Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 19
t
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
19
í Kringlunni
í dag
í dag er ekki bara fyrsti vetrar-
dagur, heldur líka tónlistardagur,
tileinkaður íslenzkri tónlist, svo það
verða ýmsar uppákomur víðs vegar
um bæinn.
Sinfóníuhljómsveitin ætlar að
fara út á meðal fólksins, spilar í
Kringlunni á milli kl. 12.30 og
13.30. Alveg rakið tækifæri til að
heyra hvemig heil hljómsveit hljóm-
ar, fyrir þá sem hafa lítil kynni af
því, og ekki sízt gráupplagt að leyfa
bömum að heyra í hljómsveitinni.
Böm alveg niður á annað ár falla
í stafi yfir öllu þessu fólki, öllum
þessum hljóðfæmm og svo öllum
þessum hljóðum, sannið þið til!
Efnisskráin ætti að koma hveij-
um manni í gott skap, 4. þáttur úr
9. sinfóníu Dvoráks, betur þekkt
undir nafninu Úr nýja heiminum,
forspil að 3. þætti óperunnar Loh-
engrin eftir Wagner, forleikurinn
að ópemnni Rúslan og Ljúdmfla
eftir Glinka, sannkölluð stuðmúsík
og ekkert lát á í Þmmum og elding-
um eftir valsakónginn Strauss. Þá
er komið fram á okkar tíma, lög
úr Vesturbæjarsögu, West Side
Stoiy, eftir Bemstein og fleira gott.
Það er Páll P. Pálsson sem stjóm-
ar, tæplega með neinum dauðyflis-
brag. Það er verzlanimar í
Kringlunni sem fengu þessa heilla-
hugmynd að kalla hljómfólk okkar
út þennan dag...
k------------------------—
að þessi grein sé einföld. Þar er
einmitt að finna mörg af háleitustu
og djúphugsuðustu verkum, sem
hafa verið samin. Og það er ekki
nema hálf sagan að hlusta einungis
á hljómsveitarverk jöfra eins og
Mozarts og Beethovens eða söngiög
Schuberts. Kammertónlist fyllir upp
f mynd einstakra tónskálda og tíma-
bila.
Það er einmitt þessi göfuga teg-
und tónlistar, sem Kammermúsfk-
klúbburinn hefur beitt sér fyrir að
væri flutt hér reglulega. Það er
engin spuming um að nyti klúbbs-
ins ekki við heyrðist kammertónlist
átakanlega sjaldan hér. Sinfóníu-
tónlist er flutt reglulega, einleikur
og söngtónlist sömuleiðis, en
kammertónlist er nauðsynlegur
þáttur í góðu og fjölbreyttu tónlist-
arlífi.
Áður en klúbburinn var stofiiað-
ur, hafði starfað klúbbur méð sama
nafiii, en hætt, svo lítill vettvangur
var fyrir þessa tónlist, þegar starf-
semin hófst. Þá, eins og enn,
starfaði Guðmundur W. Vilhjálms-
son ötullega að rekstrinum, en
Bjöm Ólafsson fiðluleikari og Ami
Kristjánsson píanóleikari vom list-
rænir ráðgjafar, auk þess sem þeir
spiluðu oft. Það em ekki nema
nokkur ár sfðan Ámi spilaði sfðast
hjá klúbbnum, þá ásamt Erling
Blöndal Bengtsyni, sem hefur oft
spilað á vegum klúbbsins. Hefur
meðal annars flutt þar allar ein-
leikssvítur Bachs hvorki meira né
minna en fjórum sinnum, þá tekið
tvö kvöld í senn í flutninginn.
Af öðmm merkum viðburðum í
sögu klúbbsins má nefna að í kring-
um 150. ártíð Beethovens 1977
fluttu þrír þýzkir kvartettar alla
strengjakvartetta hans á þremur
ámm. Þetta vom Sinnhoffer-kvart-
ettinn 1976, Márkl-kvartettinn
1977 og Arco-kvartettinn 1978.
