Morgunblaðið - 19.09.1987, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
Minning:
FriðþjófurB. Guð-
mundsson frá Rifi
Fæddur 27. október 1904
Dáinn 3. september 1987
Friðþjófur Baldur fæddist á Sel-
hól í Keflavík við Hellissand 27.
október 1904, sonur merkishjón-
anna Guðmundar Guðmundssonar
formanns og Jófríðar Jónsdóttur,
hann var næstelstur í hópi átta
systkina.
Hann fluttist með foreldrum
sínum frá Selhól að Rifi 10 ára,
1914. Foreldrar hans höfðu þá búið
að Hellissandi á annan áratug. Það
tímabil var Guðmundur formaður á
áraskipi frá einni erfiðustu brim-
lendingu landsins, Keflavíkurlend-
ingu og famaðist vel.
Á Rifi bjó áður Jens Sigurðsson
útvegsbóndi og formaður. Hann
fluttist að Selhól, áður hús Guð-
mundar. Þeir skiptu um bústaði því
Jens var orðinn fullorðinn og vildi
hætta búskap.
Á Rifi byrjaði Guðmundur það
starf sem frægt er orðið. Hann
veitti mergð smáfugla, sem flogið
höfðu frá Suðurskautslöndum til
Rifs, vemd og vöm. Hann friðaði
kríuna og varði varpsvæði hennar
fyrir bömum, tófum og fullorðnu
fólki. Sama gilti um selkópa sem
leituðu skjóls í Rifsós.
Enginn mun hafa ætlað, hvorki
Guðmundur eða aðrir, að þessi
smávaxni fugl, krían, svo langt að
komin, yrði þess megnug að greiða
kostnaðinn fyrir vemd sína, sú varð
þó reyndin, því á örfáum ámm
græddi krían upp malarholt og
óræktaða móa í afburða góð slægju-
og beitarlönd. Þegar Friðþjófur tók
við jörðinni af föður sínum hélt
hann sama sið með þeim afleiðing-
um að nú er talið að í Rifslandareign
sé mesta kríuvarp heims. Fátt mun
betur lýsa hugarfari þeirra feðga
en þessar aðgerðir til vemdar hin-
um smáu.
Friðþjófur og systkini hans unnu
með foreldrum sínum að útgerð,
fiskverkun og búskap. Þegar Frið-
þjófur tók við búskap í Rifi gerði
hann út vélbát sem hét Óskar og
verkaði sinn físk. Hann var formað-
ur eins og faðir hans, aflasæll
dugnaðarmaður. 3. desember árið
1932 giftist hann Halldóm Krist-
leifsdóttur, hinni mestu ágætis-
konu. Vom þau mjög samhent.
Friðþjófur og Halldóra hafa eignast
§ögur mjög efnileg böm og tvö
fósturböm ólu þau upp frá bemsku.
Elst er Ester Úranía, fædd 1933,
gift Kristni Haraldssyni, þau eiga
9 böm: Sævar, fæddur 1936, giftur
Helgu Hermannsdóttur, þau eiga 3
böm; Svanheiður, fædd 1939, gift
Jóhanni Lámssyni, þau eiga 4 böm;
Kristinn Jón, fæddur 1941, giftur
Þorbjörgu Alexandersdóttur, þau
eiga 6 böm. Tvo fóstursyni hafa
þau alið upp frá bemsku: Sæmund-
ur Kristjánsson, fæddur 1943,
giftur Auði Gormsdóttur, þau eiga
3 böm; og Hafsteinn Bjömsson,
fæddur 1949, giftur Steinunni Júlí-
usdóttur, þau eiga 4 böm. Þau
hafa eignast 22 bamaböm og 14
bamabamaböm.
Árið 1950 ákvað ríkisstjóm ís-
lands að byggja landshöfn í Rifi,
en því aðeins að Rifsbóndinn gengi
að þeim söluskilmálum sem ríkið
setti. Verðið var æði lágt, þótt
lífstíðarábúð fylgdi í kaupunum.
