Morgunblaðið - 24.10.1987, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
Minning:
Eymundur Sigurðs-
son,Höfn íHomafirði
Fæddur 11. ágúst 1920
Dáinn 16. október 1987
Með Eymundi Sigurðssyni er
horfinn af sjónarsviðinu góður mað-
ur og gegn. Kynni okkar hefðu orðið
aldarfjórðungs gömul í aprilmánuði
á næsta ári. Þau eru upp á dag
jafngömul pólitískum erindrekstri
mínum í Austurlandskjördæmi. Ey-
mundur var einn af þeim fyrstu sem
ég hitti og batzt trúnaðar- og vin-
áttuböndum.
Þau bönd brustu aldrei. Það
tognaði ekki einu sinni á þeim. Svo
ljúfur og hugþekkur var þessi mað-
ur og vinum sínum gagnhollur.
Ávallt reiðubúinn að leggja gott orð
og lið mönnum og málefnum, og
hvorki brokkgengur né víxlgengur
á hinu pólitíska æviskeiði. Þó held
ég að hann hafi kunnað bezt við
sig, þar sem félagsskapurinn var
víðfemur og enginn dilkadráttur
viðhafður. Lagði hann enda gjörva
hönd á plóg { félagsstarfi sveitar
sinnar, { ungmennafélaginu, slysa-
vamafélaginu, áhugamaður um
skátastarf og enn fleira, því maður-
inn var ákaflega félagslyndur og
vikalipur.
Eymundur sótti sjó eins og aðrir
ungir menn á Homafírði gerðu og
vann öll algeng störf er að því lutu.
Stðasta aldaifyórðunginn var hann
hafnsögumaður og leysti það starf
af hendi með sóma á varasömustu
hafnarleið landsins.
Eymundur var meðalmaður á
hæð, þéttvaxinn og snarmenni í
framgöngu og til verka. Hann var
heilsuhraustur þar til á liðnum vetri
að skyndilega kom í ljós að hveiju
fór svo ekki varð um villzt. Því var
tekið með þeim myndarskap og
samheldni, sem einkennir Qölskyldu
hans og Lukku. Meir að segja með
þeim fágæta hætti að böm, tengda-
böm og bamaböm komu saman til
veizlufagnaðar i Höfn 18. júlí í sum-
ar, þar sem Eymundur og Lukka
vom hrókar alls fagnaðar eins og
vant var.
Ég var áminntur um það af AI-
bert syni þeirra að ég þyrfti að líta
við hjá þeim, en ég var þá staddur
eystra. Mánudaginn 20. júlí kom
ég til þeirra til að kveðja. Þau vom
eins og áður, allra hjóna ánægðust
saman og ekkert víl eða vol í orði
eða látbragði. Húsbóndanum var
að vísu bmgðið í útliti, en jafti
áhugasamur var hann um dægur-
máiin og þjóðmálin. Þá staðreyndi
ég það enn einu sinni hversu heil-
lyndur drengskaparmaður hann
var, þegar talið barst að vandamál-
um flokks okkar. En þungan hug
bar hann ekki og aldrei til nokkurs
manns. Ég er þakklátur fyrir að
hafa átt hann að vini og samferða-
manni.
Eymundur var fæddur 11. ágúst
1920 í Þinganesi í Nesjum en flutt-
ist ársgamall með foreldmm sinum
út á Höfn, þar sem hann ólst upp
og lifði og starfaði alla ævi. Foreldr-
ar hans vom hjónin Sigurður
Eymundsson og Agnes Moritsdóttir
og vom þau hjón ein af fmmbýling-
unum á Höfn, sem nú hefir vaxið
til þess að vera eitt myndarlegasta
þorp í landinu. Hefír það verið
ævintýri líkast að fylgjast með þró-
un þeirrar byggðar síðustu áratug-
ina. Þar hefir farið saman dugnaður
og áræði og myndarskapur í
hvívetna.
Árið 1943 gengu þau i hjónaband
Eymundur og Lukka Ingibjörg
Magnúsdóttir frá Norðfirði. Þeim
varð tíu bama auðið og komu þeim
öllum ágæta vel til manns. Þau
em: Sigurður, rafveitustjóri á
Blönduósi, kvæntur Olgu Óla
Bjamadóttur; Anna Margrét, hús-
freyja í Garðabæ, gift Guðjóni
Daviðssyni; Agnes, tækniteiknari,
gift Grétari B. Guðmundssyni, bú-
sett í Haftiarfírði; Eygló, húsfreyja
á ísafirði, gift Jakobi Ólasyni;_ Al-
bert, skólastjóri á Höfn, giftur Ástu
H. Ásgeirsdottur; Ragnar Hilmar,
verkamaður á Höfn, giftur Rann-
veigu Sverrisdóttur. Brynjar,
matreiðslumaður, giftur Guðbjörgu
Erlu Guðmundsdóttur, búsett á
Seltjamamesi. Benedikt Þór,
trésmíðam., giftur Ritu Henriksen,
búa í Osló; Halldóra húsfreyja í
Reykjavík, gift Camillusi Rafnssyni
og Óðinn, matreiðslumaður á Höfn,
giftur Elísabetu Jóhannsdóttur.
