Morgunblaðið - 19.09.1987, Side 62

Morgunblaðið - 19.09.1987, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 *■ IÞROTTIR / VALSDAGURINN . Valsmenn heim að Hlíðarenda Skúli Unnar Sveinsson skrifar VALSMENN vígja í dag nýtt glæsilegt íþróttahús á íþrótta- svæði félagsins að Hlíðarenda og í vetur munu handknatt- leiks- og körfuknattleikslið félagsins leika á „alvöru“ heimavelli og verða þar með fyrst íslenskra félaga til að gera slfkt í þessum tveimur íþróttagreinum. Þeir leika sem sagt í eigin íþróttahúsi, á eigin íþróttasvæði. Valsmenn gera í raun meira en að vígja íþrótta- húsið því þeir vígja einnig vallarhús sem tengt er íþrótta- húsinu og knattspyrnusvæð- inu. ikið verður um dýrðir hjá Völsurum í dag og hefjast herlegheitin klukkan 15. Sigfús Halldórsson mun taka á móti gest- um með léttum tónum, ræður verða fluttar og Karlakór- inn Fóstbræður mun syngja nokkur lög. Svo skemmtilega vill til að Karla- kórinn Fóstbræður er sprottinn upp úr KFUM eins og Valur og það fer því vel á að þeir syngji fyrir Vals- menn við vígsluna. Þeir munu m.a. syngja Valssönginn eftir Sr. Friðrik Friðriksson og baráttusöng til Vals en hann er eftir Magnús Guð- brandsson fyrrverandi formann Vals og heiðursfélga Fóstbræðra. - y Andreas Bergmann, Sigurður Ól- afsson og Ulfar Þórðarson, sem allir eru heiðursfélagar Vals, munu síðan gefa fyrstu sendinguna í hús- inu og því næst hefjast leikir í handknattleik og körfuknattleik. Sveinn Zöega er fjórði heiðursfélagi Vals sem er á lífi. Kaffíveitingar verða auðvitað á staðnum og eru það Valskonur sem sjá um þær. Glæsilegt íþróttahús Hið nýja íþróttahús er sérlega glæsilegt. Bygging þess hófst árið 1981 en bygging vallarhússins hófst ekki fyrr en í desember í fyrra. íþróttasalurinn sjálfur er 1200 fermetrar að grunnfleti og í honum eru handboltavöllur, körfu- boltavöllur, blakvöllur og átta badmintonvellir. Reiknað er með að um 600 áhorfendur komist í húsið til að horfa á handboltaleik en um 900 geta fylgst með körfu- boltaleik. Þess má geta að litaval í húsinu er skemmtilegt. Rautt og hvítt! Vallarhúsið er alls um 1650 fer- metrar, kjallari og tvær hæðir. í dag verður fyrsta hæðin tekin í notkun en þar eru búningsklefar og böð. í framtíðinni er ætlunin að hafa þar heilsurækt með gufuböð- um, ljósalömpum, heitum pottum og líkamsræktartækjum. A efri hæðinni verður samkomusalur - w ásamt aðstöðu fyrir létta leikfimi. Valsmenn hafa lagt mesta áherslu á þijú atriði. Gólfíð, lýsinguna og loftræstingu. Gólfíð er örugglega með því besta sem gerist hér á landi. Það er úr 22 mm parketi sem er 14 sentimetra hátt. Það hvílir á tvöfaldri grind sem er á gúmípúð- um. Lýsingin er einnig mjög góð og mun bjartara í þessu húsi en gengur og gerist í örðum íþrótta- húsum og loftræstingin er frábær. Hvað skyldi svona mannvirki kosta gæti nú einhver spurt. Kostnaðará- , ætlunin fyrir íþróttahúsið og vallar- húsið hljóðar upp á 59.186.000 krónur, eða rétt tæpar 60 milljónir. Það er með ólíkindum hve lítið þetta kostar þegar haft er í huga hversu glæsilegt húsið er. Framtíðin björt reyna að fá. Ef það gengur í gegn hjá þeim þá ætla Valsmenn að skapa frábæra aðstöðu fyrir al- menningsíþróttir og keppnisíþróttir að Hlíðarenda. Hlíðarendi Hlíðarendi, félagssvæði Knatt- spymufélagsins Vals, var áður bóndabýli. Það var 31. desember 1914 sem bæjarstjóm Reykjavíkur úthlutaði Jóni Kristjánssyni 5,55 hektara lands í norð- austurhomi Vatnsmýrar. Síðar fékk Jón leyfi til að byggja fjós, hlöðu og íbúðar- hús, og var landið nefnd Hlíðarendi eða Vatnsmýrarblettur 14 eftirþað. 