Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 35 Heimskautarannsóknir: í augum Kanadamanna er hér aðeins um smávægilegt deilumál að ræða ef horft er til þess sem fram fer á vegum Sovétmanna og Bandaríkjamanna undir íshellum norðurhafa. Þar leika kjamorkukaf- bátar lausum hala en Kanadamenn komast hvergi nærri vegna þess að þeir eiga ekki kjamorkukafbáta. Kanadamenn vinna nú að því að þróa rafeinda-hlustunarbúnað sem nær að nema í gegnum ísinn og fylgjast með kafbátum undir hon- Ástralía: Sjálfsmorð tvisvar sinn- um algengari en í Banda- ríkjunum Melbourne, Reuter. TVISVAR sinnum fleiri Ástralir en Bandaríkjamenn fremja sjálfsmorð. Þetta kom fram í fyrirlestri sem haldinn var á ráð- stefnu geðhjúkrunarfólks í Ástralíu á mánudag. 27 af hveijum 100.000 Áströlum fremja sjálfsmorð. Er þetta talið vera með hæstu hlutföllum í heimi, en í Bandaríkjunum er þetta hlut- fall 14 af 100.000. Víðast hvar í heiminum eru helstu orsakir dauða fólks undir 25 ára aldri slys eða morð, en í Ástralíu eru það sjálfs- morðin sem taka stærstan toll hjá ungu fólki. Síðustu 20 árin hefur hlutfall ungs fólks sem fremur sjálfsmorð hækkað um 120%, „það er kreppa í Ástralíu" sagði fyrirlesarinn Peter Baume. Baume telur að í raun séu sjálfsmorðin enn fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Hann sagði að ungt fólk fyrirfæri sér af ýmsum orsökum t.d. vegna vinaslita, starfs- missis, ástvinamissis eða heilsuleys- is. Sovétríkin og Kanada semja um samstarf - minnkar spennu milli landanna Genf, Observer. Rannsóknastofnanir í Kanada og Sovétrikjunum ætla að auka samskipti sín á milli og hefja skipti á upplýsingum um rann- sóknir á heimskautasváeðum. Hafa þessar þjóðir nýverið gert með sér samkomulag um að skiptast á upplýsingum á öllum sviðum heimskautarannsókna. Samkomulagið gerir ráð fyrir að þjóðimar skiptist á upplýsingum á sviði jarðvísinda, umhverfismála, mannfræði, byggingaverkfræði, haffræði og rannsókna vegna olíu- leitar. Báðar þjóðir hafa lýst því yfír að þær bindi miklar vonir við þetta samkomulag og mikil bjart- sýni ríkir á báða bóga. Samkomulagið siglir í kjölfar efnahagsspár fyrir næsta áratug þar sem þykir fyrirsjáanlegt að olíu- verð hækki til muna. Hækkun olíu gerir það arðbært á ný að vinna olíu á hafsbotni á heimskautasvæð- um. Kanadamenn og Sovétmenn hafa á undanfömum árum deilt um yfírráð úthafssvæða. Þessar þjóðir hafa m.a. deilt um olíuauðugt svæði á hafsbotni, Alpha-hrygginn, sem Sovétmenn telja sig eiga tilkall til. Nýverið sendi hópur kanadískra vísinda- manna frá sér niðurstöður um rannsóknir á þessu svæði. Munu Kanadamenn krefjast þess að fá yfirráð yfír Alpha-hryggnum á þeim forsendum að hann sé jarðfræðileg- ur hluti af Ellismere-eyju, nyrsta hluta Kanada. um. Þetta er hluti af samstarfsverk- efni margra þjóða sem ætla að koma upp kerfi til að fylgjast með umferð um norðurhöf. í því skyni á að koma upp neti af hlustunar- og fjarskiptastöðvum og auka gfæslu á sjó og landi. Samkomulagið sem ríkin hafa nú gert með sér nær til nokkurra háskóla og rannsóknastofnana í báðum löndum og er talið geta „opnað dyr að árangursríkum við- skiptasamböndum í Norðurhöfum á sviðum þar sem kanadísk geta, tæki og vélar gætu komið á móti sovéskum þörfum," segja bjartsýnir samningamenn. Aðgangur að sov- éskum rannsóknagögnum hefur verið mjög takmarkaður til þessa og mun samkomulagið auka kanad- ískum vísindamönnum aðgang að því sem vitað ér að Sovétmenn hafa rannsakað. \Tann Security since 1795 peningaskápar Eldtraustir — pjótheldir heimsþekkt framleiðsla. FaQ\®9 A ^ónQ8'® 1 í E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SlMI 651000. „MARTIN KREFST 110% AF SÍNUM MONNUM . . . OQ FÆR ÞAU! ÞETTA SPARAR ÞÉR ÞÚSUNDIR PUNDA“ ^ x ^ m. • Jón Qlgeirsson, FYLKI LTD Martin Hubbard byrjaði hjá mér fyrir rúmum tíu árum. Núna er hann sá besti á eyrinni. Hann skipuleggur hverja löndun út í ystu æsar. Það er honum að þakka að löndunartíminn getur styst a.m.k. um 2 klst., sem sparar þér umtalsverðar upphæðir. Martin þekkir sína menn. Hann er ákveðinn og réttsýnn. Undir hans stjórn verður löndunarhópurinn að samstæðu keppnisliði . . . einbeittu og harðsnúnu. Martin er þyngdar sinnar virði í gulli. Ekki bara fyrir Fylki, heldur og fyrir þig. Þetta er ein- mitt það sem Fylkir vill veita þér - 110% þjónusta og meiri hagnaður. Ertu með afla? Hafðu samband. >X< lYI.KIK LTD ÖRUGGASTA LEIÐIN AÐ SÖLUMETI WHARNCI.IFFE ROAD. FISH DOCKS. GRIMSBY. TELEX 527173 FYLKIR G. BRETLANDI. PÓSTFAX 55134. ___SÍMAR: (90-44-472) 44721 OG 53181. HEIMASÍMAR: 43203 (JÓN OLGEIRSSON) OG 823688 (THEODÓR GUÐBERGSSON).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.