Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
Lærið vélritun
Ný námskeið hefjast 2. nóvember. Innritun
í símum 76728 og 36112. Engin heimavinna.
Vélritunarskólinn,
Ánanaustum 15. Sími28040.
MM MENNTASKÓLINN
I — í KÓPAVOGI
Ferðamálanám
Menntaskólinn í Kópavogi efnir til 8 kvölda
kynningarnámskeiðs um ferðamálanám, ef
næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður hald-
ið í Menntaskólanum í Kópavogi á þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum í nóvember,
kl. 18.30-21.00.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hyggja
á ferðamálanám erlendis.
Nemendur sem útskrifast hafa frá erlendum
ferðamálaskólum munu kynna námsgreinar
og skóla.
Upplýsingar og innritun í síma 641561 dag-
ana 26.-30. október nk. kl. 15.00-18.00.
Menntaskólinn í Kópavogi.
Húsnæði óskast
Óska eftir íbúð á leigu, helst í miðbæ
Reykjavíkur. Reglusemi og góðri umgengni
heitið.
Upplýsingar í síma 673703.
íbúð óskast
Þriggja herbergja íbúð óskast til leigu í eitt
ár frá 1. desember næstkomandi.
Tilboð sendist skrifstofu Kennarasambands
íslands, Grettisgötu 89, 105 R.
3ja herb. íbúð
Tæknifræðingur utan af landi bráðvantar
íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Góðri umgengni
heitið og fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Upplýsingar í síma 13817 milli kl. 15 og 19.
íbúð óskast
3ja herbergja íbúð óskast á leigu frá
1. desember.
Upplýsingar í síma 611017.
Skrifstofuhúsnæði óskast
Félagasamtök óska eftir að kaupa eða taka
á leigu skrifstofuhúsnæði ca 25-30 fm í
miðbæ Kópavogs.
Tilboð merkt: „Strax - 4643“ sendist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 1. nóvember.
Verslunar- eða
geymsluhúsnæði
á jarðhæð nærri Hlemmi óskast.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30.
október merkt: „V - 2209“.
Iðnaðarhúsnæði
óskast tilleigu
Gott og traust fyrirtæki í Reykjavík óskar
eftir 200-250 fm húsnæði miðsvæðis í
Reykjavík. Æskilegt athafnasvæði utanhúss.
Tilboð merkt: „N - 6125“ óskast lagt inn á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. nóvember.
Verslunarhúsnæði til leigu
120 fm bjart og rúmgott verslunarhúsnæði
til leigu í einni glæsilegustu verslanamiðstöð
á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið er fullfrá-
gengið og tilbúið til notkunar.
Upplýsingar í síma 611575 .
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu við Suðurlandsbraut vandað skrif-
stofuhúsnæði (2-3 herbergi), 60-70 fm. með
sérinngangi og hugsanlega með aðgangi að
fundarherbergi.
Tilboð merkt: „Skrifstofuhúsnæði - 3648“
sendist fyrir fimmtudaginn 29. október á
auglýsingadeild Mbl.
Atvinnuhúsnæði íboði
Til leigu alls 320 fm á besta stað í bænum.
Leigist í einu lagi eða í smærri einingum fyr-
ir skrifstofur eða skylda starfsemi.
Sanngjörn leiga.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„S - 4645“ fyrir 27. október.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
Til leigu er skrifstofuhúsnæði í nýlegu húsi
í Múlahverfi í Reykjavík. Stærð u.þ.b. 80 fm.
Aðgangur að sameiginlegri þjónustu kemur
til greina, svo sem matstofu, ritvinnslu, Ijós-
ritun o.fl. Húsnæðið er laust nú þegar.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„T - 2481“.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er 2., 3. og 4. hæð ásamt rishæð
hússins nr. 14 við Austurstræti (samtals um
950 fm) og 4. og 5. hæð hússins nr. 12 við
Austurstræti í Reykjavík (samtals um 250
fm). Innangengt er á milli húsanna á 4. hæð
og leigist húsnæðið í einu lagi eða í smærri
einingum.
Frekari upplýsingar um húsnæðið veitir Ket-
ill Axelsson í síma 11887 kl. 9 fyrir hádegi.
Til leigu
stórt fallegt skrifstofuherbergi í miðbænum.
Upplýsingar í síma 30882.
Ca 220 fm húsnæði
til leigu á 2. hæð við Lyngháls. Leigist helst
í einu lagi á hagstæðri leigu, en hlutaleiga
kemur einnig til greina.
Upplýsingar í síma 685966 á skrifstofutíma.
Til leigu
í húsi okkar, Ánanaustum 15, er til leigu
skrifstofuhúsnæði á 3. hæð, 64 fm að flatar-
máli (82 fm með sameign). Húsnæðið er
innréttað sem tvö herbergi.
Skrifstof uhúsnæði til leigu
395 fm skrifstofuhúsnæði til leigu á Eiðis-
torgi 13, Seltjarnarnesi. Þarf ekki að leigjast
í heilu lagi. Húsnæðið er fullfrágengið og til
afhendingar strax.
Upplýsingar í síma 611575.
Verslunarhúsnæði til leigu
340 fm bjart og fallegt verslunarhúsnæði til
leigu í einni glæsilegustu verslanamiðstöð á
höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið er fullfrá-
gengið og tilbúið til notkunar.
Upplýsingar í síma 611575.
Fræðslufundur
NLFR
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur
fræðslufund í Templarahöllinni við Skóla-
vörðuholt mánudaginn 26. október kl. 20.30.
Á fundinum talar Ásta Erlingsdóttir um
grasalækningar. Allir áhugamenn eru vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Stjórnin.
BORGARSKIPULAG REYKJAVlKUR
BORGARTÚN 3 — 105 REYKJAVlK — SlMI 26102
Ibúar
í Laugarnes-, Laugarás-,
Heima- og Vogahverfum
f Reykjavík!
Laugardaginn 31. október 1987 kl. 14.00,
mun Borgarskipulag Reykjavíkur efna til
borgarafundar í safnaðarheimili Langholts-
sóknar við Sólheima.
Á fundinum verða kynnt drög að hverfaskipu-
lagi fyrir borgarhluta 4, þ.e. Laugarnes-,
Laugarás-, Heima- og Vogahverfi.
Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju
aðalskipulagi fyrir Reykjavík. í því er fjallað
sérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð,
þjónustu og íbúaþróun og áhersla lögð á
hvar breytinga er þörf og hvar þeirra er að
vænta.
Á fundinum verður óskað eftir ábendingum
og athugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka
íbúa er ein af forsendum fyrir góðu skipulagi.
Borgarskipulag Reykjavíkur.
TOLLVÖRU
GEYMSLAN
Reykjavík
Hluthafafundur
Hluthafafundur fyrir hluthafa Tollvöru-
geymslunnar hf., Reykjavík, verður haldinn
fimmtudaginn 29. október 1987 kl. 17.00 í
fundasal inn af anddyri Holiday Inn, Sigtúni
38, 105 Reykjavík.
Dagskrá:
Breytingar á starfsreglum félagsins vegna
afnáms ákvæðis í 3. gr. 1. mgr. laga um gjald-
eyris- og viðskiptamál nr. 63/1979, sem gerði
þá kröfu til tollyfirvalda, að tollafgreiða ekki
vörur nema staðfesting gjaldeyrisbanka liggi
fyrir um, að greiðsla hafi verið innt af hendi
eða greiðsla tryggð með öðrum löglegum hætti.
(„Afnám bankastimplunar").
Bernh. Petersen, sími 11570.
Stjórnin.