Morgunblaðið - 24.10.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.10.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 29 Reuter Mótmæli vegna mengunar Félagar umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace tóku sig til og hengdu borða undir höku risavöxnu höggmyndarinnar af George Washington í þjóðgarðinum við fjallið Rushmore í Banda- ríkjunum. Á borðann voru letruð mótmæli vegna súrs regns, sem talið standa gróðri og tijám fyrir þrifum og valda skemmdum á mannvirkjum og minnisvörðum undir berum himni. Klifur- mönnunum frá Greenpeace varð þó ekki mikið ágengt þvi að þjóðgarðsverðir höfðu snör handtök og klipptu borðann niður eins og sjá má á myndinni. Ástralía: Hætta stuðningi við Bamahjálp SÞ Ástæðan meint fjárhagsóreiða Canberru 1 Ástrallu, Reuter. STJÓRNVÖLD í Ástraliu til- kynntu i gær að þau hygðust stöðva greiðslur til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Astæðuna segja þau vera fjármálaóreiðu stofnunarinnar. Ákveðið var að ekki yrði af fyrir- huguðum greiðslum Ástralíu til UNICEF, en þær áttu að nema 3,1 milljón Ástralíudala (um 88 milljón- um ísl. króna). Þessi ákvörðun var tekin eftir að UNICEF tókst ekki að skila af sér fullgerðum ársreikn- ingum fyrir síðasta ár. Embættismenn stjómarinnar tóku fram að hér væri einvörðungu um lélega stjóm stofnunarinnar að ræða — ekki misferli eða annan óheiðarleika. Þá sögðu þeir að Ástralíustjóm væri ekki ánægð með fjármál Land- búnaðarstofnunar SÞ (IFAD) eða Menningarmálastofnunar SÞ (UNESCO). „Við sjáum mikla þörf fyrir end- urskipulagningu þessara stofnana. Trúverðugleiki þeirra er vafasamur vegna gífurlegra útgjalda miðað við afköst," sagði háttsettur embættis- maður. Norskur njósnaveiðari: KGB af hjúpaði sov- éska sendiherrann NORSKI lögregluforinginn 0m- ulf Tofte, sem nú er sestur í helgan stein, segir i nýútkominni bók sinni að fyrram sendiherra Sovétmanna í Osló hafi verið flæktur f „kynlífshneyksli" og útsendarar sovésku leyniþjón- ustunnar KGB hafi flett ofan af honum. Tofte átti heiðurinn af því að afhjúpa stómjósnarann Gunvor Hávik og átta árum síðar kom hann upp um Ame Treholt. StarfsmennJCGB í sendiráðinu í Oslu fylltust grunsemdum um sendiherrann vegna þess að hann tók tvisvar í viku strætisvagn í Osló án þess að hafa með sér fylgd- armenn. Þeir eltu hann til íbúðar þar sem háttsettur embættismaður KGB hafði aðsetur. Þar tók létt- klædd kona á móti sendiherranum. Hún reyndist vera eiginkona emb- ættismanns leyniþjónustunnar. KGB-mennimir mddust til inn- göngu í íbúðina og eftir mikla leit fundu þeir sendiherrann í fataskáp. Flett hafði verið ofan af hneykslinu og nú var að leiða það til lykta. Sendiherrann reyndist hafa meiri ítök í Moskvu en KGB-foringinn því að sá síðamefndi var kvaddur heim til Sovétríkjanna ásamt konu sinni, skrifar njósnaveiðarinn 0mulf Tofte. Bresku getraunirnar: Atvinnulaus maður vann milljón pund London. Reuter. ATVINNULAUS maður, Tommy McDonagh, vann yfir milþ'ón sterl- ingspund í bresku knattspyrau- getraununum eftir að hafa kífað við eiginkonu sína um það, hvort þau hefðu efni á að hætta nokkr- um pennýjum til viðbótar. Eiginkona hans, Elaine, var búin að kaupa fyrir síðustu 40 pennýin (25-30 isl. kr.) í buddunni. Þegar hann vildi eyða 80 pennýjum til við- bótar í tvo getraunaseðla, sagði hún þurrlega: „Ef þú vilt sóa peningunum svona, þá gjörðu svo vel.“ Það var annar viðbótarseðlanna, sem gaf vinninginn, og á miðviku-' daginn var sóttu hjónin, sem em frá Keighley í Norður-Englandi, ávísun að upphæð 1.010.172 sterlingspund (u.þ.b. 64.651.000 ísl. kr.). McDonagh, sem er 34 ára gam- all, hefur verið atvinnulaus í flögur ár. Hann hefur haft til ráðstöfunar fyrir sig og fjölskyldu sína, konu og þrjú böm, 90 sterlingspund (um 5760 ísl. kr.) á viku — sem hann hefur fengið í atvinnuleysisstyrk frá ríkinu. Aður en hann náði í stóm ávís- unina fór hann í hressingargöngu og fann tíupundaseðil, sem lá í rennu- steininum. „Ég ætla að geyma hann sem lukkugrip," sagði McDonagh við fréttamenn fýrr í þessari viku. fataskápa framleiðir Viðja einmg^ vandaðar og fallegar eldhús- og baðinnréttingar. baðinnrettingar. # BXLLEGIR FATASKARVR A c* rnJk i/i r”/—» a i i % ai 111 ri 1 SERST^JCUKjA goðu vhww Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjáifra Dæmi um verð pr. einingu: 197 cm háir skápar með sléttum hurðum breidd 40cm-frákr. 7.600.- breidd 80 cm -frákr. 11.750.- breidd 100 cm -frá kr. 12.950,- 197 cm háir skápar með fræstum hurðum (sjá mynd) breidd 40 cm -frá kr. 11.350,- breidd 80 cm-frá kr. 18.800,- breidd 100 cm - frá kr. 20.500,- Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánastóend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. þar sem góðu kaupin gerast. augljós
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.