Bamabömin em orðin 26 og eitt
bamabamabam.
Eymundur Sigurðsson hefir Jokið
góðu og gæfuríku ævistarfi.í því
reyndist Lukka hans stoð og stytta
og glaðværi lífsfömnautur. Til
hennar og fjölskyldunnar leitar
hugurinn í bæn um styrk þeim til
handa á sorgartíð.
Eymundur Sigurðsson lifði og
starfaði ( hinu fegursta umhverfí
íslands, þar sem fjallasýn er til-
komumikil og mikilfengleiki jökl-
anna ólýsanlegur. Þar vildi hann
einnig ganga til hvílu. Hafnsögu-
maðurinn hefir siglt í sína hinztu
Höfn, þar sem heyra má á lognkyrr-
um kvöldum úthafsölduna kveða
við sandinn sína eilífðarstemmu.
Sverrir Hermannsson
Kveðja frá sjálfstæðismönn-
um í Austur-Skaftafellssýslu
Ég hygg að það hafí verið á út-
hallandi vetri árið 1946 að sjálf-
stæðismenn í Austur-Skaftafells-
sýslu komu saman til fundar sem
mér er mjög í minni. Ég fékk að
fara með Helga í Hoffelli til fundar-
ins þótt ég ætti þangað ekki mikið
erindi.
Fundurinn var haldinn í stofunni
hjá Guðna Jónssyni. Þórhallur Dan-
íelsson var fundarstjóri en Óli Kr.
Guðbrandsson skólastjóri ritaði
fundargerð. Alls voru fundarmenn
27 að því er mig minnir. Þama
voru saman komnir forustumenn
Sjálfstæðisflokksins í Austur-
Skaftafellssýslu frá þeirri tíð.
Tímamir breytast á skemmri tíma
en fjórum áratugum, enda eru
margir þeir, sem mættu til þessa
fyndar, horfnir yfir móðuna miklu.
í dag er einn úr þessum hópi, Ey-
mundur Sigurðsson, kvaddur.
Eymundur var af traustu bergi
brotinn. Foreldrar hans voru Sig-
urður Eymundsson frá Dilknesi og
Agnes Moritsdóttir frá Krossbæ.
Þau Agnes og Sigurður voru í hópi
þeirra fyrstu sem reistu heimili sitt
á Höfn. í þá tíð var búsetan í Aust-
ur-Skaftafellssýslu að stærstum
hluta í sveitum en að sjálfsögðu
verslun og ýmis þjónusta á Höfn.
Það voru því margir þeirra, sem
erindi áttu til Hafnar, sem áttu
athvarf á Móhólsheimilinu, enda var
gestrisni og greiðvikni húsráðenda
þar jafnan við bmgðið.
Skömmu eftir fermingu fór Ey-
mundur norður til Akureyrar þar
sem hann stundaði nám í gagn-
fræðaskóla. Vafalaust hefur sú
skólaganga haft áhrif á félags-
hneigð Eymundar því þrátt fyrir
mikið starf í þágu Sjálfstæðis-
flokjcsins gætti áhrifa hans og
starfa miklu víðar. Þannig var Ey-
mundur virkur félagi í Ungmenna-
félaginu Sindra, Ungmennasam-
bandinu Úlfljóti Slysavamafélaginu
og leiðbeindi ungu fólki í skáta-
starfí. Á síðari árum starfaði hann
einnig í félagi aldraðra í Austur-
Skaftafellssýslu.
Eymundur var mikill hamingju-
maður í fjölskyldulífi. Eiginkonan,
Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir,
rejmdist honum sannarlega traust-
ur og dyggur lífsförunautur og
bömin, 10 talsins, eru öll myndar-
og dugnaðarfólk sem skilað hafa
störfum sínum af mikilli prýði.
Á sl. sumri hittist ijölskyldan á
móti á Höfn þar sem allir afkomend-
ur þeirra hjóna, 50 talsins, að einum
undanskildum, voru saman komnir.
Þá kom Sjálfstæðishúsið á Höfn í
góðar þarfir og er gott til þess að
hugsa að Eymundur skyldi hafa
notið þar næmvem sinna nánustu
við það tækifæri.
í störfum sínum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn lagði Eymundur jafnan
gott til málanna, hann var ftindvís
á þær leiðir sem vænlegastar vom
til árangurs. M.a. af þessari ástæðu
skiluðu störf hans fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn mikilvægum árangri.
