Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
59
Allir tala um sig. Það er bara
ég sem tala um mig, sagði góð-
ur maður. Þar sem sá háttur
er hæstmóðins um þessar
mundir í fjölmiðlaheiminum,
ætti svolítil naflaskoðun ekki
að saka hér í dálkunum. Við
auða tölvuna gárar vandi fjöl-
miðlamannsins á augabragði
sinnið. Ekki þó alveg af tilefnis-
lausu. Kveikjan er næturlangur
lestur skáldsögunnar Praxis og
snerting við nýtt íslenskt leikrit
eftir Guðmund Steinsson, Brúð-
armyndina, sem er að koma á
Qalimar í Þjóðleikhúsinu ein-
mitt um þessa helgi. Á báðum
stöðum er, þótt á ólíkan hátt
sé, um að ræða kvikmyndafólk
að gera kvikmynd eða þátt um
manneskjur. Og spumingin er
hversu nærri manneskjunni má
fjölmiðlamaðurinn ganga, án
þess að stórskaða? Og er lista-
maðurinn að nota manneskjur
sjálfum sér til framdráttar?
Þetta er spuming sem greini-
lega brennur orðið á höfundum,
enda hlutverk þeirra að hafa
hendina á púlsi samfélagsins.
Er að vísu ekki nýr vandi, en
hefur skerpst á kvikmyndaöld,
eins og bókmenntagagnrýnandi
blaðsins nefndi 20. öldina. Enda
kvikmyndavélin enn nærgöng-
ulli miðill en ritað orð eða talað.
Guðmundur Steinsson sýnir
okkur kvikmyndagerðarfólk,
sem er að vinna sanna mynd
um fjölskyldu og hvaða áhrif
það hefur á líf hennar. Þau sjá
auðvitað allt í gegn um kvik-
myndavélina og í ljósi þess
hversu gott efni þar er. Dauði
gamla mannsins verður bara
mikið happ, einmitt þegar verið
er að kvikmynda. Myndavélin
suðar við andlit gamla manns-
ins og hljóðmaðurinn flýtir sér
að koma fyrir hljóðnema á hon-
um til að nema andlátsorðin til
gömlu konunnar. Stórkotlegt
efni!. Leikritið ,sem Qallar um
fleira, er sterkt og magnþrung-
ið. Guðmundur hefur fyrr gripið
á þeim samfélagsbreytingum
sem ólga undir á þeirri stundu,
svo sem í Stundarfriði og Garð-
veislu. Hann hefur í mörg ár
verið að skrifa Brúðarmynd,
sem kemur nú á fjalimar ein-
mitt þegar þessi spuming hlýtur
næstum að brenna á hveijum
kvikmyndagerðar og fjölmiðla-
manni: Hversu langt hefí ég
leyfí til að ganga?
Praxis er ein þekktasta bók
bresku skáldkonunnar Fay Wel-
don, sem rak á íjörur okkar hér
nýlega á bókmenntahátíð. Þessi
geðugi rithöfundur varð til þess
að Gáruhöfundur lagðist í lestur
á skáldsögum hennar. Væri of
langt mál að reyna hér að fanga
eða endursegja litríkt og flöl-
breytt líf söguhetjunnar Praxis.
Þriðji maðurinn hennar er kvik-
myndatöku- og þáttagerðar-
maður hjá BBC, en sjálf er hún
dæmi gerð nútímakona með
heimili og vinnu við slagorða-
gerð í auglýsingum. Brátt fer
lesandinn að fá mynd af eigin-
manninum, sem er svo upptek-
inn af sínu kreijandi starfí að
hann horfír á umheiminn gegn
um kvikmyndavélina. Hans
heimur og félaga hans snýst
um efni í kvikmynd eða þátt:“
Ég veit ekki hvað þetta er. Ég
get ekki horfst í augu við raun-
veruleikann í lífínu nema hafa
kvikmyndavél á milli mín og
hans. Ætli ég þurfí að fara til
sálfræðings?" verður honum að
orði eftir mikið uppgjör á heim-
ilinu, er sonur hans fellur úr
stiga og er fluttur í ofboði á
spítala með heilahristing. Lítur
út fyrir að sé að blæða inn á
heilann á honum. Praxis bíður
í angist á sjúkrahúsinu alla
nóttina og undir morgun birtist
eiginmaðurinn með kvikmynda-
vélina á öxlinni og er fyrr en
varir farinn að mynda sjúkling-
ana sem bomir eru inn á
slysadeildina: „Hann brá henni
líka á furðu lostið andlit Praxis-
ar og jafnvel niður að andliti
sonar síns þar sem hann lá
þama á slysadeildinni með
drjúpandi leiðslumar í sér, og
ekki óhætt að flytja hann.“
Eiginmaðurinn Philip er þá
nýkominn frá að kvikmynda
bardagana og alla skelfínguna
í Viet Nam, í sjokki og hneyksl-
aður eftir að einn sjónvarps-
maðurinn hafði lamast af
voðaskoti og Praxis hreytir í
hann hvort hann hefði virkilega
haldið að þetta væri ekki raun-
vemlegt stríð. Hún skilur ekki
í fyrstu þennan heim, neitar að
hlaupa í skarðið þegar einhver
kona í þætti reynist erfíð og
vill ekki Iáta fílma bzjóstin á
sér. Þegar hún ætlar að láta
undan af því eiginmaðurinn
verður svo fúll, hefur hann
fengið aðra með nothæf bijóst.
