Morgunblaðið - 24.10.1987, Qupperneq 53
53
mundir var hann að yfirvinna sjúk-
dóm sinn. Framundan blasti við
atorkusöm ævi og hamingjusamt
Qölskyldulíf og allt þetta var borið
uppi af jafn dillandi hlátri og sama
hressa viðmótinu og ég kynntist
hjá honum í öndverðu.
Áratugir hafa nú liðið og Bjami
frændi komst í það að verða einn
af föstu punktunum í tilveru minni
og fjölskyldu minnar. Hann byggði
sér veglegt íbúðarhús í stríðslok
er hann settist að á Selfossi. Stend-
ur það skammt frá Austurvegi,
aðalveginum í gegnum Selfoss.
Mátti reyndar segja að þar reistu
þau Bjami og Magga sér hús um
þjóðbraut þvera. Svo mjög var
heimili þeirra griðastaður ffænd-
fólksins frá Hlíð, Hæli og Litlu-
Sandvík að á tímabili leið vart vika
að ég kæmi þar ekki við. Mikil var
gestrisni þeirra hjóna og langlund-
argeð gagnvart öllu kvabbi og
fannst mér einkennandi er ég kom
til þeirra í hádeginu sem matar-
gestur að Bjami varð tvisvar,
þrisvar að fara ffá matborðinu að
sinna húsbyggjendum. Það gerði
hann einatt með bros á vör og
fyndi einhver að því við hann að
koma fólki upp á þetta rask með
matartímann hló hann bara dill-
andi hlátri.
Aðrir mér færari verða að dæma
um störf Bjama sem byggingar-
fulltrúa og húsateiknara. Reyndar
ber allur Selfossbær svipmót það
sem hann átti mestan þátt í að
skapa og sigurmerki hans er líka
Selfosskirkja. Þetta em stórir hlut-
ir í lífsstarfi eins manns en litlu
hlutimir styrkja einnig þá hug-
mynd sem ég hafði um bygginga-
frömuðinn. Er ég kom alkominn
heim var hann fljótt kominn á vett-
vang. Hann gaf mér teikningu að
eldhúsi sem hefur dugað vel til
þessa og reyndist hagkvæm lausn
sem fáum öðmm hefði dottið í
hug. En áhugamálin vora fleiri.
Bjami var mikill áhugamaður um
tónlist og hafði stundað hana fyrir
sig frá unga aldri. Móðir mín lýsir
þessum áhrifum svo: „Það vom
unaðslegar stundir þegar Bjami
settist við stofuorgelið heima í
Hlíð og spilaði stykki úr Harmoní-
um-Album eftir Beethoven,
Mozart, Schubert og fleiri öndveg-
ishöfunda. Þegar Bjami spilaði
fylgdi tilfinning og hugsun." Hinn
mikli tónlistaráhugi Bjama varð
til þess að hann var einn af stofn-
endum Tónlistarfélags Ámessýslu
árið 1955 en það félag og Rotary-
klúbbur Selfoss komu Tónlistar-
skóla Ámessýslu á laggimar
haustið 1955. Bjami var formaður
Tónlistarfélagsins 1960—1964 og
oft síðan í stjóm. Hann var reynd-
ar boðinn og búinn hvarvetna til
að liðsinna í slíkum málum og
hvar sem hann tók til hendinni
gekk vel undan.
Bjami frændi minn veitti for-
stöðu Iðnskólanum á Selfossi
meginhlutann af starfsferli sínum.
Og á þeim ámm sem telja verður
bestu árin í lífi manna gekk hann
þrígildur til verka, því milli skóla-
anna biðu hans byggingafulltrúa-
störfín og að þeim slepptum og í
skólafríum vann hann lengi sem
bankafulltrúi í útibúi Landsbanka
íslands. Það fer svo að leiðarlokum
að störf Bjama í Iðnskólanum
þekki ég best. í áratug kenndi ég
í viðlögum íslensku við Iðnskólann.
