Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Haustið og litir laufanna Nú er að byija sú septembersýn- ing sem getur staðið út október ef veður helst kyrrt og svalt. Lauf- skrúð trjánna logar í ótal tilbrigð- um gulra og rauðra lita. En hvernig stendur á öllum þessum jitbrigðum? Hún Ágústa bað mig blessaðan að gera grein fyrir því. Og auðvit- að skorast enginn undan þegar hún Ágústa biður um viðvik. Jú — það er þannig að hvert laufblað er í raun heljarmikil verksmiðja og um leið agnarlítið orkuver. Efna- og orkuferillinn í hveiju laufblaði er afar flókinn. Flóknari en svo að hægt sé að gera honum fullnægj- andi skil í stuttum pistli í Morgun- blaðinu. En það skal samt reynt með ýktri einföldun: Á vorin og fram eftir sumri eru laufblöðin mjúk, fagurgræn og afar næm á birtu sólarinnar og háma í sig orku frá sólarljósinu. Orkan gerir plönt- unum kleift að draga til sín vatn og næringarefni úr moldinni og anda að sér heilnæmu loftinu. Plöntumar taka til sín miklu meira loft en þær þurfa vegna öndunar- innar einnar. Þær eru nefnilega á höttunum eftir kolefni til að byggja upp vefi sína. Plöntumar binda kolefnið en nota lítið súrefni — sem þær reyndar framleiða líka og senda út hreint og ómengað okkur ti! góða. Þegar líður á sumarið hægir á starfseminni. Blöðin eldast ogþykkna af umfram- og úrgangs- efnum. Þegar nætumar lengir og kólna senda minnisbankar tijánna þau boð út til blaðanna að nú sé nóg komið og orðið tímabært að koma öllu nýtilegu í örugga vetrar- geymslu. Þá verða mikil efnahvörf í blöðunum — og reyndar plönt- unni allri. Próteinin og kolvetnin sem trén hafa byggt upp í blöðun- um eru snarast send niður í kjall- ara eða innar í börk og brum. Síðan fara ákveðnir hvatar að vinna að því að loka öllum lögnum milli blaða og bols. í blöðunum verða samt eftir efni sem plöntumar þurfa ekki að nota eða em svo torleyst að auðveldara er að taka þau upp gegnum rótarkerfíð næsta vor. En litimir? Við getum til mikill- ar einföldunar sagt að laufblaðið sé byggt upp á svipaðan hátt og litfílma. í laufínu em einkum 3 flokkar ljósnæmra litarefna. Fyrst og fremst blaðgrænan eða klóró- fyllið, sem em köfnunarefnisrík próteinsambönd, mjög sambærileg við okkar eigin blóðrauða. Blað- grænan er næm á bláa, græna og gula geisla litrófsins. Hinn guli og rauðguli karótín- flokkur nýtir rauða og gula litrófíð. Gulu litarefnin hafa líka nokkm hlutverki að gegna við að sía frá útfjólublátt ljós sem getur skaðað plöntumar. Karótínin leggja til lit í rauðgul og hlýrauð blóm og skína af reynibeijum og safaríkum gul- rótum. Hið rauðfjólubláa antósý- anín og hið rauða fýtókkróm em í frekar litlum mæli í plöntunum. Antósýanín er aðallitgjafínn í rauð- Qólubláum, bleikum og bláum blómum. Einnig ræður það lit á bláum beijum og „svörtum“. Antó- sýanín nýtir útfjólublátt ljós og er einkum í sólelskum plöntum, sem bera það oftast í efsta litlagi blað- anna til að veijast of sterkri geislun. Fýtókróm er rautt litarefni sem menn vita ekki gjörla hvaða hlutverkum gegnir. Það virðist hafa mjög takmarkað næmi á sýni- legt ljós á afar þröngu bili hins fmmrauða sviðs en er aftur virk- ara þegar kemur út á brautir hinnar innrauðu og ósýnilegu birtu. Talið er a fýtókróm skipti miklu máli fyrir birtuhreyfingar plantnanna og sé einskonar tíma- vörður, sem stjómar starfsemi tengdri þroska þeirra. Innrauðir geislar stjóma sem sagt fleiru en flarstýrðum sjónvörpum, dyralok- um og skerpuvali sjálfvirkra myndavélaí Það er fyrst og fremst blað- grænan með sín verðmætu köfnun- arefnissambönd sem trén vilja halda í til næsta árs. Karótínefninn em torleysanleg og verða eftir í blöðunum. Einnig verður töluvert eftir af antósýaníni en fytókrómið færist inn í bmm og greinar og bíður þar eins og upptrekkt vekj- araklukka, sem setur allt af stað þegar vorar á ný. En þó að við kunnum skil á litar- efnunum er ekki þar með sagt að við vitum upp á hár hvemig þau blandast í haustskrúðinu. Þar hafa utanaðkomandi þættir afgerandi áhrif. Fyrst og fremst veðurfarið. Sé haustveðráttan rök og hlý verð- ur haustskrúðið skammvinnt. Einnig ef gerir hörð hret strax. En í kaldri og stilltri hausttíð var- ir það lengur. Sömuleiðis hefur jarðvegurinn sitt að setja. Fijór og rakur jarðvegur tefur fyrir en þurr og magur ýtir undir haust- skrúðið og heldur því lengur. Margir vilja halda í greinar með haustlaufínu á og vissulega er heimilisprýði af skrautlegum haustgreinum. En í flestum tilvik- um er ekki auðvelt um vik. Helst er hægt að þurrka blábeijalyng eins og það kemur fyrir, en flest annað vill fella lauf strax þegar inn í stofuna kemur fyrir, að sérstakri tækni sé beitt. Brellan er sú að blanda einum hluta af glýseríni saman við tvo af heitu vatni, hræra vel í og láta síðan tijágreinamar standa í þar til allar blaðfmmur em orðnar mettar af glýseríninu. Þessa aðferð má nota á allar greinar til að halda á þeim lauf- inu. Laufíð helst þurrt og mjúkt en hvemig sem við fömm að held- ur það uppmnalega litnum ekki lengi. Á endanum fær það á sig bronslitan eða brúnan blæ en er samt sem áður fagurt á að líta og mjúkt viðkomu. Glýserín fæst í apótekum. Reykvískir haustlitir em sjaldn- ast svipur hjá sjón sé mið tekið af norður-amerísku laufskógunum. Það þarf jafnvel ekki að fara lengra en til Akureyrar til að fá óhagstæðan samanburð. En Heið- mörkin og Þingvellir em sannar- lega skrautleg tilsýndar í haustlit- unum. Hér em það einkum reynir og hunangsviður sem skarta einrauðu á haustin. Misplar, kvistir og roða- ber skarta rauðu. Aspir, birki og hlynur lýsa upp með skærgulu. Litakóngur haustsins er samt hag- þymir sem því miður er alltof sjaldgæfur enn sem komið er. En vonandi stendur það til bóta. Birkikvistur ÞYSKAN, APANSKAN, SÆNSKAN EÐA AMERÍSKAN BÍL NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. i EIGUM Á LAGER: kúplingar,kveikjuhluti;bremsuhluti, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA Úrvals varahlutir BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 AIPÁM UÓSAPERUR LOGA LENGUR FINNSK FRAMLEIÐSLA Heildsölubirgðir SáÞÝSK-ÍSLENSKAHF ■ ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavik -*• Sími: 82677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.