Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 t Faðir okkar, ARNGRÍMUR JÓNSSON, Árgilsstöðum, lést 23. október í Sjúkrahúsi Suðurlands. Börnin. t Hjgrtkær eiginmaöur minn, faðir og bróðir okkar, MAGNÚS GUÐLAUGSSON, Skipasundi 4, andaöist fimmtudaginn 22. október í Landspítalanum. Dagný Jónsdóttir, Jón Magnússon, Eli'n Guðlaugsdóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Vegamótum 2, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. október kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Systir mín, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR frá Pálsbæ, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. þessa mánaðar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Pótur Sigurðsson. t Bróðir okkar, ÞÓRÐURHELGASON frá Þursstöðum, sem andaðist í Landspítalanum 18. október verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 27. október. Jarðsett verður á Borg á Mýrum. Jórunn og Ingibjörg Helgadætur. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GUÐMUNDSSON frá Kambi f Holtum, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þann 27. október kl. 13.30. Guðrún Árnadóttir, Guðfinna Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Ágústa Árnadóttir, Adda Gerður Árnadóttir, barnabörn og Alfreð Guðmundsson, Atli Örn Jensen, Elfn Sæbjörnsdóttir, Þorsteinn Eggertsson, Börkur Thoroddsen, barnabarnabörn. t Maðurinn minn, sonur og stjúpfaðir, JÓN HELGASON, Skálará, Blesugróf, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands. Gyða Jóhannsdóttir, Helgi Kr. Guðmundsson, Eystelnn S. Torfason, Halla G. Torfadóttir. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS ÞÓRSTEINSSONAR frá Öndverðarnesi fyrrverandi húsvarðar Fiskifólags íslands. Valborg Kristjánsdóttir, Björn Stefánsson, Halla Kristjánsdóttir, Runólfur Jónsson, Ólaffa Jensdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Hilmar Friðsteinsson, Guðrún örk Guðmundsdóttir, Hallgrfmur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. Jona S. Þorláks- dóttír - Kveðjuorð Elskulegri systurdóttur minni þakka ég allan kærleika og alla vináttu mér sýnda á öllum liðnum árum og öllum bömunum mínum og öllum þeirra bömum og fjöl- skyldum, sem ég hef aldrei getað endurgoldið. En mér er eitt fremur öðm ógleymanlegur kærleikur þeirra mæðgnanna. Fyrir 50 ámm, þegar ég átti mitt jmgsta bam í mínum miklum veikindum, komu þær báðar, mæðgumar, eins og af Guði sendar. Þær tóku með sér bamið mitt og höfðu það í marga mánuði og önnuðust það eins og þær ættu það og þeim var lagið uns ég var orðin það frísk að ég gat tekið það heim til mín. Slíkan kærleika hef ég aldrei getað endur- goldið, hvorki henni né fjölskyldu hennar, né heldur það sem hún og bróðir hennar hafa verið mér og minni flölskyldu svo kærleiksrík og ómetanlega hjálpleg á öllum svið- um. Ég er svo smá og lítil að öllu leyti að ég er alltaf í skuld við þau öll, hef aðeins getað beðið góðan Guð að launa fyrir mig og vona að hann heyri mfnar fátæklegu bænir þó ófullkomnar séu. Ég enda svo þessa kveðju til frænku minnar með ljóðlínu Matt- híasar Jochumssonar: Ó faðir gjör mig styrkan staf að styðja hvem sem þarf, uns allt það pund er Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. Ó faðir gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. Guðbjörg Jónsdóttir frá Sjónarhóli. Jón Helgason Skál- ará — Minning Jón Helgason var fæddur að Skógtjöm á Álftanesi 30. mars 1928. Jón var elstur sjö bama þeirra Helga Guðmundssonar og konu hans, Pálínu Pálsdóttur. Pálína er látin fyrir allmörgum ámm en Helgi lifir í hárri elli og á enn heima í húsinu sem hann byggði á sínum tíma við Holtsgötu í Hafn- arfirði. Eins og áður segir bjó þessi stóra fjölskylda á Skógtjöm á Álftanesi, en fluttist til Hafnarfjarðar árið 1937, þar sem heimili þeirra stóð um árabil í hinu aldraða og sögu- fræga húsi þar sem nú er veitinga- staðurinn í fjörunni. Á þeim árum kynntist ég þessu ágæta fólki. Jón var elstur sinna systkina. Hann var ákaflega prúður maður í allri framkomu og lét lítið yfír sér en bjó yfir miklum fróðleik um sögu lands og þjóðar, það mun hver og einn hafa fundið er átti þess kost að ræða við hann á góðri stundu. Nú hefur Jón kvatt þetta líf að manni finnst alltof fljótt, en eftir lifír minningin um góðan dreng sem öllum vildi vel. Guð blessi minningu hans. