Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 57 Veitinga- menn mót- mæla aukn- um skatta- álögum AÐALFUNDUR Sambands veit- inga- og gistihúsa var haldinn 15. október sl. á Hótei Örk í Hvera- gerði. Hótelstjórar og veitinga- menn hvaðanæva af landinu fjölmenntu á fundinn. Rætt var um fræðslumál innan atvinnugreinarinnar, en nýlega var ráðinn fræðslufulltrúi hjá SVG, sem skipuleggur námskeiðahald fyrir SVG-félaga og starfsmenn þeirra. Rætt var um nýstofnsetta upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn í Reykjavík, sem SVG átti þátt í að setja á laggimar. Mikil þörf hefur verið á slíkri alhliða upplýsingamið- stöð bæði fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn og er opnun hennar því fagnaðarefni. Fyrirlestur var haldinn um heil- brigðismál og urðu um þau miklar umræður. Miklar umræður urðu um auknar skattaálögur ríkisstjómarinnar. Veitingarekstur býr við hvað flest og ijölbreytilegust gjöld allra at- vinnugreina og þótti því veitinga- mönnum að bera í bakkafullan lækinn að hækka enn söluskatt á mat á veitingahúsum. Aftur á móti reynist erfitt að fá stjómvöld til að aflétta gömlum og úreltum reglu- gerðum sem hamla eðlilegri þjónustu við viðskiptavini, auk þess sem sam- keppnisaðilar á svarta markaðnum era látnir óáreittir. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundinum: „Aðalfundur SVG, haldinn á Hótel Örk 15. október 1987, mótmælir harðlega auknum skattaálögum sem felast í nýjum söluskatti á sölu mat- væla í veitingahúsum." Stjóm Sambands veitinga- og gistihúsa skipa eftirtaldir menn: Ein- ar Olgeirsson stjómarformaður, Hótel Loftleiðir, Bjami í. Ámason, Hótel Óðinsvé, Guðvarður Gíslason, Gaukur á Stöng, Gunnlaugur Hreið- arsson, Lauga-As, Ólafur Laufdal, Broadway, Pétur Geirsson, Hreða- vatnsskáli, og Wilhelm Wessman, Gildi hf. Varastjóm: Birgi Jónsson, Gullni Haninn, og Sigurður S. Bárð- arson, Hótel Stykkishólmur. Þórir Barðdal og Sigrún Ó. Olsen. Morgunblaðið/Július Kjarvalsstaðir: Sýning í tengslum við námskeið huglæknis HELGARSÝNING á verkum Sig- rúnar Ó. Olsen og Þóris Barðdal stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Sýningin er haldin í tengslum við námskeið huglæknisins Matthew Mannings, sem staddur er hér á landi á vegum Þridrangs. Sigrún og Þórir luku námi við Listaakademíuna í Stuttgart $ Þýska- landi árið 1984, Þórir úr mynd- höggvaradeild og Sigrún úr málaradeild. Þórir hefur búið og starfað í Bandaríkjunum undanfarin tvö ár þar sem hann hefur tekið þátt f samsýningum. Eftir að Sigrún lauk námi hefur hún dvalið í Þýskalandi, Bandarflqunum og á íslandi og tekið þátt í flölda samsýninga. Dagana 7. - 21 nóvember n.k. sýnir Sigrún verk sín í húsnæði Þridrangs, Tryggva- götu 18. í fréttatilkynningu um sýninguna segir að verk listamannanna séu tengd starfí Matthew Manning, þau séu í anda ljóss friðar og kærleika. Nes- og Melahverfi: Katrín Fjeldsted ræð- ir borgarmálefni FÉLAG Sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi heldur aðalfund sinn mánudaginn 26. október á Hótel Sögu f Þingstúku C og hefst hannkl. 20.30. Gestur fundarins verður Katrín Fjeldsted borgarráðsmaður. Hún mun ræða borgarmálefni almennt og sérstök mál sem varða hverfíð og svara fyrirspumum fundar- manna. Björg Einarsdóttir verður fundaretjóri. Gengið er um aðaldyr Hótel Sögu á fundarstaðinn. Katrín Fjeldsted. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Síðasta hraðlestrarnámskeið ársins hefst miðviku- daginn 28. október nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn, hvort sem er við lestur námsbóka eða fagurbókmennta, skaltu skrá þig strax á námskeiðið. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn, jafnvel með meiri eftir- tekt á innihaldi textans, en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 ísíma 611096. HRAÐLESTRARSKÓLINN ÞARFTU AÐ EINANGRA? Ráðgjöf. Aukin þjónusta Steinullarverksmiðjunnar í síma 83617 frá kl. 9-11. STEINUUARVERKSMIÐJAN HF * _ MALLORKA Brottför 10. nóv. með leiguflugi til Mallorka Gist á hinu glæsilega íbúðahóteli Royal Playa de Palma. Dæmi um verð Mallorka 14 daga + 3 daga í London kr 30.830,- Mallorka 7 daga + 4 daga í Amsterdam kr. 30.570 með luxus gistingu. (nuMim FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhusinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.