Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 15.09.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 35 Heimskautarannsóknir: í augum Kanadamanna er hér aðeins um smávægilegt deilumál að ræða ef horft er til þess sem fram fer á vegum Sovétmanna og Bandaríkjamanna undir íshellum norðurhafa. Þar leika kjamorkukaf- bátar lausum hala en Kanadamenn komast hvergi nærri vegna þess að þeir eiga ekki kjamorkukafbáta. Kanadamenn vinna nú að því að þróa rafeinda-hlustunarbúnað sem nær að nema í gegnum ísinn og fylgjast með kafbátum undir hon- Ástralía: Sjálfsmorð tvisvar sinn- um algengari en í Banda- ríkjunum Melbourne, Reuter. TVISVAR sinnum fleiri Ástralir en Bandaríkjamenn fremja sjálfsmorð. Þetta kom fram í fyrirlestri sem haldinn var á ráð- stefnu geðhjúkrunarfólks í Ástralíu á mánudag. 27 af hveijum 100.000 Áströlum fremja sjálfsmorð. Er þetta talið vera með hæstu hlutföllum í heimi, en í Bandaríkjunum er þetta hlut- fall 14 af 100.000. Víðast hvar í heiminum eru helstu orsakir dauða fólks undir 25 ára aldri slys eða morð, en í Ástralíu eru það sjálfs- morðin sem taka stærstan toll hjá ungu fólki. Síðustu 20 árin hefur hlutfall ungs fólks sem fremur sjálfsmorð hækkað um 120%, „það er kreppa í Ástralíu" sagði fyrirlesarinn Peter Baume. Baume telur að í raun séu sjálfsmorðin enn fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Hann sagði að ungt fólk fyrirfæri sér af ýmsum orsökum t.d. vegna vinaslita, starfs- missis, ástvinamissis eða heilsuleys- is. Sovétríkin og Kanada semja um samstarf - minnkar spennu milli landanna Genf, Observer. Rannsóknastofnanir í Kanada og Sovétrikjunum ætla að auka samskipti sín á milli og hefja skipti á upplýsingum um rann- sóknir á heimskautasváeðum. Hafa þessar þjóðir nýverið gert með sér samkomulag um að skiptast á upplýsingum á öllum sviðum heimskautarannsókna. Samkomulagið gerir ráð fyrir að þjóðimar skiptist á upplýsingum á sviði jarðvísinda, umhverfismála, mannfræði, byggingaverkfræði, haffræði og rannsókna vegna olíu- leitar. Báðar þjóðir hafa lýst því yfír að þær bindi miklar vonir við þetta samkomulag og mikil bjart- sýni ríkir á báða bóga. Samkomulagið siglir í kjölfar efnahagsspár fyrir næsta áratug þar sem þykir fyrirsjáanlegt að olíu- verð hækki til muna. Hækkun olíu gerir það arðbært á ný að vinna olíu á hafsbotni á heimskautasvæð- um. Kanadamenn og Sovétmenn hafa á undanfömum árum deilt um yfírráð úthafssvæða. Þessar þjóðir hafa m.a. deilt um olíuauðugt svæði á hafsbotni, Alpha-hrygginn, sem Sovétmenn telja sig eiga tilkall til. Nýverið sendi hópur kanadískra vísinda- manna frá sér niðurstöður um rannsóknir á þessu svæði. Munu Kanadamenn krefjast þess að fá yfirráð yfír Alpha-hryggnum á þeim forsendum að hann sé jarðfræðileg- ur hluti af Ellismere-eyju, nyrsta hluta Kanada. um. Þetta er hluti af samstarfsverk- efni margra þjóða sem ætla að koma upp kerfi til að fylgjast með umferð um norðurhöf. í því skyni á að koma upp neti af hlustunar- og fjarskiptastöðvum og auka gfæslu á sjó og landi. Samkomulagið sem ríkin hafa nú gert með sér nær til nokkurra háskóla og rannsóknastofnana í báðum löndum og er talið geta „opnað dyr að árangursríkum við- skiptasamböndum í Norðurhöfum á sviðum þar sem kanadísk geta, tæki og vélar gætu komið á móti sovéskum þörfum," segja bjartsýnir samningamenn. Aðgangur að sov- éskum rannsóknagögnum hefur verið mjög takmarkaður til þessa og mun samkomulagið auka kanad- ískum vísindamönnum aðgang að því sem vitað ér að Sovétmenn hafa rannsakað. \Tann Security since 1795 peningaskápar Eldtraustir — pjótheldir heimsþekkt framleiðsla. FaQ\®9 A ^ónQ8'® 1 í E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SlMI 651000. „MARTIN KREFST 110% AF SÍNUM MONNUM . . . OQ FÆR ÞAU! ÞETTA SPARAR ÞÉR ÞÚSUNDIR PUNDA“ ^ x ^ m. • Jón Qlgeirsson, FYLKI LTD Martin Hubbard byrjaði hjá mér fyrir rúmum tíu árum. Núna er hann sá besti á eyrinni. Hann skipuleggur hverja löndun út í ystu æsar. Það er honum að þakka að löndunartíminn getur styst a.m.k. um 2 klst., sem sparar þér umtalsverðar upphæðir. Martin þekkir sína menn. Hann er ákveðinn og réttsýnn. Undir hans stjórn verður löndunarhópurinn að samstæðu keppnisliði . . . einbeittu og harðsnúnu. Martin er þyngdar sinnar virði í gulli. Ekki bara fyrir Fylki, heldur og fyrir þig. Þetta er ein- mitt það sem Fylkir vill veita þér - 110% þjónusta og meiri hagnaður. Ertu með afla? Hafðu samband. >X< lYI.KIK LTD ÖRUGGASTA LEIÐIN AÐ SÖLUMETI WHARNCI.IFFE ROAD. FISH DOCKS. GRIMSBY. TELEX 527173 FYLKIR G. BRETLANDI. PÓSTFAX 55134. ___SÍMAR: (90-44-472) 44721 OG 53181. HEIMASÍMAR: 43203 (JÓN OLGEIRSSON) OG 823688 (THEODÓR GUÐBERGSSON).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.