Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987
55
radauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Parketlagnir
Tökum, að okkur parketlagnir, nýsmíði og
breytingar.
Þorvaldur Þorvaldsson
trésmíðameistari
sími 71118
Matvælaframleiðendur
Óska eftir vacuum-pökkunarvél og stórri
farsvél til kaups.
Upplýsingar í síma 681600 á daginn (Jón)
og á kvöldin í síma 78722.
Sýnishorn úr söluskrá
Húsgagna- og blómaverslun íVesturbæ. Eig-
inn innflutningur, góður rekstur.
Glæsileg matvöruverslun í öruggu verslunar-
hverfi. Mikil velta.
Veislueldhús ífullum rekstri. Góður búnaður.
Fjársterkir og öruggir aðilar á kaupendaskrá
okkar hafa falið okkur að finna fyrirtæki af
ýmsum gerðum. Sem dæmi má nefna:
Framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði.
Heildsölufyrirtæki af ýmsu tagi en með sam-
bönd í lagi. Þurfa ekki endilega að vera
umsvifamikil.
Verðhugmyndir eru frá hundruðum þúsunda
allt upp í 25-30 millj.
Varsla hf.,
fyrirtækjasala, ráðgjafaþjónusta,
Skipholt 5, sími 622212.
Hlíða- og Holtahverfi
Aðalfundur
verður haldinn mánudaginn 2. nóvember kl. 18.00 í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjómin.
Landsmálafélagið Vörður
Almennur félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 29. október kl. 20.30 í Valhöll, Háaleit-
isbraut 1.
Dagskrá:
1. Kosning þriggja manna i uppstillingarnefnd vegna aöaifundar.
2. Ræða.
3. Önnur mál.
Stjómin.
Félag sjálfstæð-
ismanna í Nes-
og Melahverfi
Aðalfundur félagsins verður haldinn mánu-
daginn 26. október nk. kl. 20.30 á Hótel
Sögu, þingstúku C.
Venjuleg aöalfundarstörf. Katrín Fjeldsted
borgarfulltrúi mætir á fundinn.
Stjómin.
Plötufrystir
Viljum kaupa eða leigja plötufrysti.
Upplýsingar í símum 95-1390 og 95-1504
(heimasími).
Sumarbústaðaland
- félagasamtök
í ráði er að skipuleggja land á besta stað í
Borgarfirði undir sumarhús.
Þau félagasamtök sem áhuga kynnu að hafa
leggi nöfn sín inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Mýrarsýsla - 4644“.
Kötturinn Snorri er týndur!
Hann er grábröndóttur með hvítur hosur og
hvítt nef, einnig var hann með appelsínugula
hálsól. Snorri hvarf frá Hagamel 4 kl. 6 f.h.
miðvikudaginn 21. október. Gæti verið að
hann hafi lokast í bílskúr eða kjallara hjá þér?
Ef einhver hefur orðið var við köttinn Snorra,
þá vinsamlegast hringið í Finnska sendiráð-
ið, Hagamel 4, sími 27521. Fundarlaun.
Sjálfstæðismenn
Njarðvik
Kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins i
Reykjaneskjördæmi
og fulitrúaráö sjálf-
stæðisfélaganna i
Njarðvik boða full-
trúaráðsmenn og
aðra trúnaðarmenn
Sjálfstæðisflokksins
í Njarðvík til fundar
i Sjálfstæöishúsinu i
Njarðvík, mánudag-
inn 26. október kl.
20.30.
Gestir fundaríns verða Ólafur G. Einarsson, alþingismaöur og Bragi
Michaelsson, varaformaður kjördæmisráðs.
®Týr, félag ungra sjálfstæðis-
manna í Kópavogi
Aðalfundur
Aðalfundur Týs, FUS, Kópavogi, verður haldinn laugardaginn 31.
október í Hamraborg 1, 3. hæð, kl. 17.00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning formanns.
3. önnur mál.
