Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987
Danmörk:
ítalir stöðva
danskan fisk
Kaupmannahöfn, frá Nils Jðrgen Bruun, fréttaritara Mortfimblaðsins
Fisksendingar Dana til Ítalíu hafa frá 4. september verið stöðvaðar
á ítölsku landamærunum . Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu segja að í fiskin-
um sé sníkillinn nematod, það er að segja ormur.
Vestur-þýsk yfírvöld gerðu slíkt
hið sama fyrir nokkrum mánuðum
er þau stöðvuðu erlendar físksend-
ingar á landamærum landsins, þar
á meðal danskan fisk. Vestur-þýskir
sérfræðingar sögðu þá að um óþarf-
lega harkalegar aðgerðir væri að
ræða. En fisksala Dana beið mikinn
hnekk og hefur markaðurinn ekki
enn jafnað sig.
Lars Gammelgárd, sjávarútvegs-
ráðherra Dana, sagði í útvarpsviðtali
að ormurinn í fískinum væri fullkom-
lega eðlilegt fyrirbrigði - líkt og
ormar í jarðarbeijum og hindberjum.
Ormur finnst stöku sinnum í innyfl-
um fisksins en ekki í holdinu sem
flutt er út, sagði Gammelgárd enn-
fremur. Hann hyggst leggja málið
fyrir framkvæmdanefnd Evrópu-
bandalagsins og kvarta yfir því að
ítalir hafi lagt ólögleg viðskiptahöft
á fískinnflutning frá Danmörku.
Tígrar myrða tugi
manna á Sri Lanka
Colombo, Reuter.
TÍGRARNIR, skæruliðahreyfing
tamila á Sri Lanka, tóku að
minnsta kosti 66 manns af lífi í
aðgerðum gegn öðrum fylkingum
NATO-herlið
á æfingum
í Danmörku
Kaupmannahöfn, Reuter.
TÍU þúsund manna lið frá niu
NATO-löndum hófu æfingar á
Sjálandi í Danmörku í gær, að
sögn talsmanns NATO.
Hersveitir frá Danmörku,
Kanada, Lúxemborg, Ítalíu, Belgíu,
Bretlandi, Bandaríkjunum, Vestur-
Þýskalandi og Hollandi taka þátt í
æfingunum. „Markmiðið er að sýna
að löndin eru tilbúin til að styðja
hvort annað" að sögn talsmanns
NATO. Æfíngarnar eru hluti stærri
sameiginlegrar æfíngadagskrár
NATO-ríkja og munu standa fram
á fostudag.
tamíla í héraðinu Batticaloa.
Tígramir hafa lýst andstöðu sinni
við friðarsamkomulagið, sem fulltrú-
ar tamíla og stjómvalda undirrituðu
29. júlí sl. Þeir veittu fyrrum félög-
um sínum fyrirsát og felldu tugi
þeirra, réðust síðan á ýms þorp og
myrtu fólk, sem shafðist við í skrif-
stofum aðskilnaðarhreyfingarinnar.
„Þetta er fjöldamorð. Þeir réðust
á óvopnað fólk,“ sagði Joseph Kings-
ley Swamipillai, biskup kaþólskra í
Batticaloa. Að hans sögn voru flest-
ir hinna myrtu óbreyttir borgarar
sem tengdust ekki hemaðaraðgerð-
um tamíla. „Þetta er slátmn, ekkert
nema slátrun," sagði Nimal de Silva,
lögreglustjóri í Batticaloa.
Tígramir héldu aðgerðum sínum
áfram í gær og numdu tugi manna
á brott. Tugir fyrrum skæmliða
tamíla gáfu sig fram við indverskar
friðargæzlusveitir um helgina og
báðu um vemd vegna aðgerða
tígranna. Talið er að yfirstandandi
valdabarátta í Batticaloa geti haft
afdrifaríkar afleiðingar í för með sér
og að framtíð friðarsamkomulagsins
sé í húfi.
Reuter
Tók banka og tvo gísla
París, frá Bernharði Valssyni, fréttarit
VOPNaÐUR maður náði
síðdegis i gær bankaútibúi á
sitt vald og tók tvo starfsmenn
þess i gíslingu.
Alsírbúinn, sem kveðst heita
Messad Sid Ahmed, krafðist einn-
ar milljónar franka lausnargjalds
i Morgunblaðsins.
fyrir gíslana, eða tæplega 6 millj-
óna íslenzkra króna, og að hann
fengi að fara óáreittur úr landi.
Umsátursástand ríkir við bank-
ann, sem er í eigu Credit Lyonna-
is, og standa tugir vopnaðir
lögreglumenn þar á verði, flestir
þeirra óeinkennisklæddar og sér-
þjálfaðar skyttur.
Lögreglan bjóst í gærkvöldi við
löngu umsátri og komu sérstakar
skyttur frönsku lögreglunnar á
vettvang. Um klukkan 20 að
íslenzkum tíma krafðist Alsírbú-
inn matar og vindlinga.
Færeyjar:
Paul Watson hyggst
leggja í víking á ný
Fra'Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Færeyjum.
PAUL Watson ætlar greinilega
ekki að láta deigan síga þó hann
hafi verið eltur út fyrir 200 míina
lögsögu Færeyja síðast þegar
hann sigldi þangað, sumarið
1986. Watson eldar grátt silfur
við Færeyinga vegna marsvína-
veiða þeirra og hyggst fara aftur
til eyjanna að ári og þá tvíefld-
ur. Paul Watson er forsprakki
samtakanna Sea Shepard, sem
m.a. sökktu tveimur hvalveiði-
skipum Hvals h/f sl. vetur.
