Morgunblaðið - 19.09.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 19.09.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 + Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Samvinnu- hreyfingin í grófum dráttum má skipa fyrirtækjum hér á landi í þrennt: í einkafyrirtæki, samvinnufyrir- tæki og ríkisfyrirtæki. Um ágæti þessara rekstrarforma hefur verið deilt og margir hafa skipað sér í stjómmálaflokka eftir því hvaða hátt þeir vilja hafa á eign- arhaldi fyrirtækja. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, fjallar um þetta í viðtali við Viðskipta- blað Morgunblaðsins og segir meðal annars: „En mér finnst óneitanlega einkennilegt hvemig menn hér skiptast mikið í flokka, annars vegar í þá sem fylkja sér um einkaframtakið og hins veg- ar um samvinnufélögin.“ Forstjóri Sambandsins segist einnig hafa haldið að íslendingar væm það þroskaðir að blanda ekki saman pólitík og viðskipt- um. Tilefni þessara ummæla em fréttir og blaðaskrif í kjölfar til- boðs SÍS og síðar 33 einstakl- inga og fyrirtækja í Útvegs- bankann. Blaðafulltrúi Sambandsins hefur hins vegar kosið að ráðast í blaðagreinum á stjómmálaflokka, stjómmála- menn og stjómmálahugmyndir í nafni Sambandsins. Þó Guðjón B. Ólafsson vilji heilshugar reka SÍS á jafnréttisgmndvelli og án þess að blanda þar pólitík inn í virðist sem aðrir talsmenn þess séu honum ekki sammála. A meðan svo er verður SÍS áfram uppspretta pólitískra deilna. Á undanfömum ámm hefur samvinnuhreyfingin haslað sér völl jafnt í nýjum atvinnugrein- um sem hefðbundnum. Nær undantekningalaust hafa sam- vinnumenn fremur kosið að stofna hlutafélag en nýtt sam- vinnufélag um rekstur nýrra fyrirtækja. Flestir geta verið sammála um að hlutafélög hafa marga ótvíræða kosti umfram samvinnufélögin líkt og Guðjón B. Ólafsson segir sjálfur: „Ef við lítum til baka þá urðu samvinnu- félögin til við gjörólíkar aðstæð- ur miðað við það sem nú ríkir, á tímum þegar fjármagn eins og við þekkjum nú á tímum var varla komið til sögunnar. Ég vil ekki segja að það vefjist fyrir mér en eitt af þeim vandamálum, sem samvinnumenn dagsins í dag standa frammi fyrir og er kannski ein ástæða þess að sam- vinnumenn hafa farið meira og meira út í hlutafélagsstofnun, er það, að í samvinnufélögunum er ekki gert ráð fyrir leiðum sem hvetja fólk til að setja íjármagn í þessi fyrirtæki. Það er e.t.v. helsti ókosturinn við samvinnu- félögin eins og nú háttar.“ Þetta viðhorf forstjóra Sam- bandsins til hluta- og samvinnu- félaga er athyglisvert. Hann bendir réttilega á að fólk hefur lítinn eða engan hvata til þess að leggja fé í samvinnufélög. Félagsmenn fá ekki greiddan arð líkt og hluthafar í öðrum fyrir- tækjum eiga von á. Og fé sem lagt er inn í samvinnufélög er ekki varðveitt með sama hætti og hlutafé. Dæmi: Um síðustu áramót var eigið fé Sambar.ds íslenskra samvinnufélaga liðlega 2.600 milljónir króna. í stofn- sjóði voru um 66 milljónir króna. Fyrir skömmu varð Kaupfélag Svalbarðseyrar gjaldþrota _en það var eitt aðildarfélaga SÍS. Guðjón B. Ólafsson var spurður að því, í fyrmefndu viðtali, hvemig uppgjöri á eign kaup- félagsins yrði háttað hjá Sambandinu. Hann tók fram að hann hefði ekki tæmandi svar við þessar spumingu og sagði: „Ég tel þó að eign kaupfélags i Sambandinu takmarkist við hlut þess í stofnsjóði." í framhaldi af þessu svari vaknar sú spum- ing hveijir eigi raunvemlega Sambandið. Kaupfélögin virðast samkvæmt svari forstjóra Sam- bandsins ekki eiga nema lítið brot. Hitt er svo annað mál að hlutafélögum hefur tekist misvel að varðveita hlutafé með tilliti til þróunar verðlags. Þau em mörg félögin sem hafa haft lítinn skilning á nauðsyn þessa. í upphafí vom samvinnufélög- in stofnuð til þess að útvega félagsmönnum betri kjör en þeim annars