Márkl hefur reyndar komið hingað
fjómm sinnum og Sinnhoffer fímm
sinnum. Og það var vissulega stór
stund í íslenzku tónlistarlífi, þegar
sá kvartett flutti fúgulist Bachs,
Die Kunst der Fuge, í einni heim-
sókn sinni á vegum klúbbsins,
ásamt Ragnari Bjömssyni orgel-
leikara. Það em ekki sízt hjónin
Wolfgang og Ásdís Stross fiðluleik-
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari.
ari, sem hafa verið hjálpleg við að
koma á sambandi við þýzku gest-
ina, með góðri aðstoð þýzka sendi-
ráðsins. Flugleiðir hafa einnig
liðkað til fyrir komu erlendra gesta.
Aðstandendur klúbbsins vilja
gjaman halda rekstrinum áfram á
svipuðum nótum og hingað til, en
það er svolftill bamingur, meðan
félagar em ekki fleiri en þeir em
nú, nokkuð á þriðja hundrað manns.
Að sögn Þórarins Guðnasonar, eins
stjómarmanna klúbbsins, hefiir
klúbburinn aðeins telqur af áskrift-
argjöldum, utan lítiliegan stuðning
frá ríki og bæ, sem er vissulega
þeginn með þökkum. Rekstrar-
kostnaður er sáralítill, aðeins
kostnaður af frímerkjum, húsnæði,
gíró og fjölritun. Önnur vinna er
unnin í sjálfboðavinnu, svo nánast
alir peningamir fara S að greiða
þeim ágætu listamönnum, sem
koma fram á vegum klúbbsins.
í fyrra hljóp á snærið fyrir
klúbbnum, þegar hann eignaðist
flygil. Honum var komið fyrir í
Bústaðakirkju, sem hefur í nokkur
ár verið aðaltónleikahús klúbbsins.
Húsráðendur þar vilja greinilega
styðja við tónlistarflutning, því þeir
leigja kirkjuna fyrir vægt verð.
Flygilkaupin vom fjármögnuð með
framlögum einstaklinga og fyrir-
tækja. Var vígt -með tilheyrandi
viðhöfn á tónleikum síðastliðið
haust af Halldóri Haraldssyni
píanóleikara. Þá léku með honum
sömu listamenn og nú, þau Guðný
Guðmundsdóttir fiðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari, en
Guðný hefur verið klúbbnum innan
handar í tónlistarefnum undanfarin
ár.
Á öðmm tónleikum klúbbsins í
vetur flytur japanskur kvintett verk
eftir Mozart, Haydn, Schumann og
hugsanlega japanskt verk. Þessir
tónleikar verða 29. desember. Á
þriðju tónleikunum, f febrúar, spila
saman þau Einar Jóhannesson
klarinettuleikari, Guðný og Gunnar,
ásamt bandarfskum píanóleikara,
meðal annárs verk eftir Mozart og
Brahms. Dagskrá Qórðu tónleik-
anna er ekki endanlega ákveðin.
Nú, þegar klúbburinn hefur
starfsemi sína á morgun, er von-
andi að sem flestir tónlistamnnend-
ur flölmenni f Bústaðakirkju, líka
þeir sem hingað til hafa verið hik-
andi við kammertónlist, þar er
vissulega eftir miklu og góðu að
slægjast.
Sólrún Bragadóttir fær
góða dóma í Þýskalandi
Japanski kvíntettinn, sem spilar þjá Kammermúsíkklúbbnum um
áramótin.
19. september var frumsýnd í
Kaiserslautem óperan La Bohéme,
hér f frásögur fræandi, því Mimi,
annað aðalhlutverkið, er sungið af
íslenzkri söngkonu, Sólrúnu
Bragadóttur. Gagniýnin er vægast
sagt ánægjuleg lesning. Um Sól-
rúnu og mótsöngvara hennar,
Walter Cuttino, er sagt að raddim-
ar séu fallegar, og bæði hafi sungið
jafnt, samhangandi, farið létt með
að binda tónana, syngja legato og
gert það rausnarlega. Auk þess
hafí þau átt auðvelt með að túlka
hlutverk sín. Þama em á ferðinni
söngvarar með góðar framtíðar-
horfur, segir svo.
