Morgunblaðið - 15.09.1987, Side 26

Morgunblaðið - 15.09.1987, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Sverrir Verslunin Fólk í Nýjabæ hefur stækkað verslunarrými sitt og er nú á rúmlega 500 fm gólffleti. Verslunin Fólk á 500 fm gólffleti VERSLUNIN Fólk í Nýjabæ við Eiðistorg á Seltjarnarnesi á 1 árs afmæli um þessar mundir. Ný- lega stækkaði verslunin við sig og er nú á rúmlega 500 fm gólf- fleti. Verslunin Fólk býður upp á fatn- að fyrir fólk á öllum aldri. Fatnaður- inn kemur aðallega frá Skand- inavíu, m.a. frá Hennes & Mauritz, Þýskalandi og Englandi. Einnig er ráðgert að setja upp skódeild í versl- uninni á næstunni. Eigandi verslunarinnar er Baldur Dagbjartsson ásamt fleirum. Kvikmyndasýning á Tannháuser STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar gengst fyrir kvik- myndasýningu á óperunni Tannháuser kl. 20.00 í kvöld. Mynd þessi var tekin upp af sýn- ingu óperuhússins í Bayreuth á Tannháuser árið 1978. Sýnt verður í Þýska bókasafninu, Tryggvagötu 26 á 4. hæð og er öllum heimill aðgangur. Tónleikar í Lang- holtskirkju AÐRIR tónleikar Tónlistarhátíð- ar ungs fólks á Norðurlöndum (Ung nordisk musik) verða í Langholtskirkju kl. 20.30 í kvöld, 15. september. Á efnisskránni eru kammerverk eftir ung tónskáld frá Norðurlönd- um, þar á meðal tvö íslensk eftir þá Eirík Öm Pálsson og Hauk Tóm- asson. Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Öm Pálsson og Sveinn Birg- isson leika „Five Miniatures" eftir Eirík en flokkur hljóðfæraleikara undir stjóm Guðmundar Óla Gunn- arssonar flytur verk Hauks „5 landslög". Guðmundur Óli stjómar jafnframt flutningi á „Lapidory Landscapes" eftir Jesper Koch frá Danmörku. Athugið Læknastofa mín verður lokuð til mánudagsins 5. október. Staðgengill minn verður Sveinn Rúnar Hauksson Dómus Medica. Timapantanir hjá honum eru í síma 15477 frá kl. 9-18 alla virka daga. Grimur Sæmundsen, læknir. & Fyrir skólann Prjónum húfur með nöfnum á. Verð á skíðahúfum kr. 400, á dúskahúfum kr. 500 og á treflum kr. 250. Allar nánari upplýsingar í símum 98-2057, 98-1650 og íversluninni Adam og Eva sími 98-1134. QeymlA auglýslnguna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Önnu Bjamadóttur Maðurinn veldur flestum stórslysum EFTIR heimsfréttum að dæma fer stórslysum og náttúruham- förum sífjölgandi. Það líður varla sú vika að ekki sé greint frá flóði, jarðskjálfta, flugslysi, stórbruna eða jafnvel kjamorku- slysi einhvers staðar í heiminum. Sérfræðingar, sem hafa kannað þessa þróun á vísindalegan hátt, draga sömu ályktun og almenn- ingur. Þeir telja að stórslysum eigi eftir að fjölga verulega á næstu ámm og kenna mannskepnunni að mestu um. Hellirigning veldur ekki af eigin rammleik flóðum í Ölpunum. Ófullnægjandi vamarkerfi í sovéskum kjamorkuvemm eða svissneskum efna- vömgeymslum valda umhverfinu ekki stórskaða. Athafnir mannsins bjóða hættunni heim. Tvo þriðju allra stórslysa í heimin- um má rekja til mannskepnunnar sjálfrar. Tryggingafélög sem tryggja önnur tryggingafélög, endur- tryggingafélög, fylgjast grannt með stórslysum, orsökum þeirra og afleiðingum. Það er mikið í húfi fyrir þau ef ekki verður spomað við þessari þróun. Annað stærsta endurtryggingafélag heims, Schweizerischer Ruck- versicherungsgesellschaft (Schweizer Ruck) í Zurich, hefur gefið út niðurstöður ítarlegrar könnunar á stórslysum í heimin- um á árunum 1970 til 1985. Hún nær til slysa sem ollu stórfelldu fjártjóni eða þar sem 20 eða fleiri létu lífið. Á þessum fimmtán árum urðu samtals 2305 stórslys, 1,5 milljónir manna létust og 50 millj- ónir misstu heimili sín. Trygg- ingafélög greiddu 36 milljarða dollara í skaðabætur en tjónið er metið í heild á 70 milljarða dollara. Umferðarslys og stórbrunar mestu tjónvaldarnir Könnunin leiðir í ljós að nátt- úruhamfarir, eins og jarðskjálftar, óveður og stórflóð, ollu þriðjungi (29,1%) stórslysa á þessu tíma- bili. Meginhluti þeirra varð hins vegar í tengslum við umferð í lofti, á láði eða legi (46,3%) eða stórbruna (18,9%). Tæplega 70% stórslysa urðu þannig af manna- völdum, og þá eru minniháttar umferðar-, vinnustaða- og frístundaslys ekki tekin með í reikninginn. Stórslys eru mannskæðust í þriðja heiminum. 