Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Útgefandi tnífybifetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Rltstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Deilt um húsnæðismál Ungt fólk, sem er að hasla sér völl í samfélaginu, lítur á réttinn til menntunar, réttinn til atvinnu og réttinn til hús- næðis sem óaðskiljanlega þætti almennra mannréttinda. Það ger- ir sér jafnframt grein fyrir því, að ekkert af þessu þrennu fæst án framtaks eða fyrirhafnar ein- staklinganna sjálfra. Það ætlast hins vegar til þess af löggjafar- og framkvæmdavaldinu, að þann veg verði búið um þjóðfélags- hnúta, að ungt fólk, sem stofnar til heimils, geti með sæmilega viðráðanlegum hætti eignast íbúðarhúsnæði. Það er engum vafa undirorpið og hefur verið staðfest með rann- sóknum, að sjálfseignarstefna í húsnæðismálum á hljómgrunn í bijóstum langflestra íslendinga. Þessvegna ber landsfeðrum að leggja höfuðáherzlu á íbúðareign einstaklinga eða fjölskyldna. Meirihlutavilji á að ráða ferð. Jafnsjálfsagt er að þeir, sem vilja hafa annan hátt á húsnæðismál- um sínum, eigi kost á öðrum leiðum. Valfrelsi á að rflg'a í þess- um efnum sem öðrum. Eftirspum íbúðarhúsnæðis helzt í hendur við fólksflölgun. Almennur efnahagur og framboð á lánsfé ræður hinsvegar ferð, hvort framboð íbúðarhúsnæðis samsvarar eftirspum. Lægð í byggingariðnaði á fyrri hluta þessa áratugar olli því, að bil framboðs og eftirspumar jókst óhóflega. Þrátt fyrir grósku í byggingariðnaði um árabil hefur jafnvægi ekki náðst á húsnæðis- markaðinum. Fjármögnun íbúðarhúsnæðis hefur einkum verið þrenns konar. í fyrsta lagi og að lang stærstum hluta Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna. I annan stað hafa lífeyrissjóðimir lánað beint til meðlima sinna. Lífeyrissjóðimir lánuðu framan af beint til félagsmanna sinna. í seinni tíð hafa þeir lagt til stærst- an hluta fjármagns hins opinbera húsnæðislánakerfís með kaupum á skuldabréfum. Þessi kaup vóm skilyrt. Viðskiptabankar koma og við sögu en ekki í jafn stómm stfl og gerist víða annars staðar. Samkvæmt samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins, sem síðar var fært í lagabúning, eiga einstaklingar, sem gjalda í lífeyr- issjóðina, ákveðinn rétt til lána úr Byggingarsjóði ríkisins, sem að hluta til miðast við skulda- bréfakaup viðkomandi sjóðs. Ákvæði í nýju húsnæðisfrum- varpi félagsmálaráðherra ganga þvert á þetta samkomulag. Fmm- varpið gerir ráð fyrir ákveðinni forgangsröð við ákvörðun lán- veitinga, eða fj ármagnsskömmt- un, sem ekki samræmist þessu samkomulagi. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur sett fram fyrirvara við frumvarpið: 1) að frumvarpið væri ekki í samræmi við veiga- mikil atriði í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, sem skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna byggjast á, 2) að reglur um lán- veitingar úr Byggingarsjóði ríkisins eigi að vera almennar og afdráttarlausar, 3) að ákvæði fmmvarpsins um mismunandi vexti innan hvers lánaflokks orki tvímælis, 4) að heimildir í frum- varpinu til setningar reglugerða séu of rúmar. Þingflokkurinn leggur áherzlu á það, að við end- urskoðun laganna verði vel séð fyrir þörfum þeirra, sem ekki eiga íbúðir fyrir, sem og á nauðsyn þess að treysta fjárhagsgrundvöll húsnæðiskerfísins. Félagsmálaráðherra leggur og réttilega áherzlu á styrkingu fjár- hagsgmndvallar húsnæðislána- kerfísins. Miðað við óbreytt ríkisframlag, þá vexti, sem samið hefur verið um við lífeyrissjóðina og óbreytta úlánavexti hlýtur Byggingarsjóðurinn að ganga á eigin fé áður en mörg ár líða, sem gæti orðið upphafíð að endalok- um hans. í þessu efni þarf að stemma á