Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Einar Falur ■HK' : r s 1 .. ' v .. I lok samkomunnar hylltu gestir J6n Þórarinsson. Á myndinni má sjá Stein Stefánsson, fyrrum skólastjóra á Seydisfirði, óska Jóni til hamingju Sinfóníuhljómsveitin með hátíðar- samkomu til heiðurs Jóni Þórarinssyni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands hélt á sunnudaginn hátíðarsamkomu í Þjóðleik- húsinu til heiðurs Jóni Þórar- inssyni sjötugum. Jón var einn af frumkvöðlum hljómsveitar- innar þegar hún var stofnuð 1950. Á hátíðarsamkomunni flutti Ólöf Kolbrún Harðardóttir lög Jóns við ljóð Steins Steinarrs, þjóðvísuna „Fuglinn í fjörunni“, og ljóð Halldórs Laxness „Vöggu- ljóð á hörpu". Þá söng Kristinn Sigmundsson við undirleik sin- foníuhljómsveitarinnar „Of love and death". Karlakórinn Fóst- bræður söng syrpu af lögum Ama Thorsteinssonar í útsetningu Jóns. Athöfninni lauk með flutn- ingi Karlakórs Reykjavíkur og Sinfoníuhljómsveitarinnar á „Minni Ingólfs". Ávörp fluttu Ólafur B. Thors, stjómarformaður Sinfoníuhljóm- sveitarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, og Helgi Sæmundsson, ritstjóri. Blll og hjólhýsi fuku Borg í Miklaholtshreppi. Undanfarandi daga hefur verið heldur kaldara veður og mikill stormur. Þó hefur ekki komið frostnótt. { gær voru Lionsmenn úr Grund- arfírði að aka bifreiðum fyrir kvikmyndamenn sem dvalið hafa hér við gerð myndarinnar Nonni og Manni. Bílunum átti að aka á Akra- nes en svo óheppilega vildi til að rétt hjá bænum Stóruþúfu skall á hörð vindhviða. Bifreið sem var þar á ferð frá kvikmyndamönnum með hjólhýsi aftan í fékk svo snarpa vindhviðu að hjólhýsið kastaðist út af veginum og bifreiðin hafnaði á toppnum. I bifreiðinni voru tveir menn. Þeir sluppu að mestu ómeiddir. Hjólhýsið er ekki mikið skemmt, en bíllinn er töluvert skemmdur. Páll Borgaraflokkunnn: Stórveldin undirriti friðar- og afvopnunar- samning á ÞINGFLOKKUR Borgaraflokks- ins hefur sent ályktun til ríkis- stjórnar íslands með óskum um að hún geri þegar í stað ráðstaf- anir tíl að koma því á framfæri við æðstu ráðamenn Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, að væntanleg undirritun friðar- og afvopnunarsamninga eigi sér stað á íslandi. í frétt frá þingflokki Borgara- flokksins segir að leiðtogafundir hafí tvisvar áður verið haldnir á íslandi. Hefur tekist vel til um alla framkvæmd þeirra. Því er eðlilegt, að ríkisstjómin bjóði þessum aðilum fundaraðstöðu hér á landi, enda býður lega landsins upp á margfalt meira öryggi fyrir þátttakendur en flestir aðrir fundarstaðir, sem til greina koma. Islandi Ályktun þingflokksins er svo- hljóðandi: „Fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er fyrirhugaður í Washington DC í næstu viku. Þar mun umræðuefni verða undirbúningur að leiðtoga- fundi stórveldanna, en það mun talið líklegt, að leiðtogamir hittist innan tíðar til að undirrita afvopn- unarsamninga. Því leggur Borgaraflokkurinn til við ríkisstjóm íslands, að hún geri nú þegar allt sem í hennar valdi stendur til þess að sá sögulegi at- burður megi eiga sér stað á íslandi. Sé vilji fyrir hendi, þarf að koma þessum boðum á framfæri við sendimenn viðkomandi ríkja þegar í stað.“ Aftanákeyrslur eru algengar. Oft verða þær á þennan hátt: Ökumað- ur A stöðvar fyrir aftan ökumann B í afrennslisbraut og lítur eftir umferð um aðalbrautina. Honum finnst sem B sé ekið af stað, lítur aftur eftir umferðinni og ekur sjálfur af stað. Þá veit hann ekki fyrri til en bifreið hans lendir aftan á B, sem hefur verið stöðvuð aftur. Svona verða árekstrarnir Ógætilega beygt. Ökumaður A ekur til norðurs og ætlar að beygja til vinstri á gatnamótun- um. Hann lítur eftir umferð til suðurs, verður engrar var og beygir því. Þá sér hann allt í einu bifreið B koma á móti, en það er um seinan. Aðalbrautarréttur ekki virtur. Ökumaður A dregur úr hraða þegar hann nálgast gatnamót- in, verður ekki