Eymundur heftir án efa notið
þess að alast upp á heimili þar sem
þjóðlegar venjur vom varðveittar.
Traustur lífsfomnautur og bamalán
vom honum mikilvægur stuðningur
í leik og starfí. Hann lifði með
byggð sem óx úr fámennu sveita-
þorpi í samfélag nútíma viðhorfa.
Þessar aðstæður hafa áreiðanlega
átt sinn þátt í að treysta þau póli-
tísku viðhorf sem Eymundi vom svo
hugleikin. Við sem eftir stöndum
áttum að þessu leyti góða samleið
með honum og nú er það okkar að
hlúa áfram að rótum þeirra þjóðlegu
viðhorfa sem hann studdi jafnan
dyggdega.
Eftirlifandi ástvinum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Egill Jónsson
Kveðja frá Hafnarhreppi
í dag kveðjum við Eymund Sig-
urðsson, hafnsögumann á Höfn í
Homafírði, farsælan Ieiðsögumann
{ einni erfíðustu höfn landsins.
Hann las síbreytilegan botninn úr
lófa sér og þekkti strauma og iðu-
köst betur en nokkur annar. Byggð,
sem á allt sitt undir útgerð, er slíkur
maður ómetanlegur.
Framan af öldinni var byggð á
Homafirði minni en efni annars
stóðu til vegna þess að Homafjarð-
arós var sjófarendum mikill farar-
tálmi. Þegar bátar stækkuðu varð
ósinn þeim fær og stóð byggðinni
ekki lengur fyrir þrifum. Starf hafn-
sögumannsins er því nátengt
byggðasögu Hafnar. Þessu eril-
sama starfi gegndi Eymundur í
aldarfjórðung og lengst af einn.
Þeir, sem um Homafjarðarós
fara, vita að þar geta verið harðir
straumar og breytilegir og ekki
nema fyrir gagnkunnuga menn að
fara þar um. Það fór ekki framhjá
neinum sem við Eymund talaði að
hann þekkti starf sitt vel. Hann
hafði aflað sér mikillar þekkingar
á straumum og iðuföllum og reynsla
hans og leikni í svipulum brigðulum
bárum gerði aðkomuna öruggari.
Meðan Eymundar naut við lá hann
ekki á liði s(nu að leita skýringa á
straumum og vatnakerfi Homa-
íjarðar, þar var þekking hans,
reynsla og glöggar athuganir ómet-
anlegar.
Eymundur var mjög farsæll í
starfi og naut almenns trausts þann
aldarQórðung, sem Hafnarbúar
nutu þjónustu hans, sem hafnar-
varðar. Starfið hans gat verið
erilsamt og mæddi einnig á fjöi-
skyldu hans, því að hann var
kaílaður til starfa á nóttu sem degi.
Fyrir hönd hreppsnefndar Hafn-
arhrepps og samstarfsfólks vil ég
votta eftirlifandi konu hans, Lukku
Magnúsdóttur, innilegustu samúð,
svo og öllum aðstandendum. Við
metum starf hans mikils og stönd-
um í þakkarskuld fyrir svo mikil-
vægt og ósérhlíft framlag til
uppbyggingar byggðar í Homafirði.
Hallgrímur Guðmundsson,
sveitarstjóri Hafnarhrepps.
í dag er borinn til hinstu hvílu
minn ástkæri afi, Eymundur Sig-
urðsson.
Á kveðjustund sem þessari reikar
hugurinn til þeirra mörgu góðu
stunda er ég átti með honum.
Á unglingsárum mínum átti ég
því láni að fagna að dvelja hjá afa
og ömmu yfir sumartíma á Homa-
firði. Sá tími gleymist mér seint,
ekki síst fyrir þá sérstöku gest-
risni, ástúð og hlýju, sem ávallt
mætti mér á heimili þeirra.
Afi og amma eignuðust ellefu
böm í sfnum hjúskap, en eitt þeirra
fæddist andvana.
Eftir því sem árin liðu stækkaði
hópurinn með tilkomu tengdabama
og bamabama. Var því oft æði
margt um manninn þegar ættingj-
amir hittust en það var eigi ósjaldan
enda fjölskyldan bæði samhent og
félagslynd. Við slíkar aðstæður
fannst mér nærvera afa vera ómiss-
andi enda var hann sannarlega
höfuð ættarinnar.
Síðastliðin þijú sumur hef ég
orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að
eyða nokkrum dögum á sumri
hveiju með afa og ömmu og fjöl-
skyldu minni (sannkallaðri náttúm-
paradis í miðju Eldhrauni hinu
eystra. Þama innan um ósnortna
íslenska náttúru, með útsýni til
Lómagnúps og hinna ægifögru suð-
urlandsjökla naut afi s(n til hins
ítrasta við veiðiskap, útivem og í
félagsskap Qölskyldu sinnar. Þama
var hann konungur í rfki sínu enda
hreif hann jafnt unga sem aldna
með elju sinni og áhuga við veiði-
skapinn.