Ekki fór á milli mála að þar var
Bjami á réttri hillu, kennari- af
guðs náð. Einn nemenda hans
komst svo síðar að orði að þar
hefði Bjami vaxið við hveija raun.
Að vera skólastjóri í slíkum skóla
væri „ekki á færi annarra en þeirra
sem hafa til að bera viljafestu,
samfara góðlyndi, og þann hæfí-
leika að sjá hlutina i sínu rétta
ljósi“. Stærðfræði og iðnteikning
vom aðalkennslufög Bjama og
fóm nemendur hans ekki varhluta
af eldlegum áhuga skólastjórans á
stærðfræðinni. Þeir lögðu fyrir
hann ýmsar stærðfræðiþrautir sem
hann gat jafnan snúið sig úr.
Ekki fer hjá því að agasamt og
ónæðismikið getur stundum orðið
í skólum þar sem æskulýður er á
mótunarskeiði. Bjami kærði sig
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
ekki um að hafa harðan aga á
nemendum sínum. Hann vissi sem
var að allt stendur til bóta hjá
unglingi á þroskabraut. Færi svo
ólíklega að nemandi væri rekinn
heim var sá hinn sami jafnan kom-
inn í skólann að morgni næsta
dags — að boði skólastjóra. En
einbeittur og fastur fyrir gat Bjami
frændi minn verið. Eitt sinn varð
einhverjum ólátabelgjum það á að
fyrirkoma bekkjarkladda úr neðsta
bekk. Ekki undi skólastjóri þessu
hvarfí á opinbem plaggi en gekk
ekki hart í yfírheyrslur. Leið svo
til vors og kom að fyrsta prófí.
Einhver bið var á því að nemendur
fengju prófgögnin. Loks birtist
Bjami í dyrunum og sagði: „Jæja,
strákar mínir, nú segið þið mér
hvað varð af kladdanum." Enginn
bauð sig fram og biðu þá nemend-
ur aðgerðarlausir á annan klukk-
utíma. Þá bauð sig fram hugrakkur
piltur og játaði einn á sig sökina.
Hann hefði kastað kladdanum í
Ölfusá. Nú fengu allir nemendur
prófgögn sín í hendur — ekki síður
sökudólgurinn því hvorki vom
hefndarhugur né refsigleði til í
hugtakasafni Bjama Pálssonar.
Af kynnum mínum við nemendur
hans og við upprifjun síðar á
lífsleiðinni fínnst mér að hann hafí
komið þeim til mikils þroska, aga-
laust en með þeirri eftirbreytni sem
hlýr og vandaður kennari skapar
í kringum sig. Mikill hluti gæfu
Bjama Pálssonar var að móta iðn-
menntun hér á Suðurlandi með
stofnun Iðnskólans á Selfossi og
starfrækslu hans um áratugi.
Mest gæfa Bjama var þó að
skapa heimili sitt með eiginkonu
sinni, Margréti Helgadóttur, og
fjóram bömum þeirra sem ólust
upp nokkuð samhliða mér. Það var
eitt glaðværasta heimili sem ég
kom á, og þótt nú sé Bjami frændi
minn horfínn þaðan, og Reynivellir
4 séu í dag sorgarrannur, þá halda
glaðar minningar áfram að
streyma kringum þann öðlings-
mann sem nú er kvaddur.
Páll Lýðsson
Þegar ég kvaddi afa minn að
kvöldi 19. ágúst sl. hvarflaði ekki
að mér að ég ætti ekki eftir að sjá
hann aftur. Hann var svo hress og
vel á sig kominn og jafnspenntur
fyrir utanlandsför minni og allir
aðrir. Við kvöddumst því með því
hugarfari að sjást að liðnu ári þeg-
ar ég kæmi til baka reynslunni
ríkari. Sú varð ekki raunin á. Að-
faranótt sunnudagsins 18. október
sl. sofnaði afí svefninum langa og
mun ekki vakna aftur.
