Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 43 Húsin nýju á Sólheimum. Sólheimar í Grímsnesi: Forsætisráðherra vígir tvö ný hús ÞORSTEINN Pálsson tók fyrstu skóflustunguna fyrir tveimur nýjum húsum á Sólheimum í Grimsnesi þann 12. maí 1986 og á morgun vigir hann þau hin sömu hús. Nýju húsin eru byggð af Styrkt- arsjóði Sólheima en flestir verktak- anna eru af Suðurlandi. Hvort hús er 195 fermetrar að stærð. Með vigslu húsanna lýkur umfangsmik- illi uppbyggingu og endurskipu- lagninga á Sólheimum. Síðustu fjögur ár hafa verið byggð heimili fyrir vistmenn og starfsfólk, vinnu- stofur og hus fyriríþróttir og leik- listina. A Sólheimum dvelja nú 40 vistmenn og forstöðumaður er Hall- dór Kr. Júlíusson. Aðstandendur, aðrir vinir og vel- unnarar Sólheima eru velkomnir til vígslunnar er hefst kl. 15.00. Herra Sigurður Guðmundsson, settur biskup flytur húsblessun. Pétur Sveinbjamarson, form. stjómar Sólheima, ávarpar gesti og boðið verður upp á veitingar. Sætaferðir verða frá umferðamiðstöð kl. 13.30 og til Reykjav. aftur að athöfn lo- kinni. Sýning Sambands íslenskra myndlistar- manna 1 Garðastræti SAMBAND íslenskra mynd- listarmanna, SIM, er með sýningu þessa dagana í Garðastræti 6 og er sýningin opin alla daga frá klukkan 14.00-19.00. Á sýningunni eru myndverk sem myndlistarmenn hafa gefið til samtakanna til þess að styrkja stöðu SIM. Myndverkin á þessari sýningu sambandsins eru öll til sölu. Þeir myndlistarmenn sem eiga listaverk á myndlistarsýn- ingunni eru m.a.: Hringur Jóhannesson, Ragnheiður Jóns- dóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Ágúst Petersen, Ása Ólafsdóttir, Jón Reykdal, Jóhanna Bogadótt- ir, Guttormur Jónsson, Björg Þorsteinsdóttir, Guðbergur Bergsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Sigrún Eldjám, Kolbrún Kjar- val, Daði Guðbjömsson, Guðný Magnúsdóttir, Jón Axel Bjöms- son, Amar Herbertsson, Öm Þorsteinsson, Sigurjón Jóhanns- son og fleiri. Leiðrétting I frétt í blaðinu í gær um sýn- ingu á leikhústeikningum Hall- dórs Péturssonar misritaðist nafn ekkju hans. Hún heitir Fjóla Sig- mundsdóttir, ekki Fríða eins og stóð í blaðinu. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! 111 1 ................................................................... raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar - ___________________________________ ___ __ ____________ ■" _____________* fundir — mannfagnaöir | />-s>oFNKO * m\ ^ Aðalfundur Þjóðdansafélags Reykjavíkur verður haldinn 25. september nk. kl. 20.30 á Sundlaugavegi 34. Fundarefni: .1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin. Bessastaðasókn Aðalsafnaðarfundur Bessastaðasóknar verð- ur haldinn að Bjarnastöðum þriðjudaginn 22. september 1987 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Báturtil sölu Til sölu 50 brl. fiskibátur, smíðaður úr stáli árið 1970. Bátur í góðu ástandi — stór humarkvóti. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 6494“. Þýskunámskeið Germaníu Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna á öllum stigum eru að hefjast. Innritað verð- ur á kynningarfundi í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102, mánudaginn 28. sept- ember kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í sima 10705 um miðjan daginn og í síma 13827 kl. 17.00-18.00. Stjórn Germaniu. BESSASTAÐAHREPPUR SKRIFSTOFA. BJARNASTÖÐUM SÍMI: 51950 221 BESSASTAÐAHREPPUR Tónlistarskóli Bessastaðahrepps Skólinn verður settur í fyrsta sinn sunnudag- inn 20. september kl. 16.00 í Álftanesskóla. Skólastjóri. Spænskukennsla fyrir börn Kennt verður í litlum hópum á tveimur stig- um, 4-7 ára og 8-12 ára. Kennt verður í 2 klukkustundir í viku um helgar. Kennslutímabil verður 12 vikur frá 27. sept. til 13. des. Kennslugjald er kr. 3.000.