Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987 Tónlistarfélagið: Sinfóníujazzkvintettmn leikur jazz með síðdegiskaffinu FYRSTU tónleikar Tónlistarfé- lagains á Akureyri á þessu starfsári fara fram í Alþýðuhús- inu á morgun, sunnudag, kl. 16.00. Tónleikaniir verða í Svart- fugli á fjórðu hæð og er það Sinfóniigazzkvintettinn sem leik- ur léttan iazz. Jafnframt verður boðið upp á kaffiveitingar. Félagamir f Sinfóníujazzkvintett hófu leik saman fyrir tæpu ári. Hljómsveitin var stofnuð fyrir hálf- gerða tilviljun á jólaglöggi Sinfóníu- hljómsveitarinnar að loknum fimmtudagstónleikum, en þá léku félagamir saman í fyrsta sinn, seg- ir í fréttatilkynningu um tónleikana. Hópurinn hefur haldið saman síðan og komið víða fram, meðal annars á alþjóðlegri ráðstefnu IBM, sem haldin var á Hótel Sögu. í Sinfóníujazzkvintettinum em Martial Nardeau flautuleikari, Szymon Kuran fiðluleikari, Reynir Sigurðsson vibrafon- og marimba- leikari, Þórður Högnason kontra- bassaleikari og Ami Áskelsson trommuleikari. Þeir félagar ætla að leika íslensk og erlend lög, allt frá Jóni Múla til Dave Bmbeck, segir í frétt Tónlistarfélagsins. | Sinfóníujazzkvintettinn Morgunblaðið/GSV Harður árekstur varð á mótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu. Stal bíl og velti BÍLVELTA varð um klukkan 5 f gærmorgun norðarlega á Hlíðarbraut á Akureyri. Öku- maðurinn hafði stolið bilnum af stæði við Geislagötu, en hann er í eigu fyrirtækis þar. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða og einnig leikur grun- ur á að sami ökumaður hafi keyrí; á kyrrstæðan bíl í grenndinni. Bíllinn er af gerðinni Subam Station árgerð 1981 og er hún talin ónýt. Um hádegi í gær var búið að hafa upp á ökumanninum, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Farið var fyrst með hann á Fjórðungssjúkrahúsið þar sem hann kvartaði um meiðsl, en síðar áttu yfirheyrslur að hefjast. Á fímmtudaginn varð harður árekstur á mótum Gránufélags- götu og Glerárgötu. Bifreiðamar em mikið skemmdar, en engin meiðsl urðu á fólki. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Frá hægri: Magnús Sigurólason og Þráinn Bijánsson frá leikklúbbnum Sögu og þeir Joachim Clausen og Henrik Veileborg frá danska áhugamannaleikhúsinu Ragnarock. Áhugamannaleikhús á Norðurlöndum: Undirbúa sameiginlega leikför um Norðurlöndin Morgunblaðið/GSV Eliat B Halldórsson við eitt verka sinna. Gamlí Lundur: ELÍAS B. Halldórsson myndlist- armaður opnar sýningu í Gamla Lundi á Akureyri f dag kl. 16.00. Á sýningunni eru um 40 verk, bæði abstrakt og hlutlæg. „Ég mála alltaf svona sitt lítið af hvom til að láta formin nærast hvort af öðm. Hættulegast finnst mér þegar málarar fara að stæla sjálfa sig enda verða þá myndimar allar eins,“ sagði Elías í samtali við Morgunblaðið. Þetta er áttunda FJÓRTÁN fulltrúar áhuga- mannaleikhúsa á öllum Norður- löndunum koma saman í Dynheimum á Akureyri á morg- un kl. 14.00 til að undirbúa sýning hans á Akureyri. „Ég er hvorki héðan né hef búið hér, en mér líkar vel við Akureyringa og fæ yfírleitt góðar móttökur hér.