Morgunblaðið - 24.10.1987, Side 7

Morgunblaðið - 24.10.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 7 Samskiptamál innan ríkis- stíórnar rædd FORMENN r ikisstj ómarflok- kanna ræddu um samskiptamál innan stjórnarinnar á stuttum fundi fyrir ríkisstjómarfund á fimmtudag. Einnig var málið tekið upp á ríkisstjómarfundin- um og verður í framhaldi af því rætt í þingflokkunum. Ástæðan er yfirlýsingar sem einstakir stjómarþingmenn hafa gefíð í fjölmiðlum um ýmis mál undan- fama daga. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði við Morgunblaðið að síðustu daga hefðu ýmis mál borið þannig upp að ekki gæti samrýmst góðri skipan á stjómarheimilinu. Þannig hefðu stjómarþingmenn gefið út yfirlýsingar í fjölmiðlum sem væru ekki hollar fyrir stjómar- samstarfið. Þorsteinn sagði flokksformenn- ina ekki hafa séð nein efiiisleg rök fyrir að brestur væri í stjómarsam- starfínu og þvf ástæðulaust að láta einhver slys draga upp slíka mynd. Forseti íslands og ríkisstjóra Þorsteins Pálssonar Nánara sam- starf björg- unaraðila í sjónmáli JÓN Sigurðsson dómsmálaráð- herra segist telja að skilningur sé að aukast á nauðsyn nánara samstarfs þeirra aðila sem sjá um björgunarstöf hér á landi og einnig sé mikilvægt að koma á skipulegu björgunarsamstarfí við nágrannalöndin við Norður- Atlantshaf. Dómsmálaráðherra mun í þessu sambandi kailað eft- ir áliti nefndar sem unnið hefur talsvert lengi að úttekt á björg- unarmálum Landhelgisgæslunn- ar. Jón Sigurðsson sagðist í samtali við Morgunblaðið vona að nánara samstarf takist á næstunni milli Landhelgisgæslunnar, Slysavama- félagsins og björgunarsveita þess, Flugmálastjómar, Almannavama og björgunarmanna vamarliðsins um skipulag björgunarstarfa hér. Raunar þyrfti einnig að koma á skipulegu björgunarsamstarfi við nágrannalöndin við N-Atlantshafið og koma fastara formi á tilkynn- ingaskyldu og miðlun upplýsinga. Þegar Jón var spurður álits á kröfum sjómanna um að Land- helgisgæslunni verði gert kleift að eignast mun stærri og afkastameiri björgunarþyrlu en nú er til, sagði hann að slíkt væri ekki á döfinni þó alltaf mætti bæta þann búnað sem fyrir er. Hinsvegar væri björg- unarhlutverk Gæslunnar verulega stórt í heíISarmynd björgunarmála hér á landi og sagðist Jón hafa rætt þessi mál við forstjóra og flug- menn Gæslunnar svo og sjómenn. Einnig sagðist hann ætla að kalla eftir áliti nefndar sem starfað hefði í nokkur ár og á að §alla um skipu- lag og hlutverk Landhelgisgæsl- unnar. Smygl finnst í Hofsjökli KOMIST hefur upp um smygl á 364 lítrum af áfengi úr Hofs- jökli á ísafirði og í Bolungarvík. Síðastliðinn þriðjudag komst upp um verulegt smygl úr skipinu og á fimmtudag fimndust að auki 112 lítrar af áfengi á ísafirði. Samtals hafa því fundist 364 lítrar og hafa þrír aðilar viðurkennt að hafa átt áfengið. Þá hefur einn aðili viður- kennt að hafa annast dreifíngu smyglsins, meðal annars til Reykjavíkur frá Bolungarvík. Úrvals skíðaferðir í bestu skíðalönd Evrópu! BADGASTEIN í Austurríki Badgastein er í Gastein dalnum, sem er eitt kunnasta vetraríþróttasuœði Alpanna. Badgastein er ekki aðeins þekktur fyrir stórkostíegar skíðabrekkur heldur líka fyrir heitar vatnsuppsprettur. Petta tvennt, öðru fremur, gerir Badgastein að draumastað þeirra sem vilja endurnýja kraflana um leið ogþeirslaka á. Skíðalöndin í Badgastein henta öllum, jafnt byrjendum sem reyndum skíðagörp- um. Badgastein býður upp á fjölbreytta dœgradvöl og fjölskrúðugt nœturlíf. Við bjóðum Urvals gististaði við hæfi hvers og eins. Brottfarardagar: 23.jan. '88 - 2 vikur. 6. feb. ’88 - 2 vikur. 20. feb. ’88-2vikur. Verð frá kr. 32.900 Innifalið í verði: Flugfar, akstur til og frá flugvelli erlendis og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði. Bókaðu þig sem fyrst í skíðabrekkurnar í Badgaslein. í Frakklandi Meribel er staðsett miðsvœðis í „Dölun■ um þremur,“ einu stœrsta skíðasvœði heims, þar sem eru um 500 km afskíða- brekkum og 200 lyftur. Þar finnurþú allar tegundir afskíða- brekkum m.a. sérstakar brekkur með púðursnjó. Snjórinn á þessu svœði helst alveg einstaklega góður langt fram á vor. íbúðahótelið sem við bjóðum heitir Residences Orion og er i miðjum bænum Meribel. Þar hefurðu skíðalyfturnar nánast við hóteldyrnar. í Meribel er fjölskrúðugt nœturlíf, fjöldi veitingahúsa og diskóteka. Brottför: 5. mars í 2 vikur. 2 í studio íbúð, verð kr. 45.414 39.360 3 í studio íbúð, verð kr. Innifalið í verði: Flugfar, gisting og flutningur til og frá flugvelli erlendis. Renndu uið eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Að sjálfsögðu bjóðum við líka ferðir til þeirra skíðasvæða sem eru á vetraráœtlun Flugleiða. FERDASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.