Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 J. Loðnuveiðar: Sættum okkur ekki við verð- lækkun af völdum sljórnvalda Fáum 150 krónum minna fyrir tonnið, verði söluskattur ekki endurgreiddur til verksmiðjanna, segir Örn Erlingsson, skipsljóri UPPHAF loðnuveiða og vinnslu er nú háð því, að ljóst verði hvort stjórnvöld hætti við endur- greiðslu á uppsöfnuðum sölu- skatti til verksmiðjanna að sögn Arnar Erlingssonar, skipstjóra á loðnuskipinu Erni KE. Hann seg- ir, að verði söluskatturinn ekki endurgreiddur, þýði það að verk- smiðjurnar borgi um 150 krónum minna en ella fyrir hveija loðnu- lest. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, segir að þetta eigi ekki að hefta upphaf veið- anna, þar sem þessir peningar komi með einhverjum hætti til verksmiðjanna aftur. Öm sagði í samtali við Morgun- blaðið að nokkur skip væru þegar tilbúin til veiða og ekkert annað en óvissan um endurgreiðslu sölu- skattsins kæmi í veg fyrir að þau fæm af stað. Sjómenn og útgerðar- menn sættu sig ekki við verð til þeirra lækkaði af völdum stjóm- valda á sama tíma og verð fyrir flestar aðrar fisktegundir færi hækkandi. Hann sagði ennfremur, að verksmiðjumar gæfu ekki út hve mikið þær væm tilbúnar til að borga fyrir loðnuna af þessum sökum og því færi enginn á sjó. Á síðustu vertíð fiskaði Öminn rúmlega 22.000 lestir. 150 krónur á hverja lest miðað við þann afla þýða því um 3,3 milljónir króna til eða frá. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki gæti verið að þetta mál kæmi í veg fyrir að veiðar hæfust. Þessir peningar fæm í loðnudeild Verðjöfnunarsjóðs og yrðu því ekki teknir af verksmiðjun- um. Hins vegar yrðu peningamir bundnir í sjóðnum. Aðspurður um það hvort verðjöfnun kæmi til greina á vertíðinni, sagðist hann ekki vilja tjá sig um það. Halldór sagði, að þessi staða væri erfið. Á sama tíma og annað fískverð hækkaði, gæfu markaðir fyrir loðnuafurðir ekki tilefni til við- unandi verðs til útgerðar og sjómanna. Því yrði að taka þennan þátt bráðabirgðalaganna sérstak- lega upp, þegar þau yrðu lögð fyrir Alþingi til staðfestingar. Spuming- in væri hvort annað gæti gilt fyrir loðnuveiðar og vinnslu en aðrar greinar og verksmiðjumar gætu reiknað með því að fá þessa pen- inga, en með hvaða hætti það yrði, væri óljóst. VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt é veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 19.09.87 YFIRLIT á hádegi f gær: Hæft yfir Grænlandi, en lægft austur í hafi. SPÁ: í dag verður fremur hæg austan- og norðaustan átt á landinu. Vífta bjart veftur sunnanlands og inn til landsins á norðurlandi, annars skýjaft og sums staftar þokubakkar efta skúrir vift strönd- ina. Hiti 3—10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR OG MÁNUDADGUR: Austlæg átt og fremur svalt. Þurrt sums staftar vestanlands en rigning víðast hvar í öftrum lands- hlutum. TÁKN: Heiðskírt á •ái> m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’, » Súld OO Mistur —[- Skafrenningur 1^7 Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hltl veður Akureyri 8 skýjað Reykjavfk 8 akúr Bergen 9 skúr Helsinki 11 skýjafi Jan Mayen 6 skýjafi Kaupmannah. 