Morgunblaðið - 19.09.1987, Síða 61
r
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
61
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Hvenær á að fara að stjórna?
Kæri Velvakandi.
Það má ekkert banna. Þetta er
orðið kjörorð sem erfitt er að stand-
ast gegn. Það er vitað að kjöt er
flutt inn í landið og á sama tíma
er ágætis kjöti fleygt á haugana,
en passað uppá að geymslugjaldið
sé greitt áður en þvf er fleygt. Það
eru fluttar inn kartöflur, en kart-
öfluuppskeran hefir aldrei verið hér
meiri en í ár og Þykkvabæjarbænd-
ur hafa uppskorið svo mikið að
þeir geyma 20% í jörð vegna þess
að þeir eiga engar geymslur sem
rúma uppskeruna. Það er talað um
18 þús. tonn og af því séu möguleik-
ar á að selja 8—10 þúsund tonn
miðað við í fyrra. En þetta er bara
ekki svona einfalt, því fjöldinn allur
setur niður á vorin fyrir sig og fjöl-
skylduna og þetta hefir heldur færst
í vöxt. Og uppskera þessa fólks er
með ólíkindum eftir því sem ég
hefi séð hér um slóðir.
Eldri borgari hér sagðist aldrei
hafa fengið jafn góða uppskeru og
í haust, því upp úr litlu beði fékk
hann um 20 kg og kvað það nægja
sér nokkuð lengi.
En hann sagði mér annað. Hann
sagðist minnast þess að hann og
sveitungar í fyrri tíð hefðu fengið
ágæta uppskeru garðávaxta og þeir
hefðu gefið umframgetuna skepn-
unum, kúm og kindum, og þetta
hefði algerlega komið í stað alls
fóðurbætis.
Það er vitað um að fóðurbætir
er fluttur í tonnatali inn í landið.
Er hér ekki kjörið tækifæri að nota
þessa umfram uppskeru til fóður-
bætis og slá þama tvær flugur í
einu höggi? Þama gerir þetta gagn,
en að fleygja slíku er verra en nokk-
uð annað og er ekki hörmulegt að
það skuli spytjast að matvælum hér
sé fleygt á meðan fólk ferst úr
hungri út um allan heim? Og með
því að takmarka innflutning á því
sem við þurfum ekki á að halda
getum við minnkað erlendar skuld-
ir, en þá er „frelsið“ í hættu og það
er dýrmætara en matvælin sem við
hendum. Og fer ekki bráðum að
koma að því að menn fara að hug-
leiða hvaða meining felst í öllu
þessu frelsisþrugli sem menn bera
á borð fyrir hvor annan í dag og
hvort það fari ekki senn að snúast
í flottræfllshátt. En meðal annarra
orða: Hvenær á að fara stjóma og
hafa taumhald á þessu og þessu?
Arni Helgason
Hraðlestrarnám-
skeið
Næsta hraðlestrar námskeið hefst þriðjudaginn
22. september nk. Enn eru nokkur sæti laus.
Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn og læra ár-
angursríkar aðferðir í námstækni, skaltu skrá þig
á námskeiðið.
Skráning öll kvöld kl. 20-22 í síma 611096.
Hraðlestrarskólinn.
PLANTERS
Heildsölubirgðir:
AGNAR LUDVIGSSON HF.,
Nýlendugötu 21. Sími 12134.
Gódan daginn!
Mikið úrval af góðum vörum á mjög góðu verði:
Kuldaúlpur
Barnaúlpur
Barnapeysur
frákr. 1.750,-
frá kr. 1.250,-
frákr. 235,-
Dömupeysur
Dömubuxur
Skyrtur
frá kr. 395,
frá kr. 350,'
frá kr. 350,
Mikið úrval af skóm m.a.
Kvenskór frá kr. 795,-
Kuldaskór frá kr. 995,-
Eigum til allar
skólavörur.
- Hagstætt verð -
Skólafatnaður,
ritföng, o.m.fl.
Á sérstöku tilboði
þessaviku
Nesquik750gr. kr. 129,-
Rúgmjöl 2 kg. kr. 55,-
Haframjöl 950 gr. kr. 66,-
Rúsínur250gr. kr. 45,-
Tekex kr. 25,-
Súkkulaðikex kr. 41,-
Blandaðir ávextir Ví dós kr. 99,-
Perur 1/i dós kr. 79,-
Iva þvottaduft 2,3 kg. kr. 224,-
SIDRMARKAÐUR
Skemmuvegi 4 a
iiiiil nu
mnimraojte xilí.o
Bans