Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 24.10.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 „Nemendur mínir eru kannski góðir, því þeir eru ekki eftirlíkingar“ Úr tónlistarlffinu Sigrún Davíðsdóttir Jorma Panula á pailinum. Sellóleikarinn lengst t.v. er eini íslenzki nemandi skóians, Gunnhildur Gísladóttir. Viðtal við finnska stjórnandann Jorma Panula Við fyrstu sýn virðist Jorm Pan- ula öldungis formálalaus maður. Æfing hjá honum sem stjómanda nemendahljómsveitar konunglega danska tónlistarháskólans í Kaup- mannahöfn átti að byija kl. 15.15 og kl. 15.15 hljóp hann léttum skrefum upp tröppumar, lágvaxinn og rösklegur, ekki með neinn æði- bunugang, stikaði inn í salinn, fór úr frakkanum á leiðinni, vatt sér upp á pallinn, „Voila", og byijaði að stjóma 3. sinfóníu Brahms. Panula er finnskur, kennir sem stendur hljómsveitarstjómun við Síbelíusar-akademíuna í Helsinki, auk þess að vera gestakennari í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Það er hann sem hefur verið aðal- kennari þessara ungu, fínnsku stjómenda, sem hafa dregið svo mjög að sér athyglina í tónlistar- heiminum undanfarin ár. Og hann kenndi tilvonandi aðalstjómanda Sinfóníunnar okkar, Petri Sakari. Panula lærði á fiðlu, en svo líka stjómun hjá manni, sem var á sínum tíma aðalstjómandi finnsku óperunnar og hafði verið hjá Síbelí- usi á sínum tíma, maestro af gamla skólanum. Svo kom Panula við hjá Franco Ferrara og Albert Wolf, sem var stjómandi hjá Opéra Comique í París. í Hilversum í Hollandi eru árlega haldin fimm vikna stjóm- endanámskeið. Þar var Panula og sendir líka nemendur sína gjaman þangað. Bærinn er eiginlega út- varpsbær og þar eru þijár hljóm- sveitir. Fyrstu tvær vikumar er unnið með strengjakvintett og píanói, síðan stærri og stærri hljóm- sveitum og að lokum fá stjómenda- spímmar sinfóníuhljómsveit af stærstu gerð undir sína stjóm. í Finnlandi hefur Panula skrifað leikhústónlist og stjómað meðal annars ópemnni í Helsinki og verið stjómandi Fflharmóníunnar í Hels- inki í 7 ár. Má ekki lengur vera, segir Panula, bæði vegna hljóm- sveitarinnar og stjómandans. Eftir þennan tíma hefur hann ekki lengur nauðsynlegan nýjungakraft og þarf að breyta til. Nú hefur Panula ver- ið í lausamennsku í 15 ár, kennt og stjómað hér og þar. Þann 1. september í ár fékk hann upp í hendumar splunkunýja kammer- sveit í Esbo, úthverfi Helsinki. 28 strengir og blásarakvintett, sem ríkið greiðir fyrir. Beztu ungu hljóð- færaleikarar, sem völ er á, segir stjómandinn. Fram í marz fá þau tíma til að spila sig saman, en þá verða fyrstu tónleikamir og síðan á þriggja vikna fresti yfir starfs- árið. Forvitnilegt að fylgjast með þessu framtaki. Panula notar hendumar mikið þegar hann stjómar, ekki sprota, og þær em greinilega orðnar vanar að tala fyrir hann. Þeim, sem finnst að stjómendur noti alltaf sömu hreyfingamar, ættu að sjá til Pan- ula á pallinum. Engin eilífðarinnar þríslög, heldur hefur hann komið sér upp heilu handrófí. Svo notar hann laglínur og hljóð til að koma krökkunum í skilning um hvemig Brahms eigi að hljóma. Hljóð, ekki ósvipuð þeim sem böm nota þegar þau lýsa teiknimyndasögum, ótrú- lega fjölbreytt. Orðin em fá, en koma úr ítölsku og frönsku, auk sænskunnar. Smáorð em of tíma- frek, svo þeim er að mestu sleppt. Og öllu þessu fylgja fima snöggar hreyfingar, sem oft em greinilega ætlaðar til að hrista upp í krökkun- um, og margvísleg svipbrigði. Svo Panula er ekki aðeins formálalaus, heldur að miklu leyti flutt á svið handan við tungumálið. Og þó ekki alveg... Hér á eftir stiklar hann á stóm um hljómsveitarstjómun. — Þú ert undrasnöggur á