Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 64
Framtið ER VIÐ SKEIFUNA anaa SUZUKI II HRESSAHDI, FRÍSKA BRAGÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 VERÐ I LAUSASÖLU 55 KR. HARÐUR árekstur varð í gærkvöldi á mótum Mildubrautar og Lönguhlíðar og voru ökumenn beggja bifreiðanna fluttir á slysadeild. Áreksturinn varð um kl. hálfátta, er tvær bifreið- ar, fólksbifreið og sendiferðabifreið skullu saman á gatnamótunum. Bflamir skemmdust mikið og voru báðir dregnir burt af slysstað. Ökumenn bifreiðanna slösuðust nokkuð og voru fluttir á slysadeild. Kalla þurfti út tækjabíl slökkviliðsins til að losa ökumann annarrar bifreiðarinnar. Seint í gærkvöldi var ekki fullljóst um tildrög slyssins, en slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins. Biður slysa- rannsóknadeild vitni að slysinu um að gefa sig fram við lögregluna. Hótel Island: Tveir fluttir á slysadeild ARNARFLUG hefur sótt um leyfi til áætlunarflugs til Mílanó á ít- alíu og reikna forráðamenn félagsins með að leyfið fáist innan tíðar. Hörður Einarsson, stjómarformaður Amarflugs, upplýsti þetta á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Hörður tók fram að Mílanóflugið yrði ekki umtalsverð viðbót við nú- verandi flug félagsins, a.m.k. ekki til að byija með. Á síðasta ári flutti Amarflug 32.419 farþega í áætlun milli landa eða 18% fleiri en 1985. Vöruflutningar jukust um 66% á milli ára. Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri, sagði á aðal- Sláturhúsið í Borgarnesi: Yfir 10% af kjötinu í O-flokka fundinum að líklega myndi far- þegum í millilandafluginu fjölga um 25%. Rekstur Amarflugs var erfiður á síðasta ári og var 169,3 milljón króna tap. Eigið fé í lok liðins árs var neikvætt um 301 milljón króna. Hlutafé var 99,6 milljónir. Hlutafé var hins vegar aukið um 130 millj- ónir króna fyrr á þessu ári og þar af hafa þegar verið greiddar 113 milljónir króna. Hlutafé félagsins er j)ví nú 212,8 milljónir króna. I ársreikningi félagsins kemur fram að ójafnað skattalegt tap fé- lagsins í árslok 1986 hafi verið 538 milljónir króna. Á núvirði er það á milli 600 og 700 milljónir króna. Kristinn benti á að líklega væri þetta ein stærsta eign fyrirtækisins ef það tekst að reka það með hagn- aði í framtíðinni. I sköttum jafngild- ir þetta 250 til 300 milljónum króna. YFIR 10% af nýslátruðu kjöti hjá sláturhúsi Kaupfélags Borg- firðinga i Borgarnesi hefur farið i offituflokka. Þegar er búið að slátra 10.000 fjár i haust, en áætlað er að slátra samtals 60.000 fjár. Slátmn er enn ekki komin í fullan gang en búist er við að svo verði í næstu viku. Að undanförnu hefur verið slátrað 1.200 til 1.400 fjár á dag en fer upp í 2.200 á dag þegar fullum afköstum er náð. Ólafur Sverrisson kaupfé- lagsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri heldur minna en undanfarin ár. Ástæðan fyrir því væri sú að í byrjun slát- urtíðar hefði útlit með mannaráðn- ingar verið slæmt og því talið að ekki næðust meiri afköst. Enn er séð fram á skort á starfsfólki. Ólafur sagði að þótt slátmn væri ekki komin lengra væri ljóst að féð væri mun feitara nú en í fyrra og talsvert meira af kjötinu lenti í O-flokki og OO-flokki. Bændur fá 11,5% af verði 1. flokks kjöts fyrir kjöt í O-flokki og 25% lægra verð fyrir OO-flokk. Morgunblaðið/Þorkell Stærsti skemmtistaður landsins opn- ar í desember STÆRSTI skemmtistaður landsins mun væntanlega opna í desember næstkomandi. Skemmtistaðurinn verður í nýju hóteli, Hótel ísland, sem Ólafur Laufdal er að reisa í Ármúla 9. Frá slysstað á mótum Lönguhliðar og Miklubrautar. Áætlað er að nýi skemmtistað- urinn geti rúmað hátt í 1.200 matargesti í einu, en alls mun staðurinn taka um 2.500 til 2.700 manns. Hótelbyggingin verður 9 hæðir, með kjallara, um 35 þús- und rúmmetrar að stærð og 10 þúsund fermetrar að gólffleti, þar af verður skemmtistaðurinn um einn þriðji hluti gólfflatar. Hótel ísland við Ármúla í byggingu. Áætlað er að