- Innritun til 27. sept. í síma 15677 kl. 7-9 á kvöldin. Pípulagnir Get bætt við mig verkefnum í nýlögnum, við- gerðum og breytingum. Hringið í síma 27354 kl. 7-8 fyrir hádegi og eftir kl. 19.00. Hallgrimur T. Jónasson, löggiltur pípulagningamaður. Hríseyingar Þingmaðurinn ykkar Halldór Blöndal og Árni Kristinsson, hreppsnefndarmaður í Hrísey, verða meö viðtalstíma þriöjudaginn 22. september nk. á Hólabraut 3 i Hrisey. Viðtalstíminn veröur kl. 17.00-19.00 e.h. Einnig er hægt að hringja i sima 61754. Kl. 20.30 verður almennur stjórnmála- fundur i veitingahúsinu Brekku. Frummæl- andi fundarins verður Halldór Blöndal. Hriseyingar eru hvattir til að sækja fundinn. Norðurland-Eystra: Þingmaöurinn Halldór Blöndal mun hafa viðtalstíma dagana 22. september-5. október víðsvegar um kjördæmið. Einnig mun einn sveitarstjórnarfulftrúi Sjálf- stæðisftokksins á viðkomandi stöðum verða til viðtals. Viðtalstímarnir munu verða sem hór segir: Þriðjudaginn 22. september: Hrísey: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Árni Kristinsson hreppsnefndarmaður i Hrisey, verða með viötalstíma þriðjudaginn 22. september nk. á Hólabraut 3 í Hrisey. Viðtalstíminn verður frá kl. 17.00-19.00 e.h. Einnig veröur hægt að hringja i sima 61754. Um kvöldið verður al- mennur fundur i veitingahúsinu Brekku og hefst hann kl. 20.30. Frummælandi fundarins verður Halldór Blöndal. Sjá nánar auglýs- ingu sem birtist hér i félagsmáladálknum fyrir fundinn. Miðvikudagur 23. september: Húsavík og nágrenni: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Katrin Ey- mundsdóttir bæjarfulltrúi á Húsavik, verða með viötalstíma miðviku- daginn 23. september nk. á Árgötu 14 (.Sjallinn“) á Húsavik. Viðtalstíminn verður frá kl. 17.00-19.00 e.h. Um kvöldiö verður haldinn almennur stjórnmálafundur á Árgötu 14 og hefst hann kl. 20.30. Frummælandi fundarins verður Halldór Blöndal. Sjá nánar auglýsingu sem birtist hér i félagsmáladálknum, fyrir fundinn. Fimmtudag 24. september: Akureyri: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Gunnar Ragnars baejar- fulltrúi á Akureyri, verða með viðtalstíma fimmtudag 24. september nk. í Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri. Viötalstíminn verður frá kl. 20.00-22.00 e.h. Sunnudagur 4. október: Grenivík og nágrenni: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Skírnir Jóns- son hreppsnefndarmaður i Grýtubakkahreppi, verða með viðtalstima sunnudaginn 4. október nk. i Gamla skólahúsinu á Grenivik. Viðtals- timinn verður frá kl. 14.00-16.00 e.h. Einnig verður hægt að hringja i síma 33259. Mánudagur 5. október: Mývatnssveit og nágrenni: Þingmaðurinn Halldór Blöndal og Ólöf Hallgrímsdóttir hreppsnefndarmaöur í Skútustaðarhreppi, verða með viðtalstíma mánudaginn 5. október nk. i Vogum i Mývatnssveit. Við- talstíminn veröur frá 16.00-18.00 e.h. Einnig verður hægt aö hringja í sima 44114. Viðtalstími f Grfmsey verður auglýstur síðar. Geymið auglýsinguna. t K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.