var við umferð um aðalbraut og ekur áfram. Þá lendir hann í árekstri við B, sem er ekið eftir aðalbraut- inni. Bátur í erfiðleik- umáGríms- eyjarsundi Tilkynningaskyldunni barst kall frá 2,6 tonna báti á föstudagskvöldið sem ósk- aði eftir aðstoð. Báturinn var staddur á Grímseyjarsundi, á leið frá Grímsey inn í Eyjafjörð. Mikið hvassviðri var á þessum slóðum og átti báturinn í erfiðleikum. Mánafoss var næsta skip og kom bátnum til aðstoðar og fylgdi honum inn í Eyjafjörð. Engin bil- un varð í bátnum heldur var það veðrið sem olli erfiðleikunum. Að sögn Hálfdáns Henrýssonar hjá Tilkynningaskyldunni hafa menn áhyggjur af auknum ferð- um smábáta, sem oft eiga í erfiðleikum ef veður versnar. Atvinnuleysisdögum á öllu landinu fækkaði um tæp 20% í ágústmánuði miðað við mánuð- inn á undan. í ágúst voru tæplega 7.400 atvinnuleysis- dagar eða 1.800 færri en í júlí. I frétt frá félagsmálaráðuneyt- inu segir að fjöldi skráðra atvinnu- leysisdaga svari til að 340 manns hafí að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum, en það jafngildir 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mán- EINS og bent hefur verið á í Morgunblaðinu undanfarið er fjöldi árekstra í Reykjavík oft uðinum samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. Ágústmánuður fylgir því sömu þróun og mánuðimir á undan, það er að skráðum atvinnu- Ieysisdögum hefur fækkað á landinu í heild miðað við síðastlið- ið ár. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru skráðir samtals 124.000 at- vinnuleysisdagar á öllu landinu en á sama tímabili í fyrra 168.000. Fækkar þeim milli ára um 44.000 daga eða 26%. Að meðaltali voru fleiri tugir á dag. Á síðasta ári voru 6128 umferðaróhöpp til- kynnt til lögreglu í borginni. í 714 á atvinnuleysisskrá á tímabil- inu janúar til ágúst í ár en 970 síðastliðið ár. Hlutfall atvinnu- lausra af mannafla hefur lækkað úr 0,8% í 0,6% miili ára eða um 0,2%. Samkvæmt reynslu undanfar- inna ára má gera ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í ágústmánuði sé sem næst 55% af ársmeðaltali. Því má gera ráð fyrir að meðaltal skráðs atvinnuleysis á yfirstandandi ári verði um 0,5% af mannafla, en svo þeirri tölu eru ekki talin þau til- vik þegar ekið er á kyrrstæða bifreið og síðan á brott og alltaf er eiithvað um að minniháttar óhöpp séu ekki tilkynnt. Þtjár algengustu tegundir um- ferðaróhappa eru aftanákeyrslur, lítið atvinnuleysi hefur ekki mælst hér á landi síðan árið 1981. Tvær skýringar eru á þeirri staðreynd að atvinnuleysi mælist þegar fyrirtæki búa við manneklu. Hér er um stað- og tímabundið atvinnuleysi að ræða á ýmsum stöðum utan höfuðborgarsvæðis- ins og að á þéttbýlisstöðum kemur jafnan nokkuð af fólki til skráning- ar sem ekki getur tekið hvaða störf sem er af ýmsum ástæðum. sem verða vegna þess að of stutt bil er milli ökutækja, aðalbrautar- réttur er ekki virtur, eða ökumenn gæta ekki að sér í beygjum. „Helsta ástæða þessara óhappa er sofanda- háttur ökumanna," sagði Ómar Smári Ármannsson, aðalvarðstjóri. „Það er einnig algengt að ökumenn sýna aðgæsluleysi, virða ekki hraðatakmarkanir, aka of hratt miðað við aðstæður og sýna öðrum vegfarendum tillitsleysi. Þegar öku- maðurinn fer af stað á ökutæki sínu geriri hann sjaldnast ráð fyrir að hann geti lent í umferðaróhappi á leiðinni. Líkumar eru þó umtals- verðar, því í fyrra vom 6128 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. í þeim óhöppum slösuðust 242 veg- farendur, sem er 242 of mikið.“ Ómar Smári sagði að oft kenndu ökumenn ytri aðstæðum um það hvemig fór, þegar óhapp verður. „Slíkar skýringar eru léttvægar og ökumenn verða að líta í eigin barm. Við kennum ekki skónum okkar um það ef við göngum á vegg. Það sama á við í umferðinni. Bifreiðam- ar valda ekki slysunum, heldur þeir sem aka þeim." Félagsmálaráðuneytið: Atvinnuleysisdögiim fækkar um 20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.