98% allra sem létust í þeim á árunum 1970 til 1985 bjuggu í fátækustu löndum heims. 1,1 milljón manns lést til dæmis í jarðskjálfta í Kína 1976 og 300.000 manns fórust í flóðum sem hvirfilbylur orsakaði í Bangladesh 1970. Mesta fjártjó- nið varð hins vegar í Norður- Ameríku og Evrópu. Náttúruham- farir eru algengasta orsök stórslysa í Norður-Ameríku en stórbrunar valda mestum skaða í Evrópu. Tíðni stórslysa jókst um 18% á árunum 1970 til 1985, eða úr 133 á ári í 158. Þekkingarleysi við meðferð stórvirkra en flókinna tækja verður æ algengari slysa- valdur. Vangá og kæruleysi er til dæmis kennt um að 6230 iétu lífið í feijuslysum í þriðja heiminum 1970 til 1985. Það liggur í augum uppi að aukin tæknivæðing, umferð og þéttbýli auka hættu á stórslysum. Því flóknari sem tæknin verður og umferðin meiri því meiri líkur eru á stórslysum, mannfalli og fjárskaða. Það er erfiðara að sýna fram á samhengi milli breytinga á umhverfi og náttúruhamfara. Talið er víst að loftmengun og eyðing eða nýting regnskóganna muni til dæmis hafa áhrif á veður- far og auka úrkomu í heiminum í framtíðinni. Hitt verður þó ekki sannað fyrirfram hvort þetta hafi fleiri náttúruhamfarir í för með sér. Ræktun landsins eyk- ur líkur á stórf lóðum Vísindamaðurinn Herbert Tie- demann hefur þó sýnt fram á, í könnun sem hann gerði fyrir Schweizer Ruck, að beint sam- hengi virðist vera milli náttúru- hamfara og röskunar mannsins á náttúrunni. Þurrkun mýrlendis, stíflur í ám og vötnum, malbik og uppbygging auka líkumar á flóðum í miklum rigningum. Gróð- ursæl jörð með fjölda ólíkra smáplantna tekur við mun meiri vætu en ræktuð jörð. Þetta á sérs- taklega við í skóglendi. Gróður- lendi af þessu tagi drekkur í sig þrettán sinnum meiri úrkomu en akrar. Flóðin í Evrópu í sumar stöfuðu því ekki eingöngu af vatnsmagninu sem helltist yfir heimsálfuna heldur höfðu athafnir mannsins á jörðu niðri og ill áhrif hans á umhverfið sitt að segja. Stjómvöld í Bæjaralandi í Vest- ur-Þýskalandi tóku þetta til athugunar og ákváðu í kjölfar flóðanna í Olpunum að hætta samstundis við að ryðja land und- ir skíðabrautir. Líkur á að náttúruhamfarir valdi vemlegu tjóni hafa marg- faldast frá fyrri tíð. Nú er iðulega byggt þar sem engum datt í hug að reisa mannvirki áður. Ná- kvæmar rannsóknir, forspár og almannavamir eiga nú að koma í veg fyrir að stórslys hljótist af náttúmhamfömm á stöðum, sem reynslan kennir mönnum að em hættulegir. Tryggingafélög era framarlega í hópi þeirra sem beijast fyrir auknu öryggi og forvömum. Sér- fræðingar þeirra vilja þó hvorki setja skorður við tækniþróun né banna landbúnað og hraðbrautir. Þeir vilja heldur bæta alla skipu- lagsstarfsemi og Iáta taka meira tillit til hugsanlegrar slysahættu í framtíðinni. Þeir ítreka nauðsyn fullkomins öryggiskerfís í sam- bandi við tækni og vísindi og vinna að rannsóknum á nýjum leiðum til að draga úr hættu af náttúm- hamfömm. Heimild: Die Weltwoche Vísindi og tækni halda áfram að auðvelda okkur lífið. Á hinn bóginn fer enginn í grafgötur um hættumar, sem eru samfara rannsóknum, vísindastörfum og tækniframförum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.