Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Sverrir Verslunin Fólk í Nýjabæ hefur stækkað verslunarrými sitt og er nú á rúmlega 500 fm gólffleti. Verslunin Fólk á 500 fm gólffleti VERSLUNIN Fólk í Nýjabæ við Eiðistorg á Seltjarnarnesi á 1 árs afmæli um þessar mundir. Ný- lega stækkaði verslunin við sig og er nú á rúmlega 500 fm gólf- fleti. Verslunin Fólk býður upp á fatn- að fyrir fólk á öllum aldri. Fatnaður- inn kemur aðallega frá Skand- inavíu, m.a. frá Hennes & Mauritz, Þýskalandi og Englandi. Einnig er ráðgert að setja upp skódeild í versl- uninni á næstunni. Eigandi verslunarinnar er Baldur Dagbjartsson ásamt fleirum. Kvikmyndasýning á Tannháuser STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar gengst fyrir kvik- myndasýningu á óperunni Tannháuser kl. 20.00 í kvöld. Mynd þessi var tekin upp af sýn- ingu óperuhússins í Bayreuth á Tannháuser árið 1978. Sýnt verður í Þýska bókasafninu, Tryggvagötu 26 á 4. hæð og er öllum heimill aðgangur. Tónleikar í Lang- holtskirkju AÐRIR tónleikar Tónlistarhátíð- ar ungs fólks á Norðurlöndum (Ung nordisk musik) verða í Langholtskirkju kl. 20.30 í kvöld, 15. september. Á efnisskránni eru kammerverk eftir ung tónskáld frá Norðurlönd- um, þar á meðal tvö íslensk eftir þá Eirík Öm Pálsson og Hauk Tóm- asson. Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Öm Pálsson og Sveinn Birg- isson leika „Five Miniatures" eftir Eirík en flokkur hljóðfæraleikara undir stjóm Guðmundar Óla Gunn- arssonar flytur verk Hauks „5 landslög". Guðmundur Óli stjómar jafnframt flutningi á „Lapidory Landscapes" eftir Jesper Koch frá Danmörku. Athugið Læknastofa mín verður lokuð til mánudagsins 5. október. Staðgengill minn verður Sveinn Rúnar Hauksson Dómus Medica. Timapantanir hjá honum eru í síma 15477 frá kl. 9-18 alla virka daga. Grimur Sæmundsen, læknir. & Fyrir skólann Prjónum húfur með nöfnum á. Verð á skíðahúfum kr. 400, á dúskahúfum kr. 500 og á treflum kr. 250. Allar nánari upplýsingar í símum 98-2057, 98-1650 og íversluninni Adam og Eva sími 98-1134. QeymlA auglýslnguna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Önnu Bjamadóttur Maðurinn veldur flestum stórslysum EFTIR heimsfréttum að dæma fer stórslysum og náttúruham- förum sífjölgandi. Það líður varla sú vika að ekki sé greint frá flóði, jarðskjálfta, flugslysi, stórbruna eða jafnvel kjamorku- slysi einhvers staðar í heiminum. Sérfræðingar, sem hafa kannað þessa þróun á vísindalegan hátt, draga sömu ályktun og almenn- ingur. Þeir telja að stórslysum eigi eftir að fjölga verulega á næstu ámm og kenna mannskepnunni að mestu um. Hellirigning veldur ekki af eigin rammleik flóðum í Ölpunum. Ófullnægjandi vamarkerfi í sovéskum kjamorkuvemm eða svissneskum efna- vömgeymslum valda umhverfinu ekki stórskaða. Athafnir mannsins bjóða hættunni heim. Tvo þriðju allra stórslysa í heimin- um má rekja til mannskepnunnar sjálfrar. Tryggingafélög sem tryggja önnur tryggingafélög, endur- tryggingafélög, fylgjast grannt með stórslysum, orsökum þeirra og afleiðingum. Það er mikið í húfi fyrir þau ef ekki verður spomað við þessari þróun. Annað stærsta endurtryggingafélag heims, Schweizerischer Ruck- versicherungsgesellschaft (Schweizer Ruck) í Zurich, hefur gefið út niðurstöður ítarlegrar könnunar á stórslysum í heimin- um á árunum 1970 til 1985. Hún nær til slysa sem ollu stórfelldu fjártjóni eða þar sem 20 eða fleiri létu lífið. Á þessum fimmtán árum urðu samtals 2305 stórslys, 1,5 milljónir manna létust og 50 millj- ónir misstu heimili sín. Trygg- ingafélög greiddu 36 milljarða dollara í skaðabætur en tjónið er metið í heild á 70 milljarða dollara. Umferðarslys og stórbrunar mestu tjónvaldarnir Könnunin leiðir í ljós að nátt- úruhamfarir, eins og jarðskjálftar, óveður og stórflóð, ollu þriðjungi (29,1%) stórslysa á þessu tíma- bili. Meginhluti þeirra varð hins vegar í tengslum við umferð í lofti, á láði eða legi (46,3%) eða stórbruna (18,9%). Tæplega 70% stórslysa urðu þannig af manna- völdum, og þá eru minniháttar umferðar-, vinnustaða- og frístundaslys ekki tekin með í reikninginn. Stórslys eru mannskæðust í þriðja heiminum. 