Lágt miðað við að Rif var talin ein
besta bújörð til lands og sjávar á
Snæfellsnesi. Hér var úr vöndu að
ráða. Friðþjófur, sem var í forsvari
fyrir systkini sín, seldi ríkinu jörðina
Rif gegn því skilyrði að fram-
kvæmdir yrðu hafnar innan ákveð-
ins tíma. Við það var staðið. Með
sölu Rifs tel ég að Rifsfjölskyldan
hafi lagt þungt lóð á vogarskái til
heilla fyrir búendur Snæfellsness,
þó einkum Hellissands. Með hafnar-
gerðinni hófust þáttaskil í útgerðar-
sögu Snæfellinga.
Friðþjófur var stór þátttakandi í
þeirri útgerðarbyltingu. Hann lét
byggja stór og vönduð skip ásamt
sonum sínum, sem báðir vom skip-
stjórar og miklir dugnaðarmenn.
Allt atvinnulíf hefur blómgast,
nýtísku atvinnufyrirtæki risu. Stór
og vönduð íbúðarhús og sífellt vant-
ar fleira og fleira fólk til starfa.
Svo sem oft vill verða um fram-
taksama dugnaðarmenn hafa
trúnaðarstörf hlaðist á Friðþjóf.
Hann starfaði í hreppsnefnd, í fjölda
ára í hafnamefnd, söng í kirkjukór
í Ingjaldshólskirkju frá 16 ára aldri
og þar til hann veiktist, var 50 ár
í sóknamefnd, þar af 25 ár sem
formaður, meðhjálpari um marga
áratugi og þegar hann veiktist fyr-
ir sex ámm tók hin dugmikla kona
hans, Halldóra, við þeim störfum
er hann hafði áður unnið fyrir In-
gjaldshólskirkjusöfnuð.
Kynni okkar Friðþjófs hófust í
bamaskóla, það var eitthvað í fari
hans sem dró mig að honum. í
hveijum frímínútum fómm við út
til að glíma, því líkt var með okk-
ur. Eða við fórum í það sem við
kölluðum að taka mann af hest-
baki. Þá lék annar hest með
knapann á herðum sínum. Leikur-
inn byggist á því að geta fellt sem
flesta af herðum andstæðinga
sinna. Okkur gekk oft vel í þeim
leik. Einnig gerðum við út í félagi
marga bréfbáta sem við sigldum á
lækjasprænu sem rann meðfram
skólanum og heitir Höskuldsá. Við
fermingu skildust leiðir, Friðþjófur
átti heima í Rifi, en ég úti á Sandi,
en alla tíð hefur okkar vinátta hald-
ist.^
Árið 1930 ákvað ég að fara norð-
ur að Gjörgi á Ströndum á m/b
Höfmngi, 10 tonna báti, til línu-
veiða þar. Friðþjófur kom með mér
ásamt fleirum. Áð hveiju sem Frið-
þjófur sneri sér var hann útsjónar-
samur, laginn og með brennandi
áhuga á veiðiskapnum. Friðþjófur
var greindur maður, glaður og mild-
ur í viðmóti og sístarfandi meðan
heilsan leyfði. Hann veiktist fyrir
sex ámm, dvaldi á sjúkrahúsi
Stykkishólms tvö síðustu árin.
Hann andaðist þar.
Með Friðþjófí er fallinn í valinn
einn umsvifamesti athafnarmaður
Hellissands.
Eftir áratugs af kynni af Frið-
þjófi og bræðmm hans, Pétri og
Steingrími, hika ég ekki við að segja
að þeir Rifsbræður hafi verið í hópi
bestu og tryggustu samferðamanna
minna á langri ævileið. Nú flyst
Friðþjófur síðastur þeirra yfir á
eilífðarsviðin, þar sem við trúum
að kærleikur, friður og réttlæti ríki.
Eg votta konu hans og bömum,
og öllum aðstandendum innilega
samúð.