Afí minn var sú persóna, sem
allir vildu eiga fyrir afa. Hann var
alltaf tilbúinn að hlusta og gefa
ráðleggingar. Afí var hæglátur og
breytti aldrei skapi sínu, það var
alltaf góða skapið sem þar réð
ríkjum. Hann bar mikla virðingu
fyrir öðrum, mönnum og málleys-
ingjum. í vondum veðram og snjó
var afí fyrstur manna út með mat
handa fuglunum. Þegar við bama-
bömin vomm yngri og sváfum hjá
afa og ömmu þurfti afí alltaf að
segja okkur sögur á kvöldin og
sögumar hans afa vom miklu
skemmtilegri en aðrar. Hann gerði
þær svo sérstakar með sínum
sterka persónuleika.
Afí var mikill náttúmunnandi og
leið honum alltaf best úti. Ófáum
stundum eyddu þau amma í sumar-
bústað sínum að Hlíð í Gnúpveija-
hreppi, en þar var bemskuheimili
hans. Garðyrkja var eitt af eftirlæt-
isáhugamálum hans og er garður
þeirra ömmu afrakstur þess. Afí
var mjög fróður maður á flestum
sviðum lífsins og var sama hvað
við spurðum hann um, hann vissi
rétta svarið. Ég minnist síðustu
jóla þegar flölskyldan var saman
komin og fór í spumingaleik, þá
vildum við öll vera í liði með afa
því hann vann alltaf.
Ég get ekki annað en verið þakk-
lát fyrir að hafa fengið tækifæri
til að kynnast afa eins vel og ég
gerði og fá að eyða þessum tíma
með honum þó að sá tími hafí ver-
ið alltof stuttur. Það verður tómlegt
að hitta ekki afa næst þegar ég
kem að Selfossi, en ég veit að hann
mun fylgjast með okkur.
Elsku amma, Ragnhildur, pabbi,
Inga og Palli. Guð styrki ykkur í
sorginni og hugur minn er heima'
hjá ykkur öllum í dag.
Magga Vala,
Greenwood, Indiana,
Bandaríkjunum.
Nýlega vom vinnupallar teknir
af tumi Seifosskirkju. Tuminn
birtist okkur þá í fyrsta sinn full-
gerður. Margir hafa þegar haft orð
á því, að þeim þyki hann fagur og
mikil staðarprýði. Þessi atburður
er okkur líka tákn að brátt er lok-
ið því mikla uppbyggingarstarfí,
sem staðið hefur við kirkjuna und-
anfarin ár.
Um sama leyti og þetta gerðist
var Bjami Pálsson lagstur á
sjúkrahús, þar sem hann lá sína
banalegu. Ekki efa ég að honum
hefur verið hugsað til Selfosskirkju
þá daga, svo mjög sem hann hafði
af áhuga og alúð komið við sögu
hennar. Bjami teiknaði kirkjuna
að öllu leyti og sá til með henni á
öllum stigum byggingarinnar.
Ekki gat söfnuðurinn fengið betri
byggingareftirlitsmann og trúnað-
arníann. Þar fylgdist hann með
öllu og gladdist yfír hveijum
áfanga. Aldrei þáði Bjami nein
laun fyrir starf sitt að kirkjunni,
og það sama átti við um kirkju-
garðinn, en hann sá um skipulag
garðsins og skráningu frá upphafí.
Á liðnu vori gekk ég með Bjama
upp í tuminn, en hann langaði til
að sjá útsýnið þaðan. Þaðan er
víðsýnt. í vestri sér yfír sléttan
Flóann og niður að sjó. í norðri
sér yfír ána og til Ingólfsfjalls. í
. austri sjást fjöllin ofan við upp-
sveitir Ámessýslu, en þaðan var
Bjami uppranninn og þangað leit-
aði hugurinn oft. í suðri breiðir sig
út bærinn ungi. Enginn einn mað-
ur hefur verið jafn virkur þátttak-
andi og Bjami í raunvemlegri
byggingarsögu bæjarins. Hann
staldraði ekki lengi við þama uppi.