3. janúar 1918 keypti Sveinn Páls- son, Bergstaðarstræti 17, Hlíða- renda og var kaupverðið 15.000 krónur. Guðjón Guðmundsson al- þingismaður keypti svo Hlíðarenda árið 1919 á 20.000 krónur og Knattspymufélagið Valur keypti jörðina af Jóney Guðmundsdóttur, ekkju Guðjóns, 10. maí 1939. Kaup- verðið var þá 30.000 krónur. Hrakningarsaga Fyrsti völlur Vals var gerður þegar á fyrsta starfsári félagsins og tek- inn í notkun 6. ágúst 1911. Sá völlur var tekinn af Valsmönnum vegna byggingar Loftskeytastöðv- ar. Þá ruddu Valsmenn nýjan völl nokkru norðar. En að því kom að jámbraut var lögð úr Öskjuhlíð vegna hafnarframkvæmda, var hún lögð yfir völlinn og Valsmenn urðu að sætta sig við missinn. í þriðja sinn lögðu Valsmenn í ffamkvæmd- ir við nýjan völl en hann var lagður undir bæjar-íþróttavöll árið 1926. Fjórða skiptið hófu Valsmenn vall- argerð og 1935 var nýr völlur tekinn í notkun sunnan við Hauka- land (skammt frá Hlíðarenda). Þessi hrakningarsaga réði því öðru fremur að ráðist var í kaup á landi til að tryggja Val framtíðar sama- stað. Kaupin á Hlíðarenda ollu deilum innan sem utan Vals. Töldu margir þetta stóra verkefni félaginu ofviða, enda kröfðust kaupin gífurlegs fé- lagslegs átaks. Skuldabréf voru seld félagsmönnum og velunnurum. Eftir var til margvíslegra fjáraflana og býlið leigt í mörg. Tíu ár liðu frá kaupunum þar til Valur tók fyrsta völlinn í notkun. Með kaupunum á Hlíðarenda var brotið blað í sögu Vals. Fyrsta Framkvæmd Valsmanna var að breyta fjósi og hlöðu í félagsheim- ili, böð og búningsklefa og var sú aðstaða tekin í notkun 1. júlí 1948. 3. september 1949 var fyrsti völlur- inn vígður og það gerði sr. Friðrik Friðriksson. Fyrsti grasvöllurinn var tekinn í notkun 1952, ári síðar var ákveðin bygging íþróttahúss að Hlíðarenda og 9. nóvember 1958 hlupu fyrstu Valsmennirnir inn á gólf nýja íþróttahússins. Á tíu árum hafði verið byggt félagsheimili, malarvöllur, grasvöllur og íþrótta- hús. 1972 var hafín bygging nýs gra- svallar með áhorfendastæðum og fyrsti leikurinn fór þar fram 1977. í fyrra var lokið endursmíði íbúðar- húss og það tekið í notkun sem skrifstofa félagsins og árið í ár hefur svo verið mikið framkvæmda- ár hjá Val. Malarvöllur félagsins var endurbyggður, lokið var við gerð grasvalla yfír 22.000 fermetra að stærð, hafín viðbygging við fé- lagsheimili, nýja íþróttahúsið tekið í notkun og hluta vallarbyggingar og nýs félagsheimilis. Nokkrir af formönnum Vals í gegnum tlðina saman komnir síðastliðinn vetur. Þeir eru, í aftari röð frá vinstri: Pétur Sveinbjamarson, núverandi formaður, Bergur Guðnason, Ægir Ferdinandsson, Þórður Þorkelsson og Páll Guðnason. Fremri röð frá vinstri: Jón Eiríksson, Þorkell Ingvason, Magnús Guðbrandsson, Jóhann Eyjólfsson, Sigurður Ólafsson. Þeir sýndu blaðamönnum nýju húsakynnin í vikunni, frá vinstri: Óðinn Helgi Jónsson, Pétur Sveinbjamason, formaður Vals, Haraldur Sverrisson fram- kvæmdastjóri Vals, Hrólfur Jónsson formaður byggingamefndar og Jón Róbert Karlsson arkitekt sem einnig á sæti í byggingamefnd. Formenn Framtíðin hjá Valsmönnum virðist björt. Fyrir liggur teikning af framtíðarsvæðinu sem þeir ætla að Nýja húsið Hér má sjá hinn nýja og glæsilega íþróttasal sem Valsmenn vígja í dag. LA.il Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson . 1 ilJl trpj .j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.