Morgunblaðið - 24.10.1987, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
ítrekað að dagskrá sjón-
varps verði ekki of löng
Útvarpsstjóri segir ljóst að þrengt verði að rekstrinum
„ÉG hef itrekað þau markmið að
stefna beri að þvi að dagskrá sjón-
varps ljúki ekki síðar en kl. 22.30
virka daga, enda höfum við nú
fjárlagafrumvarp og af þvi er
ljóst að þrengt verður að rekstri
Rikisútvarpsins, nái það fram að
ganga óbreytt,“ sagði Markús Örn
„ÞAÐ er nú verið að vinna að því
að sameina íþróttadeildir sjón-
varps og útvarps og munu stíirfs-
menn vinna jöfnum höndum að
fréttum fyrir báða fjölmiðlana,"
sagði Markús Örn Antonsson, út-
varpsstjóri.
Markús sagði, að sameining deild-
anna hefði verið til umræðu lengi.
„Nú eru hugmyndir um sameining-
una fullmótaðar og mun Rúnar
Gunnarsson hafa umsjón með
Antonsson, útvarpsstjóri. Hann
hefur sent starfmönnum sjón-
varpsins bréf, þar sem þessi
stefna er ítrekuð.
Markús sagði, að á föstudögum
ætti að stefna að því að dagskrá sjón-
varps lyki um miðnættið og á
henni," sagði hann. „Rúnar hefur
áður stjómað útsendingum á íþrótta-
þáttum sjónvarps. Starfsmenn verða
áfram hinir sömu, en munu nú ganga
á milli miðlanna. Þannig getur fólk
átt von á að heyra í Bjarna Felixsyni
í útvarpi og sjá Samúel Öm Erlings-
son á skjánum. Ég er þess fullviss
að með þessu nýja fýrirkomulagi
verður til dæmis umfjöllun miðlanna
tveggja um stórleiki og mót sam-
ræmdari en áður hefur verið."
laugardögum ekki síðar en kl. hálf
eitt um nóttina. „Við höfum fylgt
þessari stefnu og ég taldi ástæðu til
að árétta hana,“ sagði hann. „Það
hefur komið iðulega fyrir síðustu vik-
ur að dagskrá sjónvarps virka daga
standi fram yfír miðnætti, en það
kom fram í fjölmiðlakönnun Félaesví-
sindastofnunar að fáir horfa á
sjónvarp svo síðla kvölds. Nú emm
við að búa okkur undir að gera dag-
skráráætlun fyrir fyrstu mánuði
næsta árs og af fjárlagafrumvarpi
er ljóst, að við verðum að draga sam-
an frá síðustu vikum."
Markús var inntur eftir því hvort
tímamörk þessi væru ekki í andstöðu
við samkeppni sjónvarpsins við Stöð
2. „Nei, alls ekki, við höfum enga
ástæðu til að hlaupa upp til handa
og fóta og hafa dagskrá fram á nótt,
því áhorfendur eru þá mjög fáir,“
svaraði hann. „Það er alls ekki höfuð-
atriði að teygja útsendingartímann,
heldur rejma fremur að bjóða upp á
gott efni.“
Ríkisútvarp og sjónvarp:
íþróttafréttir undir einn hatt
VEÐUR
I DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurslofa Islands
y j/ (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 24.10.87
YFIRLIT á hádegi í gær Um 30 kíiómetra norður af Melrakka-
sléttu er minnkandi 1002 millibara lægð sem þokast norður en
haeðarhryggur skammt vestur af landinu hreyfist austur. Skammt
suður af Hvarfi er vaxandi 963 millibara lægð á leið norðaustur. Á
morgun hlýnar ( veðri, einkum Noröanlands.
SPÁ: í dag verður hvöss sunnan- og suðaustanátt með rigningu
víða um land einkum á Suöur- og Vesturlandi. Síödegis snýst vind-
ur til suðvesturs með skúrum suðvestanlands. Hiti 6—10 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Suðlæg átt. Skúrir eða slyddu-
él um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu norðaustan-
lands. Hiti 2—4 stig vestantil á landinu en 6—7 stig austantil.
•á
-á
_ , x Norðan, 4 vindstig: 10 1 Hitastig:
rv; ' Vindörin sýnir vind- 0 gráður á Celsíus
Heiðskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir
er 2 vindstig. ' y Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / — Þokumóða
Hálfskýjað * / * 5 Súld
Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistm
* * * 4 Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * R Þrumuveður
xn. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl vsftur Akureyrl 4 rlgnlng Reykjavik 4 léttakýjað
Bergen 7 rignlng
Helslnki 4 hálfskýjað
Jan Mayen 4 þokumóða
Kaupmannah. 11 þokumóða
Narasaraauaq 7 skúr
Nuuk 0 snjókoma
Osló 7 alskýjað
Stokkhólmur 8 rignlng
Þórshöfn 8 lóttskýjað
Algarvo 18 léttskýjað
Amsterdam 12 mlatur
Aþena 12
Barcelona 20 akýjað
Beriín 11 skýjað
Chlcago +1 helðsklrt
Feneyjar vantar
Frankfurt 11 alskýjað
Glasgow 8 reykur
Hamborg 8 þokaás.klst.
