Morgunblaðið - 19.09.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
51
■
ólikindum og kom fram í ótrúleg-
ustu hlutum löngu eftir að hún
varð blind og fjörgömul. Þannig gat
hún komið mörgu góðu til leiðar
fram á síðustu ár. Sjálfur naut ég
þessara eiginleika hennar sumarið
1975. Hún tók mig þá á eintal og
sagði mér að sér væri sérstaklega
annt um að ég bæri Margréti nokk-
urri Jónsdóttur kveðju sína. Þessa
konu hafði ég aldrei hitt og hélt
að frænka mín ætti margra annarra
betra kosta völ til að koma kveðju
til þessarar vinkonu sinnar. En mér
fór sem fleirum að undan óskum
Jónínu varð ekki vikist, enda stend
ég nú í ævarandi þakkarskuld við
frænku mína fyrir þetta tiltæki.
Alblind hafði hún að sjálfsögðu séð
það sem mig óraði ekki fyrir, það
er að segja konuefni frænda síns.
Mér er alls ókunnugt hvort Jónína
prófaði hjúskaparmiðlun í fleiri til-
vikum en hitt er víst að í þetta
skipti tókst henni afburðavel þótt
komin væri á níræðisaldur.
Nú þegar leiðir okkar Jónínu
skiljast er mér efst í huga þakk-
læti til forsjónarinnar fyrir að hafa
átt hana að frænku. Blessuð sé
minning hennar.
Jakob Jakobsson
Hún var orðin gömul kona þegar
fundum okkar bar fyrst saman. Hún
stóð í dyrunum á símaherberginu á
Syðri-Þverá og spurði mig, gest-
komandi þar í fyrsta_ skipti, hvert
ferðinni væri heitið. Ég var á leið-
inni austur á land þar sem ég ætlaði
að hitta gamla ömmu mína og ferð-
ast með henni um bemskuslóðir
hennar. „Hefur hún góða sjón?“
Ég jánkaði því og andlitið í dyra-
gættinni ljómaði. Jónína Gunn-
laugsdóttir gladdist innilega með
jafnöldru sinni sem hún þekkti ekk-
ert. Sjálf hafði hún verið svipt
síðustu skímunni.
Tveimur árum síðar kom ég aftur
að Syrði-Þverá og enn kemur upp
í hugann mynd af Jónfnu þar sem
hún stóð í dyrunum á símaherberg-
inu og hallaði sér upp að dyrastafn-
um. „Þú verður að komast til
Illugastaða núna meðan veðrið er
svona gott og æðarkollumar liggja
á.“ Ég taldi á því öll tormerki,
bfllaus og bæjarleiðimar margar.
En hún lét sig ekki. Hún var búin
að bíta það í sig að Illugastaði
skyldi ég sjá í fyrsta skpti í glamp-
andi sólskini og fjömna iðandi af
lífi. Hún átti það til að vera dálítið
ýtin væri það öðmm til framdrátt-
ar. Áður en ég vissi af var hún
búin að útvega mér far. Þegar ég
kom aftur frá mér numin brosti hún
sínu heillandi brosi og engin gat
merkt að glampandi augun vom
blind. Allan tímann hafði hún verið
með mér, gengið með mér um fjör-
una, farið út í Smiðjusker, strokið
æðarkollu, hlustað á teistumar ýla
á hálfhmndum veggjum dúnkofans
gamla og tekið örlítinn kríuunga í
lófann.
Seinna um sumarið sátum við
niðri í fjóshlöðu með dúngrind á
hnjánum. Vinnulúnar hendumar
urðu svo ótrúlega fímar þegar þær
snertu dúnhnoðrana og nem þá á
grindinni til þess að ná úr þeim
skumi og óhreinindum. Við mösuð-
um saman eins og jafnöldrar þótt
aldursmunurinn væri nærri því hálf
öld. „Þú ættir að bera honum Jak-
obi frænda mínum fyrir sunnan
kveðju mfna. Hann getur sagt þér
svo margt um Ulugastaði." Eg dró
ekki dul á að mér þótti uppá-
stungan fráleit. „Jæja, góða min,“
sagði hún og á henni mátti heyra
að málið var ekki útrætt. Hún átti
það til að vera dálítið þijósk væri
það öðmm í hag. Hún hafði líka
skilningarvit, sem ekki er öllum
gefíð, og því kunni hún að beita
öðmm til láns.
Margur hefði lagt árar í bát í
spomm Jónína þegar hún varð að
fara frá Illugastöðum af því að hún
missti sjónina. En slíkt hvarflaði
aldrei að henni. Hún var hógvær,
allra helst þegar hún sjálf átti í
hlut, en jafnframt var henni gefíð
sjálfstraust. Hún fann sér ný verk-
efni. Hún hefði sjálfsagt getað
fengið bestu vistarvemna fyrir sig
hjá dóttur sinni og tengdasyni á
Syðri-Þverá, en hún vildi vera í
erlinum. Símaherbergið inni af eld-
húsinu varð ívemstaður hennar.
Meðan hún gat hreinsaði hún dún-
inn á hveiju vori, pijónaði sokka
og vettlinga, hafði ofan af fyrir
bamabamabömunum, lagði veður-
spána á minnið fyrir þá sem vom
í útiverkunum og ansaði í símann.