stóðu til boða. í þéttbýli þar sem einkafyrirtæki og sam- vinnufyrirtæki keppa í verslun bjóða þau síðamefndu ekki betri kjör en þau fyrmefndu. Guðjón B. Ólafsson segir orðrétt: „Það sem samvinnufélagsskapurinn hefur verið að reyna á liðnum ámm er að haga starfsemi sinni og viðskiptum þannig að hann geti staðið sig í samkeppninni og helst útvegað betri eða sam- bærileg kjör og aðrir. Ef við getum það ekki, en keppum að öðm leyti á jafnréttisgmndvelli, þá er forsendan fyrir rekstri Sambandsins eða samvinnufé- laganna brostin." „Viðþurfum engan kanarífugl“ „Gamli fretkarlinn með Pall Mall pakkann“ eins og Kurt Vonnegut hefur kallað sjálf- an sig lét freistast af Islandi, brá út af vana sínum og sótti rithöfundaþing. Þegar hann röltir með blaðamanni yfir háskólalóðina eftir þrot- lausar málalengingar skáld- anna í Norræna húsinu viðurkennir Vonnegut fús- lega að umræðurnar hafi verið drepleiðinlegar. Segist eiga fátt sameiginlegt með þessu viðkunnanlega fólki annað en að skrifa bækur. Slíkar umræður leiði aldrei til niðurstöðu, enda séu rit- höfundar síst til þess fallnir að brjóta bókmenntir til mergjar. Hann hlakkar helst til þess að fara í skoðunar- ferð um Borgarfjörðinn, þar verði allavega eitthvað ný- stárlegt að sjá og heyra. Viðtalið fer fram á kaffit- eríu Hótel Sögu. Vonnegut kveðst glorsoltinn, gæðir sér á brauði með síld og svörtu kaffi með fjórum sykurmol- um. Reykir síðan sígarettu- pakkann til enda. Við röbbum saman í hálfa aðra stund. Röddin er örlítið drafandi, rám. Fjarar stund- um út, vaknar síðan aftur líkt og af værum blundi. Er síst varir brýst bros fram á varir hans með tilheyrandi hláturroku. Þegar sígarett- urnar eru búnar stendur skáldið upp, þakkar fyrir sig og kveður. - Þú kannast eflaust við þá kenningu að skáldsögumar sem þú birtir á undan Sláturhúsi fimm hafi í raun verið undirbúningur að henni? Það kann að vera rétt. Fyrstu bækumar seldust allar vel í pappírs- kilju. Málið var bara að gagnrýnend- ur tóku ekki mark á mér - og þetta veit ég þar sem ég þekki þá flesta persónulega - fyrr en ég skrifaði Sláturhús flmm. Þá var ég allt í einu forsíðuefni á New York Times Book Review, þeir birtu viðtal og ævisöguna inn í blaðinu. Allt stór- skemmtilegt. - Hvaða áhrif hafði það á þig að breytast skyndilega úr „utan- garðsmanni" í „virtan rithöfund"? Það er ágæt tilfinning. Ég var Qölskyldumaður, tvíkvæntur og margra bama faðir. Skyndilega eignast maður peninga og getur sagt við konuna, við skulum láta gera við bílinn eða laga þann gamla, við skulum fara oftar út að borða og þannig fram eftir götunum. Þetta er einu sinni sannleikurinn. Fólk hefur gjaman andúð á því að blanda saman listum og fjármálum. Á tali við KURT VONNEGUT En ritstörf eru ein leið til þess að sjá sér farborða. í litlu landi eins og íslandi býst ég við að það sé erfitt. Þegar maður hefur milljónir lesenda þá er vel hægt að skrifa og gera ekkert annað. - Bækur þínar bera þess ekki merki að þú skrifir með metsölu í huga. Það vona ég... - Breyttirðu um stíl til þess að líkjast öðrum, verða hefðbundnari? Ég fór nokkmm sinnum á haus- inn. Ég þurfti að framfleyta stórri fíölskyldu og á stundum var ég í raun með velgengni á heilanum. - Þú sagðir í hringborðsumræð- unum að skáldsögur ættu alltaf að byija á einhveijum atburði til þess að fanga athygli lesandans. En margar bóka þinna byija einmitt á löngum formála sem er aðeins óbeint tengdur efniviði sögunnar. Ég er þekktur rithöfundur og get því verið eins ómarkviss og mér sýnist. Venjulega skrifa ég formála sem er aðskilinn frá skáldsögunni sjálfri. - Hvemig stendur á því? Þegar ég var lítill strákur áttu foreldrar mínir allar bækur George Bemard Shaw. Hver þeirra byijaði á yndislegum formála sem oftast hafði lítið með efni