Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
HUGVEKJA
Fyrirgefning
eftir sr. Halldór Gunnarsson
I 19. sd. e. Trin.
Mt. 9; 1.—8.
Fyrir allmörgum árum
heyrði ég af vöruflutningabfl-
stjóra utan af landi, sem varð
fyrir því mikla óhappi að keyra
yfir lítið bam í Reykjavík.
Hann keyrði bflinn hægt um
umferðargötu að morgni um
haust. Gatan var hál. Allt í
einu kemur bolti úr húsasundi
og lítið bam þjótandi á eftir
og beint út á götuna í veg
fyrir fullhlaðinn vömflutninga-
bflinn. Það skipti engum
togum þótt hann sæi bamið
koma í veg fyrir bflinn og stigi
strax á bremsumar, bfllinn
rann áfram og bamið fór fyrir
hjólin. Við getum áreiðanlega
ímyndað okkur ótta og angist
mannsins þegar hann fór út
úr bflnum í von um að bamið
hefði bjargast með einhveijum
hætti. En svo var ekki. Honum
mætti örvingluð móðir yfír
dánu bami sem leit til hans
með augnaráði sem hann
gleymdi ekki. Tíminn leið. Yfir-
heyrslur, jarðarför, dómur. En
þó var enn þyngri tími eftir.
Að vakna upp af martröð aftur
og aftur og sjá allt fyrir sér
og þó sérstaklega auglit móð-
urinnar, ásökun hennar og
sorg. Bflstjórinn hætti að
keyra vömbfl og í mörg ár á
eftir ók hann ekki bfl í
Reykjavík.
A hveijum degi verða slys
með einum eða öðmm hætti,
sem breyta lífi viðkomandi.
Ekkert verður eins og áður.
Og við hvert slys þurfa aðilar
að mætast sem ef til vill aldrei
hafa sést áður og biðja fyrir-
gefningar og fyrirgefa. Hvort
tveggja er alltaf erfítt og oft
mistekst það og stundum er
jafnvel ekki eftir fyrirgefningu
leitað. Getur ekki verið að sam-
viskubit eða dómur í slíku
tilfelli búi um sig þannig að
maðurinn verði aldrei samur
aftur?
í guðspjalli þessa dags er
sagt frá því að menn færðu
lamaðan mann til Jesú. Og
hann sagði við hann: „Vertu
hughraustur bamið mitt, synd-
ir þínar em fyrirgefnar." Og
þegar fræðimennimir hneyksl-
uðust sagði Jesús: „Hvort er
auðveldara að segja: Syndir
þínar em fyrirgefnar, eða
segja: Statt upp og gakk?“
Frásagan ber með sér að
syndavitund mannsins lamaði
hann. Eitthvað í fortíðinni hélt
honum í böndum. liklegast er
að sú heimspeki sem þá var
uppi og er enn, að allt lúti lög-
máli orsaka og afleiðinga,
væri ástæðan. Þjáning, slys
eða böl væri afleiðing syndar
í þessu lífí eða fyrri tilvemm
og því bæri mönnum að taka
út refsinguna, liggja lamaður
eða taka mótlæti með þjáningu
á annan hátt.
Þessu mótmælti Jesús með
boðskap sínum og gjörðum.
Slysið er ekki afleiðing eða
fyrirfram ákveðið, heldur er
slys alltaf slys, eitt örstutt
rangt andartak og umhverfíð
lýtur lögmáli slyssins.
Okkar er hveiju sinni að
takast á við þær kringumstæð-
ur sem upp koma og reyna að
lifa stundina með jákvæðum
huga. Séum við í þeim aðstæð-
um sem guðspjallið greinir frá
er okkur nauðsynlegt að horf-
ast í augu við það sem skeð
hefur og ef sektarkenndin
kvelur okkur þá verðum við
að leita fyrirgefningar.
Forsenda þess er auðmýkt
og eftirsjá og knýjandi þörf á
að leita sátta, brúa bil og reyna
að bæta fyrir. Miklu efiðara
er að fyrirgefa. Til þess að
geta það, verðum við fyrst að
geta sett okkur í aðstæður
þess sem biður fyrirgefningar
og fært þá fóm að gleyma eig-
in sársauka, særindum, sorg
og þjáningu. Síðan að spyija:
Hvað hefði ég gert, hefði þetta
getað hent mig og hvemig
hefði ég þá bmgðist við ef ég
hefði mætt sama viðmóti og
ég sýndi?
„Allt sem þér því viljið að
aðrir menn gjöri yður, það
skulið þér og þeim gjöra."
Bflstjórinn sem ég sagði frá
f upphafí þessarar hugvekju
lifði sársauka þess sem henti
og reyndi að gleyma þessari
átakanlegu stund. En hún var
mótuð í undirvitund hans og
kom fram við hinar ólíklegustu
aðstæður í draumi og í vöku.
Hann fékk engin viðbrögð í
jákvæða átt þegar hann leitaði
fyrirgefningar og treysti sér
ekki til þess að reyna oftar en
einu sinni.
Það þarf að reyna oftar og
ekki megum við gleyma að
Drottinn, Jesús Kristur, heyrir
bænir okkar, veitir fyrirgefn-
ingu, bænheyrir og blessar.
Hann stendur við dyr hugsun-
arinnar og bænarinnar sem
tengir tíma og rúm við hann
og segin Syndir þínar em fyr-
irgefnar, statt upp og gakk.
Hann er sá sem einn getur
gjört alla hluti nýja, gefíð þá
auðmýkt sem þarf, gefíð þann
þrótt sem gefur þor, gefið
löngunina að bæta fyrir og
gefíð endumýjunina.
UFANDi PENINCAMARKAÐUR
í KRINCIUNNI
^ULDABBÉFAMABKAPUR EURO-KBEDirKORTAPJÓNUS»
líf- oa hblsutmee"T*tFAVIBsK,rTl hAbmal "Olskvldun
Lína G. Atladóttir Margrét Hinriksdóttir
Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni
erlifandi peningamarkaður
og persónuleg þjónusta.
Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson
Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18
og laugardaga kl. 10 — 14
FJARFESTINGARFEIACIÐ
Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Gengi: 23. okt. 1987: Kjarabréf 2,359 - Tekjubréf 1,201 - Markbréf 1,245 - Fjölþjóðabréf 1,060