Karvel Ögmundsson
í dag er til moldar borinn elsku-
legur afí okkar, Friðþjófur Baldur
Guðmundsson frá Rifi á Snæfells-
nesi. Útför hans er gerð frá Ingj-
aldshólskirkju. Eftirlifandi
eiginkona hans er Halldóra Krist-
leifsdóttir.
Bjuggu þau allan sinn búskap í
Rifí með búfénað ásamt útgerð.
Afi og amma vom mjög samrýnd
og var hjónaband þeirra farsælt.
Afí var okkur mjög kær og kynni
okkar við hann vom náin þar sem
við bjuggum í næsta húsi.
Hann var ákveðinn í skapi, glað-
lyndur og sérstaklega bamgóður.
Var hann ósérhlífínn við vinnu og
hvar sem hann var við störf hópað-
ist bamaskarinn í kringum hann.
Afí var einn af þeim sem stoppaði
aldrei, en á sunnudögum reyndi
hann að komast hjá vinnu ef mögu-
legt var, þar sem hann var trúaður
og kirkjurækinn maður og jafn-
framt meðhjálpari í Ingjaldshóls-
kirkju í mörg ár.
Alltaf var spennandi og gaman
að fylgjast með og hjálpa til, ýmist
við smölun á kindum eða kúm, í
sauðburði, við mjaltir eða heyskap.
Ef stund gafst frá búskapnum
var hann farinn að aðstoða syni
sína við útgerð s.s. fella net, beita
og jafnvel róa með þeim.
Var hann dýravinur mikill og
má þar nefna að kríuna tók hann
fram yfír aðra fugla. Honum var
það mikið kappsmál að vemda kríu-
varp á norðurhveli jarðar. Vaktaði
hann varpið nótt og dag yfir há-
varptímann og ef einhver dirfðist
inn á svæðið var afi kominn á stað-
inn.
Ofarlega í huga hans var að
byggja upp Rif og hvatti hann af-
komendur sína að efla útgerð og
byggingu á staðnum. Afi var trygg-
ur sínum heimabæ og lét hann frá
sér landareign til hafnarinnar til
að efla sjávarútveginn sem það
gerði tvímælalaust.
Hér hafa verið skrifaðar örfáar
minningar um okkar ástkæra afa
og mun minning hans lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð. Þökkum við
allar þær mörgu og góðu stundir
er við áttum með honum.
Elsku amma, missir þinn er mik-
ill, megi Guð styrkja þig í sorg þinni.
„Já, öldur mínar munu aftur falla
að ströndinni, og þó að dauðinn
skiiji okkur og ég sé grafinn hinni
miklu þögn, mun ég samt leita
skilnings ykkar. Og ég mun leita
án árangurs. Ef nokkuð af því sem
ég hef sagt er sannleikur mun sá
sannleikur birtast aftur á hreinni
tungu og í orðum, sem skyldari eru
hugsunum ykkar." (Khalil Gibran:
Spámaðurinn.)
Baldi, EUi, Dóra, Jói,
Helena, Hafalda, Jófriður,
Snædís og Guðbjörg.
Eitt kvöld mun ég ganga til hvíldar þreytt-
ur og þjáður,
og þúsundir stjama munu á himninum skína.
Og þá mun ég hugsa um það allt, sem gerst
hefur áður,
og íhuga bljúgur og hreinskilinn tilveru
mína. (Steinn Steinarr.)
í dag kveðjum við afa okkar
Friðþjóf Guðmundsson sem verður
lagður til hinstu hvfldar í Ingjalds-
hólskirkju, en hann lést þann 3.
september eftir langa legu á Stykk-
ishólmsspítala.
Margt er það sem bömin fara á
mis ef þau fá aldrei að kynnast afa
sínum og ömmu og hinni eldri
kynslóð. Seint munum við gleyma
þeim stundum sem við dvöldum hjá
afa og ömmu. Og munum við lengi
búa að því.