æfíng- um. Þessi hraði, er hann nauðsyn- legur? „Það er gott fyrir stjómandann að vinna hratt, svo hljómsveitin lognist ekki út af, heldur einbeiti sér. Hraði heldur athygii hljóm- sveitarinnar vakandi. Það er engin ástæða til að eyða mörgum orðum á verkin, því tími hljómsveitarinnar er mjög dýrmæt- ur. Hún á bara að spila og stjóm- andinn að leiða hana áfram. Fyrst skiptir máli að hún nái verkinu í heild og þá er hægt að einbeita sér að smáatriðunum. Þetta er eðlileg aðferð, rökrétt að fara sífellt lengra og lengra og dýpra inn í tónlistina." — Þú notar ekki hefðbundin slög þegar þú stjómar og ekki sprota. Einhver ástæða fyrir þessu? „Ég legg áherslu á að hljómsveit- in hlusti og horfi, noti bæði augu og eym. Þá finnst mér slögin ein- göngu of takmörkuð. Og einmitt af því að hlustunin skiptir svo miklu máli, þá slæ ég ekki þagnimar. — Það er mikilvægt að hljóm- sveitarstjóri hjálpi hljómsveitinni áfram, leiði hana og styðji og til þess finnst mér bezt að nota hend- umar.“ Panula hefur verið viðloðandi kennslu í mörg ár. Nú liggur fyrir tillaga frá honum til athugunar í tónlistarháskólanum í Helsinki, Osló, Stokkhólmi og Kaupmanna- höfn um samnorræna stjómenda- akademíu, sem stæði eitt ár. Inn í hana yrði tekinn einn frá hveiju landi. Það yrði byijað í september í einu landi, unnið þar í mánuð með hljómsveitum, síðan mánaðar hlé til að hugsa og melta, þá aftur mánuður í næsta landi, hlé og svo koll af kolli, þar til búið væri að Langholtskórinn hefur nú í mörg ár sett svip sinn á tónlistarlífið í Reykjavík og ætlar greinilega ekki að láta deigan síga, því sunnudag- inn 1. nóvember heldur kórinn Bach-tónleika, flytur þijár kantötur hans. Það er sú 8., með íslenzkum texta, þýddum af sr. Kristjáni Val Ingólfssyni á Grenjaðarstað, nr. 106, Actus tragicus og 161. kant- ata, frumflutt. Einsöngvarar em Gunnar Guðbjömsson, Kristinn Sig- mundsson og Hrönn Hafliðadóttir. Kammersveit spilar undir á barokk- vera mánuð á hveijum stað. í fyrstu viku á hveijum stað yrði þá unnið með lítilli atvinnuhljómsveit, síðan með skólahljómsveit og að lokum yrði leigð stór hljómsveit í tvær vik- ur. Þá yrði kallað til fjölmiðlafólk, sem fengi að fylgjast með. Þetta myndi líka velq'a athygh' á norrænni tónlist. Tillagan er sumsé í athug- un. Panula bætir við að vissulega kosti þetta peninga, kannski álíka mikið og góður flygill á hveijum stað, þama sé líka verið að fjár- festa í góðu fólki og það skili sér vel. — En hvemig velur Panula sér nemendur? „Ég hef ekki tíma fyrir nema góða nemendur, nemendur sem eru tilbúnir til að vinna mikið og ákaft. Þennan ákafa finn ég gjaman í fínnskum nemendum mínum, því hann er hluti af finnskum þjóðar- karakter. Til að komast að í stjómun í Síbelíusar-akademíunni þarf að taka próf. Fyrst kanna ég hversu hljóðfæraskipun er þeim ljós, með því að láta nemenduma gera nokkr- ar umskrifanir. Þetta segir heilmik- ið, því annaðhvort kann fólk þetta eða ekki. Ef þetta gengur að óskum, er komið að sjálfu inntökuprófínu, sem fer fram fyrir framan fímm manna dómnefnd. í henni eru konsert- meistari, utanaðkomandi stjóm- andi, blásari, rektor og ég. Ég spyr lítillega út í tónlistarsögu, en síðan er 10—15 mínútna hljómsveitaræf- ing, þar sem nemendumir em látnir stjóma æfingu á einhverri Vínar- klassík, gjaman Mozart eða Haydn. Það em þá einkum hlutir eins og mbató og hljómfall, tímaskyn, sem ég hlusta eftir. Við emm alltaf sam- mála eftir prófið. Hæfileikamir leyna sér ekki, sjázt eldsnöggt. Síðast komust inn þrír af sautján.