að ósi áður en það verður of seint. Spuming er hvort Húsnæðisstofnunin á ekki ein- vörðungu að sinna lánsumsókn- um þeirra, sem ekki eiga íbúð fyrir, eða hafa jafngilda þörf til láns, en viðskiptabankar annist lánafyrirgreiðslu við aðra, gegn því að lífeyrissjóðir kaupi af þeim skuldabréf eftir nánara sam- komulagi þar um. Það er eðlilegt að félagsmála- ráðherra vilji treysta ijárhags- stöðu húsnæðislánakerfísins. Vinnulag ráðherrans er hinsveg- ar umdeilanlegt. Samræma átti sjónarmið þingflokka stjómar- innar áður en frumvarpið var lagt fram. Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra að leita sátta með „hrútshomum" í viðkvæmu ágreiningsefni. Hér er mikilvægur málaflokk- ur til meðferðar, sem varðar landsmenn alla. Það er skylda stjómarflokkanna að viðhafa já- kvæð vinnubrögð við úrlausn vandans. Félagsmálaráðherra á að ganga á undan með góðu for- dæmi í því efni. Skáldið frá Hvítadal Stefán frá Hvítadal Sigurðs- son fæddist í Hólmavík við Steingrímsflörð 16. október 1887 og eru því 100 ár frá fæðingu hans nú í þessum mánuði. Stefán er án efa eitt merkasta ljóðskáld ís- lendinga á þessari öld. Hann hafði veruleg áhrif á þróun íslenzkr- ar ljóðlistar, nærðist ungur á erlendum straumum og lét þá flæða um frumleg kvæði sín. Erlendur maður, norska ljóð- skáldið Ivar Orgland, hefur skrifað doktorsritgerð um Stefán enda var hann í Noregi um alllangt skeið og batzt tilfínn- ingaböndum við land og þjóð sem virðast ekki hafa slitnað eftir að hann kom heim aftur og gerðist bóndi í Dölum vestur. Fyrsta ljóðabók Stefáns, Söngvar föru- mannsins, kom út 1918 og varð kærkomin viðbót við ljóðlist íslendinga og menningar- arf. Næst kom Óður einyrkjans 1921, þá Heilög kirkja 1924 og loks Helsingjar 1927. Hann birti einnig ljóð í ýmsum ritum eftir það, eða þar til hann lézt 7. marz 1933. Stefán frá Hvítadal dvaldist í Noregi 1912—1915. Upp úr þessari dvöl gaf hann út sínar fyrstu ljóðabækur þegar heim kom. Hann hafði orðið veikur í Noregi af lungnaberklum og dvaldist lengi á heilsu- hælum en þegar heim kom kvæntist hann Sigríði Jónsdóttur frá Ballará á Skarðs- strönd, 1919, ogbjuggu þau hjón lengstum að Bessatungu í Saurbæ þar sem Stefán _andaðist. Fögur umgjörð Saurbærinn er fögur sveit. Hún hafði einnig mikii áhrif á Stefán og skáldskap hans. Þar í næsta nágrenni við söguslóðir Laxdælu og Eyrbyggju, svo að ekki sé minnzt á upphaf Njáls sögu, eiga önnur íslenzk góðskáld rætur í jörð og þar skammt frá stendur Staðarhóll, jörð ann- ars merkasta íslendings 13. aldar, Sturlu Þórðarsonar, og er nú grasi gróinn hóll með bæjarrústum og gömlum kirkjugarði. Þar sér út á hafíð en fyöll í baksýn og hóllinn eins konar minjar um sinn fræg- asta húsbónda, sem hafði fremur áhuga á því að reisa íslenzkri menningu öruggt vígi í verkum sínum en vígbúast gegn samtímamönnum sínum eins og títt var á þeirri blóðugu öld. Fullyrða má að Sturla var ekki einasta annar merkasti sagnfræð- ingur sinnar samtíðar á íslandi, heldur var hann einnig ffnasta ljóðskáld aldarinnar. Og þá einnig höfundur Grettlu og fleiri íslendinga sagna, jafnvel lokagerðar Njáls sögu. I Bessatungu var móðir Steins Stein- ars, Etelríður Pálsdóttir, og þekkti hann því ungur til Stefáns sem hann mat mik- ils alla tíð og minntist oft á í ógleymanleg- um samtölum sem vinir hans áttu við hann. Stefán hafði margvísleg áhrif á helztu snillinga íslenzkrar menningar fyrir miðbik þessarar aldar, Davíð Stefánsson, Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness og svo að sjálfsögðu Stein og Tómas sem lærði af listrænum tökum hans: Mér opnaðist leiðin til ljóssins, og litlu finnst mér það varða þótt óstöðugt lánið mér yrði á algengan