Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 61
r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hvenær á að fara að stjórna? Kæri Velvakandi. Það má ekkert banna. Þetta er orðið kjörorð sem erfitt er að stand- ast gegn. Það er vitað að kjöt er flutt inn í landið og á sama tíma er ágætis kjöti fleygt á haugana, en passað uppá að geymslugjaldið sé greitt áður en þvf er fleygt. Það eru fluttar inn kartöflur, en kart- öfluuppskeran hefir aldrei verið hér meiri en í ár og Þykkvabæjarbænd- ur hafa uppskorið svo mikið að þeir geyma 20% í jörð vegna þess að þeir eiga engar geymslur sem rúma uppskeruna. Það er talað um 18 þús. tonn og af því séu möguleik- ar á að selja 8—10 þúsund tonn miðað við í fyrra. En þetta er bara ekki svona einfalt, því fjöldinn allur setur niður á vorin fyrir sig og fjöl- skylduna og þetta hefir heldur færst í vöxt. Og uppskera þessa fólks er með ólíkindum eftir því sem ég hefi séð hér um slóðir. Eldri borgari hér sagðist aldrei hafa fengið jafn góða uppskeru og í haust, því upp úr litlu beði fékk hann um 20 kg og kvað það nægja sér nokkuð lengi. En hann sagði mér annað. Hann sagðist minnast þess að hann og sveitungar í fyrri tíð hefðu fengið ágæta uppskeru garðávaxta og þeir hefðu gefið umframgetuna skepn- unum, kúm og kindum, og þetta hefði algerlega komið í stað alls fóðurbætis. Það er vitað um að fóðurbætir er fluttur í tonnatali inn í landið. Er hér ekki kjörið tækifæri að nota þessa umfram uppskeru til fóður- bætis og slá þama tvær flugur í einu höggi? Þama gerir þetta gagn, en að fleygja slíku er verra en nokk- uð annað og er ekki hörmulegt að það skuli spytjast að matvælum hér sé fleygt á meðan fólk ferst úr hungri út um allan heim? Og með því að takmarka innflutning á því sem við þurfum ekki á að halda getum við minnkað erlendar skuld- ir, en þá er „frelsið“ í hættu og það er dýrmætara en matvælin sem við hendum. Og fer ekki bráðum að koma að því að menn fara að hug- leiða hvaða meining felst í öllu þessu frelsisþrugli sem menn bera á borð fyrir hvor annan í dag og hvort það fari ekki senn að snúast í flottræfllshátt. En meðal annarra orða: Hvenær á að fara stjóma og hafa taumhald á þessu og þessu? Arni Helgason Hraðlestrarnám- skeið Næsta hraðlestrar námskeið hefst þriðjudaginn 22. september nk. Enn eru nokkur sæti laus. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn og læra ár- angursríkar aðferðir í námstækni, skaltu skrá þig á námskeiðið. Skráning öll kvöld kl. 20-22 í síma 611096. Hraðlestrarskólinn. PLANTERS Heildsölubirgðir: AGNAR LUDVIGSSON HF., Nýlendugötu 21. Sími 12134. Gódan daginn! Mikið úrval af góðum vörum á mjög góðu verði: Kuldaúlpur Barnaúlpur Barnapeysur frákr. 1.750,- frá kr. 1.250,- frákr. 235,- Dömupeysur Dömubuxur Skyrtur frá kr. 395, frá kr. 350,' frá kr. 350, Mikið úrval af skóm m.a. Kvenskór frá kr. 795,- Kuldaskór frá kr. 995,- Eigum til allar skólavörur. - Hagstætt verð - Skólafatnaður, ritföng, o.m.fl. Á sérstöku tilboði þessaviku Nesquik750gr. kr. 129,- Rúgmjöl 2 kg. kr. 55,- Haframjöl 950 gr. kr. 66,- Rúsínur250gr. kr. 45,- Tekex kr. 25,- Súkkulaðikex kr. 41,- Blandaðir ávextir Ví dós kr. 99,- Perur 1/i dós kr. 79,- Iva þvottaduft 2,3 kg. kr. 224,- SIDRMARKAÐUR Skemmuvegi 4 a iiiiil nu mnimraojte xilí.o Bans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.