Morgunblaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987
fclk í
fréttum
Israel
Sylvester Stallone í
vandræðum
Stallone
og Ijós-
hærði
engillinn
hans.
Nýjustu fregnir frá ísrael
herma að Sylvester Stallone
eigi í vandræðum með gerð þriðju
myndar sinnar um hinn drápsglaða
Rambó. Þegar tvær vikur voru liðn-
ar af tökum var myndin þegar á
eftir áætlun og Stallone var síður
en svo ánægður með bútana sem
teknir höfðu verið. Sagði hann að
þeir væru alls ekki eins og hann
hefði hugsað sér og rak leikstjórann
Russel „Hálending" Mulchany með
það sama. Við leikstjóminni tók
aðstoðarkvikmyndatökustjóri
myndarinnar.
Til að haida sér í formi á meðan
Rambó skundar ( sturtu ásamt
fylgdarliði, hvar er friðhelgi ein-
kalifsins?
COSPER
— Mér er óskiljanlegt hversvegna svona margir fara til
Noregfe á skíði.
tökum stendur hleypur hetjan okkar
10 kílómetra daglega, lyftir lóðum
og fer fimm sinnum í sturtu á dag.
Honum fylgja 10 lífverðir og einn
skotheldur sjúkrabíll með birgðum
af blóði hans sjálfs ef svo illa vildi
til að hann meiddi sig.
Utan við þetta allt saman bíður
svo nýja vinkonan hans, Kathy Lyn
Davis, en hún á sér enn dekkri
fortíð en sjálf Brigitte Stallone.
Kathy þessi, sem er aðeins 21 árs,
er dæmdur kókaínsmyglari. Hún
var dæmd fyrir að dreifa ólöglegum
eiturlyfjum með aðstoð síma á
síðasta ári, en var látin laus gegn
skilorði. Síðan þá hefur hún búið í
París, þar sem hún starfaði sem
fyrirsæta, þar tii Stallone elti hana
uppi og fékk hana til að koma með
sér til ísrael. Hann ku ekki haft
grun um fortfð sinnar heittelskuðu
lengi framan af, þar sem hún þorði
ekki fyrir sitt litla líf að segja hon-
um sem var. Hann tjáði vinum
sínum að hún væri bæði blíð og
góð, en hvort það stendur enn, nú
þegar hann hefur fengið fréttimar,
þorir Fólk ( fréttum ekki að ábyrgj-
ast.
Hrekkjalómafélagið,„myndarlegustu“ ungmenni norðan Alpafjalla.
Vestmannaeyjar:
ísútsala ársins
í Eyjum
Hrekkjalómafélagið með hrekkjar-
bragð
Vestmannaeyjuin.
Hrekkjalómafélagið { Vest-
mannaeyjum hóf hauststarf
sitt nú fyrir skemmstu, að sjálf-
sögðu með því að hrekkja. Halli
í Turninum (Haraldur Þ. Þórar-
insson) var hrekktur og fólst
hrekkurinn í þvi að auglýsa ísút-
sölu í sjoppu Halla. Hrekkjalóm-
arnir sturtuðu siðan sex tonnum
af flöguís fyrir framan dymar á
sjoppunni og var salan að vonum
góð enda kostaði ísinn ekkert.
Voru flestir ánægðir með útsölu
þessa, nema kannski Halli.
íslenskur „húmor" byggist eins
og margir vita á því að gera grín
að náunganum og helst að hrekkja
hann dálítið líka.
í Vestmannaeyjum eru nokkrir
peyjar á besta aldri sem eru ekkert
feimnir við að stunda hrekki. Ekki
bara það, heldur hafa þeir beinlínis
sérhæft sig í slíkri iðju og stofnað
Hrekkjalómafélag Vestmannaeyja.
Hafa menn þurft að sýna að þeir
séu meira en meðal-hrekkjusvín til
þess að komast í félagið. Eins og
nafn félagsins gefur til kynna er
tilgangur félagsins að stuðla að og
stunda hrekki. Hrekkja meðlimir
hvem annan og svo bregður við að
aðrir verði fyrir barðinu á þeim.
Segir hér af þeirra nýjasta hrekk.
U ndirbúningnr
Viku áður en hrekkja átti, birtist
tilbúin neytendakönnun í blaðinu
Fréttum í Eyjum. Var þar gerður
verðsamanburður á ís í Tótatumi
annarsvegar og hjá ísstöðinni og
einu frystihúsanna hinsvegar. Verð-
könnunin kom að vonum illa út
fyrir Tótatum, enda selur hann ís
í eins kílóa pokum (selskapsís) en
hinir ís í tugum tonna mælt, í báta.
En þetta var nú að sjálfsögðu ekki
tekið fram í könnuninni.
Hrekkurinn
Laugardaginn eftir verðkönnun-
ina létu svo Hrekkjalómar auglýsa
fsútsölu ársins í Eyjum. Og auðvitað
auglýstu þeir að útsalan yrði í Tóta-
tumi og þar yrði ákaflega ódýran
ís að fá. Klukkan fimm síðdegis
þegar útsalan átti að hefjast sam-
kvæmt auglýsingunni kom einn af
Hrekkjalómunum akandi vömbif-
reið, hlaðinni sex þúsund kflóum
af fýrsta flokks flöguís. Gerði hann
sér lítið fyrir og sturtaði ísnum fyr-
ir innganginn á Tótatumi. Aðrir
hrekkjalómar fylgdu fast á eftir,
grófu geil f ísinn þannig að fólk
kæmist inn og settu upp auglýs-
ingaspjöld um ísútsöluna.
Margt manna fylgdist með undir-
búningi og framkvæmd útsölunnar
og höfðu gaman að. ísinn gekk vel
út enda ókeypis.
Töldu margir að Halli í Tuminum
hefði nú gert svo vel við bæjarbúa
að fyrirgefa mætti fyrri verðlagn-
ingu á selskapsfs.
Hrekkurinn sá verri
Halli í Tuminum hringdi strax í
lögregluna og krafðist þess að öku-
maður ísbflsins yrði handtekinn og
settur í tukthúsið.
Kom lögreglan að vörmu spori
og gerði sem Halli krafðist og var
ökumanninum stungið inn, enda
bannað að sturta niður ís á al-
mannafæri.
Þetta þótti Hrekkjalómum alveg
frábært hjá Halla. Var hann með
það sama innlimaður í Hrekkja-
lómafélagið. Þótti sá hrekkur sýnu
verri en hinn fyrri.
Já, þeir láta svona sumir í Eyjum.
- bjami.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Útsalan gekk vel enda verðið lágt.