16 þokumófia Narssarssuaq 3 léttskýjað Nuuk 2 þoka Osló 11 rignlng Stokkhólmur 11 alskýjafi Þórshófn 7 skúr Algarve 28 skýjað Amsterdam 16 léttskýjafi Apena 30 helðskfrt Barcelona 28 mlstur Berlfn 23 rlgnlng Chlcago 17 súld Feneyjar 27 þokumófia Frankfur. 28 skýjafi Glasgow 14 léttskýjað Hamborg 17 skýjafi Las Palmas 28 skýjað London 18 léttskýjað LosAngelea 17 skýjað Lúxemborg 26 slcýjað Madrld 28 léttskýjað Malaga 28 rykmlstur Mallorca 30 heifisklrt Mrntreal 9 léttskýjað NewYork 20 skúr Parfs 28 skýjað Róm 28 þokumóða Vln 28 skýjað Washlngton 21 þokumófia Winnlpeg 13 alskýjað Vonnegvthjá AB Kurt Vonnegut, rithöfundur frá Bandaríkjunum, sat hádegis- verðarboð íslensks útgefenda síns, Almenna bókafélagsins, í gær og var myndin tekin við það tækifæri. Á myndinni eru: Kurt Vonnegut, Jóhannes Nordal, Björn Bjarnason, Kristján Karlsson, Einar Már Guðmundsson, Sigurður Valgeirsson, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Sigurður Pálsson, Jóhann Hjálmarsson og Kristján Jóhannsson. Kringlan: Vaktakerfi í bígerð - segir Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmdastj óri Kringlunnar ENGAR stórvægilegar breyting- ar munu eiga sér stað á næstunni á opnunartíma verslana Kringl- unnar, að sögn Ragnars Atla Guðmundssonar framkvæmda- stjóra, heldur verður brugðist við auknu frjálsræði á opnunartíma verslana með því að undirbúa verslunareigendur og starfsfólk vel undir hugsanlegan lengri opnunartíma. „Okkur líst mjög vel á þessa nið- urstöðu borgarstjómar en hefðum þó viljað hafa verslunartímann al- gerlega frjálsan. Þessar nýju reglur eru hins vegar stór áfangi á réttri leið,“ sagði Ragnar Atli. Fundur verður haldinn í næstu viku með verslunareigendum þar sem ákvörðun verður væntanlega tekin um viðbrögð. Kvaðst Ragnar Atli munu hafa frumkvæði að því að tekið yrði upp vaktakerfí og væri mikil áhersla lögð á það að ná góðu samstarfí við Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. „Það er mjög mikilvægt, að lengri opnun- artími bitni ekki á starfsfólkinu." Ragnar sagði að rólega yrði farið af stað, en í framtíðinni yrði opið mun lengur en nú væri; „slíkt er eðli verslanamiðstöðva sem Kringl- unnar." Verslanir í Miðbænum: Sjáum hverju fram vindur - segir Astbjörn Egilsson fram- kvæmdastjóri Miðbæjarsamtakanna EKKI eru uppi nein áform um lengri opnunartíma verslana i miðbænum í kjölfar hinna nýju reglna um frjálsan opnunartima, að sögn Ástbjamar Egilssonar framkvæmdastjóra Miðbæjar- samtakanna. Ástbjöm gat þess í samtali við Morgunblaðið að hin nýja staða hefði ekkert verið rædd í í hópi kaupmanna í Gamla miðbænum, en kvaðst hann ætla að menn biðu átekta og sæju til. „Við höfum und- anfarið verið að hvetja okkar félagsmenn til þess að hafa opið til ijögur á laugardögum og látum það nægja, að minnsta kosti í bili.“ Kvaðst Ástbjöm vantrúaður á að verslanir t. d. við Laugaveginn færu að hafa opið á kvöldin og myndu sunnudagar enn sem fyrr fá að vera í friði. Aðspurður um ágæti þessara nýju reglna, sagði Ástbjöm að ugg- ur væri í mörgum kaupmönnum, þar sem mikið lengri opnunartími legði miklar kvaðir á menn. Þó taldi hann að matvörukaupmenn „á hominu" ættu að geta náð til baka einhveiju af þeim viðskiptum sem þeir misstu til stórmarkaðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.