Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 mrnrn Ást er... ^ w ?''7 ... að sitja staðföst á sínu. TM Rag. U.S. Pat Off.—afl rights rasarved ° 1987 Los Angeles Times Syndicate v\8// Það er vitlaust veður. Þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af því hér inni í hlýj- unni... HÖGNI HREKKVÍSI Busavígslur o g ofbeldi - þarf þetta að fara saman? Til Velvakanda Hvað er að gerast í menntaskólun- um landsins? Inntaka nýrra nema tilheyrir nýju námsári og skyldu þeir vígðir í samfélagið með kurteislegri samverustund. Því miður einkennist þessi athöfn oftar af siðlausu of- beldi. Við sáum sýnishom af einni slíkri vígslu í fréttatíma Stöðvar 2 hinn 10. september, frá Menntaskól- anum við Sund. Hvemig fór þessi vígsla fram hjá Menntaskóla Kópa- vogs eða Fjölbrautaskóla Suðumesja. Myndir í Morgunblaðinu 17. septem- ber sýna það. Maður hlýtur að spyija. Em þeir menn sem ráða þessum skólum, og öðmm þar sem vígslur af þessu tagi fara fram, heilbrigðir? Eða em nemamir sjúkir en skóla- meistramir alls ófærir um að stjóma skólunum? Mjög ánægjuleg frétt var í Morg- unblaðinu af nýbreytni hjá Fjöl- brautaskólanum við Armúla þar sem nýnemar em teknir með í fjallgöngu og boðið í grillveislu á eftir. Heill þeim. Vonandi taka fleiri upp eitt- hvað svipað. En þið sem hafið vald til að stöðva ofbeldið, gerið það áður en meira illt hlýst af. Þingmenn setj- ið lög strax á næsta þingi og bannið busavlgsluofbeldið. Það væri þarft verk. Góðu heilli bönnuðum við hnefaleika, bönnum líka þetta of- beldi. Hulda Um 200 nýnemar „busaðir“ hjk rfdri NÝNEMAB kdr kafa mii MMOiárof flórí ■ | fyrra. Alhðfnin gekk Qjótt fýrir ng. Tar ufnaó uœan og þeir fram einn af öðnun til ^Wunnar. Þir urðu að beygja sig fjrrir wímhnui, «1 unp i þi, þebn tíSm • ZýuAer, yfir þi og rinnepi, UmvUmn. mnol- M ok M Þ*> báI"1 “lð,í þusamir «S «kriða eflir rimlnbún og von. um IdS nnúlaðir með V*Nokkur mannfiðldi safnaðiat „man *ið akólann til «ð fylg)a»t mrihdgulubuMnnaogtff"^- um nóg um aðfanrnar. Buaavígsl- __ c 4r taldist þó baroaleflmr emn Yíkverji skrifar Víkveiji mátti svo sem vitað það að hann var kominn á hálan ís, þegar hann tók að sér að veija orðið prósentustig, sem Helgi Hálfdanar- son hefur hvað verstan bifur á af öllum orðum íslenskrar tungu. Helgi lætur engan eiga neitt inni hjá, hefur svarað Víkveija fullum hálsi hér í Morgunblaðinu og hvergi hvikað frá andstöðu sinni við þetta „orðræskni", eins og hann kallar það. Víkveiji hefði eiginlega látið hér við sitja, ef Helgi hefði ekki í síðasta pistli beint til hans Qómm spuming- um og það þykir sjálfsögð kurteisi að svara. Því verður Víkveiji að freista þess að halda uppi vömum fyrir prósentustigið, þó að hann við- urkenni um leið að málsstaðurinn sé ef til vill ekki sá besti í heimi en fyrir bragðið verður þessi pistill í lengra lagi. Víkveija hefur frá upp- hafi verið ljóst að prósentustig hefur ýmsa vankanta, en hann hefur notað það, eins og margir aðrir, vegna þess að vantað hefur betra orð. Þetta kann þó að vera að breytast eins og vikið verður að hér síðar. Þá em það spumingar Helga. Hann spyr hveija Víkvetji telur vera orðabókarskýringu