98% allra sem létust í þeim á árunum 1970 til 1985 bjuggu í fátækustu löndum heims. 1,1 milljón manns lést til dæmis í jarðskjálfta í Kína 1976 og 300.000 manns fórust í flóðum sem hvirfilbylur orsakaði í Bangladesh 1970. Mesta fjártjó- nið varð hins vegar í Norður- Ameríku og Evrópu. Náttúruham- farir eru algengasta orsök stórslysa í Norður-Ameríku en stórbrunar valda mestum skaða í Evrópu. Tíðni stórslysa jókst um 18% á árunum 1970 til 1985, eða úr 133 á ári í 158. Þekkingarleysi við meðferð stórvirkra en flókinna tækja verður æ algengari slysa- valdur. Vangá og kæruleysi er til dæmis kennt um að 6230 iétu lífið í feijuslysum í þriðja heiminum 1970 til 1985. Það liggur í augum uppi að aukin tæknivæðing, umferð og þéttbýli auka hættu á stórslysum. Því flóknari sem tæknin verður og umferðin meiri því meiri líkur eru á stórslysum, mannfalli og fjárskaða. Það er erfiðara að sýna fram á samhengi milli breytinga á umhverfi og náttúruhamfara. Talið er víst að loftmengun og eyðing eða nýting regnskóganna muni til dæmis hafa áhrif á veður- far og auka úrkomu í heiminum í framtíðinni. Hitt verður þó ekki sannað fyrirfram hvort þetta hafi fleiri náttúruhamfarir í för með sér. Ræktun landsins eyk- ur líkur á stórf lóðum Vísindamaðurinn Herbert Tie- demann hefur þó sýnt fram á, í könnun sem hann gerði fyrir Schweizer Ruck, að beint sam- hengi virðist vera milli náttúru- hamfara og röskunar mannsins á náttúrunni. Þurrkun mýrlendis, stíflur í ám og vötnum, malbik og uppbygging auka líkumar á flóðum í miklum rigningum. Gróð- ursæl jörð með fjölda ólíkra smáplantna tekur við mun meiri vætu en ræktuð jörð. Þetta á sérs- taklega við í skóglendi. Gróður- lendi af þessu tagi drekkur í sig þrettán sinnum meiri úrkomu en akrar. Flóðin í Evrópu í sumar stöfuðu því ekki eingöngu af vatnsmagninu sem helltist yfir heimsálfuna heldur höfðu athafnir mannsins á jörðu niðri og ill áhrif hans á umhverfið sitt að segja. Stjómvöld í Bæjaralandi í Vest- ur-Þýskalandi tóku þetta til athugunar og ákváðu í kjölfar flóðanna í Olpunum að hætta samstundis við að ryðja land und- ir skíðabrautir. Líkur á að náttúruhamfarir valdi vemlegu tjóni hafa marg- faldast frá fyrri tíð. Nú er iðulega byggt þar sem engum datt í hug að reisa mannvirki áður. Ná- kvæmar rannsóknir, forspár og almannavamir eiga nú að koma í veg fyrir að stórslys hljótist af náttúmhamfömm á stöðum, sem reynslan kennir mönnum að em hættulegir. Tryggingafélög era framarlega í hópi þeirra sem beijast fyrir auknu öryggi og forvömum. Sér- fræðingar þeirra vilja þó hvorki setja skorður við tækniþróun né banna landbúnað og hraðbrautir. Þeir vilja heldur bæta alla skipu- lagsstarfsemi og Iáta taka meira tillit til hugsanlegrar slysahættu í framtíðinni. Þeir ítreka nauðsyn fullkomins öryggiskerfís í sam- bandi við tækni og vísindi og vinna að rannsóknum á nýjum leiðum til að draga úr hættu af náttúm- hamfömm. Heimild: Die Weltwoche Vísindi og tækni halda áfram að auðvelda okkur lífið. Á hinn bóginn fer enginn í grafgötur um hættumar, sem eru samfara rannsóknum, vísindastörfum og tækniframförum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.