Morgunblaðið - 19.09.1987, Side 44

Morgunblaðið - 19.09.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Frá 17. mtember nýít 624041 simanumer ) íuisnæðí Suðurgata 7 VERTU VELKOMIN FERÐASKRIFSTOFAN 3000 Suðurgata 7 E sími 624040 Mlra /al Húnavatnssýsla: Gjöfulasta sumar um árabil Staðarbakka. EKKI virðast um það skiptar skoðanir hér að sumarið hafi verið eitt hið gjöfulasta og með hagstæðasta tíðarfari sem kom- ið hefur um langt árabil. Hey munu vera með langmesta móti og sennilega ætti fóðurgildið að vera með betra móti. Fóður- bætiskaup í sauðfé ættu ekki að þurfa að vera mikil yfir vetr- armánuðina. Kartöflurækt er lítil hér um slóðir en uppskera góð þar sem sett var niður. Ekki leit vel út með veður dag- ana fyrir göngumar, en svartaþoka lá yfir heiðunum. Þokan var alltaf talin versti óvinur smalans. En svo brá við að dagana 11. og 12. þm. * AV) SoBBCM * ^ a^el v>að eí et as\eiís:tv milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111. birti vel til og var leitarveður hið ákjósanlegasta og einnig á réttar- daginn þann 12. Var besta réttar- veður svo göngur og réttir fóru fram samkvæmt áætlun. Síðan hef- ur verið frekar köld norðanátt með slyddu og snjókomu a íjöllum og annesjum en vægara inn til sveita og var grátt í rót hér einn morgun- inn en fór fljott. A Tvídægru er víða mjög votlent og stór svæði sem eru ófær hestum. Það þótti tíðindum sæta að tveir menn fóru á fjórhjóli í fyrstu leitim- ar. Talið er að fé sé fremur vænt og er slátmn hafin í báðum slátur- húsunum á Hvammstanga. Ákveðið er að um næstu helgi ef veður leyf- ir fari Flugbjörgunarsveit Vestur- Húnavatnssýslu í síðari leitir eins og undanfarin haust. Er það ein af tekjuöflunaraðferðum sveitarinn- ar að taka að sér síðari leitimar. Benedikt. Klækjakvendin Russel og Winger. Klækjakvendi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin. Svarta ekkjan — Black Widow ☆ ☆ ☆ Leikstjóri: Bob Rafelson. Kvik- myndatökustjóri: Conrad L. Hall, ASC. Handrit: Ronald Bass. Tónlist: Michael Small. Aðalleikendur: Debra Winger, Theresa Russeli, Sami Frey, Dennis Hopper, Nicol William- son, James Hong. Bandarísk. 20th Century Fox 1987. Stafsmanni í dómsmálaráðu- neytinu, (Debra Winger), þykir gmnsamleg röð dauðsfalla ný- giftra efnamanna. Allir falla þeir frá skömmu eftir að hafa kvænst ungum konum, en af eðlilegum orsökum, að því virðist. Winger er fylgin sér og eftir að leikurinn hefur borist til Hawaii fær hún vissu þess að hún hefur á réttu að standa, hún er komin á spor annars klækjakvendis, (Theresa Russel), sem þegar hefur valið sér næsta fómarlamb ... Það er létt Hitehcock-stemmn- ing yfír Svörtu ekkjunni sem nýtur góðs af skemmtilegu sam- spili tveggja ágætisleikkvenna og velheppnuðu leikaravali en þó sér í lagi bestu kvikmyndatöku sem sést hefur í háa herrans tíð. Það er sá gamalkunni snillingur, Conrad Hall, sem einkum gerði garðinn frægan á síðustu tveim áratugum, með myndum á borð við Cool Hand Luke, Butch Cassidy and the Sundance Kid og The Marathon Man, sem gerir Svörtu ekkjuna áhugaverða. Því handritið hittir tæpast nógu vel í mark. Winger og Russel hæfa ein- staklega vel hlutverkunum báðar dökkar, dularfullar og kyngi- magnaðar og bjarga miklu. En samtölin og framvindan er hvergi nærri eins leyndardómsfull, því miður. Það er alltaf forvitnilegt að sjá til Rafelson, sem líkt og Hall gerði sína bestu hluti í kringum ’70, (Five Easy Pieces, The King of Marvin Gardens). Hann á góða spretti en í heild er Black Widow losaraleg og skrifast það ekki síð- ur á reikning Rafelsons en handritshöfundinn. Svarta ekkjan er mynd kvikmyndatökustjórans. Hamborg er fyrir vandláta - Við fljúgum þangað fimmtudaga og sunnudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.