Símaþjónusta á tilteknum tíma þótti
henni út í hött. Fólki gat legið á
og slys borið að höndum hvenær
sem var. Henni þótti verst að geta
ekki skráð símtölin en hún var stál-
minnug og á síðari ámm fékk hún
óvænta aðstoð þegar hún sinnti
símanum í viðlögum. í allmörg ár
var Guðbjörg frá Sellandi, sem nú
er látin, heimilisföst á Syðri-Þverá.
Hún treysti sér ekki lengur til þess
að vera einsetukona í torfbæ og
átti hvergi höfði sínu að halla. Hana
bar að garði á Syðri-Þverá og þar
er engum úthýst. Guðbjörg varð
eins konar próventukona og undi
hag sínum vel. Þær skemmtu sér
konunglega, gömlu konumar, þeg-
ar þær sátu við litlu sveitasímstöð-
ina og bættu hvor aðra upp. Jónína
blind en hafði afburðaheym; Guð-
björg hálfheymarlaus en sá vel.
Jónína afgreiddi símtölin, Guðbjörg
skrifaði þau niður.
Jónína lét sér ekki nægja að sinna
þeim verkum sem hún gat leyst af
hendi heldur fylgdist hún með öllu
sem gerðist. Hún kunni skil á vara-
hlutum í alls konar nýtísku hey-
vinnuvélar sem hún hafði aldrei
séð. Hún lét lýsa öllu fyrir sér,
hveijum viðardrumbi, sem rak á
Illugastaðafjömr, skýjafari og snjó
í ijöllum. Hún vissi hvar hafís var
fyrir landi og hvaða vegir í sýslunni
vom holóttastir.
Þegar gest bar að garði fór hún
á kostum. Hún naut þess að tala
við fólk, fræðast og fræða. Hún
kunni ósköpin öll af kveðskap utan-
bókar, ljóð þjóðskálda, stökur og
tækifæriskvæði eftir hagyrta sveit-
unga sína.
Hún var höfðingleg í sjón og
raun. Tilfínningarík var hún en þó
stillt og fáguð. Hún þjáðist með
þeim sem áttu bágt og brosti með
þeim sem glöddust. Þeim, sem
þekktu hana, duldist ekki að blind
sá hún betur en margir alsjáandi.
Ég varð henni einu sinni samferða
fram Vatnsnes. Hún var á tíræðis-
aldri, á leið á sjúkrahúsið á
Hvammstanga frá jarðarfór Hrólfs
sonar síns á Tjöm. Hún var ör-
magna og sárþjáð en gat stytt sér
stundir með því að rifja upp alla
leiðina, hveija þúfu við veginn,
hvert sker undan ströndinni. Hún
vissi að hún átti eftir að fara hjá
Illugastöðum einu sinni enn á leið
til Tjamar og hún hlakkaði til þeirr-
ar ferðar. Hún var sannfærð um
að þá yrði hún sjáandi aftur. í dag
fer hún þessa ferð og við sem fylgj-
um henni stuttan spöl skynjum
návist hennar við hvert fótmál.
Margrét E. Jónsdóttir
Mér er ljúft að minnast Agnar
Jónínu Gunnlaugsdóttur frá Illuga-
stöðum, fædd 31. ágúst 1894, dáin
13. september 1987.
Hugur minn reikar aftur til vors-
ins þegar unglingurinn kom úr
Reykjavík til Illugastaða að vera
þar í sveit. Húsmóðirin Jónína tók
á móti með bjartan svip og bros á
vör, kvikk í hreyfíngum í dökkrós-
óttum kjól og svuntu með sveip í
hári og síðar fléttur sem vafðar
vom tvo hringi um höfuðið.
Þannig sá ég hana fyrst og þann-
ig var hún alla daga.
Jónína var hluti af Vatnsnesinu
og Illugastöðum, skeijunum, klöpp-
unum, berginu, víkunum, æðarfugl-
inum og hafínu. Einnig vom rætur
hennar sterkar til fólksins sem hafði
byggt þessa sveit mann fram af
manni til samferðafólks sem allir
vom frændur í andlegum og verald-
legum skilningi.
Unglingurinn leitaði skjóls hjá
Jónínu sem gaf, miðlaði og kenndi.
Samveran var náin. Alla daga
gekk Jónína í öll þau verk sem
gera þurfti, bæði úti sem inni. Má
þar nefna vorverkin; raka skítinn
af túninu, breiða taðið til þerris á
melunum, ganga æðarvarpið, þar
sem Jónína þekkti fuglinn og fugl-
inn þekkti hana, og hún hlúði að
honum með mikilli ástúð og vænt-
umþykju.
Með Jónínu er genginn einn af
þeim síðustu fulltrúum gamla
tímans á íslandi, þar sem fólkið og
landið vora eitt, hin fagra og óblíða
náttúra, sem bæði gaf og tók.
Elsku Jónínu kveð ég með þakk-
læti í huga. Auðbjörgu, Jóhannesi
og bömunum sendi ég kveðju mína.
Rut Rebekka Siguijónsdóttir
HRE NT ekki erfitt
Vegna 25 ara afmælis Gerni, veitum við afslátt
af Gerni háþrýstihreinsitækjum, meðan
Sjávarútvegssýningin stendur yfir.
WMi
Ath! opio a laugardögum
frá kl. 10-12. ás&á
Skeifan 3h
Simi 82670