“Þú heldur þó ekki að heimur-
inn stoppi og býði eftir að fylan
renni ad þér“, segir hann undr-
andi. Enn bregst hún honum
þegar hann ætlar að nýta tæki-
færið og búa til þátt um
fæðingu, er hún á von á bami
og fer degi fyrr á fæðingar-
deildina, meðan hann er upptek-
inn við annan þátt. Og
endahnúturinn á hjónabandinu
verður þegar Praxis situr við
dánarbeð móður sinnar og
Philip hringir og spyr hvort
hann megi koma og fílma
dauðastundina í kvikmynda-
þátt, sem hann er að gera um
slys. Aldraðar leikkonur fari
allar í kerfí ef á að §alla um
dauðann. Og Praxis segir nei.
Philip sámar; er Praxis sjálf
ekki eigingjöm og tilfínninga-
laus? Vill hún kannski heldur
láta einhveija gamla leikkonu
ganga í gegn um óhjákvæmi-
legar þrautir, þar sem móðir
hennar viti ekkert hvað er að
gerast?
Óþarfí að rekja þetta lengra,
enda harkalegra í svo hrárri,
stuttri endursögn. En spuming-
ar um það hve langt fjölmiðla-
fólk og listafólk geti gengið í
að nota manneslg'ur verður
greinilega æ ágengari fyrir
þetta fólk sjálft engu síður en
umhverfíð. Samkeppnin og
kappið sem þessum störfum
fylgir gefur sífellt minna svig-
rúm og lítinn tíma fyrir forsjá.
Það er vissulega þarft verk að
§alla um þennan vanda. Næmir
og forspáir rithöfundar geta
orðið þar að góðu liði. Brúðar-
myndin hans Guðmundar
Steinssonar í Þjóðleikhúsinu
opnar vonandi þá umræðu úti
f samfélaginu, þegar leikhús-
gestir setjast niður eftir sýningu
og ræða saman. En eins og
þeir Piet Hein og Auðunn Bragi
segja:
Að vera spurður
vom huga hrarir,
en haldi það áfram:
það erglr og sœrir.
Barna- og foreldraráðgjöf
Foreldrar! Vekur hátterni barnanna óör-
yggi eða úrræðaleysi? Veiti stuðning og
ráðgjöf varðandi uppeldið.
Eftirfarandi möguleikar koma til greina:
• Uppeldisráðgjöf til foreldra.
•Vinna með samskipti foreldris og barns.
• Bein vinna með barn.
Uppýsingar og tímapantanir í síma 29848
frá kl. 15.00-17.00 mánudag og þriðjudag.
Guðrún Einarsdóttir,
sálfræðingur,
Laugavegi 59, 3. hæð.
Bjóðum upp á alhliða
snyrtingu fyrir konur
og karla
SNYRTISTOFAN
/\ /\ LAUFÁSVEGI 46
ILV SÍMI 622520
Undína Sigmundsdóttir,
snyrtifræðingur
Birna Sveinsdóttir,
snyrtifræðingur
Við minnum á okkar vinsælu Cathiodermie meðferð frá René Guinot.
1. Djúphreinsimeðferð fyrir acne húð.
2. Djúpnæringarmeðferð og rakabindandi meðferð fyrir húð sem er farin að þoma og missa
frískleika og teygju.
3. Háls-, augn- og brjóstameðferð, sem nærir og styrkir húðina.
Viðurkennd sem áhrifamesta meðferð sem völ er á.
Einnig bjóðum við þrennskonar vax-meðferð, andlitsböð, nudd og maska, litanir,
plokkanir, biopeel, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, förðun og Geloide andlitsböð.
MALLORKA
Brottför 10. nóv. með leiguflugi til Mallorka
Gist á hinu glæsilega íbúðahóteli Royal Playa de Palma.
6 vikna dvöl Verð frá kr. 42.520.- pr. mann.
Hér er boðið upp á góða framlengingu á góðu sumri hér heima.
Vart er hægt að hugsa sér betri stað til dvalar á þessum árstíma.
(mAMK
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhusinu Hallveigarstig 1. Simar 28388 og 28580.