í sumar sem leið varð breyting
á og afi átti ekki heimangengt enda
háði hann hetjulega baráttu við
þann sjúkdóm sem margir þurfa
að lúta í lægra haldi fyrir.
Afa var og verður sárt saknað
er við héldum og munum halda til
okkar árvissu veiðiferðar austur í
land hraunsins þar sem íslensk nátt-
úra skartar sínu fegursta.
Ég og íjölskylda mín kveðjum
afa með söknuði er hann heldur í
förina yfir móðuna miklu. Guð
blessi minningu hans.
Að lokum vil ég votta elsku
ömmu minni og öðmm ættingjum
samúð mína.
Kristín Guðjónsdóttir
Við viljum í fáum orðum minnast
afa okkar, Eymundar Sigurðssonar,
eða afa á Homafirði, eins og við
kölluðum hann oftast.
Er hægt að hugsa sér betri afa
en þann sem er hláturmiidur, tón-
elskur, fróður og tilbúinn til að leika
jólasvein ef á þarf að halda? Ein-
mitt þannig var afí.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til ömmu og afa
á Homafirði. Þar var stöðugur
gestagangur og mikið um að vera,
jafnvel þó bömin væm öll farin að
heiman. -
Afi og amma eignuðust tíu böm
sem komust á legg. Þeim tókst,
þrátt fyrir erfiða tíma, að mynda
stóra og samheldna Qölskyldu, sem
fer sístækkandi.
Síðast í sumar kom öll Qölskyldan
saman á Homafirði. Alls 52 manna
hópur.
Þá þegar átti afí við veikindi að
stríða, en tók samt sem áður eins
mikinn þátt í skemmtuninni og hon-
um framast var unnt.
Amma hefur verið stoð hans og
styytta í gegnum árin og nú í sum-
ar kom jafnvel enn betur í ljós en
áður hve samrýnd þau vom.
Það er misjafnt hvemig mönnum
vegnar í lífinu. Vegir lífsins em
margir, og ófáir illfærir og hættu-
legir. Minningin um afa mun alltaf
lifa í hjörtum okkar, og verður okk-
ur gott leiðarljós á hinn rétta veg.
Megi góður Guð styrkja ömmu í
sorg sinni.
Vigdís, Óli Pétur og Atli Þór.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Minning:
Skafti Skaftason
frá Presthúsum
Fæddur 28. júlí 1912
Dáinn 14. október 1987
í dag, laugardag, verður til mold-
ar borinn faðir minn, Skafti Skafta-
son. Hann varð bráðkvaddur og
kom lát hans á óvart, því í haust
hafði hann farið í svokallaða alls-
heijar rannsókn og honum sagt af
læknum að hann væri vel hraustur.
Hann fæddist á Fossi í Mýrdal
og var tvíburi. Móðir hans lést eftir
þann bamsburð, rúmlega þrítug að
aldri. Hann fór í fóstur að Presthús-
um til frændfólks og ólst þar upp.
Hann hafði miklar taugar til Reyn-
ishverfís, enda fór það svo eftir að
hann var búinn að stofna fjölskyldu
byggði hann hús í Reynishverfi,
árið 1950, þó enga atvinnu væri
þar að hafa, heldur fór hann á vetr-
arvertíðir til Vestmannaeyja og
stundaði vegavinnu á sumrin.
Vegna óhagstæðra vinnuskilyrða
fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur
og húsið verðlaust, sem hann hafði
byggt með bemm höndum. Ein-
hveija hjálp fékk hann við tréverkið,
en sjálfur hlóð hann húsið. I
Reykjavík fékk hann góða atvinnu,
enda eftirsóttur starfskraftur,
vegna þess að hann hafði góða lund
og var hvers manns hugljúfí.
Hann giftist árið 1948, ( desem-
bermánuði Sigrúnu Sigurðardóttur,
en þau slitu samvistir árið 1966.
Þeim varð tveggja sona auðið,
Brandur Jóhann og Kjartan heita
þeir. Skömmu slðar keypti hann
íbúð hér í bænum. Þegar hann hafði
greitt hana að fullu seldi hann hana.
Þá var óðaverðbólgan að byija hér
á landi. Á skömmum tíma varð
andvirði íbúðarinnar að engu. Hann
tók þessu mótlæti af æðruleysi, þó
segja megi að óstjómin ( peninga-
málum þjóðarinnar á þessum ámm
hafi rænt hann aleigunni. Ef sumir
græddu á verðbólgunni á þessum
ámm, þá hlutu aðrir að tapa. Hann
fylgdist vel með verkalýðsmálum
og var alþýðubandalagsmaður alla
t(ð.
Blessuð sé minning föður míns.
Kjartan Skaftason