Hann þurfti ekki að leita lengi
kennileita til að átta sig á því sem
fyrir augu bar. Þama var hann svo
sannarlega heimamaður og þekkti
allt sem við blasti svo afar vel.
Ávallt mun Bjama Pálssonar
getið við sögu Selfossbæjar. Þar
er frá mörgu að segja, sem hér
verður ekki rakið. Skólastjóri iðn-
skóla var hann lengi og bygginga-
fulltrúi, svo einhvers sé getið um
margvíslega Þátttöku hans í at-
vinnu- og félagslífi þessa staðar á
liðnum ámm. Læt ég staðar numið
í því efni, en vil með þessum fáu
orðum tjá innilega þökk og sanna
virðingu Selfosssafnaðar og allra
þeirra, sem bera hag Seifosskirkju
fyrir bijósti. Fjölskyldu Bjama
Pálssonar vottum við samúð. Bles-
suð séu þau öll frá húsi Drottins.
Sigurður Sigurðarson
Selfossi
*
Olína Bergsveins-
dóttir - Minning
Fædd 30. júlí 1907
Dáin 13. október 1987
Nú kveðjum við ömmu, sem
jarðsungin verður í Siglufjarðar-
kirkju í dag. Ömmu, sem svo gott
var að koma til á Hverfísgötuna.
Það verður skrítið að geta ekki
lengur komið við á Hverfísgö-
tunni, talað við ömmu um alla
heima og geima. Alltaf hafði amma
tíma fyrir okkur og ósjaldan bak-
aði hún fyrir okkur heimsins bestu
pönnukökur eða súkkulaðiköku,
sem hún, eins og okkur er svo
minnisstætt, kallaði „klessur".
Einkunnarorð ömmu vom „sælla
er að gefa en þiggja". Urðum við
áþreifanlega vör við það, því hjálp-
semi, hlýja og gjafmildi vom
hennar lífsform.
Við munum geyma í minning-
unni heimsóknir okkar til ömmu á
Hverfísgötuna og heimsóknir
ömmu á Ásmundarstaði og Hellu.
Blessuð sé minning hennar.
Bamabörn
Senn kveður haustið, búið að
vefa móður jörð litríka ábreiðu
sölnaðra laufblaða og lyngs. Fugl-
ar hverfa burt á vængjum þöndum
suður höf uns heimfararleyfi fæst
og þeir geta á ný glatt mannanna
hjörtu með söng sínum.
Önnur hljómfögur rödd þagnaði
13. október síðastliðinn sem
frænka okkar, Ólína Bergsveins-
dóttir, átti. Svo sannarlega söng
Lína frænka sig inn í hjörtu okkar
fyrir hartnær tuttugu ámm einn
góðviðrisdag þegar barið var að
dymm hjá foreldmm okkar og
ömmu í Hafnarfírði. Úti fyrir stóð
há, dökkhærð og skömleg kona
sem samsvaraði sér vel, einarðleg
í framkomu, glaðleg og einbeitt.
Hún kvaðst vera að leita uppi
frændfólk sitt í föðurætt og sam-
kvæmt ábendingum byggi það
líkast til hér, nýflutt vestan af
fjörðum. Og án nokkurra vífílengja
vatt gestkomandi sér inn, rak öll-
um rembingskoss og strauk
föðursystur sína í bak og fyrir.
Við vomm fljót að skipa frænku
veglegan sess í hjörtum okkar.
Annað var ekki hægt. Vandfundin
er önnur eins umhyggja og ástúð
hún sýndi föðursystur sinni, alveg
til hennar síðustu stundar er hún
sat yfír henni uns yfír lauk; órofa
tryggð og vinátta í garð foreldra
okkar. Vanheilsu lét frænka aldrei
aftra sér frá því að heimsækja þá
reglulega; brennandi áhugi á öllu
sem okkur systmm viðkom, hvort
sem einhver klæddist brúðarskarti,
fermingarföt prýddu böm okkar
eða lítill hnokki eða táta fæddist
systkinum sínum. Ætíð var Lína
frænka fyrst á vettvang með stóra
útbreidda faðminn sinn og geisl-
andi brosið.
