Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 21 Sambandið og ríkið ÍLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 FARANLEGUR SAMANBURÐUR' Hver er tílgangurinn? eftirHermann Sveinbjömsson 1 Morgunblaðinu þann 27. ágúst sl. var grein á viðskiplaslðu með yfirskriftinni: SÍS — Sambandið og kaupfélögin með hœrri tekjur 1986 en rfkissjóður. í greininni sjálfri segir síðan að á stðasta ári hafi tekjur Sambandsins numið 15,5 I milljöðrum króna, velta Kaupfélags Eyfirðinga að meðtöldum sam- starfsfyrirtœkjum hafi numið 6,2 milljörðum, velta annarra kaup- i félaga 16,2 miHjarðar, velta Olíufé- lagsins hf., sem sé að meirihluta ( ' eigu Sambandsins, hafi numið 8,6 miljjörðum. Heildarvelta Sam- bandsins, kaupfélaganna, Oltufé- 1 fegsins og nokkurra samstarfsfyrir- tækja SÍS hafi verið 43,4 mil\jarðar króna. Til samanburðar hafi heild- artekjur ríkissjóðs numið 38,2 \ milljörðum króna. I Stórisannleikur? 1 framhaldi af þessari grein hefur | Morgunblaðið notað þessar tölur I sem einhvem stórasannleik um of- [ urveldi SlS, eins og það er kallað Ld. ( leiðara laugardaginn 6. sept- ember. Þá hefur forsætisráðherra Þorsteinn forsœtís- ráðherra sumra? Það eru alvarieg tíðindi þegar Þorsteinn Pálsson, lýðræðislega kjörinn og valinn til þess að vera æðsti embætlismaður þjóðarinnar, að undanskildum forseta lslanda, hafnar forsjárhlutverki stnu yfir stórum hluta íslensku þjóðarinnar, hafnar 46 þúsund íslendingum og Qölskyldum þeirra. Það er ekki hægt að skilja orð Þorsteins á ann- an veg en þann, að hann vilji ekki vera forsætisráðherra samvinnu- manna. Þá er eiginlega ekki nema tvennt til, að Þorsteinn geri sam- vinnumenn útiæga úr íslenska rflrinu eða hann er ófær til að vera . forsætisráðherra heillar þjóðar, þar sem hann virðist ekki sætta sig við áð einhveijir þegnanna hafi aðrar hugsjónir en hann sjálfur. Samanburður sá, er nefndur var hér að ofan, er mjög villandi, svo ekki sé nú meira sagt. í fyrsta lagi er velta Qölmargra sjálfstæðra fyr- irtækja lögð saman og fengin út ein tala. Með sambærilegum hætti er réttlætanlegt að leggja saman veltutölur allra fyrirtækja innan Verelunarráðs íslands, sem eru samtök einkafyrirtækja og einnig ' mætti með sama hætti leggja sam- an heildartekjur rflrisins og heildar- veltu allrm þeirra fyrirtækja og ^^fnæj^^mjjflris^jóðu^^hlut^^ f Hermann Sveinbjðmsson nÞað eru alvarleg tíðindi þegar Þorsteinn Pálsson, lýðrœðislega kjörinn og valinn tíl þess að vera æðstí embættiamaður þjóðarinnar, að undan- skildum forseta íslands, hafnar forsjárhlutverki sínu yfir stórum hluta íslensku þjóðarinnar, hafnar 46 þúsund íslend- inf------- eftir Óla Björn Kárason Samvinnuhreyfíngin á íslandi hefur um langt árabil verið umdeild og venð uppspretta pólitískra átaka. Á síðustu árum hefur þó mátt merkja breytingar á þessu og með réttu má halda því fram að ráðning Guðjóns B. Ólafssonar sem forstjóra hafi markað þar tímamót. Viðhorf einkaframtaksins til Sam- bandsins og samvinnuhreyfíngar- innar hefur verið að breytast. Dæmi um þetta er hugsanleg samvinna Álafoss og iðnaðardeildar Sam- bandsins og samvinna Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, Sölusamtaka íslenskra fískfram- leiðenda og sjávarafurðadeildar Sambandsins. Annað dæmi er þegar einkarekstursmenn og fyrirtæki í eigu samvinnuhreyfíngarinnar tóku höndum saman um að koma Amar- flugi á réttan kjöl. Þessi viðhorfsbreyting sam- vinnu- og einkarekstursmanna hefur verið hljóðlát og hafa fáir gert sér grein fyrir henni. Forráða- menn Sambandsins hafa með margvíslegum hætti reynt að breyta ímynd SÍS og fyrirtækja þess. Sér- nöfn á verslanir, líkt og Mikligarður og Kaupstaður, eru góð dæmi um þetta. Tilboð Sambandsins og dóttur- fyrirtækja þess í Útvegsbankann vakti að vonum mikla athygli. Ekki vegna þess að tilboð hefði loks kom- ið í bankann heldur fyrst og fremst Vegna þess að Sambandið stóð þar að baki. Athygli vegna þess að Útvegsbankinn er annar aðalvið- skiptabanki sjávarútvegsins, en hlutur SÍS í útgerð og fiskvinnslu hefur á undanfömum árum aukist verulega, enda er það stefna for- ráðamanna þess. Hvers vegna? Morgunblaðið hefur líkt og aðrir fjölmiðlar fjallað um tilboð Sam- bandsins og síðar þeirra 33 ein- staklinga og fyrirtækja í Útvegsbankann. Ein af fjölmörgum greinum og fréttum sem á undan- fömum vikum hefur