mælikvarða, segir í Seytjánda maí — og bendir fram, til Fögru veraldar og Stjama vorsins. Tómas komst m.a. svo að orði í formála að ljóðmælum Stefáns frá Hvítadal, 1945: „Og Stefán frá Hvítadal var ekki heldur neinn hversdagsmaður að yfírbragði, og því sfður að skapgerð og gáfíim. Hann var mikill að vallarsýn, skarpleitur nokkuð og holdgrannur, ennið hátt og hallaði aftur, hárið mikið og skoljarpt, augun gráblá og tíðum glettin, augnabrýr loðnar. Hann gekk dálítið haltur... en bar sig tigin- mannlega; yfír persónu hans og fasi var einatt mikil reisn og birta, stundum máski svipur af óveðri, stormi, sem haldið er í skefjum. Hann var að upplagi ríkur að skapsmunum, gersneyddur allri minni- máttarkennd og þoldi mönnum illa borg- aralegan hroka og yfírlæti. Hins vegar var samúð hans og hjartahlýja að sínu leyti jafn uppgerðarlaus og einlæg, og hann beindi skopi sínu, er gat orðið næsta vægð- arlaust og biturt, engu síður gegn sjálfum sér en öðrum. Að frásagnargáfu veit ég fáa hafa staðið honum á sporði, og í dag- legri ræðu var málfar hans sjaldgæflega vandað, litríkt og máttugt. Hann hafði ímugust á öllum undanbrögðum frá skírri hugsun og átti í ríkum mæli þá virðingu fyrir tungu feðra sinna, senr er óbrigðull vottur kynborinnar menningar." Tómas Guðmundsson gat trútt um talað því að hann þekkti Stefán. Það gerði Þór- bergur einnig og eru lýsingar hans á Stefáni með því markverðasta sem gerzt hefur í íslenzkum bókmenntum þessarar aldar, svo að ekki sé talað um minninga- sögur Halldórs Laxness um þennan samferðarmann hans. En mest er þó um vert að skáldskapur Stefáns frá Hvítadal náði eyrum þjóðarinn- ar og enn er hann í hópi þeirra ljóðskálda sem lesin eru af ást og þörf. Fullyrða má að enginn hafí skrifað af næmari skilningi um skáldskap Stefáns frá Hvítadal en Kristján Karlsson. Grein hans birtist sem inngangur að ljóðmælum Stefáns sem Helgafell gaf út 1970 en jafn- framt í bók Kristjáns, Hús sem hreyfíst, Sjö ljóðskáld, en það rit ættu sem flestir unnendur íslenzkra bókmennta að kynna sér rækilega. Þetta rit Kristjáns kom út á vegum Almenna bókafélagsins í vetur sem leið. í þessari grein sinni segir Kristján Karls- son m.a.: „Ekki fer á milli mála, að Stefán var samtíðarkynslóð sinni ungri rómantísk ímynd skálds, en hann hefír á sér farar- snið. Hinn óvænti gestur, sem birzt hafði skyndilega í gervi farandskálds, er óðar en varir horfínn af þjóðbraut. Hann nemur staðar álengdar við samtíðina, katólskt skáld í hnignandi íslenzku sveitalífí. En í raun og veru hafði Stefán staðið álengdar frá upphafí. Hann er nýr persónu- leiki meðal íslenzkra skálda, ný manngerð, og honum er það greinilega ljóst. Þegar hann kallar sig förumann í heiti fyrstu ljóðabókar sinnar er það vitaskuld ekki í fomri alþýðlegri merkingu orðsins: hann er ekki að segja sig í ætt við Símon Dala- skáld. Hann er hins vegar að lýsa yfir tiltekinni kenning um hlutverk skálds, að þjóna skáldskapnum einum. Ábyrgðarleysi förumannsins er þegnskapur skáldsins. Og Söngvar förumannsins eru staðhæfíng þess, að hollusta við skáldskap sé trúnaður við eigin tilfínningu. Þeir eru að sínu leyti óveraldleg bók..." Kristján Karlsson segir að e.t.v. séu Bjartar nætur merkilegasta kvæði Stef- áns, „sökum þess að hér freistar hann þess af ráðnum huga og mikilli djörfung að sameina persónur förumannsins, bónd- ans og trúarskáldsins í einn og óskiptan persónuleika, sem er í sátt við umhverfíð." Þá segir Kristján enn að höfuðkvæði Stefáns trúarlegs efíiis sé Heilög kirkja og sé þessi mikla drápa e.t.v. fremur stór- brotið afrek braglistar en lifandi skáld- skapur. Og í lok ritgerðarinnar segir Kristján Karlsson ennfremun „Rúmu