegra eða trú- arlegra sjónarmiða ...“ John Locke var lærifaðirinn og áhangendur hans og de Tracys kölluðu sig hug- myndafræðinga. Þessar kenningar um mannheima sem hluta dýrheima verða síðar á 19. öld rökstuddar með socio-darwinismanum og á 20. öld með atferlishyggjunni og þróun- ar-líffræði og socio-líffræði. Kenn- ingar Adams Smith og markaðs- hyggjusinna verða hliðstæða við kenningar frönsku hugmyndaftæð- inganna, en eru íjarri því eins altækar varðandi mennskt eðli, við- miðun þeirra er maðurinn sem efnahagsvera, „homo economicus". Þrengt að manninum Rit Barry Schwartz: „The Battle for Human Nature" er umflöllun um þessi efni og þá einkum um þá kenningu hugmyndafræðinganna um eðlislæga græðgi, sérdrægni manna og sjálfselsku. Schwarz tel- ur að þjóðfélög, þar sem menn telji skoðanir hugmyndafræðinga og „dýrafræðinga" réttar hvað varðar mannlegt eðli, séu vígð algjöru hruni fyrr eða síðar. Það þarf ekki að leita langt til þess að finna þjóð- félög sem þrengja svo að maiminum sem einnar víddar samfélagsveru, að öll list og allur skáldskapur visn- ar og sköpunargáfa í þeim greinum er talin hættuleg hinni samfélags- legu nauðsyn. Samkvæmt þeim kenningum er „samfélagið" sjálf- stæð lifandi vera sem á að móta og mótar alla mannlega viðleitni. Einstaklingurinn er algjörlega rétt- laus, hópurinn einn hefur gildi. „Róttæk félagsvísindi" tjá raun- veruleika þessa „mökkurkálfa" félagshyggju og sósíalisma, sem er af hugmyndafræðingum talinn vera hið sanna „lýðræðissamfélag sem er í stöðugri þróun" til hins full- komna samfélagsforms mann- heima, kommúnismanst Schwarz fjallar fyrst og fremst um áhrif hugmyndafræðinganna á bandarískt samfélag og skrifar bók sína með hliðsjón af réttlætingu kenninganna um manninn sem túbu, sem síngjama dýrategund og efnahagsveru. Höfundurinn ræðir fyrst um Ád- am Smith sem höfund hagfræðinn- ar. Höfuðrit hans var The Wealth of Nations, sem kom út í tveimur bindum 1776. Þótt tvö hundruð og ellefu ár séu liðin frá því að ritið kom út hefur það haldið gildi sínu sem útlistun á markaðshyggjunni, frelsi til að selja og kaupa og um sem minnst afskipti ríkisvaldsins af efnahagslífi þjóðanna. Sam- keppnin mótaði efnahagslífið og með frelsi markaðarins yrði ham- ingja flestra tryggð. Smith skrifaði bók sína á þeim tímum þegar hefð- bundnar siðareglur um samskipti manna voru gildar og því var óheft samkeppni án tillits til tillitssemi við náungann alls ekki talin við hæfi. Þetta var Smith sjálfum ljóst, hann gekk að því sem vísu að höft á blinda græðgi væru ráðandi þátt- ur mannlegs eðlis. Auk þess hafði hann skrifað „The Theory of Moral Sentiments...“ 1759, þar sem hann segir: „Þegnar samfélagsins þurfa á aðstoð hvers annars að halda...“ Hann ræðir einnig um að sámfélag geti ékki staðist án vináttu, þakklætis og tillitssemi. Græðgi á kostnað siðfræði Schwartz telur að á undanföm- um tvö hundmð ámm hafi réttlæt- ing græðginnar magnast á kostnað siðfræðinnar, einkum í kenningum hagfræðinga, sem þegar frá leið tóku að líta á fræðigreinina sem hreina kenningu um lögmál efna- hagslífins án tillits til annarra gilda í mennskum samskiptum. Schwarz vitnar til rita Roberts Nozicks og Johna Rawls í sambandi við um- fjöllun sína um þessi efni. Þeir sem litu á manninn sem hreina efnahagsvem áttu auðveld- ara með réttlætingu kenninga sinna eftir að „The Origin of Species" kom út 1859. Samkeppnin og baráttan í náttúmnni var forsenda allrar þróunar. Darwin reyndi að sætta þróunarkenningu og siðfræði með því að halda þvi fram að siðferðið væri sprottið af svonefndri „félags- legri eðlishvöt". í bók sinni „The Descent of Man“ 1871 ræðir Dar- win þessi efni og tengir í rauninni siðferðið þróunarkenningunni. Höfundur fjallar síðan um socio- bíólógíu E.O. Wilsons. Samkvæmt kenningum hans og fleiri spor- göngumanna em viss viðbrögð dýra þess eðlis að „sjálfselska" þeirra nær út fyrir þau sjálf, til maka þeirra og afkvæma. Þannig verður trygging fyrir ffamhaldi tegundar- innar umhyggja fyrir afkvæmum og mökum. Socio-bíólógar telja að þar með sé fundin útskýring á mennskri umhyggju. Þessa eigin- leika telja þeir búa í erfðavísum. Þannig virðist viss tegund takmark- aðs „siðgæðis" meðfædd. Sam- kvæmt þessu ráða genin hegðun tilraunadýranna og af því er dregin sú ályktun að það sama gildi fyrir manninn. Andstætt eðli mannsins Atferlishyggja Skinners o.fl. er reist á athugunum á tilraunadýmm í skilyrtu umhverfi, sem er mótað af athugandanum. Hann getur hnikað til umhverfinu að eigin vild og fengið svömn tilraunadýrsins við því sem honum er efst í huga. Þessar kenningar stangast á við mennskt eðli, að dómi Schwartz. í fyrsta lagi er maðurinn gæddur skynsemi, hann stefnir að markmið- um, dregur ályktanir og skapar sér umhverfí. í öðm lagi aðskilur mað- urinn sig frá dýraríkinu með menningu, tungumáli, listsköpun, en slíkt er ekki finnanlegt í dýr- heimum. Menning er víðtækt hugtak, listsköpun, hegðunarkröf- ur, lög, tækni o.s.frv. o.s.frv. Fólk lifír í umhverfi, sem maðurinn hefur sjálfur skapað og áhrif þess um- hverfis hefur „gífurleg áhrif á hegðun manna". Menningin er breytileg, breytist „mörgum sinnum örar en náttúralegþróun". Menning mannheima er svarið við socio- bíólógískum útlistunum á mennsku eðli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.