Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 INIýtt kennsl að hefjast hjá Dans-Nýj OKKAR NAFN ER DANS-NÝJUNG ÞVÍ VIÐ BJÓÐUM UPP Á NÝJUNGAR Hinn frábæri danshöfundur Tommie M.Y. Luke verður kennari við skólann Unglingar 13-14 ára, 15-17 ára og eldri Tommie hefur unnið við video dansupptökur hjá Pet- er Gabriel - WHAM - Wang-chung. Hann hefur stjórnað stórum danspró- grömmum og tískusýningum fyrir sjónvarp og leikhús. TOMMIE ER FRÁBÆR KENNARIOG DANSHÖF- UNDUR OG ÁLLT NÝTT FRÁ HONUM. t Gott tækifærí Látið heyra íykkur eftir Daniel Bergman Kæru lesendur. Síðustu fjóra mánuði hef ég dval- ið á landi ykkar og starfað við kvikmyndina umdeildu „í skugga hrafnsins". Landið ykkar er fallegt og ég hef notið þeirrar ánægju að vinna með einvala starfsliði, sem hefur leyst hveija prófraunina á fætur annarri með ágætum. Svíar og íslendingar hafa unnið saman sem einn maður og leikaramir sýnt stórkostleg tilþrif. Hvar sem við höfum farið, hefur fólk verið reiðubúið að taka þátt í viðamiklum hópatriðum, og staðið af sér langa upptökudaga í regni og kulda, án þess að æmta né skræmta. Þolinmæðin og þraut- seigjan hefur verið aðdáunarverð, og allir lagst á eitt af lífi og sál, svo okkur mætti takast að gera myndina. Á ferð okkar um landið nutum við aðstoðar sem næst þúsund ís- lendinga sem tóku okkur opnum örmum. Minninguna um þetta fólk hef ég með mér í farangrinum, nú þegar ég kveð þetta stórbrotna og fallega land. Eitt atriði bregður þó skugga á þessa ágætu minningu: Kvik- myndatakan varð á tíma fyrir næsta sjúklegum galdraofsóknum í nokkr- um íslenskum fjölmiðlum. Stríðsfréttaletur á forsíðu eins dag- blaðsins, fjóra daga í röð, í einkar neikvæðum anda, segir hluta sög- unnar. Sjúklegri æsifréttamennsku hef ég ekki barið augum frá því forsætisráðherrann í heimalandi mínu var myrtur. Mér sýnist, að sem næst fjórir einstaklingar, af öllum þeim flölda sem við unnum með, hafí gengið með ótrúlegar ranghugmyndir um hvað kvikmyndataka snýst, eða “Ég- og við sem vinnum að kvikmyndum í Sviþjóð álítum Hrafn Gunnlaugsson ykkar færasta kvikmynda- leikstjóra. Áhorfendur eru sama sinnis, það hefur „Hrafninn flýg- ur“ sannað.“ hreinlega viljað misskilja tilgang- inn. Tilgangurinn er einfaldlega sá að búa til blekkingu sem birtist sem raunveruleiki á hvítu tjaldi, og þessa blekkingu þarf oft að svið- setja við erfíðar aðstæður undir miklu álagi. Sé þessi blekking sett rétt á svið, nær hún að snerta okk- ar hárfínustu taugar, svo við hlæjum, grátum, æpum eða jafnvel hoppum upp úr bíósætunum, hel- teknir af myndum á tjaldinu. Góð kvikmynd getur hæglega spilað á allt hljómborð mannssálarinnar. Sviðsetningin sjálf, handverkið, hefur hins vegar aldrei verið neinn hægðarleikur, heldur slítandi og harðsnúin vinna. Kvikmyndataka er erfítt og kröfuhart handverk, en með mikilli kröfuhörku býr maður til blekkingu sem lyftir ímyndunar- aflinu til flugs. Að óvön augu, upplifí sjálfa svið- setninguna, á sama hátt og ætlast er til að áhorfandi upplifí blekking- una, virðist hins vegar hafa gerst í okkar tilfelli. Það er auðvelt að skilja að óvön augu ímyndi sér að hestamir sem vom sérþjálfaðir fyr- ir hestaatið við Gullfoss, hafí hlotið meiðsl af og smábömum verið att út á ystu nöf hengiflugs. Misskiln- ingur af þessum toga kemur næstum alltaf upp þegar kvikmjmd- Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Malbikunarframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur: Aldrei meira mal- bikað á einu ári aðar em hópsenur, og á ekkert sérstaklega skylt við ísland. En að þeir fáu sem misskildu, og æstu sig upp út af engu, geti sett á stað slíkar galdraofsóknir í fjölmiðlum er mér hulin ráðgáta. Auðvitað vill hvert dagblað seljast sem mest á götunni, með spennandi fréttum, en einhvers staðar hljóta að liggja mörk á milli sannleika og helberrar lygi? Ég get sjálfur borið vitni um að hvomgur graðhestanna bar minnsta skaða af atinu. Smáböm- um var ekki att út á hengiflug. Fullorðið fólk stóð á gjábrúm, en enginn féll niður í gjána. Auðvitað tek ég afstöðu með myndinni, en ég bið ykkur um að trúa því sem ég