Morgunblaðið - 19.09.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 19.09.1987, Síða 18
AUK hf. 3.221/SÍA 18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 T Grautur með °g ■, /4 / ' m / ■ / § 'iÉg. ■ / M, / 1 f tr.f | MngMínáÐ 405. þáttur Umsjónarmaður Gísli Jónsson Góðu fréttimar eru: 1) Hér í blaðinu föstudaginn 11. þ.m. er afsökunarbeiðni vegna rangrar fallbeygingar og villumar kirfílega leiðréttar. Umsjónarmaður hefur lesið marga leiðréttingu og afsökun- arbeiðni í blöðum um dagana, en hann minnist þess ekki, að hafa séð afsökunarbeiðni af þessari tegund. En þetta kom á besta tíma, því umsjónarmað- ur hefur verið að springa af vandlætingu vegna gallaðs mál- fars í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Honum hefur fundist að dæmin væm óheyrilega mörg að undanfömu, og kemst hann þó ekki nema yfir brot af því sem fjölmiðlar bjóða okk- ur að staðaldri. Vonandi er afsökunarbeiðni blaðamannsins hinn 11. þ.m upphaf nýs tíma, upphaf að samstilltu átaki til málfarsbóta. 2) Á skjáauglýsingu í ríkis- sjónvarpinu mátti nú fyrir skemmstu sjá BYKÓ (með ó-i), skammstöfun fyrir Bygginga- vöruverslun Kópavogs, sem þrásinnis hefur verið skamm- stafað BYKO (með o-i). En það er ekki íslenska að láta KO tákna Kópavog, það á að sjálf- sögðu að vera KÓ. Má ég svo enn fagna hinni nýju, réttu og íslensku stafrófsröð sem tekin hefur verið upp í símaskránni og þjóðskránni. Mér finnst þetta ekki hafa vakið verðskuldaða athygli. Þetta er ekki smámál. 3) Grein Steingríms Gauts Kristjánssonar í opnu þessa blaðs 11. þ.m. Hún er stórfróð- leg og nauðsynleg ádrepa vegna herfilegs framburðar sem fólk hefur tamið sér á sumum orðum sem mynduð eru eins og Evr- ópa. Áuðvitað eigum við að segja evrókort, með sama framburði og í kvenmannsnafn- inu Eva og álfuheitinu Evrópa, ekki júrókort eða enn verra júrókard. Og ef við erum að bögglast með Eurovision, eigum við auðvitað að bera fyrri hlut- ann fram eins og í Evrópa, ekki júró upp á ensku. Svo langt gekk enskuboðunin í þessu efni að ekki fyrir löngu stóð í auglýs- ingu um einhvers konar hrein- lætisvöru (Eubos): Segðu júboss. Þarna var sem sagt ver- ið að kenna íslendingum að tala ekki íslensku. Hafi Steingrímur Gautur Kristjánsson þökk fyrir grein sína. Hana vildi ég skrifað hafa. 4) Grein Eiðs Guðnasonar alþingismanns í sömu opnu. Hún var að vísu mjög hvöss, en þarfleg hugvekja, enda var lagt út af henni í leiðara þessa blaðs strax tveimur dögum síðar. Umsjónarmanni þessara þátta er ekki í nöp við frétta- menn, síður en svo. Hann hefur gutlað ofurlítið við blaða- mennsku um ævina og hefur fremur en hitt féiagakennd gagnvart blaðamönnum. En ábyrgð þeirra er svo gífurlega mikil, að ekki verður hjá því komist að gagnrýna það sem miður fer. Nú skulum við taka á sameiginlega (ekki „gera sameiginlegt átak“) til þess að bæta málfar íjölmiðla. ★ Vondu fréttimar em þær að á margnefndum vettvangi er enn margt ljótt að sjá og heyra. Litla þýðingu hefur að segja hvaðan dæmi af þessu dóti em fengin. Það sýnir einkum hvað umsjónarmaður hefur heyrt eða séð það og það skiptið. En slíkt getur verið tilviljunum háð. Jæja, þá em hér nokkur leiðin- leg dæmi: 1) „Kristján Loftsson for- stjóri Hvals hf. sagði... að hægt væri að stunda veiðar á sandreyð (auðkennt hér) tals- vert fram á haustið.“ Oft hefur í þætti þessum ver- ið sagt frá beygingu orðsins reyður=hvalur. Það er kven- kyns og beygist eins og Gerður: reyður, um reyði, frá reyði, til reyðar. Lítt betra en að kunna ekki fallbeygingu orðsins reyður er þó nafnyrðis- fíknin sem lýsir sér í orðasam- bandinu að „stunda veiðar á“ í stað þess að veiða. Auk þess hélt umsjónarmaður að menn stunduðu véiðar á skipum og bátum, en ekki (ríðandi?) á sandreyðum. 