Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 LÍKT EFTIR RAUN- VERULEIKANUM Lelkllst Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: BRÚÐAR- MYNDIN eftir Guðmund Steinsson. Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing: Ás- mundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsóttir. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Brúðarmyndin eftir Guðmund Steinsson fjallar um hjónaband- ið, blekkingu og veruleika í lífí karls og konu. Þetta er metnað- arfullt verk og að mörgu leyti djarflegt, en geldur þess að vera um of uppskriftarlegt á köflum. Tilgangurinn er að sýna myndir úr raunverulegu lífí fólks, líkja eftir veruleikanum af því að það er ekki hægt að leika hann svo að stuðst sé við orðalag beint úr leikritinu. Helstu leikrit Guðmundar Steinssonar hafa notið þess að kunnáttufólk hefur farið um þau höndum og stuðlað að því að gera þau leikræn. Þessa nýtur Brúðarmyndin líka í leikstjóm Stefáns Baldurssonar, lýsingu Ásmundar Karlssonar, með tón- list Gunnars Reynis Sveinssonar og síðast en ekki síst vegna leik- myndar Þórunnar S. Þorgríms- dóttur sem í senn er opin og fijálsleg og vandlega hugsuð og grundvölluð. En það er eitthvað sem er öðruvísi en það á að vera. Að mínu mati er kvikmyndafólkið óþarft, þvælist bara fyrir, er út í hött. Hjónabandsumræðan hefði án efa verið jafngild án þeirra afskipta sem nærvera kvikmyndafólksins er. Við þekkj- um þau vandamál sem Guð- mundur Steinsson beinir sjónum að. Þau eru sígild, í senn gömul og ný. Hann leitast m.a. við að kafa undir yfírborðið, sýna þá örvæntingu sem býr á bak við gijáfægt yfírborð. Mikill kostur við þetta leikrit Guðmundar og reyndar fleiri leikrit hans er að textinn er eðlilegur, honum er lagið að gera persónur sínar trú- verðugar með því að láta þær tala mál sem aldrei verður fram- andlegt eða uppskrúfað. í Brúðarmyndinni segir Guð- mundur Steinsson okkur heil- mikið um þær gjár sem ógna samskiptum fólks. Með því að kynna okkur nokkrar kynslóðir leiðir hann í ljós hvað þær eiga sameiginlegt og vandinn er oft- ast hinn sami. Það er ákveðinn efnisvali eða efnistökum. Honum er í mun að þreifa fyrir sér og freista þess að spegla samtímann á ágengan hátt. Islíkri speglun er tilraun og leit grundvaliarat- riði. Brúðarmyndin dregur dám af þessu viðhorfí, en verður á köfl- um stöðnuð í þeirri viðleitni sinni að sýna stöðnun. Einkum verður þetta áberandi í hjónavígsluat- riðinu sem er reyndar dæmigert fyrir það hvemig leikrit eiga Erlingur Gfslason og Krist- björg Kjeld i hlutverkum sínum í Brúðarmynd Guðmundar Steinssonar. Guðrún S. Gísladóttir, Erlingur Gislason, Kristbjörg Kjeld og Amór Benónýsson. þráður í Brúðarmyndinni, en fléttan fíjálslegri en í helstu leik- ritum Guðmundar, eiginlega minnir verkið á sumar frumraun- ir hans sem leikritahöfundar. Það ber síður en svo að lasta. Einn kostur Guðmundar Steinssonar er að engin kyrr- staða er ríkjandi hjá honum í ekki að vera. Leikstjórinn bregst algerlega þar, en hefði getað gert atriðið áhrifaríkara með því að stytta það. Það sem er gott um sýningu Brúðarmyndarinnar er ákaflyndi höfundar, vilji hans til að koma vissum boðskap til skila. Sá boð- skapur er meiri hlýja í mannleg- um samskiptum. En hann vinnur einfaldlega ekki úr efnivið sínum á sannfærandi hátt. Þegar Brúðarmyndin er skoð- uð frá leikrænu sjónarmiði eingöngu verður ekki hjá því komist að benda á vel gerða hluti. Erlingur Gíslason (Guðjón) og Kristbjörg Kjeld (Svanfríður) túlka hlutverk sín þannig að mjög ánægjulegt er að fylgjast með þeim. Bæði hafa þau unnið leikræn afrek, en það kemur ekki í veg fyrir að þau eru sífellt að bæta við sig, ekki síst Erling- ur. Það var líka eftirminnilegt að njóta leiks þeirra Herdísar Þor- valdsdóttur (Ólína) og Róberts Amfínnssonar (Sigmundur) í hlutverki gömlu hjónanna. Þar var á ferð sjaldgæflega vandaður samleikur. Guðný Ragnarsdóttir sem áð- ur hefur látið að sér kveða á sviði Þjóðleikhússins sýndi í hlut- verki Sigríðar að hún er líkleg til afreka. Það vakti athygli hve túlkun hennar var vönduð, óþvin- guð og lifandi. Halldór Bjömsson kom vel fyrir í hlutverki Þorgríms. Ekki verður fundið að Guðr- únu S. Gísladóttur í hlutverki kvikmyndastjóra og Amóri Ben- ónýssyni í hlutverki hljóðmanns. En höfundarins vegna hefðu þau gjaman mátt vera fjarverandi. Sama er að segja um prest Sig- urðar Skúlasonar. Hann var veigalítill frá hendi höfundar. Guðmundur Steinsson er einn af okkar bestu leikritahöfundum og til hans verða gerðar miklar kröfur. Það fer ekki á milli mála. Ég vona að Brúðarmyndin sé eins konar millispil hjá honum. byrjendanámskeið FJölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið í notkun einkatölva. Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC- tölva. • Stýrikerfið MS-DOS. • Ritvinnslukerfið WordPerfect. • Töflureiknirinn Multiplan. • Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson, tölvufræðingur. Tími: 27., 28 okt. og 3., 5. nóv. kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Að lokinni frumsyningu Höfundar sýningarinnar & sviði Þjóðleikhússins að lokinni frumsýningu á Brúðarmyndinni. Ásmundur Karlsson, höfundur lýsingar, þá Gunnar Reynir Sveinsson, höfundur tónlistarinnar, Guðmundur Steinsson, höfundur leikritsins, Þórunn S Þorgrfmsson, höfundur leikmyndar og búninga; og lengst tíl hægri er Stefán Baldursson leikstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.