segj, ég er ekki lygari. Látum þetta gott heita, en mig gmnar að tilgangur þeirra sem blésu málið upp, hafí verið að vekja athygli á sjálfíim sér og komast í fjölmiðla. Og það tókst þeim sann- arlega, svo bergmálaði landshoma á milli. En eins og þið eflaust skilj- ið, urðu þessi leiðindi til að gera starf okkar óbærilega erfítt um tíma. Það ríður hins vegar ekki baggamuninn. Okkur tókst þrátt fyrir allt að gera góða kvikmynd, en við sáum hins vegar leiðinlega hlið á íslensku samfélagi. Ég og við sem vinnum að kvik- myndum í Svíþjóð álítum Hrafn Gunnlaugsson ykkar færasta kvik- myndaleikstjóra. Áhorfendur em sama sinnis, það hefur „Hrafninn flýgur" sannað. Margar aðrar þjóð- Á hengibrú yfir Gullfoss „í skugga hrafnsins' ir dást einnig af verkum Hrafns, t.d. Japanir. Akira Kurosawa en án efa virt- asti kvikmyndaleikstjóri Japan á aiþjóðavettvangi. Án þess að hafa um það fleiri orð getum við borið saman hestaatið við Gullfoss og það sem Kurosawa lætur sína hesta gera í Japan. Hvaða Japana dytti nokkum tíma í hug að hneykslast á Kurosawa fyrir að segja öllum hejminum sögur frá Japan? Hveijir á Ítalíu ætli ráðist gegn Bertolucci eða Fellini fyrir þeirra uppátæki og það sem þeim dettur í hug til þess að gera kvikmyndir sínar að vem- leika? Þar er fólk ánægt með sína æðisgengnu listamenn, leyfír þeim að fara sínar eigin leiðir og jafnvel hvetur þá til dáða. Eitt veit ég fyr- ir víst. Það em einungis æðis- gengnir menn sem gera góðar kvikmyndir. Fellini er mikill kynja- kvistur, Tarkovskij heitinn, sem mér veittist sú ánægja að vinna með, var einnig meira en lítið óvenjulegur. Polanski, Kubrick, Klimov, Huston, Spielberg, Wider- berg, Forman, Cukor, Konchalov- sky, Russel og B. De Mille vom allir æðisgengnir einstaklingar. Kæm lesendur. Æpið ekki á listamenn ykkar. Þið þurfíð hvorki að vera gagnrýnislausir né gapa upp í þá, þeir hafa alls ekki gott af því. Sýnið þeim hins vegar örlít- ið meiri tillitssemi a.m.k. meðan þeir em á kafí í vinnu sinni. Ann- ars er hætt við að þið glatið þvi sem mest eftirsjá er í og aldrei verður bætt, en getur hins vegar gefíð ykkur og landi ykkar svo margt gott. Ég vil senda innilegar þakkir til þeirra sem hjálpuðu okkur í sumar. Við emm nú á fömm til Stokkhólms í kvikmyndaver til að Ijúka inni- atriðum „í skugga hrafnsins". Ég vona að ég geti heimsótt aftur landið ykkar undurfagra, þótt seinna verði. Höfundur vnr aðatoðarleikstíóri við töku kvikmyndarinnar „I skugga hrafnsins“. Hann hefur unnið við kvikmyndir íSvíþjóð og víðar. Hugleiðing „í skugga hrafnsins“ Vojfum. Á Keflavikurflugvelli er að Ijúka mestu malbikunarfram- kvæmdum sem farið hafa fram á einu ári. Andrés Andrésson yfirverkfræðingur hjá íslensk- um aðalverktökum segir 78 þúsund tonn malbiks hafa verið nnnin á árinu sem er 25—30% meira magn en áður. Framkvæmdimar hafa gengið vel, en þær hófust á síðastliðnum vetri. Það var byijað að gera pmfur um 20. mars, sem er mjög snemmt. Andrés Andrésson segir að það hafí aldrei skeð fyrr. Lagningu und- irlags á nýja veginn að Leifsstöð tókst að ljúka fyrir opnun stöðvar- innar um miðjan aprfl. Á árinu var malbikið lagt á plan við Leifsstöð, um 25% af planinu. Stysta flugbrautin var malbikuð, en það er suðvestur/norðaustur- brautin. Malbik var endumýjað á akbrautum fyrir flugvélar, síðan var unnið við viðhald á vegum og bfla- stæðum innan vallar. Það hefur viðrað vel til malbikun- arframkvæmda þar sem veður hefur verið þurrt og lyngt. Það em aðeins um 3 vikur samtals sem fall- ið hafa úr vegna veðurs frá því framkvæmdimar hófust í mars og þar til nú. AIls hafa um 60 manns starfað við malbikunarframkvæmdimar hjá fyrirtækinu, vélamenn, verkamenn, viðgerðarmenn og starfsmenn í malbikunarstöð. - EG 4-6 ára Áhersla á takt - tjáningarform - skemmtilega dansa sem allir geta lært. 7-9 ára og 10-12 ára Krakkar! það nýjasta hjá ykkurer Michael Jackson, BAD-BAD-BAD Frábærir dansar. Við hreyfi g Opna og: Kennslustaðir fyrir Dans-Nýjung og Módel mynd HVERFISGATA 46 MOSFELLSBÆR og til hamingju með kaupstaðarréttindin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.