birst hér í blaðinu er grein er undirritaður skrifaði í viðskiptablaðið fímmtu- daginn 27. ágúst. Þar var gerð tilraun til þess að átta sig á um- fangi SÍS og samvinnuhreyfingar- innar. Ég komst að þeirri niðurstöðu að tekjur Sambandsins, kaupfélag- anna og nokkurra dótturfyrirtækja þeirra (sem samvinnumenn nefna yfírleitt samstarfsfyrirtæki) hafí verið a.m.k. 43.400 milljónir króna á síðasta ári. Líklegast hafa tekjur samvinnuhreyfingarinnar á liðnu ári verið nær 50.000 milljónum króna. Þegar um svo háar tölur er að ræða eiga margir erfítt með að skilja hvað þær þýða. Af þeim sök- um er eðlilegt að setja þær í samhengi við annað. Þess vegna benti ég á að tekjur ríkisins hefðu á liðnu ári verið lægri en tekjur SÍS, kaupfélaganna og nokkurra dótturfyrirtækj a. Þessi stutta grein virðist hafa vakið nokkra athygli og samvinnu- menn hafa af einhveijum sökum tekið henni illa. Hermann Svein- bjömsson, blaðafulltrúi Sambands- ins, og Jón Kristjánsson, þingmaður, rita báðir í Morgun- blaðið síðastliðinn fimmtudag og er tilefni skrifa þeirra umrædd grein um umsvif Sambandsins. Ekki hirði ég um að svara dylgjum blaðafull- trúans í minn garð, en að tilgangur- inn hafí verið að gera samvinnu- hreyfínguna tortryggilega, eins og blaðafulltrúinn segir, er út í hött. Samvinnuhreyfíngin verður tor- tryggileg þegar talsmenn hennar bregðast við skrifum um umsvif hennar með sama hætti og blaða- fulltrúinn. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna samvinnumenn taka umfjöllun um stærð Sambandsins jafn illa og raun ber vitni. Þeir máttu búast við því þegar tilboð í Útvegsbankann var lagt fram að augu fjölmiðla beindust í auknum mæli, eftir nokkurt hlé, að SÍS og kaupfélögunum. Um ofurveldi Sambandsins og kaupfélaganna verður ekki fjölyrt. Úr heimabyggð minni, Skagafírði, er hægt að benda á nokkur dæmi og frá Akureyri einnig. Blaðafull- trúinn, sem eitt sinn bjó norðan heiða, ætti kannski að rifja upp hvaða breytingar urðu á högum Akureyringa þegar Hagkaup opn- aði þar stórmarkað í samkeppni við KEA. Þingmaðurinn og SIS Líkt og aðrir þingmenn Fram- sóknarflokksins telur Jón Kristjáns- son sig vera sérstakan málsvara samvinnuhreyfíngarinnar. Grein hans ber yfirskriftina: „Umræður á röngum forsendum eru mark- lausar". Og þar hittir þingmaðurinn sjálfan sig fyrir. Þingmaðurinn býr sér til forsendur og setur fram stað- hæfíngar er hann hirðir ekki um að rökstyðja. „Hins vegar hagræðir Morgunblaðið dálítið sannleikanum í sinni umfjöllun til þess að ná þeirri niðurstöðu sem þeir tekja henta sínum málstað." Þingmaður- inn verður að nefna skýr dæmi máli sínu til sönnunar. Þó það kunni að vera háttur félaga hans í Fram- sóknarflokknum að stunda vinnu- brögð sem hann sakar Morgun- blaðið um eru þau ekki stunduð. Þingmaðurinn segir: „Sambandið hefur þá sérstöðu meðal íslenskra stórfyrirtækja að vera stjómað af aðalfundi, þar sem sitja fulltrúar sem eru kosnir samkvæmt reglum fulltrúalýðræðisins, en ekki með til- liti til þess hve mikið íjármagn liggur að baki atkvæði þeirra. Þessi fundur kýs stjóm Sambandsins og felur henni mikla ábyrgð. Að kalla fyrirtæki með slíkan bakgrunn auð- hring er auðvitað fjarstæða." Nú má deila um réttmæti þess að áhrif á stjóm fyrirtækja sé ekki miðuð við fjármagn en eins og þing- maðurinn bendir réttilega á eiga kaupfélögin sína fulltrúa á aðal- fundi Sambandsins. Fulltrúatalan ræðst af fjölda félagsmanna og heildarviðskiptum viðkomandi kaupfélags við Sambandið. Öll kaupfélögin eiga fé í.stofnsjóði SÍS en sjóðseign hefur engin áhrif á fulltrúaijöldann. KRON átti 19 full- trúa á síðasta aðalfundi Sambands- ins og að baki þeim standa 14.174 félagsmenn eða 746 fyrir hvem fulltrúa. Fámennasta kaupfélagið með 33 félagsmenn hafði einn aðal- fundarfulltrúa. KEA var rpeð 20 fulltrúa, einum fleiri en KRON, þrátt fyrir að félagsmenn þess séu nær helmingi færri. Að baki hverj- um fulltrúa KEA á aðalfundi SIS voru 385 félagsmenn. Allt tal um jafnræði félagsmanna í samvinnu- hreyfingunni á ekki við nein rök að styðjast eins og þessar tölur bera með sér. Höfundur er blaðamaður á Morg■ unblaðinu. Leðurfatnaður frá SERGE MIKO í París. < n i Opið alla laugardaga 10:00 — 14:00. Greiðslukort — afborganir. EGGERT fetískeri Efsl á Skóhivördustígnum, sími 11121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.