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég eftirlifandi konu hans, Gyðu Jóhannsdóttur, öldruðum föð- ur og systkinum hins látna og fjölskyldu þeirra. Sólveig Eyjólfsdóttir Það er alltaf sárt að kveðja góð- an mann, ekki síst þegar manni finnst hann falla fyrir aldur fram, þegar manni finnst að hann hafi átt svo mörg góð ár eftir ólifuð. Þessi orð eiga vel við nú er við kveðjum Jón Helgason. Jón Helgason var fæddur 30. marz 1928 að Skógtjöm á Álfta- t ( Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EMIL A. SIGURJÓNSSON máiarameistari, Lokastíg 5, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miövikudaginn 28. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Margrót Guðjónsdóttir, Guðjón Emilsson, Gunnar Emilsson, Emilía Emilsdóttir, Kristján Friðsteinsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Sveinn Halldórsson, Ellen Emilsdóttir, Sveinn Jónasson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og f útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU ANTONSDÓTTUR, Bræðraborgarstíg 53. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítala Islands. Valur Guðmundsson, Stefanfa Rósa Sigurjónsdóttir, Heimir Ingimarsson, Sigrún Valsdóttir, Guðmundur M. Jónsson, Björk Valsdóttir, Magnús Leópoldsson, Erna Valsdóttir, Sveinn Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík óg á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. nesi, sonur Pálínu Pálsdóttur og Helga Kr. Guðmundssonar. Ungur fluttist Jón með foreldrum sínum til Hafnaríjarðar og ólst þar upp, elstur í hópi sjö systkina. Jón vand- ist snemma á að taka til hendinni og fór til sjós strax á unglingsárun- um og stundaði síðan sjó í mörg ár, bæði á bátum og togurum. Nærri þrítugu hætti Jón til sjós og vann ýmsa vinnu í landi, m.a. við fiskverkun, en lengst af mun hann hafa unnið í vélsmiðjum. Jón þótti góður starfsmaður og laginn og var vel látinn af vinnufélögum sínum. Árið 1958 hóf Jón sambúð með Gyðu Jóhannsdóttur, ættaðri úr Skagafirði, hún var þá ekkja með tvö ung böm, Eystein og Höllu, en Jón gekk þeim í föður stað og var alla tíð mjög annt um þau og ekki síður um bamabömin, sem áttu í honum hinn eina og sanna afa. Gyða og Jón bjuggu allan sinn bú- skap að Skálará í Blesugróf, en þau áttu sér einnig annað heimili í sum- arhúsi við Þingvallavatn þar sem þau sjálf og gestir þeirra nutu sum- ardaga í ríkum mæli. Þau sátu þó ekki alltaf um kyrrt, á ferðalögum um landið okkar áttu þau margar þær stundir sem yljuðu til hinstu stunda. Nú þegar við kveðjum Jón veit ég að margir taka undir með mér og þakka góðum dreng Iiðnar stundir. Gyðu, bömum hennar og bamabömum, svo og öldruðum föð- ur Jóns bið ég blessunar. Haukur Sigtryggsson Eftirsr. Bjarna Þorsteinsson Að gefnu tilefni skal þess getið að ljóð í kveðju til Unnar M. Guðmunds- dóttur hér í blaðinu sl. fímmtudag er eftir sr. Bjama Þorsteinsson. Því miður er prentvilla í síðustu línu ljóðsins; í stað „gleymdi" á að vera „gleymi" og er beðið velvirðingar á því. ítrekað skal að Morgunblaðið birtir ekki kveðjuorð í bundnu máli. Grein- arhöfundum leyfist að vitna í ljóð, sem út hafa komið á prenti eða sálma, í eftirmælum sem blaðið birtir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.