orðsins prósentu- stig og skilgreiningu hugtaksins á bak við það. Því er þá til að svara að Víkveiji hefur tilhneigingu til að nota prósent þegar hann reiknar út hlutfall af ein- hverri ákveðinni stærð en prósentu- stig þegar hann ber saman ákveðnar prósentutölur. Víkveija er þannig farið, líkt og ótal mörgum öðmm, að hann skynjar talanakerfið, sem við notum, á mynd- rænan hátt. Hann sér fyrir sér talnaröðina sem eins konar stiga — talnastiga. Mismunurinn milli td. tölunnar 1 og tölunnar 2 er eitt bil, eitt skref eða eitt stig. Í orðabók Menningarsjóðs hefur stig m.a. merkinguna skref en einnig rim í stiga. Ef við ímyndum okkur að hver tala í talnakerfinu samsvari rim í stiga, þá er bilið frá einni rim til hinnar næstu eitt skref eða eitt stig. Maður fer á milli rima í stiga í einu skrefí eða einu stigi. Þetta ætti varla að rekast á við orðabókarmerking- una. Um sumt í mannheimi gildir það að fyrst og fremst er talað um það í prósentum. Þetta á við um vexti svo dæmi sé tekið og einnig um fyrir- bæri á borð við verðbólgu. Verð- bólgan fer úr böndunum og hækkár úr 10% eða tíu af hundraði í 20% eða tuttugu af hundraði. Hækkunin er 100%. Stjómmálamenn hafa áhyggjur af þróuninni og vilja ná verðbólgunni niður fyrir 10%. Þeir segja þó ekki kjósendum að þær ætli sér að lækka verðbólguna um meira en 50%. Nei, þeir ætla að ná verðbólgunni niður um meira en 10 prósentustig, þ.e. mismunurinn á 20% og 10%. f verðbólguviðmiðunum af þessu tagi og eins í umræðum um vexti er eins og prósent öðlist sjálfstætt líf. Menn sjá þessi fyrirbæri fyrir sér sem sjálfstæða talnaröð eða talna- stiga, þ.e. prósentustiga. Mismunur- inn á milli 10% og 20% eru tíu bil, tíu skref eða tíu stig, þ.e. prósentu- stig. Helgi spyr því næst hvað Víkveiji fínni orðasmíðum Helga — heildar- prósenti, eiginprósenti, stofnprósenti eða hlutaprósenti — helst til foráttu. í sjálfu sér ekkert en varla eru þessi orð nógu þjál í málinu og reyndar telur Víkveiji betri lausn fundna, eins og vikið verður að síðar. Þriðja spumingin sem Helgi varp- ar fram er á hvaða hátt Víkveiji telji það verða ráðið af orðinu prósentu- stig að það tákni fremur prósent af höfuðstól heldur en prósent af vöxt- um, ef því er að skipta. Víkveiji vísar aftur til skilgreiningarinnar í upp- hafí. Þegar rætt er eða skrifað um prósent sem hlutfall er sagt eða skrif- að prósent eða auðkennt með tákninu %. Þegar rætt er eða ritað um ákveðna prósentueiningu í saman- burði við aðra, t.d. að verðbólgan hafí hækkað úr 10% í 20%, hafa menn notað prósentustig og sagt að verðbólgan hafí aukist um 10 pró- sentustig. Sú merking er að nokkm leyti gagnsæ, fallist menn á skil- greiningu Víkveija í uppafí. Fjórða og síðasta spumingin var svohljóðandi: Ef prósent af höfuð- stóli skulu kölluð prósentustig til aðgreiningar á prósentum af vöxtum, hvað vill hann þá kalla prósent af vöxtum til aðgreiningar frá hinum? Víkveiji vísar til fyrra svars - um að nota prósent þegar verið er að reikna út hlutfall en prósentustig þegar verið er bera saman prósentu- einingar. Þá skiptir engu hvoit verið er að tala um verðbólgu, vexti eða fylgi stjómmálaflokks, ef Víkveiji