2) Um knattspymumann: „Hann „seldi“ sig nokkuð oft í vamarhlutverkinu til að byija Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag hófst vetrarstarfið og var spilaður einskvölds tvímenn- ingur í einum sextán para riðli. Úrslit urðu sem hér segir: Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 246 Albert Þorsteinsson — Óskar Karlsson 246 Guðlaugur Ellertsson — Viktor Bjömsson 237 Kristófer Magnússon — Þórarinn Sófusson 229 Bjamar Ingimarsson — Þröstur Sveinsson 228 Dröfti Guðmundsdóttir — Erla Siguijónsdóttir 228 Bjöm Svavarsson — Ólafur Torfason 228 Spilaáætlun til áramóta lítur þannig út: 21.09 Einskvöldstvímenningur 28.09 Mitchell-tvímenningur 05.10 Mitchell-tvímenningur 12.10 Mitchell-tvímenningur 19.10 Aðaltvímenningur 26.10 Aðaltvímenningur 02.11 Aðaltvímenningur 09.11 Sveitakeppni 16.11 Sveitakeppni 23.11 Sveitakeppni 30.11 Sveitakeppni 07.12 Sveitakeppni 14.12 Litlu jólin 27.12 Jólamót Nk. mánudag verður sami háttur hafður á spilamennskunni og síðast og eru spilarar hvattir til að fjöl- menna. Sérstök ástæða er til að benda „heimaspilurum" á að nota þetta tækifæri til að reyna sig við reynda keppnisspilara. Spilað verður í íþróttahúsinu v/ Strandgötu og byrjar spilamennsk- an að venju kl. 19.30. Hj ónaklúbburinn Vetrarstarfið hófst með eins kvölds tvímenning, 22 pör mættu til leiks og var spilaður Mitchell og urðu úrslit þannig: N-S riðill: Erla Siguijónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 277 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 243 Sigríður Ottósdóttir — Ingólfur Böðvarsson 233 Ámína Guðlaugsdóttir — Bragi Erlendsson 232 A-V riðill: Jónína Halldórsdóttir — Hannes Ingibergsson 281 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 265 Sigþrúður Steffensen — Ingi R. Jóhannsson 259 Svava Ásgeirsdóttir — Þorvaldur Matthíasson 252 með, virkaði taugaóstyrkur, en átti góða spretti sóknarlega séð.“ Hér er hrognamálið að kalla óslitið frá upphafi til enda, svo að ekki þótti taka því að undir- strika nokkuð sérstakt. 3) „Verkalýðshreyfingin óán- ægð með birtingu 8 síðna litaauglýsingu (auðk. hér) í Morgunblaðinu." Þetta var stór fyrirsögn í blaði. Óteljandi sinn- um hefur hér verið fjallað um beygingu kvenkynsorða sem enda á -ing. Eignarfallsending þeirra er -ar, ekki -u. Menn geta verið óánægðir með birt- ingu auglýsingar. 4) „SAS þrýstir á Flugleiði." Önnur væn fyrirsögn í blaði. Vitlaus beyging nafnsins Flug- leiðir auðkennd hér. Vita menn ekki að orðið leið er kvenkyns? Fara menn ekki réttar eða rang- ar leiðir? Fara menn ekki sjóleiðir, landleiðir eða flugleið- ir? Eru menn farnir að tala um sorgi, rauni, tíði og húði í stað- inn fyrir sorgir, raunir, tíðir og húðir? 5) Og nú er röðin komin að útvarpi og sjónvarpi: Frétta- maður talar um hvaladeiluna og notar klúðrið „alvarleiki" í stað þess að tala um alvöru málsins. 6) Útvarpið: „Aldrei hafa svo margir gestir verið hleypt inn.“ Gestir eru ekki hleyptir, sem betur fer. Þeim er hleypt inn. 7) Útvarpið: „Ef hann biðist ekki afsökunar." Biðja er báð- um í 3. kennimynd og á því að segja: Ef hann bæðist ekki af- sökunar. Glöggur maður hefur líka sagst hafa heyrt viðteng- ingarháttinn Isitti í staðinn fyrir sæti í útvarpinu. 8) Sjónvarpinu tókst að hafa töluorðið fjórir í eintölu. Þar var talað um fjóran og hálfan mánuð. Hvenær skyldum við fá tvoan eða tvían, og þrían eða þijáan mánuð? Er nú mál að linni, í tvöföld- um skilningi. Eða ætti ég kannski að segja tvoum eða tvíum? P.s. í síðasta þætti misprent- aðist perfectum af latnesku sögninni volvo. Átti að vera volvi. Meðalskor 216 Þann 29. september hefst síðan 3ja kvölda tvímenningur og eru félagar hvattir til að skrá sig sem fyrst (sími 22378 Júlíus). Bridsfélag- Breiðholts Þriðjudaginn 15. september var spilaður eins kvölds tvímenningur í tveimur 10 para riðlum. Röð efstu para varð þessi: A-riðill: Guðni Hallgrímsson — Hallgrímur Hallgrímsson 126 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 125 Tryggvi Tryggvason - Leifur Kristjánsson 125 Ami Loftsson — S veinn Eiríksson 116 B-riðill: Valdimar Elíasson — Halldór Magnússon 133 Anton R. Gunnarsson — Jörundur Þórðarson 131 Jón I. Ragnarsson — Sæmundur Ámason 126 Jóhann Stefánsson — Guðmundur Baldursson 115 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en þriðju- daginn 29. september hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvís- lega. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. + ÍMEM 'jrJt Hfa 'lrf'J.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.