Morgunblaðið - 25.10.1987, Side 49

Morgunblaðið - 25.10.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 49 atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Starf fyrir hádegi óskast Er 24ra ára stúdent, vön skrifstofustörfum og tölvuinnslætti. Allt kemurtil greina. Laus strax. Upplýsingar í síma 29202. Okkur bráðvantar hressan og duglegan aðstoðarmann í söludeild bifreiða. Einnig vantar mann í standsetningardeild. Upplýsingar veittar á staðnum. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI Laus staða Staða skrifstofumanns er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi ríkisins. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist undirrituðum fyrir 4. nóvember 1987. Bæjarfógetinn íKópavogi. Háskólapróf Ungur fjölskyldufaðir með háskólapróf óskar eftir krefjandi starfi. Tilboð merkt: „R - 1799“ sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 31. október. FLUGMÁLASTJÓRN Rafeindavirkjar óskast Flugmálastjórn óskar eftir að ráða tvo raf- eindavirkja eða starfskrafta með sambæri- lega menntun í tvær stöður eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíódeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja námskeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskiptatækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá deildarstjóra radíódeildar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 13. nóvember 1987. Verkfræðingur Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raforkuverkfræðing til starfa í innlagna- deild fyrirtækisins. Starfið felst í rannsókn á orkunotkun og við skipulagsverkefni. Þekking á dreifikerfum og reynsla í forritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi til notkunar. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri og yfirverkfræðingur innlagnadeildar í síma 686222. Umsóknarfrestur er til 2. nóvember. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Hlutastarf - símavarsla - tölvuskráning Fyrirtækið er stórt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í símavörslu, skráningu gagna í tölvu og útskrift reikninga. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af tölvuskráningu, góða enskukunn- áttu og alúðlegt viðmót. Vinnutími er frá kl. 9-12.30. Umsóknarfrestur er til og með 30. október nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysmga- og rádningaþjonusta Lidsauki hf. W Skóla^ordustig la - 101 Reyk/avik - Simi 621355 Ráðskonur óskast 1. Til að sjá um mötunpyti miðsvæðis í Kópa- vogi, vinnutími frá kl. 9.00-14.00. 2. Á sveitaheimili á Suðurlandi. ^BFVETTVANGUR ^ STA R F S M l Ð L U N Skólavörðustíg 12, sími 623088. Tölvunarfræðingur Öflugt deildaskipt framleiðslufyrirtæki í borginni vill ráða tölvunarfræðing til starfa. Starfið er laust strax en hægt er að bíða eftir réttum aðila. Starfssvið: Hönnun og forritun nýrra tölvu- kerfa, viðhald eldri kerfa ásamt öðrum tilfall- andi verkefnum. Leitað er að aðila með háskólapróf í tölvunar- fræði eða sambærilegri menntun. Starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði. Allar nánari upplýsingar veittar í algjörum trúnaði á skrifstofu okkar. Gott framtíðarstarf. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 4. nóv. nk. QjðntTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN l NGARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Útvarpsvirki - sjálfstætt starf Fyrirtækið er innflutningsaðili á þekktum mynd- og hljómtækjum. Starfið felst í viðgerðum og viðhaldi á þekktri gerð mynd- og hljómtækja. Til greina kemur að viðkomandi annist þessar viðgerðir sjálsf- stætt. Þetta er því frábært tækifæri fyrir aðila, sem hefur hug á að hefja sjálfstæða starfsemi, og vill tryggja sér öruggt verkefni. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir útvarpsvirkjar með víðtæka reynslu og hæfni á ofangreindu sviði. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 1987. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og radnmgaþ/onusta /mÆ^í L idsauki hf. @ Skólavördustig la - Wt Reyk/avik - Simi 621355 Uppeldisstarf! Höfum í boði heilsdagsstarf á deild með 3ja-6 ára börnum. Uppeldismenntun æskileg en þó ekki skilyrði. Hafið samband í síma 38545. Dagheimilið Austurborg. Vélstjóri Vélstjóra vantar á bát með 1500 ha vél frá Vestfjörðum. Upplýsingar hjá L.Í.Ú. í síma 29500. Einkaritari framkvæmdastjóra (570) Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki í Reykjavík sem býður góða vinnuaðstöðu, fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf á góðum launum. Starfssvið ritarans er: Skipting verkefna og dagleg stjórnun gagnvart öðrum riturum fyr- irtækisins, bréfaskriftir (erlendar-innlendar), skýrslugerð, umsjón með fundarhaldi o.fl. Við leitum að manni með nokkurra ára starfsreynslu, getu og vilja til að starfa sjálf- stætt og taka ákvarðanir, hefur stjórnunar- hæfileika, örugga og aðlaðandi framkomu. Skrifstofumaður (562) Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Vinnutími frá kl. 15.00-19.00. Starfssvið: Innheimta, aðstoð við afstemm- ingar, tölvuritun og almenn skrifstofustörf. Við leitum að manni með verslunarmenntun, góða skipulagshæfileika, ákveðna framkomu og hæfni til að starfa sjálfstætt. Ritari (551) Fyrirtækið er félagasamtök í Reykjavík. Hér um um hlutastarf að ræða. Starfssvið: Upplýsingaþjónusta við félags- menn, annast félagaskrá, boðun funda, aðstoð við útgáfu fréttabréfs, byggja upp félagsstarfið í samráði við framkvæmda- stjóra auk annarra almennra skrifstofustarfa. Við leitum að manni með góða framkomu og þjónustulund, vera hugmyndaríkur og gæddur skipulagshæfileikum og hafa ánægju af mannlegum samskiptum. Vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Æskilegur aldur 40-50 ára. Ritari (197) Fyrirtækið er menntastofnun í Reykjavík. Starfssvið: Ritvinnsla (skýrslur, bréf), skjala- varsla og almenn skrifstofustörf. Við leitum að ritara með góða starfsreynslu, góða íslenskukunnáttu, geta skrifað texta eftir handriti á ensku og einu Norðurlanda- máli. í boði er sveigjanlegur vinnutími og góð vinnuaðstaða. Laust strax. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Stmi 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.