ári áður en Stefán deyr, birtir hann kvæðið Áramót. Þetta kvæði er eins konar trúar- leg ádrepa og ort af þyngri og ákafari ástríðu en ég kannast við úr hinum fyrri trúarljóðum hans. Ég held, að fyrsti kafli þessa kvæðis, að minnsta kosti, hljóti jafn- an að verða talinn í fremstu röð íslenzkra trúarkvæða, fyrir andríki og tilfínninga- hita. Mig grunar, að ljóðagerð Stefáns hafí verið að breytast um það er lauk, öðlast nýja fyllingu og samræmi, þó að ég hafí ekki annað fyrir mér í því en örfá kvæði, einkum trúarlegs eðlis. Eitt þeirra er Systumar frá Fellsenda, sem mér virð- ist tvímælalaust bezta eftirmælakvæði hans (að ógleymdum eftirmælunum Fóst- bróðir minn og Minning). Þar standa þessar ljóðlínur, sem em allt í senn: full- kominn og einfaldur og djúpur skáldskap- ur. Það er líkt og þyngi, þegar ævi hallar, jörð og himinn hlusti, hljóöni leiðir allar. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 24. október Uppistaða þessa erindis er hvorki ein- föld bamatrú né kennisetningar, heldur veruleikinn; tvenns konar veruleiki, líkt og millitjaldi hafí skyndilega verið svipt á burt.“ Verðmæti á spólum Það er hægt að fá vel saman setta kafla úr skáldsögum Kurt Vonneguts á snældum og er skemmtiiegt að hlusta á það. Þann- ig má til að mynda hlusta á Fangann (Jailbird). Vonnegut vakti athygli þegar hann heimsótti ísland nýlega, enda em bækur hans vel kunnar hér á landi. Sjálfur talar hann um íslendinga sem mestu bók- menntaþjóð heims og er vonandi að við stöndum enn undir slíkri nafngift. Við eig- um mikinn arf og reynt er að ávaxta hann, hvað sem öðm líður. Þessar snældur em merkileg nýjung í útgáfustarfsemi. Þær em gífurlega vinsæl- ar í Bandaríkjunum þar sem einnig er hægt að fá heilu skáldsögumar óstyttar á snældum og þá ekki síður í Bretlandi, en Bretar eiga marga beztu upplesara sem völ er á. Það er veizla að hlusta á sumar þessar snældur. Þær em angi af mynd- banda- og sjónvarpsæðinu, en þó einnig e.k. andóf. Við eigum að leggja rækt við svona útgáfustarfsemi og koma ljóðlist og öðmm fagurbókmenntum til fólksins með nýrri tækni. Það tekur tíma að rækta þennan akur en nú er hann að gefa af sér marg- falda uppskem víða erlendis. Stephen King, bandaríski spennu- og metsöluhöfundurinn frægi (raunar frægari en eftii standa til), þarf að lesa mikið af skáldsögum en hefur lítinn tlma vegna framleiðslu sinnar sem þykir æ eftirtektar- verðari eins og lesendur hans vita. Nú hefur hann bmgðið á það ráð að fá dætur sínar til að lesa nýútkomnar skáldsögur inn á segulbönd og greiðir þeim tímakaup fyrir. Svo hlustar hann á þessi segulbönd þegar hann fer milli staða í Bandríkjunum í bíl sínum og þannig fer enginn tími til ónýtis. Rithöfundurinn slær tvær flugur í einu höggi: hlustar á það sem hann langar til og verður að fylgjast með og getur notað dýrmætan tíma á ferðalögum í mikil- vægum tilgangi. Hér í Reykjavíkurbréfí 8. febrúar sl. var í aðra röndina flallað um þessi fjölmiðla- mál og meðal annars komizt svo að orði: „Mikið er gefíð út af heimsbókmenntum sem góðir upplesarar eða höfundamir sjálfír lesa inná segulbönd og em þessar útgáfur harla athyglisverðar og vinsælar, að því er starfsfólk bókaverzlana hefur sagt bréfritara. Þá ryðja smádiskspilarar með leysigeisl- um sér til rúms á markaðnum og hafa vinsældir þeirra stóraukizt og langt um- fram það sem búizt var við. Má nú fá fjöldann allan af frábæmm upptökum á slíkum disklingum við góðu verði, þ.