Sýningin í heild fær lfka einkar
góða dóma. Ekki er það verra að
sá sem skrifar þetta er þekktur
gagnrýnandi f Þýskalandi, skrifar
reglulega í ópemtímarit þeirra,
Opemwelt, og ekki alltaf mjúklega.
Þar mun þessi dómur koma síðar.
í öðmm blaðadómi kveður við
sama góða tóninn. Sem Mimi ráði
Sólrún yfir örviðkvæmu píanó, veik-
um tónum, en geti án fyrirhafnar
blossað upp í forte, sterka tóna.
Auk þess leiki hún trúverðuglega.
Áheyrendur hafí ekki aðeins verið
Sólrún Bragadóttir
þakklátir fyrir sýninguna, heldur
frá sér numdir.
Fram til jóla syngur Sólrún Mim-
iu 12 sinnum, bseði í Kaiserslautem
og í nágrenni. Þeir sem eiga leið
um þessi hémð, ættu að gæta að
ópemdagskránni og athuga hvort
þeir geti ekki glatt sig við góða
sýningu og góða frammistöðu Sól-
rúnar.
Fyrstu tónleikar vetrarins á morgun
Á morgun, sunnúdag, em fyrstu
tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á
þessu starfsári, eins og áður er
nefnt hér í Tónlistarlífinu. Það er
því ekki úr vegi að fylgja þeim á
leið með því að segja frá starfsemi
klúbbsins, sem hélt upp á þrítugsaf-
mæli sitt á síðasta starfsári.
En einhvem veginn er það samt
svo, að þrátt fyrir nokkum aldur
virðast enn alltof fáir vita af starf-
semi klúbbsins eða hugleiða hvort
þama sé nú ekki éitthvað forvitni-
legt á ferðinni fyrir tónlistaráhuga-
fólk, sem það reyndar er. Kannski
að klúbbheitið vísi á lokaðan hóp.
En líklega höfðar kammermúsík
ekki til eins margra og til dæmis
sinfóníutónlist og óperur, sem er
svo vel sótt hér. Hvað um það, all-
ir, sem hafa áhuga, geta gengið í
klúbbinn, til dæmis á tónleikunum
á morgun. Þar með ættuð þið að
eiga nokkrar góðar kvöldstundir í
vændum í vetur.
Kammertónlist, stundum kölluð
stofutónlist í hrárri þýðingu, er tón-
list skrifuð fyrir litla hópa og var
áður oft samin til iðkunar í heima-
húsum eða fyrir litla sali í höllum
hefðarmanna. Einleiksverk teljast
sjaldnast til kammerverka, því aðal-
galdurinn og ánægja flytjenda felst
einmitt í því að spila saman, þannig
að öll hljóðfæri séu jafn rétthá.
Samspilið er meginmálið og það,
sem allt snýst um. Hljóðfærin geta
verið frá tveimur og upp í átta eða
níu, píanó, strengir, tréblásturs- og
stundum málmblásturshljóðfæri.
Það er áberandi að tónlistarfólk
talar sjálft oft um, að kammertón-
list veiti því einna mesta ánægju,
sem felst einmitt í að starfa með
öðrum og finna eitthvað verða til
sín í milli. Hálfgerður galdur...
og þess végna er líka svo gaman
að horfa á kammertónlist spilaða,
sjá hvemig flytjendumir einbeita
sér að eigin leik og að hlusta á hina.
Mörg kammerverk hafa orðið til
sem verk fyrir áhugasama hljóð-
færaleikara eða vegna þess að þessi
tjáningaraðferð hentaði tónskáldinu
bezt til að koma hugsun sinni á
framfæri, betur en til dæmis hljóm-
sveitarformið. Þar með er ekki sagt
Sinfónían
Kammermúsíkklúbburinn fyrir alla