Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 61 Minning: Felix Pétursson Fæddur 7. febrúar 1900 Dáinn 3. september 1987 Hann afi minn er dáinn. Hlekkur úr kynslóð sem lifað hefur tímana tvenna, tíma sem við, unga kynslóð- in, höfum aðeins komist í snertingu við gegnum frásagnir gamla fólks- ins. Unga fólkið þekkir aðeins nýju tímana, tíma hraða og streitu, en ekki gömlu tímana, tímana sem afi þekkti best. Hann var bókari að atvinnu. Starfaði hjá sama fyrirtækinu, Hamri, mestan hluta af sínum starfsferli, í um 40 ár. Hann var bókari í húð og hár. Ég hef alla tíð séð hann fyrir mér sem samvisku- saman bókara, klæddan á bókara- hátt, sem ermabönd, ermahlífar og bókarader. Hann gekk til vinnu á morgnana, fékk rakstur á rakara- stofu, sat og færði tölur inn í stóru bókhaldsbækumar og gekk heim til ömmu og sonanna að kvöldi dags. Einhvem veginn fínnst mér að þetta hljóti að hafa verið þannig. Við frændsystkinin vorum tíðir gestir hjá afa og ömmu í litlu íbúð- inni á Bræðraborgarstíg 4. Hjá þeim var allt svo öðmvísi en við áttum að venjast. Lengi vel áttu þau engan ísskáp en geymdu allar kælivömr í lítilli geymslu undir úti- dyratröppunum. Þetta fannst okkur skrýtið því ekki þekktum við annað Kveðjuorð: Páll Hafstað Laugardaginn 5. september sl. lést í Reykjavík Páll Hafstað, fyrr- verandi skrifstofustjóri. Rúmlega þrítugur að aldri hóf hann störf sem fulltrúi raforkumálastjóra og síðar orkumálastjóra og gegndi því starfí í þijátíu og tvö ár. Frá árinu 1981 og til þess er hann lét af störfum fyrir um tveimur ámm var hann skrifstofustjóri á Orkustofnun. Hann var einnig ritari Raforkusjóðs og síðan Orkusjóðs allt fram á þetta ár. Páll var því gjörkunnugur flest- um sviðum orkumála hér á landi á síðustu áratugum. í starfi sínu kynntist hann fjölda manna um land allt og var því margfróður um menn og málefni. Við starfsfélagar hans á Orku- stofnun minnumst hans ekki síst \ fyrir margar fróðlegar og skemmti- legar frásagnir hans af liðnum atburðum og litríku fólki. Páll hafði sérstakt lag á því að draga fram sérkenni manna og óvenjulegar og oft á tíðum skoplegar hliðar mála. Hann lagði einnig drjúgan skerf til umræðu á stofnuninni um landsins gagn og nauðsynjar. Páll Hafstað var mjög félags- lyndur og gerði sér far um að blanda geði við starfsfélaga sína, jafnt eldri sem yngri, hann sótti jafnan sam- komur starfsmannafélagsins og var löngum hrókur alls fagnaðar við slík tækifæri. Fyrir þetta erum við honum þakklát og minnumst góðs félaga og vinar. Starfsmannafélagið vottar eigin- konu hans og öðrum aðstandendum Birting afmælis- og minningargreina, Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreiná gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, SIGHVATAR GÍSLASONAR, Vlk-Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfóklks elli- og hjúkrunarheimilisins Ljós- heima, Selfossi fyrir góða umönnun og hlýhug. Jóna E. Gfsladóttir, Margrót Gfsladóttir, Guðmundur Kr. Gfslason, Hallgrímur Gfslason, Þórarinn Gfslason, Guörún Gfsladóttir, Jóhanna Guömundsdóttlr, Ragnheiður Samsonardóttir, Sofffa Magnúsdóttlr. UÓSASTILLINGA- VERKSTÆÐI OSRAM bílperur WAGNER Ijósa samlokur Eigum fyririiggjandi Ijósastillingatæki Sundaborg13, sfmi 688588 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Blómastofa Friðfinits Suðuilandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ii:ijl'Il'»iim BSB Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður hefðu ekkert við slíkan óþarfa að gera. Hann afi minn var því maður af gamla skólanum. Hann fór sér hægt í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og hraða og streitu nútíma- mannsns var ekki að sjá á honum. Hversu mikill sem hamagangurinn í okkur bamabömunum var þá lét hann það ekki angra sig heldur stóð aðeins álengdar og fylgdist með. Alltaf hafði hann tíma fyrir okkur. Hann kenndi okkur að spila, tefla og ýmsa leiki og lék mikið við okk- ur. Það var alltaf skemmtilegast að vinna afa í einhveiju spili, að vinna einhvem fullorðinn. Og ekki má gleyma sælgætisskálinni. Það var alltaf hátfðleg athöfn að fá heimalagaðar karamellur og annað sælgæti úr skálinni. Það var öðm- vísi en við áttum að venjast. Afi og amma höfðu kálgarð rétt við flugvöllinn. Á sumrin var alltaf þeyst í garðinn til að reyta arfa, vökva eða hlúa að jurtunum á ann- an hátt. Garðurinn var gríðarlega stór svo það þurfti að veija miklum tíma til þess að sinna garðrækt- inni. Þetta gerðu þau samviskulega, enda höfðu þau mikla ánægju af útiverunni og vinnunni við mat- jurtaframleiðsluna. Enda var framleiðslan mikil. Heimilum son- anna þriggja ásamt þeirra eigin var séð fyrir nægum kartöflum, rófum og öðrum matjurtum vetrarlangt. Fyrir öllu þurfti að hugsa. Afí hafði mjög ákveðnar lífsskoð- anir. Hann gerði okkur öllum grein fyrir því hvað væri rétt og rangt, svart og hvítt, satt og logið. Oll fengum við að heyra hans lífsskoð- anir, ef ekki frá honum sjálfum, þá frá sonum hans, sem allir mótuð- ust á einhvern hátt af hugsanahætti þessara gömlu tíma. Ég held að öll höfum við, bamabömin, einnig mótast af skoðunum hans, hvort sem við höfum tekið eftir þvi eður ei. Og ég held að það hafí hjálpað til við að þroska okkur sem persón- ur í hinu hraða þjóðfélagi nútímans. En nú er afi farinn yfir móðuna miklu. Megi hann hvfla þar í friði með ömmu sér við hlið. Guðmundur Örn en að allir ættu ísskáp. Er spurt . var hvort þau ætluðu ekki að kaupa einn slíkan var því svarað að þau dýpstu samúð við fráfall Páls Haf- stað. Starfsmannaf élag Orkustofnunar. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, stjúpfööur og tengdafööur, VALDIMARS GUÐMUNDSSONAR fyrrum bónda frá Kflhrauni á SkelAum. Árni Valdimarsson, Nfna Björk Knútsdóttir, Erlendur Valdimarsson, Þorsteinn Alfreösson, Guörún Sturlaugsdóttir. + Þökkum innilega samúð, vinarhug og hjálpsemi viö andlát og útför dóttur minnar og frænku, GUÐRÚNAR ELÍSABETAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Aðalstræti 25, fsafiröi. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Pótursson, Petrína Georgsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, JÓHANNS ELÍASAR ÓLAFSSONAR, Háaleitisbraut 52. Jóhanna Eyþórsdóttlr, Ólafur Eliasson, Valgeröur Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir. *■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.