hefur skilið spuminguna rétt. Tökum dæmi af því Helgi nefndi stjómmál: Stjómmálaflokkur hlaut 10 þús- und atkvæði í kosningum, þar sem 100 þúsund manns höfðu kosið, eða 10% af greiddum atkvæðum. í næstu kosningum, þar sem jafnmargir kusu, stóijók flokkurinn fylgi sitt og hlaut 15 þúsund atkvæði eða 15% af heildarfylgi stjómmálaflokkanna. Formaður flokksins mætti í stjóm- varpssal ásamt talsmönnum annarra stjómmálaflokka og kvaðst vera sig- urvegari kosninganna, þvi að flokkur hans hefði aukið fylgi sitt um 50%. Andstæðingunum þótti hins vegar lítið til koma og sögðust vissir um að þessi 5% fylgisaukning yrði ekki lengi að reytast af flokknum. 50% og 5%? Hvemig á almenningur að átta sig á talnaleik stjómmálaleið- toga í þessum dúr? Væri þetta ekki ljósara og skömminni skárra ef talað hefði verið um 5 prósentustig í síðara tilfellinu? XXX Nú er að segja frá því að Víkveiji hafði varla barið saman fram- angreinda röksemdarfærslu í kurt- eisisskyni við Helga Hálfdanarson, þegar honum opinberaðist að til væri önnur leið út úr ógöngunum. Hún var sú að nota hvorukynsorðið prósent þegar verið er að reikna út hlutfall en kvenkynsorðið pósentu í stað prósentustigsins, t.d. verðbólg- an fór úr 10% í 20% og hækkaði um 100% eða um tíu prósentur (í stað prósentustiga). Þetta hefur að vísu þann ókost að prósent og prósenta hefur sömu merkinguna í vitund ís- lendinga og það getur orðið þrautum þyngra að venja þá á að greina á milli tvenns konar merkingar þeirra. Að auki eru orðin eins í öllum follum fleirtölu nema nefnifalli. Það er svo skemmtilegt að segja frá því að Víkvetji hafði varla borið þessa hugljómun undir helsta banda- mann sinn í þessu prósentustig- astríði, þegar inn á borð hans barst bréf frá manni, sem hefur greinilega fengið sömu hugdettuna og það sem meira er — hann er með tillögu um það hvemig leysa má fleirtöluvand- ann sem nefndur var. Bréfíð hljóðar svo: „Til Víkveija - prósentudeildar Undanfarið hefur Víkveija orðið tíðrætt um prósentur, prósentustig o.þ.h. og þá einkum muninn sem menn vilja gera á merkingu orðanna. Viss andstaða virðist vera við orðið prósentustig en ekki er boðið upp á neitt betra eða aðgengilegra. Það sem menn eru að ieita að er líklega orð með gagnsæja merkingu. Væri ekki hægt að leysa málið með því að nota tvær ólíkar myndir orðsins prósent? Annars vegar orðið prósent, eins í öllum föllum, og tákn- aði hlutfallið. Hins vegar svo orðið prósenta, fallbeygt og er þá prósent- ur í fleirtölu, og stæði þá fyrir eininguna (nú oft nefnt prósentu- stig). Dæmi: ef stjómmálaflokkur fær 10% atkvæða í kosningum og eykur síðan fylgi sitt upp í 15% atkvæða í þeim næstu, þá hefur fylgi hans aukist um 50 prósent eða um 5 pró- sentur. Undir bréfíð skrifar Snorri Sigur- jónsson, Hringbraut 33, Hafnarfírði. Það er merkilegt að Snorri notar algjörlega hliðstætt dæmi og Víkveiji tók til að veija prósentustigið og varð síðan til þess að honum hug- kvæmdist að nota kvenkynsorðið prósenta í stað prósentustigs. En nú væri gaman að heyra hvað Helgi Hálfdanarson hefur til mál- anna að leggja um þessa lausn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.