Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Á YZTU NÖF Valdatafl: “Og næsti leikur, hver verður hann?“ veita sendiherra Rússa, Anatoly Dobrynin, munnlegt loforð um að Júpiter-eldflaugamar yrðu fluttar frá Tyrklandi. Þótt forsetinn gæti ekki gefíð eftir í þessu máli opin- berlega taldi hann fáránlegt að hætta á kjamorkustríð út af úreit- um eldflaugum, sem hann hafði sjálfur skipað að skyldu teknar nið- ur. Robert Kennedy tjáði Dobrynin að ef Bandaríkjamenn fengju ekki tryggingu fyrir því daginn eftir að eldflaugamar á Kúbu yrðu fluttar burtu „munum við fjarlægja þær“. Dobrynin spurði: „Hvað um banda- rísku eldflaugamar í Tyrklandi?" Robert sagði að Bandaríkjamenn létu ekki neyða sig til samninga um þær og þær væru mál NATO, en forsetinn hefði lengi viljað fjar- lægja þær og þær mundu áreiðan- lega hverfa skömmu eftir að deilan leystist. Rússar fengu þar með það lof- orð, sem þeir höfðu beðið um, og Dobrynin tilkynnti Robert Kennedy daginn eftir, 28. október 1962, að flaugamar á Kúbu yrðu fjarlægðar. Bandaríkjamenn settu það skilyrði að samkomulaginu um Júpiter- flaugamar yrði haldið leyndu. Að sögn Sergei Mikoyans gerði sovézki heraflinn sér grein fyrir því að mætti Sovétríkjanna í heiminum væm takmörk sett og setti sig því ekki upp á móti brottflutningi flaug- anna frá Kúbu. Heimurinn dró andann léttar eftir „13 daga sem skóku heiminn". Kennedy þroskaðist og óx í áliti og eftir farsæla lausn deilunnar beitti hann sér fyrir ráðstöfunum til að draga úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Við tók „þíða“ í kalda stríðinu og síðan hefur ekki linnt fundum um afvopnunarmál. Síðan hafa Bandaríkjamenn og Rússar ekki lent í eins hættulegum deilum. En Kúbudeilan kann að hafa flýtt fyrir falli Krúsjeffs 1964 og líklega átti reynsla Rússa mikinn þátt í því að þeir hafa síðan stóreflt hemaðar- mátt sinn á öllum sviðum. Tvístígandi Rússar hafa alltaf talið Kúbudeil- una sigur fyrir „festu og sveigjan- leika“, sem þeir hafí sýnt og þar með komið í veg fyrir innrás í Kúbu og bjargað Castro. í nýju sovézku sagnfræðiriti segir: „Hætta á kjam- orkutortímingu alls heimsins var á næsta leiti." En lítið hefur heyrzt um hlið Rússa á málinu. Þegar tíðindamaður Reuters ræddi nýlega við sovézka heimildar- menn kom fram að Kremlveijar vom tvfstígandi, fullir efasemda og reiknuðu oft dæmið skakkt eins og mótheijar þeirra í Washington. „Auðvitað vorum við ekki á einu máli um allt, t.d. hvort við ættum að senda eldflaugamar og hvemig við ættum að halda á málum þegar deilan hófst," sagði einn heimildar- mannanna. Þeir efast um að Krúsjeff og ráðgjafar hans hafi verið reiðubúnir að skjóta flaugunum, jafnvel þótt Bandaríkjamenn hefðu ráðizt á Kúbu. í október 1962 gátu Banda- ríkjamenn skotið 5.000 kjamaodd- um á Sovétríkin, en Rússar höfðu aðeins 300 til vamar og yfirburðir Bandaríkjamanna voru því 17 á móti einum. „Frá hemaðarsjónar- miði var engin leið að veija stöðvar okkar á Kúbu. Ef Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að gera árás hefði eina úrræðið verið kjamorkustríð og ég held að enginn vitfírringur okkar megin héfði viljað svara bandarískri árás með því að efna til kjamorkuhelfarar.