Atli Dam, lögmaður Færeyinga
fékk nýlega bréf frá Watson, þar
sem hann tilkynnti um þær fyrirætl-
anir sínar að sigla á færeysk mið
næsta sumar og ætlar hann að vera
með tvö skip frekar en eitt.
Síðast hafði hann aðeins yfir
skipinu Sea Shepard að ráða, en
nú hefur hann fengið annað skip
og stærra í flotann og heitir það
„Divine Wind“. Heitið er ensk þýð-
ing á japanska orðinu „Kamikaze"
— hinn guðdómlegi stormsveipur —
en það var haft um sjálfsmorðsárás-
ir japanskra flugmanna í Seinni
heimsstyijöld. Hið nýja skip er tæp-
lega 70 m langt og nær 20 sjómílna
hraða.
Bretland:
Frjálslynda greinir á um samein-
ingu við Jafnaðarmannaflokkinn
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁRSÞING Ftjálslyndaflokksins hófst á sunnudaginn. Ágreining-
ur er nokkur með þingfulltrúum um sameininguna við Jafnaðar-
mannaflokkinn. Fylgissmenn David Owen hafa hótað að bjóða
fram gegn þeim þingmönnum Fijálslyndaflokksins, sem minnst-
an hafa meirihluta.
Nú í upphafi þingflokks Fijáls-
lyndaflokksins virðast þær raddir
vera sterkari innan hans en talið
hefur verið, sem mæla gegn sam-
einingu við jafnaðarmenn. Árs-
þing flokksins hafa stundum verið
óútreiknanleg, eins og til dæmis
í fyrra þegar felld var tillaga um
að Bretar hefðu eigin kjamorku-
vopn gegn yfírlýstum vilja forystu
flokksins. Þetta þing gæti reynst
hið síðasta í langri sögu flokks-
ins, því verði sameiningin sam-
þykkt með yfírgnæfandi
meirihluta mun forystan vilja
ljúka samningaviðræðum sem
fyrst þannig að hinn nýi flokkur
geti boðið fram í sveitarstjóma-
kosningum næsta vor. Atkvæða-
greiðsla verður um tillögu til
sameiningar á fimmtudag. Ef 85%
þingfulltrúa styðja hana hyggst
flokksforystan ekki láta fara fram
almenna atkvæðagreiðslu flokks-
manna um að sameiningarviðræð-
ur geti hafizt.
Talið er að á miklu velti hvem-
ig almennum félagsmönnum
verður gert kleyft að hafa áhrif
á uppbyggingu hins nýja flokks,
hver niðurstaðan verður í at-
kvæðagreiðslunni á fímmtudag.
Andstaðan við sameininguna er
ekki útbreidd og foringjar flokks-
ins fara mjög varlega og vilja
engu spá.
Sumir þingmenn og almennir
flokksmenn Fijálslyndaflokksins
hafa eindregið þá skoðun að hinn
nýi flokkur eigi að bjóða fram
gegn stuðningsmönnum Owen
fyrrum leiðtoga Jafnaðarmanna-
flokksins. Stuðningsmenn Owen
hafa nú hótað að bjóða fram gegn
þeim þingmönnum fijálslyndra,
sem tæpast standa. Tíu þingmenn
þeirra voru með undir 5.000 sæta
meirihluta í kosningunum í júní
sl. Ef flokkur Owen léti verða af
hótun sinni gæti það haft mjög
afdrifaríkar afleiðingar fyrir þing-
menn frjálslyndra og leitt til þess
að margir þeirra misstu sæti sín.
Paddy Ashdown, sem margir telja
framtíðar leiðtogaefni Fijáls-
lyndaflokksins, hefur hafnað
þeirri ósk Roy Jenkins að ekki
verði boðið fram gegn Owen og
núverandi stuðningsmönnum
hans. Owen hyggst ekki egna
frjálslynda og hefur neitað að
koma fram í sjónvarpi meðan á
ársþinginu stendur.
í bréfi sínu til lögmannsins sagði
Watson m.a. að hann hafi ekki kom-
ist til Færeyja í ár vegna anna á
Kyrrahafi. Það þýði hins vegar ekki
að hann hyggist láta af aðgerðum
sínum í færeyskri iandhelgi. „Þvert
á móti eru Færeyjar enn mjög ofar-
lega á blaði hjá okkur," segir
Watson.
í þessum mánuði ætla Watson
og kumpánar hans að hefja herferð
gegn færeyskum og dönskum
sjávarafurðum á Englandi. Telja
hvalfriðunarmenn að undirtektir við
herferðina verði góðar eftir sýningu
sjónvarpsmyndarinnar „Black Har-
vest“ (Svört uppskera) í bresku
sjónvarpi og munu bráðlega birtast
auglýsingar frá þeim í breskum
blöðum og tímaritum. Þá vona þeir
að myndin verði bráðlega sýnd í
Kanada og Bandaríkjunum.
í bréfinu til Atla Dam er Watson
hinn brattasti og dregur í efa að
Færeyingar geti stöðvað Divine
Wind líkt og þeir gerðu við Sea
Shepard á sínum tíma.
Hvaða móttökur Watson fær
næsta sumar er enn óvíst, en miðað
við viðbrögð Færeyinga verða þær
varla vinalegar.
„Þú skalt eiga mig á fæti!"