“ Elías fór á sínum yngn ámm í Myndlista- og handíðaskólann og síðan hélt hann til Stuttgart í fram- haldsnám og þá í akademíuna í Kaupmannahöfn. Sýningin verður opin daglega fram til 1. nóvember kl. 18.00 til 22.00 virka daga og kl. 14.00 til 20.00 laugardaga og sunnudaga. sameiginlega leikferð um Norð- urlöndin sumarið 1989. Samskon- ar ferð var farin sumarið 1985 og eftir þá ferð var ákveðið að stefna að endurtekningu slfks samstarfs að fjórum árum liðn- um. Eitt áhugamannafélag frá hveiju Norðurlandanna tekur þátt í sam- starfinu og af hálfu íslands er það akureyrski leikklúbburinn Saga, en nú em liðin ellefu ár síðan sá klúbb- ur var stofnaður af Æskulýðsráði Akureyrar. Magnús Sigurólason, umsjónarmaður Fenris á Islandi, en svo kallast þetta norræna samstarf og þýðir úlfur í norrænni goðsögn, sagði í samtaii við Morgunblaðið að tilhögun verkefnisins árið 1985 hefði gengið þannig til að hvert land hefði fengið ákveðið þema til að vinna með. Þau vom: lffið, nátt- úran, draumar, raunvemleiki og dauði og fengu íslendingamir manneskjuna í sinn hlut. „Þetta gekk mjög vel og tóku alls um 90 manns þátt í starfínu frá íslandi, Svíþjóð, Færeyjum og Danmörku. Nú bætast hinsvegar Noregur og Finnland við og má þá búast við að minnsta kosti 120 manns í það heila." Á fundinum á morgun verður væntanlega ákveðið hvaða þema verða tekin fyrir. „Þetta samstarf eflir mjög samskipti ungs fólks á Norðurlöndunum. Við reiknum með um sex vikum í sýningarhaldið og reynum að komast frá þessu á eins ódýran hátt og mögulegt er. Við fáum styrki frá ýmsum norrænum sjóðum, auk þess sem KEA, SÍS, ríkið og Akureyrarbær hafa styrkt okkur. Ferðakostnaður fyrir hópinn síðast kostaði okkur 500.000 krón- ur danskar, en af því fór helmingur- inn í farið til íslands. Hinsvegar búum við í heimahúsum félaga okk- ar í hverju landi og því er lítill sem engin uppihaldskostnaður þessu samfara," sagði Magnús. í Sögu eru rúmlega 30 unglingar á aldrinum 15 til 23 ára og fer starf- semi klúbbsins fram í Dynheimum. Leiklistamámskeið hefst þar 5. nóv- ember og mun Pétur Einarsson leikhússtjóri leiðbeina. Leikklúbbur- inn Saga mun sýna tvö verk á þessu leikári. Fyrir jól verður „Hinn eini sanni seppi" eftir Tom Stoppard tekið upp, en það er sakamálaleik- rit í léttum dúr. Ekki er endanlega ákveðið hvaða verk verður tekið til æfinga eftir jól, en að öllum líkind- um verður það stærsta verk klúbbs- ins til þessa, að sögn Magnúsar. Hann sagði að mikill kraftur væri nú kominn í starfsemina eftir frek- ar dauðan tíma undanfarið. Á síðasta leikári sýndi klúbburinn tvö verk, Smámyndir eftir Helga Má Barðarson, einn af stofnendum leik- klúbbsins, og Pældíðí eftir þýska leiksmiðju, sem fannst tími til kom- in að gera fræðsluleikrit um kynlíf unglinga. Þá setti Saga upp götu- leikhús í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrarbæjar í lok ágúst. Leiðréttíng Þau mistök urðu í vinnslu blaðsins í gær að röng mynd var sett inn á Akureyrarsíðu og er beðist velvirðingar á því. Rétt mynd átti að vara af Har- aldi Sumarliðassyni forseta land- sambands Iðnaðarmanna við setningu Iðnþings íslendinga, en í stað þess birtist mynd af Gunnari Ragnars í ræðustól á Iðnþingi. Elías B. Halldórs- son opnar sýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.