Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir HJÖRT GÍSLASON Kvittun fyrir endurgreiðslu næðust sölusamningarnir ekki Af málaferlum vegna tilrauna til skreiðarsölu ÍSLENZKIR skreiðarútflytjendur hafa undir höndum samkomulag, undirritað af nígeríska höfðingjanum Felix Kalu, þess efnis að hann og Mike Ikenzi, ræðismaður íslands i Nígeríu, skuldbindi sig tíl að endurgreiða 300.000 sterl- ingspund, sem þeir hafi tekið við, náist ekki heildarsamningar nm skreiðarviðskiptí milli útflytjenda á íslandi og viðskiptaráðuneytís Nígeríu. Ræðismaðurinn heldur þvi fram í bréfi til forseta íslands, að fé þetta hafi verið ætlað til mútugreiðslna til að greiða fyrir samning- nm, en ekki verið ætlað honum sjálfum og því sé ekki hægt að krefja hann um endur- greiðslu. Hann segir ennfremur að kvittunin fyrir móttöku fjárins hafi aðeins verið til að breiða yfir það, að þar væri um mútufé að ræða. 1 Morgunblaöið/Sigurgeir Jónasson Líklega minnkar hugur manna á skreiðarframleiðslu á næstunni. mmm m h wL? H \ u H ÍÍjJnÍN i íÍÉj[> V | Imj ÍW V : ikmmm f'1 tjj£ j Kvittun fyrir mót- töku og loforði um endurgreiðslu, gangi dæmið ekki upp í kvittun skreiðarframieiðenda segir að undirritaður Felix Kalu, höfðingi, hafi tekið við umræddri upphæð stflaðri á Mike Ikenzi í Lagos og fylgir heimilisfang hans með. Þar segir ennfremur „Fari svo að samningurinn um sölu á skreið, sem verið er að ganga frá milli Stockfísh Marketing Board (Skreiðardeildar Sambandsins, Skreiðarsamlagsins og Samei- naðra framleiðenda (íslenzku umboðssölunnar)) og viðskipta- ráðuneytis Nígeríu, verði ekki undirritaður eða komist ekki í framkvæmd í nánustu framtíð, munu ég og Ikenzi tryggja að þessi 300.000 sterlingspund verði endurgreidd Stockfish Marketing Board.“ Þetta er undirritað af höfðingjanum Felix Kalu og dag- sett 13. júlí 1984. Ákvörðun um inn- flutning frestað Þessu til viðbótar hafa skreið- arútflytjendur undir höndum ljósrit af bréfí frá viðskiptaráðu- neyti Nígeríu dagsett 2. júlí 1984 til íslenzka ræðismannsins. Þar segir að bréf frá honum hafi ver- ið móttekið og ennfremur að ákveðið hafí verið að fresta ákvörðun um innflutning á skreið um óákveðinn tíma vegna skorts á gjaldeyri. Haft verði samband við hann, þegar ástandið lagist. Þetta bréf fékk ræðismaðurinn sem sagt áður en hann taldi nauð- synlegt að fá 300.000 pund til að liðka fyrir samningum, sem sagð- ir voru nánast frágengnir til undirritunar, en voru aldrei. Bréf- ið gaf ennfremur til kynna að svo yrði ekki í nánustu framtíð. Á þessum forsendum og kvittunar- innar hafa íslenzkir skreiðarút- flytjendur stefnt Ikenzi, sem reyndar hefur ekki enn fengið viðurkenningu í heimalandi sínu sem ræðismaður íslands. Morgunblaðið hefur undir höndum ljósrit af bréfí Ikenzi til forseta íslands, en hann sendi afrit af því til ýmissa aðila. í bréf- inu kennir margra grasa og fer það hér á eftir í stórum dráttum. í upphafí bréfsins biðst hann afsökunar á því að hann riti þetta bréf, en segist gera það í þeirri von að forsetaskrifstofunni takist að koma í veg fyrir það, sem virð- ist vera að verða að alþjóðlegu hneyskli og varði ríkisstjóm og ibúa íslands. Samningur upp á 60 milljónir dala ■" Hann segir síðan að í upphafi ársins 1984 hafí íslenzku ríkis- •stjóminni verið boðið til viðræðna um sölu á skreið til Nígeríu á vettvangi ríkisstjóma beggja landanna. Stockfísh Marketing Board, helztu útflytjendur skreið- ar, hafí kynnt sig sem opinbera fulltrúa íslenzkra stjómvalda með umboð til slíkra viðræðna. í fram- haldi þess hafí viðræður verið hafnar í Lagos með þátttöku full- trúa SMB, Einars Benediktssonar, sendiherra í London og hans sjálfs, sem samkvæmt beiðni sendiherrans hafí verið opinber talsmaður hópsins. Um hafí verið að ræða samning upp á 60 milljón- ir dala (tæplega 2,4 milljarða króna). Til að tiyggja samninginn af íslands hálfu og halda keppina- utunum úti, hafí SMB boðizt til að borga ákveðinn hundraðshluta samningsupphæðarinnar sem um- boðslaun, sem dreifa ætti til ákveðinna áhrífamikilla manna í Nígeríu, sem liðkuðu fyrir samn- ingsgerðinni. 