“ Aðferðir Bandaríkjamanna í Kúbudeilunni hafa verið taldar til fyrirmyndar um hvemig bregðast eigi við, ef svipuð staða kemur upp aftur. Sýna eigi Rússum festu, ráðgast við sérfræðinga og beita valdi stig af stigi, en gefa færi á undankomu, svo að mótheijinn þurfí ekki að bíða álitshnekki. Nú draga margir bandarískir sérfræð- ingar slíka „lærdóma" í efa að sögn Reuters, sem hefur kannað málið og vitnar í Douglas Dillon fjármála- ráðherra Kennedys, sem segir: „Heimurinn hefur tekið svo miklum stakkaskiptum að ég fæ ekki séð að Kúbudeilan komi málinu nokkuð við nú.“ í síðasta hefti Foreign Affairs segir að Kúbudeilan „skipti núverandi samskipti risaveldanna eins litlu máli og Pelopsskagastríðin f Grikklandi til foma". Hvað tekur við? Árið 1962 höfðu Bandaríkja- menn gífurlega yfírburði í kjam- orkuvopnum og algera hemaðar- yfírburði á svæðinu umhverfis Kúbu. Því er það hald margra nú að Rússar hafí ekki átt annarra kosta völ en að láta í minni pokann og það sé aðeins þjóðsaga að heim- urinn hafí rambað á barmi kjam- orkustyijaldar. Sovétsérfræðingur- inn Raymond Garthoff telur að líkumar á stríði hafí verið einn á móti hundrað, eða minni. Rússneski útlaginn Dimitri Simes telur að þær hafi verið sama sem engar. „Þetta var að mörgu leyti viðráðanleg deila," því að við höfðum talsverða yfírburði," segir John Steinbrunner sérfræðingur í kjamorkumálum. Síðan 1962 hafa Rússar næstum því náð því marki, sem þeir settu sér eftir auðmýkingu þeirra í Kúbu- deilunni, að standa Bandaríkja- mönnum jafnfætis í kjamorkumál- um. Nú eiga Rússar um 10.300 langdræga kjamaodda, en Banda- ríkjamenn 12.500. Rússar stæðu miklu betur að vígi, ef svipuð staða kæmi upp aftur, og hefðu miklu meirí ástæðu til að neita að lúta í lægra haldi. „Þeir munu hugsa með sér: Við höftim lagt svo mikið fé í endurbæt- ur í hermálum að við verðum að fá eitthvað fyrir okkar snúð og nú er röðin komin að Bandaríkjamönnum að láta undan,“ segir Alton Frye sérfræðingur í kjamorkumálum. Hann telur að í nýni deilu yrði lagt mjög fast að Bandaríkjaforseta að sýna festu og stofna ekki áliti lands- ins í hættu, jafnvel þótt Rússar reyndustósveigjanlegir. „Því verður næsta deila sú alvarlegasta í sög- unni," segir Frye. Steinbrunner segir að miklu erf- iðara muni reynast að hafa hemil á nýrri „Kúbudeilu". Vígbúnaðar- málin séu orðin svo flókin og erfítt muni reynast að koma í veg fyrir að árás verði gerð án leyfís eða af slysni, þegar hafizt hafí verið handa um undirbúning kjamorkustríðs. Frye telur aðallærdóm Kúbudeil- unnar þann að nauðsynlegt sé að halda sambandi við Moskvu, þegar bráðan vanda eða hættu beri að höndum og þörf verði á skjótum aðgerðum, og halda uppi alls konar formlegum og óformlegum viðræð- um við Rússa, til að draga úr tortryggni. „Við verðum fyrst og fremst að forðast illdeilur," segir BÍLA SYNING Ætm Æm ikUH mAA CTDÁ -flO H"7Í t fi SUNNUDAG FRA13-17 STATIONLUX Já, um helgina munum við kynna nýjan skutbíl LADA STATIONLUX. Þessi mjög vel heppnaði bíll hefur þegar vakið athygli og ekki síst fyrir frábært verð sem er aðeins kr. 273 þús. Verið velkomin og þiggið veitingar - alla helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.