bókarinnar að gera. Mér fannst þetta svo skemmti- legur siður að ég tók hann upp. - Þú ert sjálfur mjög áberandi í bókum þínum. Þær eru líkt og ein- tal milli þín og lesandans sem fær að kynnast persónu þinni og einka- lífí. Þegar ég skrifaði fyrir timaritin var höfuðreglan að sjálfsögðu sú að blanda sér á engan hátt í sögu- þráðinn. Þegar ég fór að skrifa skáldsögur og bijóta reglur byijaði ég að verða meira og meira flæktur í eigin verk. - Eftir hringborðsumræðumar gaf ókunnur maður sig á tal við þig sem hafði lesið margar bóka þinna og virtist líta á þig sem gamlan kunningja. Er það algengt? Já. Eg fæ gríðarlega mikið af pósti frá lesendum. Þeir virðast álíta að ég sé maður sem gott er að skrif- ast á við. - Er þér ljúft að vera svona ber- skjaldaður. Ertu „opinn persónu- leiki“ ef svo má að orði komast? Fólk, sem hefur verið gift mér, þær eru raunar tvær, hefur kvartað sáran yfír því að ég sé nákomnari ókunnum mönnum en þeim. - Þú sagðir áðan að rithöfundar ættu erfitt með samskipti . . . . . . ættu erfítt með að tala. En það er hægt að þjálfast í því ef maður fer að stunda svona samkom- ur eins og Bókmenntahátíðina. Það sem ég átti við er að rithöf- undar eru í grundvallaratriðum fólk sem vill helst skrifa hugsanir sínar á blað áður en þær koma fyrir ann- arra manna sjónir. - Sá Vonnegut sem skrifar er annar en sá Vonnegut sem hér talar? Já. Mér fínnst ég koma klaufa- lega fyrir mig orði. En ég skrifa eins og ég vil tjá mig, eins meitlað- an og hreinan texta eins og ég get - . . Það gerðist að vísu ekki í umræð- unum í dag, en ég hef orðið vitni að því á samkundum eins og þess- ari hvemig fólk blaðrar án þess að meina orð af því sem það segir. Það bara blaðrar. Mér var fúlasta alvara með öllu því sem ég sagði í dag. - Þú þiggur sjaldan boð um að koma á rithöfundaþing. Hvemig fannst þér að taka þátt í hring- borðsumræðum þar sem rithöfundar áttu að bijóta bókmenntir nútímans til mergjar? Mér líkar það ekki. Sumir rithöf- undar eins og Robbe-Grille virðast hafa kenningar á reiðum höndum um eigin bækur. Ég er ekki í þeirra hópi. Hvað kenningar í skáldsagnagerð varðar var ég honum hinsvegar sammála um að rithöfundar verði að skrifa skýran og auðskilinn texta vegna þess að lesandinn á erfitt verkefni fyrir höndum. Snéri heim í hvítum Kádilják - í framsögu þinni fjallaðir þú um bókmenntir í Bandaríkjunum og það hversu fáir landa þinna lesa bækur. Hvað um ritskoðun og bóka- brennur sem þú hefur orðið fyrir barðinu á? Bókabrennur eiga sér einungis stað í litlum og afskekktum sam- félögum. Þær eru bundnar við dreifbýlið. Svona ritskoðun yrði aldrei liðin í stórborgunum. Þama á í hlut ómenntað fólk sem þekkir ekki til landsins þar sem málfrelsið er vemdað skýmm stöfum. — Eru bókabrennumar stórt vandamál? Ekki stórt vandamál, en alvarlegt engu að síður. Þær snerta ekki hagi margra manna. Bandaríkin eru mjög gamalt lýð- veldi. I aldanna rás viðgekkst ritskoðun í trássi við stjómarskrána. Fólk lét taka bækur úr umferð, útskúfa rithöfundum og svo fram- vegis. í fyrsta skipti í tvær aldir dettur einhveijum í hug að mót- mæla því. Höfum hugfast að þessi litlu sam- félög sem nú brenna bækur, brenndu áður fólk á báli. Augsýni- lega höfum við náð einhveijum árangri. - Hvað gerist þegar bækur þínar koma út. Færðu sterk viðbrögð við þeim skoðunum og hugmyndum sem þú setur fram? Nei. Vegna þess að ég er frægur og ríkur. í Bandaríkjunum er reglan sú að ef maður hefur komist áfram í lífinu skipti það engu máli hvaða pólitískar skoðanir hann hefur. Mín pólitíska afstaða, sem þegar öllu er á botninn hvolft er sósíalísk, yrði aldrei tekin til greina í heimabæ mínum Indianapolis. Þegar ég kem þangað í dag til þess að halda ræð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.