Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Setjari
36 ára vanur blýumbroti óskar eftir að kom-
ast í pappírsumbrot.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5.
nóvember merkt: „Setjari - 3649".
Lögmannsstofa
óskar að ráða ritara. Þyrfti að geta hafið
störf sem fyrst, í síðasta lagi um miðjan
nóvember 1987.
Umsókn er greini menntun, starfsreynslu og
nöfn fyrri vinnuveitenda, leggist inn á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir 1. nóvember
nk. merkt: „G - 2480“
Vinnurannsóknir
-fiskvinnsla
Stór fisksölusamtök í Reykjavík vilja ráða
starfsmann til starfa að vinnurannsóknum
þ.m.t. ákvæðisvinnumálum í frystihúsum
víða um land.
Starfið er laust strax en hægt er að bíða 1 -2
mánuði eftir réttum manni.
Leitað er að aðila með þekkingu og menntun
á sviði fiskvinnslu t.d. útgerðartækni. Reynsla
eða áhugi á vinnurannsóknum æskilegur.
Starfinu fylgja talsverð ferðalög.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir
4. nóv. nk.
Gudnt Tónsson
RÁÐCJÖF fr RÁÐNi NCARhJÓN U STA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Húsgagnasmiðir
Fjölbreytt og skemmtilegt starf er laust á
trésmíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Mikil
vinna framundan. Mötuneyti á staðnum.
Laun samkvæmt kjarasamningi félags starfs-
fólks í húsgagnaiðnaði og V.S.Í.
Umsóknum um starfið ber að skila til Þjóð-
leikhússins á sérstökum eyðublöðum sem
þar fást. Eldri umsóknir þarf ekki að end-
urnýja. Nánari upplýsingar veitir skipulags-
stjóri Þjóðleikhússins, Hverfisgötu 19, sími
11204.
Þjóðleikhússtjóri.
Hrafnista Hafnarfirði
Lausar stöður
Staða deildarstjóra
á hjúkrunardeild er laus til umsóknar frá 1.
janúar 1988 eða fyrr.
Ennfremur eru lausar aðrar stöðu hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða á hjúkrunardeildum.
Starfsfólk óskast í aðhlynningu og ræstingu.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 54288.
Einnig vantar leiðbeinanda í föndursal, 50%
starf, eftir hádegi.
Upplýsingar gefur Arna í síma 54288.
Smiðir og
verkamenn
Óskum eftir smiðum og verkamönnum.
Upplýsingar í símum 641588 og 40231.
Skiltagerð
- silkiprentun
Laghentur maður óskast til starfa hið fyrsta.
Umsóknir sendist í pósthólf 5334, 125
Reykjavík, fyrir miðvikudagskvöld.
Umferðamerki hf,
skilti og auglýsingar.
Sendill
Fyrirtækið er framleiðslufyrirtæki í Austur-
borg Reykjavíkur.
Starfið felst í sendiferðum í banka og toll,
svo og aðstoð á skrifstofu.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé lipur og
áreiðanlegur. Umsækjendur þurfa að leggja
til bíl.
Vinnutími er frá kl. 08.30-17.00.
Umsóknarfrestur er tii og með 30. október nk.
Umsóknareyðublöð og nánari uppiýsingar
á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00.
Afleysinga- og rádningaþjónusta
Liósauki hf
Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Sími 621355
Afgreiðsla
- hlutastarf
Fyrirtækið er verslun með tískuskartgripi í
miðbæ Reykjavíkur.
Starfið felst í afgreiðslu, sölu og umsjón
með versluninni.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi sölu-
hæfileika og áhuga á skartgripum. Áhersla
er lögð á snyrtilega framkomu og hlýlegt
viðmót. Æskilegt er að viðkomandi séu eldri
en 25 ára og geti hafið störf nú þegar.
Vinnutími er frá kl. 14.00-18.00.
Umsóknarfrestur er til og með 28. október nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00.
Skóiavórdustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Skiltagerð
silkiprentun
Laghentur maður óskast til starfa hið fyrsta.
Umsóknir sendist í pósthólf 5334, 125
Reykjavík, fyrir miðvikudagskvöld.
Bræöraborgars tig 9
Pósthólf 5534
125 Reykjavík
Sírrti: 22191
M.nr.: 8975-6715
II
SKILTI & AUCLÝSINGAR
Störf á leikskólum
Fóstrur óskast til starfa allan daginn á leik-
skólana Njálsborg, Njálsgötu 9 og Árborg,
Hlaðbæ 17, og hálfan daginn, eftir hádegið,
á Nóaborg, Stangarholti 11, Fellaborg,
Völvufelli 9, Seljaborg við Tungusel, Kvista-
borg við Kvistaland, Holtaborg, Sólheimum
21, Barónssborg, Njálsgötu 70, Leikfelli,
Æsufelli 4 og Hraunborg, Hraunbergi 12.
Upplýsingar gefa forstöðumenn viðkomandi
heimila og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dag-
vistar barna, sími 27277.
Hlutastörf
★ Bókarar
F.h., innflutningsfyrirtæki, þjónstufyrirtæki.
Merking, innsláttur, afstemmingar, uppgjör.
Þekking á IBM S-36 æskileg.
★ Símavarsla
F.h., innflutningsfyrirtæki. Móttaka, útskrift
reikninga, aðstoð við vélritun. Þjónustulund
áskilin. Einhver reynsla af skrifstofustörfum
æskileg.
★ Skrifstofumaður
F.h., þjónstufyrirtæki. Umsjón með eftir-
launasjóði. Skrifstofureynsla nauðsynleg.
★ Bókasafnsfræðingur
F.h., útgáfufyrirtæki. Umsjón með barna-
bókaútgáfu og bókaklúbbi.
★ Afgreiðslufólk
F. og e.h., fataverslanir, barna- og kven-
fatnaður.
Nánari upplýsingar veitir Holger Torp.
Skriflegum umsóknum skal skilað fyrir 31.
október.
Starfsmannastjórnun
Ráðningaþjónusta O Jf p
Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Sölumaður
Umboðs- og heildverslun í Reykjavík vill ráða
ungan sölumann nú þegar í fullt starf. Einkum
til sölu á byggingavörum og innréttingakerf-
um. Verslunar- eða tæknifræðimenntun
nauðsynleg. Ákjósanleg vinnuaðstaða í nýju
umhverfi. Góðir tekjumöguleikar.
Umsóknir er greini menntun, starfsreynslu
og aldur leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
fyrir 31. október merktar: „Áreiðanleiki -
2482“.
Hlutastarf
Starfsmann vantar í tímabundið verkefni.
Vinnutími miðast við 40-50% vinnu næstu
2-3 mánuði og getur vinnutími verið mjög
frjáls. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé stúd-
ent við Háskóla íslands eða útskrifaður
þaðan. Góð laun eru í boði.
Upplýsingar í síma 16482 á morgun.
Starfsfólk
Okkur hjá Sjanghæ vantar fólk til starfa í
sal. Við leitum að áreiðanlegum, duglegum
og sjálfstæðum starfskrafti. Viðkomandi
bjóðum við mikla vinnu, góða starfsaðstöðu
og anda, sveigjanlegan vinnutíma og góð
laun.
Hafir þú áhuga á að slást í hópinn, þá líttu
inn hjá okkur.
Kínverska veitinga- og tehúsið
Laugavegi 28b.