Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 39 Mjólkursamlag KEA: Umframmj ólkin milljón lítrar Flestir framleiðendur fóru yfir fullvirðisréttarmarkið INNVEGIN mjólk hjá Mjólkur- samlagi KEA á síðasta verðlags- ári, sem lauk þann 1. september, FLESTIR kartöflubændur eru nú komnir vel á veg með upp- skerustörf. Ljóst er orðið að metuppskera verður á kartöflum í Eyjafirði. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur telur að 6-7 þúsund tonn af kartöflum komi upp úr görðum bænda. Ólafur segir að uppskeran sé meiri á hveija flatareiningu en vitað sé um áður og verði heildaruppsker- an að öllum líkindum meiri en árið 1984, þegar metuppskera var (um fór tæpa eina milljón lítra fram yfir fuUvirðisrétt bænda á svæð- inu. Bændur fá ekkert fyrir 6.000 tonn), þrátt fyrir að minna hafi verið sett niður í vor en undan- farin ár. Ólafur segir að fimmtán- fold uppskera sé algeng og í sumum tilvikum tuttuguföld. Ólafur segir að flestir kartöflu- bændur muni nú komnir á seinni hlutann við kartöfluupptökuna, en uppskerustörfín hafi verið tafsöm vegna óhagstæðrar tíðar. Kartöflu- grösin standa víðast hvar lítið eða svo til óskemmd, og kartöflumar eru því enn að vaxa. þessa mjólk, en úr henni voru gerðir ostar sem fluttir verða á erlenda markaði fyrir brot af framleiðslukostnaði. Mjólkurframleiðslan á samlags- svæðinu var 21.765.620 lítrar á verðlagsárinu, samkvæmt upplýs- ingum Þórarins E. Sveinssonar mjólkursamlagsstjóra. Er það 419 þúsund lítrum, eða 1,9% meiri fram- leiðsla en á verðlagsárinu 1985/86. Fullvirðisréttur svæðisins var aftur á móti 20.769.493 lítrar, þannig að framleiðslan var 996.127 lítrum eða 4,8% meiri en bændur áttu rétt á að fá greitt fyrir. Yfir allt landið var umframframleiðslan 2,8 millj- ónir lítra, sem er 2,7% yfir fullvirðis- rétt samkvæmt búvörusamningi. Þórarinn segir að yfirgnæfandi meirihluti framleiðenda hefði farið yfir fullvirðisrétt sinn, taldi að innan við 20 af 250 innleggjendum alls hefðu ekki nýtt rétt sinn til fulln- ustu. Sumir hefðu farið töluvert yfir, en menn hefðu verið að jafna sín í milli með kaupum og sölu á fullvirðisrétti fram á síðustu stundu. Metuppskera á kart- öflum í Eyjafirðinum Uppskeran talin meiri en metárið 1984 Morgunblaðifl/Svavar B. Magnússon íþróttahúsið á að koma á milli sundlaugarinnar, sem er til vinstri á myndinni, og barnaskólans. Grasvöllurinn á að koma þar fyrir framan. Ólafsfjörður: Árangur knattspyrnuliðs- ins kallar á grasvöll Stefnt að byggingu íþróttahúss á næstu árum UPPBYGGING íþróttaaðstöðu verður forgangsverkefni þjá Ólafsfjarðarbæ á næstu árum. Nú er unnið að hönnun íþrótta- húss, æfingagrasvöllur verður tilhúinn á næsta keppnistíma- bili og farið er að huga að byggingu keppnisgrasvallar vegna góðs árangurs Leifturs í sumar, en liðið vann sér rétt til keppni í 1. deild nú um helg- ina, í fyrsta skipti í sögu bæiarins. Óskar Þór Sigurbjömsson for- maður bæjarráðs segir að íþrótta- húsið sé komið inn á fjárlög og unnið að hönnun þess. Hann seg- ir að heimamenn vilji bjóða byggingu grunns þess út á næsta ári, en það væri þó háð Qárveiting- um ríkisins. íþróttahúsið verður á skólasvæðinu eins og flest önnur íþróttamannvirki bæjarins, á milli sundlaugarinnar og bamaskólans. Á Ólafsfirði er nú gamalt og lítið íþróttahús og hafa Ólafsfirð- ingar lengi haft hug á að byggja nýtt. Það er ekki fyrr en nú að menn gera sér vonir um að það getið gengið eftir. óskar segir fyrirsjáanlegt að bygging hússins kosti mikið, jafnvel þó reynt yrði að spara sem mest í stofnkostn- aði, eins og heimamenn ætluðu sér. Fyrirhugað er að reisa íþróttasalinn fyrst en byggja síðar sameiginlega búningsaðstöðu fyr- ir fþróttamannvirkin öll. I kjölfar árangurs knattspymu- liðs Leiknis $ sumar hefur þörfin fyrir grasvöll aukist og eftir að liðið vann sér rétt til keppni í fyrstu deild hefur þrýstingurinn aukist til muna. óskar Þór segir að þetta sé verkefni sem nauðsyn- legt væri að ráðast í. Bæjarstjóm- in hefði veitt byijunarframlagi í það í sumar til að undirbúa vallar- stæðið. Síðan yrði að reyna að koma vallargerðinni áfram eins og mögulegt væri og mætti búast við að margir vildu flýta fyrir því með sjálfboðaliðsstarfi. Morgunblaðið/HBj. Unnið við hellulagningu. Guðjón Björnsson sveitarstjóri, lengst til hægri, fylgist með. Hrísey: Hellur lagðar á 5.000 fm í haust Unnið verður við hellulagninguna fram eftir hausti, á meðan veður leyfir ÁTTA manna vinnuflokkur á vegum Hríseyjarhrepps vinnur nú að hellulagningu þorpsgatn- anna. Hríseyingar byijuðu á að helluleggja götumar í fyrrasum- ar og verður þvi verki haldið áfram eins lengi og veður leyfir i haust. Að sögn Guðjóns Bjömssonar sveitarstjóra völdu Hríseyingar hell- umar þegar þeir voru að velta fyrir sér möguleikum á að koma varan- legu slitlagi á götur þorpsins. Hann sagði að ekki hefði verið mögulegt að leggja slitlag á götumar með venjulegum hætti. Til þess hefði orðið að kaupa heitt malbik frá malbikunarstöð. Hann sagði að hellulagningin væri dýrari, en var- anleg og setti skemmtilegan svip á þorpið. Fyrirhugað er að leggja hellur á 1,5 km alls, en það em um 8.500 fermetrar. Til þess þarf rúmlega 300 þúsund hellur. I fyrrasumar voru lagðar hellur á 1.500 fermetra og sagði Guðjón að þær hefðu reynst þokkalega. í haust væri stefnt að því að leggja hellur á að minnsta kosti 5.000 fermetra. Átta manna vinnuflokkur vinnur verkið. Guðjón sagði að ekki hefði tekist að fá fleira fólk og vafasamt að hægt yrði að leggja eins mikið og að væri stefnt. En hellumar biðu þá bara til næsta vors. Sjá einnig fréttir frá Akureyri á bls. 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.