Fundarstjóri verður Haraldur Kristjánsson.
Sjáumst hress. Bless.
Kópavogur
- Kópavogur
Aöalfundur sjálfstæðiskvennafélagsins
Eddu, Kópavogi, veröur haldinn mánudag-
inn 26. október kl. 8.30 stundvislega i
Hamraborg 1,3. hæð. Venjuleg aðalfundar-
störf. Gestur fundarins verður Ásdís
Loftsdóttir fatahönnuöur, sem kynnir sína
linu. Kaffiveitingar.
Eddukonur fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Stjómin.
Sjálfstæðismenn
Seltjarnarnesi
Kjördæmisráö Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi
og fulltrúaráö sjálf-
stæðisfélaganna á
Seltjarnarnesi boða
fulltrúaráðsmenn og
aðra trúnaðarmenn
Sjálfstæðisflokksins
á Seltjarnarnesi til
fundar í Sjálfstæöis-
húsinu miðvikudag-
inn 28. október kl.
20.30.
Gestir fundaríns veröa Ellert Eiriksson alþingismaður og Bragi Micha-
elsson varaformaöur kjördæmisráðs.
<
t
X
Hlaðvarpinn:
Kvikmynd um kon-
ur í Sri Lanka
KVIKMYND um konur f Sri
Lanka verður sýnd f Hlaðvarp-
anum í dag, sunnudaginn 25.
október kl. 20.30. Einn þriggja
höfunda myndarinnar, hol-
lenska kvikmyndagerðarkonan
Carla Risseeuw verður viðstödd
sýninguna og mun svara spurn-
ingum áhorfenda.
Myndin, „The Wrong End of the
Rope“, fjallar um konur í Sri
Lanka; um konumar sem vinna
við gerð reipa og svonefndra kók-
osteppa. Með viðtölum og leiknum
atriðum er vinnu þeirra og aðstæð-
um lýst og svo baráttu þeirra til
að öðlast meiri stjóm á fram-
leiðslu sinni. Kvikmyndin er 80
mínútna löng og var gerð í Sri
Lanka árið 1985. Myndin verður
sýnd á myndbandsskerm.
Carla Risseeuw kvikmynda-
gerðarkona er stödd hér á landi
til að kanna möguleikana á því
að gera kvikmynd um íslenskar
konur, en Carla starfar hjá hol-
lensku kvennakvikmyndasafni og
framleiðendum. Mynd sem Carla
gerði um sifjaspell var sýnd fyrr
í vikunni á vegum Kvennaat-
hvarfsins.
Snót mótmælir
matarskatti
Á FÉLAGSFUNDI Verka-
kvennafélagsins Snótar, Vest-
mannaeyjum, sem haldinn var
föstudaginn 16. október sfðast-
liðinn var eftirfarandi ályktun
um matarskatt samþykkt:
Verkakvennafélagið Snót mót-
mælir eindregið fyrirhuguðum
matarskatti og beinir því til fjár-
málaráðherra að hann Ieiti annað
eftir tekjulindum fyrir ríkissjóð en
í matarpeninga heimilanna. Einnig
beinir Snót því til aðilja vinnumark-
aðarins að versla ekki með slíkt í
samningum.
Elliði slær afmælispening
Kiwanisklúbburinn Elliði f Reykjavík heldur upp
á 15 ára afmæli sitt um þessar mundir. í tilefni
þessa afmælis var sleginn afmælispeningur f 200
eintökum. Á myndin má sjá félaga úr Kiwanis-
klúbbnum Elliða afhenda forseta Islands, Vigdísi
Finnbogadóttur, afmælispening númer eitt og
fána klúbbsins. Á myndinni eru talið frá vinstri:
Grétar Hannesson formaður afmælisnefndar
Elliða, Sæmundur H. Sæmundsson, Helgi Lofts-
son núverandi forseti Elliða, Ingþór H. Guðnason
og Vigdfs Finnbogadóttir forseti íslands.