Morgunblaðið - 24.10.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.10.1987, Qupperneq 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK Fjárlagahallinn í Baiidaríkjunum: Reagan ræðst gegn bruðli þingmanna New York, Washington, London, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti gagnrýndi í gœr þingmenn fyr- ir að vilja koma á skattahækkunum og sakaði þá um að vilja rétta fjárlagahalla Bandaríkjanna af með þeim hætti í stað þess að skera niður útgjöld. Kom þessi yfirlýsing á óvart því tæpum sólarhring áður hafði Reagan lýst sig reiðubúinn til viðræðna við þingmenn um leiðir til að draga úr fjárlagahallanum. Hlutabréf á verðbréfa- markaðinum i New York hækkuðu í verði í gær og telja sérfræðingar að það megi að hluta til rekja til yfirlýsingar Reagans á blaðamanna- fundi á fimmtudag. Howard Baker, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, sagði í gær að hann væri vongóður um að forset- inn og þingmenn myndu ná samkomulagi um leiðir til að draga úr fjárlagahalla ríkissjóðs í næstu viku. Er almennt talið að Reagan neyðist til að samþykkja einhveijar skattahækkanir sökum þessa. Sérfræðingar á verðbréfamark- aðinum í Wall Street í New York voru sammála um að stöðugleiki •• Oldungadeild- in hafnar Bork væri aftur að komast á í hlutabréfa- viðskiptum. Dow-Jones-verðbréfa- vísitalan hækkaði um 20 stig. Hins vegar féll Bandaríkjadollar gagn- vart mörgum helstu Evrópumynt- um á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu og Japan og voru sérfræðingar al- mennt þeirrar skoðunar að staða dollars yrði veik þar til fjárlagahall- inn hefði verið réttur af og töldu þeir yfirlýsingar Reagans ekki sannfærandi. Hlutabréf lækkuðu einnig I verði á verðbréfamörkuðum í Evrópu og Asíu. Sjá einnig „Engin merki um. . . “ á bls. 30. Reuter Táknræn kjarabarátta Slökkviliðsmenn í Brttssel, höfuðborg Belgiu, lögðu eld í sorphaug á götu einni í miðborginni í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar um kauphækkanir. Ennfremur telja þeir brýnt að slökkviliðsmönnum verði fjölgað og tækjabúnað- ur bættur. Slökkviliðsmennirnir slökktu að sjálfsögðu eldinn áður en þeir sneru á ný til skyldustarfa sinna. Washington, Reuter. LÍKT og búist hafði verið við hafnaði öldungadeild Bandarikja- þings { gær tilnefningu Roberts Bork til embættis dómara hæsta- réttar. 42 þingmenn studdu Bork en 58 greiddu atkvæði gegn hon- um. Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá því Ronald Reagan Bandaríkjaforseti útnefndi Bork til embættisins. Hafði forsetinn lýst Bork manna hæfastan til að gegna starfi þessu og er þetta talið nokkuð áfall fyrir forsetann þó svo að lengi hafi verið ljóst að þing- menn myndu ekki fallast á skipun hans. Afvopnunarviðræður risaveldanna: Sovétmenn selja ný skil- yrði fyrir leiðtogafundi Sovétríkin: íhuga að birta ljóð Brodskýs Moskvu, Reuter. TALSMAÐUR sovéska utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í gær að ritstjórar bókmenntatímarits- ins Novy Mir hefðu i hyggju að birta úrval ljóða eftir rússneska ljóðskáldið Josef Brodský, sem á fimmtudag var sæmdur bók- menntaverðlaunum Nóbels. Fram að þessu hafa ritstjórar sovéskra bókmenntatímarita hundsað skáldskap Brodskýs en honum var vísað úr landi árið 1972 eftir að hafa verið vistaður í vinnu- búðum vegna baráttu sinnar fyrir andlegu frelsi 5 Sovétríkjunum. Tvö sovésk tímarit birtu í gær greinar þar sem menningarlegri stöðu Stalín-tímabilsins er lýst. í grein í mánaðarritinu Znamya var Andrei Zhdanov, einn nánasti að- stoðarmaður Jósefs Stalín, for- dæmdur fyrir að hafa komið í veg fyrir að hæfileikamenn fengju að njóta sín sem hefði leitt til „andlegr- ar stöðnunar" og orsakað þjóðfél- agslega hrömun. Sjá ennfremur forystugrein og grein á miðopnu blaðsins. Moskvu, Reuter. Utanríkisráðherrum risaveld- anna tókst ekki að ganga frá lokadrögum samkomulags um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjarnorkuflauga á fundi þeirra í Moskvu sem lauk í gær. Stefnt hafði verið að því greiða úr ágreiningsefnum varðandi samning þennan svo og að ákveða dagsetningu næsta leið- togafundar. Það tókst ekki heldur og sagði George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að svo virtist sem Mikhail Gorbachev væri enn ekki tilbúinn til að eiga fund með Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta. Eduard Shevardnadze, utanrikisráðherra Sovétrikj- anna, sagði að fyrir yrðu að liggja drög að samkomulagi um geimvarnir og langdrægar eld- flaugar áður en leiðtogarnir kæmu saman til fundar að nýju. Shultz boðaði til blaðamanna- fundar í Moskvu áður en hann hélt til Briissel til að skýra embættis- mönnum aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins frá gangi viðræðn- anna. Shultz gaf til kynna að Sovétstjómin vildi að fyrir lægju drög að samkomulagi um fækkun langdrægra kjaraorkuflauga á landi og geimvamir áður en boðað yrði til næsta leiðtogafundar. Shultz þótti fremur brúnaþungur á fundin- um og gat hann þess sérstaklega að stefnt hefði verið að því að ákveða dagsetningu næsta leið- Frumvarp lagt fyrir Bandaríkjaþing: Skyldubundið eftirlit með sjávarafurðum tekið upp PATRICK Leahy, formaður landbúnaðamefndar öldungadeildar Bandarikjaþings, lagði í gær fram frumvarp um skyldubundið eftir- lit með matvælum. Leahy kynnti frumvarpið á blaðamannafundi i Washington i gær og sagði að í frumvarpinu væri kveðið á um að allur fiskur og skelfiskur, sem seldur er f Bandaríkjunum, verði skoðaður og athugað hvort i honum finnist ormar eða sníklar. Framvarpið nær einnig til inn- flutts fisks, enda era aðeins 40 prósent fisks, sem neytt er i Banda- ríkjunum, veidd heima fyrir. Samtök 20 neytendasamtaka hafa um nokkurt skeið þrýst mjög á Bandarikjaþing um að innleiða skyldubundið eftirlit með sjávaraf- urðum til manneldis. Barátta samtakanna hófst vegna fullyrð- inga um að aukin mengun í hafi og skaðlegir sýklar í físki gætu valdið alvarlegum sjúkdómum. í frumvarpinu, sem búast má við að Bandaríkjaþing samþykki eftir þijá til sex mánuði, segir að banda- ríska viðskiptaráðuneytið skuli hafa yfiramsjón með áætlun um að greina skaðvænlega sýkla með þvi að taka sýni úr físki eftir tölfræði- legum aðferðum. Til þessa hafa engar reglur gilt um eftirlit með sjávarafurðum, sem seldar era til manneldis í Banda- ríkjunum en árlega neyta Banda- ríkjamenn 1,5 milljóna tonna af fiski. Framvarpið fer fyrir nefndir bæði öldunga- og fulltrúadeildar og verður að lokum afgreitt af báðum deildum sameiginlega. togafundar en það ekki tekist. Hann hitti Gorbachev að máli og sagði Shultz að Sovétleiðtoginn hefði full- vissað sig að hann vildi eiga fund með Reagan í Bandaríkjunum á þessu ári, reyndist það mögulegt. Shultz lagði áherslu á að nokkuð hefði miðað í samkomulagsátt varð- andi útrýmingu meðal- og skamm- drægra kjamorkuflauga á landi en utanríkisráðherramir náðu bráða- birgðasamkomulagi um flaugar þessar á fundi í Washington í síðasta mánuði. Sagði hann að þau ágreiningsefni sem enn væra óleyst vörðuðu einkum eftirlitsþáttinn. Staðfesti hann einnig orðróm þess efnis að lagðar hefðu verið fram nýjar tillögur um fækkun lang- drægra kjamorkuflauga Shevardnadze tók einnig til máls á blaðamannafundinum og sagði hann að ágreiningurinn hefði eink- um varðað geimvopn og takmark- anir við gagneldflaugakerfum en stórveldin gerðu með sér samkomu- lag í þá vera árið 1972. „Mér þykir leitt að þurfa að skýra frá því að bandaríska sendinefndin var ekki tilbúin til að eiga uppbyggilegar viðræður um þetta atriði," sagði hann. Bætti hann því við að Sovét- menn væra eftir sem áður reiðubún- ir til að fallast á útrýmingu meðal- og skammdrægra flauga þrátt fyrir þetta en það samkomulag yrði þá ekki undirritað á fundi leiðtoga risa- veldanna heldur á öðrum vettvangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.