9 milljónir dala til að greiða fyrir samningum „Til stuðnings þessa gáfu full- trúar SMB mér bréf þess efnis að þeir myndu greiða 9 milljónir dala (tæpar 360 milljónir króna), sem mér var ætlað að dreifa til að hvetja stuðningsmenn samn- ingsins til aðgerða. Þegar þessi leið virtist ekki flýta málum nægi- lega, ritaði SMB ávísun upp á 2 milljónir dala (tæpar 80 milljónir króna). Ávísunin var geymd hjá sendiherra íslands í London, en ég var beðinn að nota Ijósrit af henni til að fullvissa nígeríska stuðningsmenn um tafarlausa innborgun á umboðslaun við und- irritun samningsins og að meira kæmi síðar. Þetta var gert, en án árangurs. Morgunblaðið/Helgi Bjamason Mútur Að lokum afhenti SMB mér 300.000 pund (18 milljónir króna) sem fyrirframgreiðslu til að dreifa meðal stuðningsmanna íslendinga til að knýja þá til aðgerða. í raun var mér ætlað að dreifa þessu fé sem mútum til að tryggja samn- inginn. Til þess voru peningamir notaðir eins og þörf var á. Því miður mistókst Islendingum og engum öðrum að tryggja samning milli ríkisstjórnanna um sölu á skreið. Engir aðrir keppinautar náðu í raun eins langt. Jafnótrú- legt og það virðist hefur SMB nú hafíð málaferli gegn mér í hæsta- réttinum í London, sem hefur verið ákveðið að tekið verði fyrir 16. október og krefst þess að ég endurgreiði 300.000 pund og full- yrða að þetta sé fé, sem mér sjálfum hafí verið greitt sem um- boðslaun, endurkræft næði ég ekki árangri. Trúið mér, ég kalla guð til vitnis um að þetta er hrein lygi. Ég ræddi aldrei við SMB, hvorki beint né óbeint um greiðslu af einhveiju tagi til mín beint og fyrir þjónustu mína. Kvittunin, sem SMB notar sem tromp, og var undirrituð af fulltrúa mínum, þegar ávísunin var gefín út á nafn mitt, var ætluð, eins og mér var seinna sagt, til að fela þá stað- reynd að féð var í raun og veru ætlað í mútur. í mínum huga hefur málssókn- in komið mér í þá einstöku stöðu, að ég verð að bera vitni fyrir ensk- um rétti og leggja fram skjöl, sem ég hef, til að sanna að þetta var ekki fé greitt mér sérstaklega, heldur að ég hafí verið beðinn að nota það i mútur til að tryggja ríkisstjómasamning fyrir ísland. Ég endurtek að þetta er sannleik- urinn, féð var ætlað og notað í þessum tilgangi. Síðan í janúar á þessu ári, þegar ég fyrst frétti af því að SMB ætlaði með þetta mál fyrir dómstóla, hef ég stöðugt reynt, meira en 10 sinnum, með samtölum við Einar Benediktsson og Ólaf Egilsson, sendiherra í London, að komast hjá því að færa þetta mál fyrir dómstóla, þar sem mér var fyllilega ljóst hve mikil og hræðileg áhrif þessi saga hefði í alþjóðlegum fjölmiðlum. Ég hef því ákveðið, í góðri trú og sem síðustu tilraun, að skrifa þetta bréf í þeirri von að skrif- stofa yðar muni leysa málið." Aðeins hluti af dæm- inu Svona ganga viðskipti með skreið fyrir sig, að minnsta kosti að einhveiju leyti. Mútur af ýmsu tagi eru staðreynd, stundum ganga þær upp, stundum ekki. Orð og athafnir manna stangast á, örvæntingin um tap vegna sölu- tregðu leiðir menn út í viðskipta- hætti, sem okkur eru framandi, en þykja sjálfsagðir í Nígeríu. Hér verður ekki felldur neinn dómur. Þessi frásögn er til að gefa mynd af gangi mála í einstöku tilfelli en er alls ekki dæmi um viðskipt- in í heild. Skipan skreiðamefndar af hálfu stjómvalda, er ekki til- komin vegna þessa sérstaka máls og hafa þau jafnframt lýst því yfír að það komi þeim tæpast við. Málsaðilar verði að leysa það sjálf- ir. Það er af miklu að taka í þessum málum, þetta er aðeins hluti af dæminu, kannski sá versti, kannski ekki. Hins vegar er það hálfeinkennilegt að ímynda sér mann á ferð um Nígeríu með ljósrit af ávísun upp á milljónir dala í þeim tilgangi að liðka fyrir samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.