Síðan við munum eftir okkur
heima í Rifí hafði afi ætíð stundað
búskap og fengum við krakkamir
að vasast í öllu með honum og gera
allt það sem fullorðna fólkið gerði,
og þó við værum lengi við verkið
var okkur alltaf sýnd þolinmæði.
Afi var mjög bamgóður maður og
vom bamabömin sem og önnur
böm í þorpinu í kringum hann og
vildu þau einnig fá að kalla hann
afa.
Það var stutt í gamansemina hjá
honum og stríddi hann okkur oft í
góðu tómi. Á maður margar góðar
minningar um það.
Afi var mjög sterkur persónuleiki
og ákveðinn. Hann hafði mikil áhrif
á allt í kringum sig.
Honum þótti mjög vænt um nátt-
úruna og til vitnis um það stuðlaði
hann að því að það yrði kríuvarp á
Rifi sem er eitt það stærsta á ís-
landi í dag og sá hann um að vemda
það og hlú að því. Hann varð hinn
versti ef óboðnir gestir komu og
gerðu usla í varpinu. Er gróður-
starf sem þama var unnið ómetan-
legt. Einnig brýndi hann það fyrir
okkur krökkunum að vera góð við
dýrin og umgangast náttúruna með
virðingu.
Afi var mjög trúrækinn maður
og var hann meðhjálpari í kirkjunni
okkar í mörg ár og fékk maður þá
oft að hjálpa til við ýmis störf og
var skemmtilegast að fá að sitja
hjá afa og ömmu í messu og syngja
hástöfum, þó svo að maður kynni
ekki textann en þó var aldrei suss-
að á mann.
Hann var okkur bömunum góð
fyrirmynd þar sem hann bragðaði
hvorki áfengi eða reykti tóbak.
Hann var reglusamur maður á alla
hluti og gátum við lært ýmislegt
af því.
Það var ekkert það verksvið sem
óx honum í augum, hann smíðaði
húsin sín sjálfur og einnig smíðaði
hann bát. Hann var nýtinn á alla
hluti og var allt notað sem nothæft
var. En kæmi einhver til hans og
bæði hann um eitthvað var hann
boðinn og búinn til að hjálpa þeim.
Hann var vinur vina sinna.
Afi og amma voru mjög samrýmd
hjón. Þau stóðu ætíð saman við þau
verk sem verið var að vinna að.
í dag er borinn til grafar merkur
maður sem var þegar orðin goðsögn
í lifanda lífi.
Elsku amma við vonum að guð
styrki þig núna þegar þú sérð á
eftir þínum ástríka eiginmanni. Við
erum öli hjá þér og viljum styðja
þig á þessari erfiðu stundu.
Við viljum þakka Fransiskusystr-
unum á Stykkishólmsspítala fyrir
góða umönnun og hlýhug.
Halldóra, Sæunn, Friðþjófur.
í dag kveðjum við frá Ingjalds-
hólskirkju Friðþjóf Baldur Guð-
mundsson fymim bónda og
útgerðarmann á Rifí á Snæfellsnesi.
Friðþjófur fæddist á Selhóli á
Hellissandi, næstelstur níu bama
þeirra hjóna Jófríðar Jónsdóttur og
Guðmundar Guðmundssonar. Tíu
ára að aldri fluttist hann með fjöl-
skyldu sinni í Rif. Friðþjófur ólst
upp á alþýðuheimili, sem duglegir
foreldrar sáu vel farborða þannig
að þar leið enginn skort. Stórt heim-
ili þurfti mikið og ekki veitt af hjálp
elstu bamanna við öflun lífsbjargar-
innar. Skólamenntun var lítil og
fékk Friðþjófur einungis hina venju-
legu bamamenntun þess tíma, sem
reyndist honum vel á lífsleiðinni.
Eftir nokkurra ára skólagöngu tók
við brauðstrit þess tíma bæði til
sjós og lands en Friðþjófur byijaði
tíu ára að sækja sjóinn með föður
sínum.