Las Palmas vantar
London 10 mlstur
Los Angeles 18 Mttskýjað
Lúxemborg 8 rignlng
Madrid 13 •kýjeð
Malaga 21 alskýjaö
Mallorca 24 léttskýjað
Montreal 2 rignlng
NewYork 11 skýjað
Paris vantar
Róm vantar
Vín 12 mlstur
Washlngton 8 léttskýjað
Wlnnipeg +1 snjókoma
Ohugnanlegar mynd-
ir í tyggjópökkum
VERSLANIR í Reykjavík sejja
nú sumar hverjar tyggjópakka,
sem innihalda, auk tuggnnnar,
myndir sem börn safna. Myndir
þessar þykja heldur ógeðslegar
og hafa sumir verslunareigend-
ur neitað að sejja pakkana.
Á öllum myndunum eru teikn-
ingar af bömum, sem kallast
„mslafötubömin" (garbage pail
kids). Sem dæmi um myndir þess-
ar má nefna að á einni sést
drengur, sem er útbúinn eins og
kvikmyndahetjan Rambó, eða
með alvæpni. Á annarri hefur
telpa lagt höfuðið á höggstokk
og þriðja myndin sýnir „klikkaða
Lenny“, sem er froðufellandi og
í spennitreyju í bólstmðu her-
bergi. Ekki minnkar óhugnaður-
inn þegar mynd, sem er númemð
5b, er skoðuð. Þar er fremur óynd-
isleg vera að krafla sig upp úr
gröf í kirkjugarði. Miðað við upp-
lýsingar, sem koma fram á einu
spjaldanna, em til 82 mismunandi
útgáfur af þeim. Þau em upp-
mnnin í Bandaríkjunum og em
allar áletranir á þeim á ensku.
Aftan á spjöldum þessum era
eins konar eyðublöð, sem bömin
geta ritað nafn sitt á. Þar með
hafa þau öðlast rétt til að „aka
bifreið eins og bfyálæðingur", svo
dæmi sé tekið. Á því eyðublaði
segir meðal annars: „Þetta
skírteini veitir þér rétt til að aka
á gangstéttum til að forðast um-
ferð, til að aka viðstöðulaust
framhjá stöðvunarskyldumerki,
svo framarlega sem þú þeytir
flautuna, til að aka á bifreið með
léiegum hjólbörðum að því til-
skyldu að þú sért viss um að
hemlamir séu lélegir, og til að aka
yfir vindubrú þegar hún er uppi.“
Ólíklegt er að lögreglan, sem
nú gerir sérstakt átak til að reyna
að bæta umferðina, telji slíkt akst-
urslag til fyrirmyndar.
Smábögglar með hassi
STARFSMENN ffkniefnadeildar
lögreglunnar í Reykjavik hand-
tóku á fimmtudag fólk, sem varð
uppvíst að því að smygla hassi til
landsins.
í póstmiðstöðinni við Ármúla í
Reykjavík vöktu tveir bögglar at-
hygli starfsmanna. í öðmm þeirra
reyndust vera 40 grömm af hassi og
handtók lögreglan eigandann, konu,
á heimili hennar. í hinum pakkanum
vom tæp 10 grömm af hassi og var
eigandi þess handtekinn þegar hann
vitjaði pakkans. Bæði konan og mað-
urinn hafa áður komið við sögu hjá
fíkniefnalögreglunni. Mál þeirra em
upplýst að fullu.
Að sögn lögreglu er algengt að
fíkniefni séu falin í smábögglum og
send til landsins. Oft er þá magn
efnisins í minna lagi.
Ný skáldsaga eftir
Svövu Jakobsdóttur
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur
sent frá sér nýja skáldsögu efdr
Svövu Jakobsdóttur sem nefnist
Gunnlaðar saga. Þetta er önnur
skáldsaga Svövu en „Leigjandinn"
kom út árið 1969 og auk þess
hafa á liðnum árum komið frá
henni smásagnasöfn og leikrit.
Um efni Gunnlaðar sögu segir
m.a. á kápubaki: „Ung íslensk stúlka
er tekin höndum í Þjóðminjasafni
Dana þar sem hún stendur við brot-
inn sýningarglugga með forsögulegt
gullker í höndunum — þjóðardýrgrip
sem á engan sinn líka í veröldinni.
Móðir stúlkunnar fer til Kaupmanna-
hafiiar. Skýringar dótturinnar á
verknaðinum hrinda af stað óyæntri
atburðarás svo að dvöl móðurinnar
verður önnur en hún hugði. Ekki
einasta kynnist hún óvenjulegu fólki
og framandi umhverfí heldur verður
ferð hennar jafnframt leiðangur í
forsögulegan tíma þar sem hún er
leidd inn í goðsöguna um Gunnlöðu
sem gætti skáldskaparmjaðar-
ins . . . Þetta er í senn saga um
ást, svik, trúnað, sekt og sakleysi —
Svava Jabsdóttir
saga um mátt skáldskaparins til að
snúa heimi af helbraut og hefla nýj-
an óð til Iffsins . . .“
Gunnlaðar saga er 196 bls. og
unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
Ragnheiður Kristjánsdóttir hjá AUK
hf. hannaði kápu.