á m. verk helztu meistara tónlistarinnar og túlk- enda hennar, s.s. Horovitz, og söngvara eins og Pavarotti og Placido Domingo. Ættum við að huga rækilega að þessum útgáfum og færa okkur tæknina í nyt. Segulbönd með upplestmm em seld í bóka- verzlunum eins og um bók væri að ræða og mættu íslendingar hefja slíkar útgáfur fyrr en síðar í ríkum rnæli." Þetta hefur sem betur fer verið gert hér á landi. Útgáfufyrirtæki hafa gefíð út ævintýri á snældum og Almenna bóka- félagið gaf Stjömuglópa Jóns Dan út á sex snældum á sínum tíma, hljóðritun og fjölfoldun hjá Hljóðbókagerð Blindrafé- lagsins. í hitteðfyrra vom gefnar út þijár snæld- ur um söguslóðir Njálu sem einkum vom ætlaðar fólki á ferðalagi um Fljótshlíð, Landeyjar og Rangárvelli og var það fram- tak góðra gjalda vert og enginn vafí á því að áfram verði haldið a þessari braut þeg- ar íslendingar verða orðnir vanari slíkum snældum en nú er. Söguslóðir Njálu em á margan hátt einföld fróðleiks- og upplýs- ingamiðlun, vísir að öðm meira. Njála væntanleg á snældum Og nú er komið að Njáls sögu. Almenna bókafélagið hyggst gefa út á snældum eftirminnilegan upplestur Einars Ólafs Sveinssonar á þessu dýrmætasta listaverki íslenzkrar menningar og er vonandi að sem flestir, ungir og gamlir, eigi eftir að hlusta rækilega á söguna í þessum búningi. í Bandaríkjunum er hægt að fá alla biblíuna í slíkum upplestri og er hún vinsæl með þessum hætti. Margir hafa þannig hlustað á biblíuna lesna þótt þeir hafí ekki lesið hana sjálfír. En það getur komið í einn stað niður ef vel er hlustað og raunar vakið áhuga hlustenda á því að lesa sjálf- ir rækilega einstaka kafla sem vekja sérstaka athygli þeirra. Þannig hafa Bandaríkjamenn einnig gefíð út Walden eftir Thoreau, eitt merkasta rit banda- rískra bókmennta sem allir hefðu gagn af að kynna sér. Textinn kemst fyrir óstyttur á átta snældum. Við eigum sem betur fer mörg framúr- skarandi rit sem ástæða væri til að lesa inná snældur en því miður eru frábærir upplesarar ekki á hveiju strái. Það geta ekki allir lesið með sömu tilþrifum og Gísli Halldórsson þegar hann kom Svejk sínum til skila í útvarpinu. Snælduútgáfa Almenna bókafélagsins með upplestri Einars Ólafs Sveinssonar er mikill viðburður og vonandi verður Njálu vel tekið í þessum búningi. Til grundvallar er notuð útgáfa Hins íslenzka fomritafé- lags af Brennunjálssögu sem út kom 1954. Upplesturinn var gerður fyrir Ríkisútvarp- ið 1973 og er öll bókin á 10 hljóðsnældum sem unnar eru af Blindrabókasafni íslands. Vonandi á þessi útgáfa Njálu eftir að heyrast víða á íslenzkum heimilum, auk þess sem margir eiga eftir að hlýða á upplesturinn í einrúmi og njóta hans sem bezt. Margir munu einnig grípa spólumar með sér og hlusta á þær f faraitækjum sínum, bæði innan bæja og á lengri ferða- lögum. Betra veganesti getur enginn fengið á vegferð sinni en upplestur Einars Ólafs Sveinssonar á þessu óviðjafnanlega meistaraverki heimsbókmenntanna. Marg- ir velta fyrir sér höfundinum. Sumir hvarfla huganum austur á land, aðrir í Skaftafellssýslur, enn aðrir I Dali vestur, á heimaslóðir Sturlunga. En kannski fer bezt á því að nafnlaus tíminn sjálfur sé höfundur snilldarverksins. Gaman hefði verið að eiga snældur með ljóðaupplestri Stefáns frá Hvítadal. Þá hefði komið í ljós að honum var ekki síður mikið niðri fyrir þegar hann orti trúarljóð sín undir ævilokin en söngvana í Föm- manninum, þótt þeir virðist minningu hans haldbetra veganesti inn í framtíðina en sextug drápa einsog Heilög kirkja. Blæ- brigði raddarinnar hefðu ekki lejmt tilfínn- ingunni sem að baki bjó. Á hörpu skáldsins er ekki einn strengur, heldur margir. Það er I samhljómi þeirra sem Stefán frá Hvítadal er aliur í skáldskap sínum. „Á hörpu skálds- ins er ekki einn strengnr, heldur margir. Það er í samhljómi þeirra sem Stefán frá Hvítadal er allur í skáldskap sínum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.