Frænku fylgdi jafnan hressandi
andblær. Hún var gædd þeirri náð-
argáfu að einblína á bjartari hliðar
tilverannar, sér í lagi spaugilegu
fletina. Slíkt veganesti í fartesk-
inu, ásamt heitri trú, hlýtur oft að
hafa komið sér vel í lífsins ólgusjó
og fleytt frænku yfír ástvinamissi
og aðra erfíðleika.
Enda þótt hljómfagrir tónar ».
frænku séu nú þagnaðir óma enn-
*þá þeir sem hún sló á strengi
hjartna okkar. Við minnumst
frænku með virðingu og hlýhug,
þakklát fyrir að hafa átt vináttu
og tiyggð svo mikilhæfrar konu.
í vissu um kærkomna endurfundi
frænkanna tveggja sem þríeindin
trú, von og kærleikur knýtti saman
svo sterkum vinarböndum, langar
okkur að kveðja heiðurskonuna
Ólínu Bergsveinsdóttur með orðum
föðursystur hennar, Sigurrósar
Guðmundsdóttur frá Sauðeyjum:
Tníin er dýmætust eign sem við eigum.
Þó allt annað hverfí, þá veitir hún styrk.
Hvílík er sælan að muna við megum
mæna á það Ijósið þá brautin er myrk.
Hún er sá geisli sem gióandi hæ&
glitrósum unaðar manna á spor.
Hún er sú stjama sem aldur og ævi
uppljómar vegferðar heimkynni vor.
Jóhanna, Ingimundur,
dætur og fjölskyldur þeirra.
Kveðjuorð:
Cand. mag. Helgi
J. Halldórsson
Helgi J. Halldórsson, einn sér-
stæðasti kvistur stúdentahópsins
úr MR frá 1939, hefur kvatt. Sá
árgangur var einn af þeim síðustu,
sem námsmenn úr sveit settu mik-
inn svip á og það til heilla.
Það var sólskin í spomm Helga
J. og hann flutti ómengaða sveita-
sæluna inn í bekkinn, en mengað-
ist ekki af borgarlífínu, þótt hann
gerðist Reykvíkingur.
Lífsskoðanir hans og afstaða
mótaðist af bjartsýni og jákvæðni.
Hann var vinnusamur og vand-
virkur og t.d. prófarkalesari vegna
útgáfu hæstaréttardóma.
Helgi J. kunni helling af kvæð-
um og vísum, innlendum og
erlendum, og fór með tvíræðar
vísur á þann hátt, sem ég hélt að
frönskum einum væri lagið, með
háttvísi og án klúrheita.
Sjónvarpsþættir hans um mynd-
hverf orð vom dæmi um það hve
íslensk tunga var honum mikill
sjóður gulls að kafa í.
Þegar við hin stúdentasystkinin
vomm að halda upp á 25 ára stúd-
entsafmæli var Helgi að draga
björg í bú, á síldveiðum. Hann gaf
þá skáldagyðjunni lausan taum-
inn, eins og oft áður, því hann var
góður hagyrðingur og sendi ár-
gangnum langa drápu í skeyti.
Undirritaður svaraði honum þá
þegar um hæl í nafni hópsins á
sinn hátt með svohljóðandi
símskeyti.
Heill sé þér Helgi Joð, hífðu á
þína gnoð, sólglitað sfldarroð,
sífijóa skálda goð.
Skal þetta skeyti nú ítrekað og
ástvinum hans samglaðst að hafa
átt slíkan lífsförunaut, þótt hann
kveðji of snemma.
Gunnlaugur Þórðarson