sjálft hótelið taki til starfa næsta vor, en þar verða 120 herbergi, rnismunandi stór, þar af 6 svítur. í hótelinu verða auk þess tveir minni veitingastað- Morgunblaðið/RAX ir og ýmis þjónustustarfsemi, svo sem hárgreiðslustofa, líkamsrækt og ferðaskrifstofa. Sjá viðtal við Ólaf Laufdal á bls. 26 og 27. Arnarflug vill fljúga til Mílanó Fjárlagafrumvarpið samþykkt í ríkisstjórninni: Framlög til félags- og menntamála hækka Niðurstöðutölur 60 milljarðar og hallinn 1,2 milljarðar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár á fundi í gærmorgun. Eru niðurstöðutölur þess 60 milljarðar króna og gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn verði ‘/2% af lands- framleiðslu eða um 1,2 milljarðar króna. Fjármálaráðherra segir að samkvæmt frumvarpinu hækki framlög hlutfallslega til fé- lags-, mennta- og heilbrigðismála en dregið verði úr millifærslum úr ríkissjóði til atvinnuveganna og niðurgreiðslum til landbúnaðar. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði í gær að á lokasprettinum hefði tekist að lækka útgjöld frá því sem áður hafði verið áformað, með því að allir bæru skarðan hlut frá borði. Sérstök tillaga var samþykkt um 600 milljarða niðurskurð útgjalda sem dreifist á öll ráðuneytin jafnt. Jón sagði að í þessari síðustu lotu hefði mest lækkun orðið á framlög- um til húsnæðismála, en samt væri gert ráð fyrir í frumvarpinu að þau yrðu aukin verulega. í tekjuöflunarhliðinni vægi þyngst breyting á söluskattskerfínu en þar væri ætlunin að draga verulega úr undanþágum frá söluskatti. Eirinig er gert ráð fyrir að launa- skattur leggist á atvinnugreinar og fyrirtæki. Jón Baldvin vildi ekki nefna töl- ur úr frumvarpinu þar sem frá- gangi þess væri ekki lokið og því lægju samanburðartölur ekki fyrir. í stórum dráttum mætti þó segja að veruleg aukning væri á framlög- um til félagsmála, menntamála og heilbrigðismála en dregið verulega úr miilifærslum af hálfu ríkissjóðs til atvinnuveganna. Gert er ráð fyrir að framlag til niðurgreiðslna í landbúnaði verði það sama og á síðustu flárlögum, eða 1.360 millj- ónir króna sem þýðir talsverða lækkun að raungildi. Jón sagði ennfremur að til grundvallar þessu frumvarpi væru lagðar allar samningsbundnar launahækkanir út árið 1988. Einn- ig væri safnliður í frumvarpinu til að mæta hugsanlegum hækkunum á kjarasamningum. Jón sagðist telja að með þessum fjárlögum hefði hann verið að gera átak gegn verðbólgu og nú þyrfti að fylgja því eftir með því að herða tökin á lánsíjármarkaðnum. Launahækkanir hefðu síðan ver- ið sá útgjaldaliður sem mest hefði hækkað í fjárlögunum. Því taldi hann ekki skynsamlegt frá sjónar- hóli launþega að laun hækkuðu 1. október til jafns við það sem vísitalan mældi. Jón sagði síðan aðspurður að þjóðarbúið réði ekki við 7,23% launahækkun um næstu mánaðarmót og slíkt myndi kalla á einhver viðbrögð til að koma í veg fyrir þá stórauknu neyslu, við- skiptahalla og álag á gengið sem því yrði samfara. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði við Morgunblaðið að keppikeflið hefði verið að ná stóru skrefi í áttina að draga úr ríkis- sjóðshallanum. Með þessari af- greiðslu tækist að ná jöfnuði í ríkisrekstrinum á þremur árum eins og markmið ríkisstjómarinnar er og þetta frumvarp væri verulega stórt upphafsskref. Hins vegar hefðu menn gjaman viljað sjá meira aðhald á útgjöldum en heild- amiðurstaðan væri mjög viðun- andi. Verðlagsráð kærir auglýsingar Sólar VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fundi sinum í gærdag að leggja fram kæru á hendur fyrirtækinu Sól hf. Telur ráðið að auglýsing um fundarlaun fyrir gosdós bijóti í bága við lög um óréttmæta við- skiptahætti og neytendavernd. Sól hefur að undanfömu auglýst eftir dós af gosi með framleiðslunúm- erinu 1.000.000. Finnanda er heitið eitthundrað þúsund króna verðlaun- um. Að mati verðlagsráðs er ekki leyfílegt að auglýsa vöru með þessum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.