Hinn 3. desember 1932 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni, Hall-
dóm Kristleifsdóttur, ættaðri frá
Efri-Húsum í Fróðárhreppi. Þau
hafa því lifað í farsælu hjónabandi
í tæp 55 ár. Fyrstu þijú árin bjuggu
þau á Hellissandi en hafa síðan alla
tíð búið í Rifi, fyrstu árin í sam-
býli með foreldrum Friðþjófs.
Þau Halldóra og Friðþjófur áttu
§ögur böm, sem em talin í aldurs-
röð: Ester, sem gift var Kristni
Haraldssyni, en hann andaðist í
byrjun þessa árs; Sævar, kvæntur
Helgu Hermannsdóttur; Svanheið-
ur, gift undirrituðum; og Kristinn
Jón, kvæntur Þorbjörgu Alexand-
ersdóttur. Þá ólu þau hjón upp tvo
drengi frá bamsaldri, þá Sæmund
Kristjánsson, kvæntan Auði
Grímsdóttur og Hafstein Bjömsson,
kvæntan Steinunni Júlíusdóttur.
Bamabömin urðu tuttugu og tvö,
en af þeim lifa tuttugu.
Um tvítugsaldurinn hóf Frið-
þjófur sjósókn á eigin báti úr
Krossavík á Hellissandi og reri hann
úr Krossavíkinni allt til ársins 1950,
þótt heimili hans væri í Rifi. Vond
hafnaraðstaða í Krossavík gerði sjó-
mönnum þessa tíma oft ansi erfitt
fyrir en engin óhöpp hentu þó Frið-
þjóf, enda trúi ég að hann hafí verið
bæði laginn og duglegur sjómaður.
Því var það merkileg tilviljun að
veturinn 1956 reri Friðþjófur einn
róður á mb. Hafdísi og lenti þá í
sjávarháska; báturinn sökk og
skipshöfninni var bjargað á síðustu
stundu. Sagt hafa mér kunnugir,
að oft hafi Friðþjófur rétt lítilsmeg-
andi sveitungum sínum soðningu á
meðan róið var úr Krossavíkinni.
Ekki verður lífsferill Friðþjófs
rakinn án þess að minnst sé á lands-
höfnina í Rifi. Það var árið 1950
sem Friðþjófur, systkini hans og
móðir seldu ríkinu jörðina Rif á
Snæfellsnesi í þeim tilgangi að þar
yrði byggð landshöfn. Lög um
landshöfn í Rifi voru samþykkt á
Alþingi árið 1951 og hafist var
handa við byggingu hafnarinnar,
sem gjörbreytt hefur lífsafkomu
íbúanna eins og allir vita, sem til
þekkja. Margt hef ég heyrt um
áhuga Friðþjófs á höfninni og grun
hef ég um að enginn einn maður
eigi meiri þátt í tilvist hennar en
hann.
Friðþjófur var mikill trúmaður.
Hann söng í kirkjukómum frá sext-
án ára aldri og meðan kraftar
leyfðu. Hann var ( sóknamefnd í
fimmtíu ár, þar af formaður hennar
+
Útför eiginmanns mins og bróður,
RAGNARS EINARS EINARSSONAR,
Furugerði 1,
sem andaðist þann 6. september í Landspítalanum, hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna og
starfsfólks á deild 11B á Landspítalanum.
Gunnhildur Pálsdóttir.
og systkini hins látna.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÓLAFS JÓNSSONAR
Iseknis,
Hamrahlið 33.
Drifa Garðarsdóttir, Garðar Ólafsson,
Edda Ólafsdóttir, Kjartan Árnason,
Kristín Hildur Ólafsdóttir, Sigurður Sverrisson,
Ólafur Sverrir Kjartansson.
+
Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og útför litlu
dóttur minnar,
DÍÖNU MJALLAR.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfóiks á Barnaspítala Hringsins
og þeirra mörgu sem studdu okkur i veikindum hennar.
Siggerður Bjarnadóttir.