“ — Hvemig dæmirðu stjómend- ur? „Eftir því hvort hann skilur mál tónskáldsins eða ekki, eftir því hvort hann lítur á sig sem miðil eða hljóðfæri, félagar úr Musica Antiqua, utan sá sem leikur á viólu da gamba kemur frá Englandi til að taka þátt í tónleikunum. Tónleikamir á sunnudag 1. nóv- ember em minningartónleikar, haldnir til minningar um látna kór- félaga. Við messu þennan dag flytur kórinn Actus tragicus, text- inn er huggunartexti, á vegum minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur, látins kórfélaga. Sjóður- inn var stofnaður af aðstandendum aðalatriði. Tónlistin er aðalatriðið, ekki „ég“ sjálfur. Eins og í öllum listum þá gildir að gleyma sjálfum sér, líta á sjálfan sig sem þjón. Mín túlkun? Hvaða máli skiptir hún. Það er tón- skáldið, sem er verið að leita eftir.“ — Hvað skiptir máli fyrir þá sem læra hljómsveitarstjómun? „Rétt eins og hljóðfæraleikari þarf að spila mikið til að ná valdi á hljóðfæri sínu, þá ríður á fyrir stjómunamema að fá að stjóma. Hljóðfæraleikari þarf að ná valdi á tækniatriðum og því nær hann ekki nema að spila. Sama á við um þann, sem er að læra að stjóma. í Hels- inki em tuttugu hljómsveitir, það er nóg til að nemendur þar eigi Guðlaugar til að stuðla að tónlistar- flutningi við messu í kirkjunni. Ef litið er lengra fram eftir vetri í kórstarfseminni má nefna að föst- um lið, jólasöngvunum, verður nú sjónvarpað beint. Á milli jóla og nýárs verður svo jólaóratoría Bachs flutt. Á næstunni kemur Jóhannesar- passían út á geisladiski í flutningi kórsins og þar með er kórinn fyrst- ur til að koma klassískri tónlist út á geisladiski hérlendis. Sannarlega myndarbragur á ... kost á góðri æfingu. í Finnalndi tíðkast að hljómsveitir kalli inn unga stjómendur, hjálpi þeim og leiðbeini. í skólanum em þeir tvisvar sinn- um fimm tíma á viku hjá mér með hljómsveit. Tímamir em teknir upp á myndband og ég fer þá vendilega yfir það með nemendum mínum eftir tímana. Þá er hægt að liggja yfír smáatriðum og velta vöngum. Það er mikilvægt að þeir séu vanir að spila í hljómsveit, kunni að hlusta á hana, heyri í hljómsveit- inni. Svo læt ég þá gera mikið af því að skrifa útsetningar, einmitt til að þeir kynnist hljómsveitinni. Ég tala mikið jrfir þeim, við vinn- um. Þeir verða að fínna sjálfa sig, ég get kannski eitthvað leitt þá í því, en svo er bara að kasta þeim út í vatnið og láta þá bjarga sér sjálfa. Raddskráin, partítúrinn, liggur fyrir. Það er bara að lesa hana, hlusta, finna eigin púls. Rétt og rangt? Það veit enginn. Það gildir að finna eigin leiðir upp á eigin spýtur, ekki apa eftir öðrum. Það er stundum talað um mis- munandi skóla í stjómun. Ég skil ekki svoleiðis tal. Menn eru ólíkir, hver með eigin púls, eigin takt. Það er ekki hægt að láta græða í sig annarra manna takt. Hver verður að fínna sína náttúrulegu hrynj- andi, finna hvað honum er eigin- legt.“ — Nemendur þínir eru býsna ólíkir. Á pallinum spannar þú sjálf- ur vítt svið, notar margvíslegar aðferðir, svo þó hver og einn taki smá bút frá þér, þá er af nógu að taka og ólíklegt að þeir grípi allir niður á sama stað. Áuðveldar það þeim að finna sig, að þeir hafa ekki of einhæfan, einhliða kennara? „Já, ætli megi ekki segja það.“ — Hefurðu samband við gamla nemendur? „Já, við reynum að hittast tvisvar á ári í sumarbústaðnum mínum, jól og vor. Förum þá í saunu saman, mjög mikilvægt, borðum mikið og vel, horfum á ný myndbönd með vinnu þeirra. Þama hittast nýir og gamlir nemendur." — Áttu eitthvert svar við af hveiju nemendur þínir eru svona góðir, af hveiju þeim vegnar vel? „Þeir hafa fundið sjálfa sig, eru ekki eftirlíkingar af einum né nein- um eða sporgöngumenn ann- arra...“ Langholtskórinn Bach-tónleikar Langholtskórsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.