Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
57
Veitinga-
menn mót-
mæla aukn-
um skatta-
álögum
AÐALFUNDUR Sambands veit-
inga- og gistihúsa var haldinn 15.
október sl. á Hótei Örk í Hvera-
gerði. Hótelstjórar og veitinga-
menn hvaðanæva af landinu
fjölmenntu á fundinn.
Rætt var um fræðslumál innan
atvinnugreinarinnar, en nýlega var
ráðinn fræðslufulltrúi hjá SVG, sem
skipuleggur námskeiðahald fyrir
SVG-félaga og starfsmenn þeirra.
Rætt var um nýstofnsetta upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn í
Reykjavík, sem SVG átti þátt í að
setja á laggimar. Mikil þörf hefur
verið á slíkri alhliða upplýsingamið-
stöð bæði fyrir innlenda sem erlenda
ferðamenn og er opnun hennar því
fagnaðarefni.
Fyrirlestur var haldinn um heil-
brigðismál og urðu um þau miklar
umræður.
Miklar umræður urðu um auknar
skattaálögur ríkisstjómarinnar.
Veitingarekstur býr við hvað flest
og ijölbreytilegust gjöld allra at-
vinnugreina og þótti því veitinga-
mönnum að bera í bakkafullan
lækinn að hækka enn söluskatt á
mat á veitingahúsum. Aftur á móti
reynist erfitt að fá stjómvöld til að
aflétta gömlum og úreltum reglu-
gerðum sem hamla eðlilegri þjónustu
við viðskiptavini, auk þess sem sam-
keppnisaðilar á svarta markaðnum
era látnir óáreittir.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt
á aðalfundinum:
„Aðalfundur SVG, haldinn á Hótel
Örk 15. október 1987, mótmælir
harðlega auknum skattaálögum sem
felast í nýjum söluskatti á sölu mat-
væla í veitingahúsum."
Stjóm Sambands veitinga- og
gistihúsa skipa eftirtaldir menn: Ein-
ar Olgeirsson stjómarformaður,
Hótel Loftleiðir, Bjami í. Ámason,
Hótel Óðinsvé, Guðvarður Gíslason,
Gaukur á Stöng, Gunnlaugur Hreið-
arsson, Lauga-As, Ólafur Laufdal,
Broadway, Pétur Geirsson, Hreða-
vatnsskáli, og Wilhelm Wessman,
Gildi hf. Varastjóm: Birgi Jónsson,
Gullni Haninn, og Sigurður S. Bárð-
arson, Hótel Stykkishólmur.
Þórir Barðdal og Sigrún Ó. Olsen.
Morgunblaðið/Július
Kjarvalsstaðir:
Sýning í tengslum við
námskeið huglæknis
HELGARSÝNING á verkum Sig-
rúnar Ó. Olsen og Þóris Barðdal
stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum.
Sýningin er haldin í tengslum við
námskeið huglæknisins Matthew
Mannings, sem staddur er hér á
landi á vegum Þridrangs.
Sigrún og Þórir luku námi við
Listaakademíuna í Stuttgart $ Þýska-
landi árið 1984, Þórir úr mynd-
höggvaradeild og Sigrún úr
málaradeild. Þórir hefur búið og
starfað í Bandaríkjunum undanfarin
tvö ár þar sem hann hefur tekið þátt
f samsýningum. Eftir að Sigrún lauk
námi hefur hún dvalið í Þýskalandi,
Bandarflqunum og á íslandi og tekið
þátt í flölda samsýninga. Dagana 7.
- 21 nóvember n.k. sýnir Sigrún verk
sín í húsnæði Þridrangs, Tryggva-
götu 18.
í fréttatilkynningu um sýninguna
segir að verk listamannanna séu
tengd starfí Matthew Manning, þau
séu í anda ljóss friðar og kærleika.
Nes- og Melahverfi:
Katrín Fjeldsted ræð-
ir borgarmálefni
FÉLAG Sjálfstæðismanna í Nes-
og Melahverfi heldur aðalfund
sinn mánudaginn 26. október á
Hótel Sögu f Þingstúku C og
hefst hannkl. 20.30.
Gestur fundarins verður Katrín
Fjeldsted borgarráðsmaður. Hún
mun ræða borgarmálefni almennt
og sérstök mál sem varða hverfíð
og svara fyrirspumum fundar-
manna. Björg Einarsdóttir verður
fundaretjóri. Gengið er um aðaldyr
Hótel Sögu á fundarstaðinn.
Katrín Fjeldsted.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Síðasta hraðlestrarnámskeið ársins hefst miðviku-
daginn 28. október nk.
Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn, hvort sem
er við lestur námsbóka eða fagurbókmennta, skaltu
skrá þig strax á námskeiðið.
Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að
meðaltali lestrarhraða sinn, jafnvel með meiri eftir-
tekt á innihaldi textans, en þeir hafa áður vanist.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 ísíma 611096.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
ÞARFTU AÐ EINANGRA?
Ráðgjöf. Aukin þjónusta
Steinullarverksmiðjunnar í síma
83617 frá kl. 9-11.
STEINUUARVERKSMIÐJAN HF
* _
MALLORKA
Brottför 10. nóv. með leiguflugi til Mallorka
Gist á hinu glæsilega íbúðahóteli Royal Playa de Palma.
Dæmi um verð
Mallorka 14 daga + 3 daga í London kr 30.830,-
Mallorka 7 daga + 4 daga í Amsterdam kr. 30.570
með luxus gistingu.
(nuMim
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhusinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.